Dagur - 20.08.1986, Blaðsíða 1

Dagur - 20.08.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur Akureyri, miðvikudagur 20. ágúst 1986 153. töiublað Hætta á vatnsskorti í haust á Sauöárkróki Ástand í neysluvatnsmálum Sauðkrækinga er slæmt um „Erfitt að ná endum saman“ „Ég vissi um þessa skerðingu á lánum frá Byggðastofnun strax í vor. En það verður erf- itt að láta enda ná saman við áramót,“ sagði Stefán Þórð- arson sveitarstjóri á Grenivík í samtali við Dag. Grýtubakkahreppur fær lán frá Byggðastofnun upp á 1,3 milljónir, en samkvæmt reglum hennar hefði hreppurinn átt að fá 2,2 milljónir. Bundið slitlag var lagt á 700 metra vegarkafla og er því lokið. Stefán sagði að einnig ætti að vinna við jarð- vegsskipti og hefjast fram- kvæmdir við það nú bráðlega. „Pað verður erfitt að fjár- magna þetta. Við erurn með öll spjót úti að útvega okkur fé, en það hefur ekkert komið út úr því ennþá,“ sagði Stefán. -mþþ þessar mundir og er talin veru- leg hætta á vatnsskorti í haust. Páll Pálsson veitustjóri sagðist ekki muna eftir svo litlu rennsli úr lindunum á þessum tíma árs og nú er. Við mælingar í síðustu viku fengust 32 sekúndulítrar, en rennslið er venjulega 45 lítrar. Á vegum Steinullarverksmiðj- unnar er nú unnið að virkjun grunnvatns og sagðist Páll vonast til þess að þeim framkvæmdum yrði lokið fyrir sláturtíð, til að forða því ófremdarástandi sem þá gæti skapast í neysluvatnsmál- unum. Hann kvað fyrirtæki í bænum nota það mikið vatn, að Sauðárkrókur væri langt fyrir ofan venjulega vatnsnotkun mið- að við önnur bæjarfélög. Stein- ullarverksmiðjan notar geysilega mikið vatn við sína framleiðslu allan sólarhringinn og þegar slát- urhúsið byrjar í haust eykst vatnsnotkun enn. Páll kvað ástandið hafa verið slæmt í fyrra, en miklar rigningar seinni part sumars hefðu bjargað málunum. Ástæðuna fyrir minna vatni nú kvað hann vera lítinn snjó í vetur og vor, litla úrkomu og þurrkatíð í sumar. Siglufjörður: Nýr bæjarstjóri tekinn til starfa Nýr bæjarstjóri tók til starfa á Siglufirði um miðjan ágúst af Óttari Proppé fyrrverandi bæjarstjóra. Nýi bæjarstjórinn heitir ísak 01; Jóhann Ölafsson og var hann áður skrifstofustjóri hjá Vél- stjórafélagi íslands. Hann tók stúdentspróf frá MR og las síðan þjóðhagfræði við Kaupmanna- hafnarháskóla. ísak Jóhann er 36 ára gamall, alinn upp á Akureyri. Hann sagði í samtali við blaðið að sig hefði alltaf langað til að fara út á landsbyggðina og verið fljótur til þegar þetta starf bauðst. Kona ísaks er Jóna Ragnarsdóttir og eiga þau 5 ára dóttur. -þá Einar Einarsson framleiðslu- stjóri hjá Steinullarverksmiðj- unni sagði verksmiðjuna iðulega hafa orðið fyrir vatnsskorti við framleiðsluna og hefði þetta skapað mikla erfiðleika í sam- bandi við vinnsluna, en vatnið er notað til að kæla niður bræðslu- ofninn. Hefur nú verið gripið til þess ráðs að byggja safnbrunn við verksmiðjuna og er meiningin að nýta yfirborðsvatn sem til fellur. Er vonast til að með þessum hætti fáist nægjanlegt vatn fyrir verksmiðjuna og vatn bæjarveit- unnar verði aðeins til vara. -þá Bilbruni á Þórunnarstræti í gær. Mynd: RÞB Aukin ásókn í leiguíbúðir: 34 umsóknir um tvær íbúðir hjá Akureyrarbæ „Ásóknin í leiguíbúðir á veg- um bæjarins hefur aukist gífur- lega, enda er framboð á leigu- húsnæði Iítið í bænum,“ sagði Þuríður Sigurðardóttir starfs- maður Félagsmálastofnunar í samtali við Dag. Nýlega var tveimur íbúðum í Smárahlíð úthlutað og voru umsóknir um þær 34. Við úthlutun íbúða er farið eft- ir ákveðnu punktakerfi, þar sem tekið er tillit til aldurs, tekna, fjölskyldugerðar og húsnæðisað- stæðum. Þuríður sagði að þeir sem sæktu um íbúðir í eigu bæjarins væru þeir sem verst væru settir, aldrað fólk eða ein- stæðir foreldrar. Akureyrarbær hefur til umráða 75 leiguíbúðir og sagði Þuríður Framsóknarmenn á Norðurlandi eystra: Skoðanakönnun og lok október próf- kjor i Ákveðið hefur verið að efna til skoðanakönnunar meðal fé- lagsbundinna framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi eystra vegna næstu Alþingis- kosninga. Fer skoðana- könnunin fram skriflega dag- ana 20. september til 5. okt- óber. í framhaldi af skoðana- könnuninni verður svo próf- kjör á aukakjördæmisþingi í lok október, þar sem valdir verða sex efstu á listann. Að sögn Valgerðar Sverris- dóttur formanns kjördæmisráðs verður félagsbundnum framsókn- armönnum í kjördæminu send gögn til að skrifa á nöfn þeirra sem þeir kjósa að sjá í efstu sæt- um á framboðslistanum. Mest má skrifa 8 nöfn. Að þessu loknu mun kjörnefnd ræða við þá sem þannig veljast um það hvort þeir vilji gefa kost á sér í prófkjörið. Að loknu venjulegu kjördæm- isþingi verður efnt til aukakjör- dæmisþings þar sem prófkjörið fer fram og þar munu eiga rétt til þátttöku þeir sem flokksfélögin velja á aukaþingið, en það verður þrefalt fjölmennara en venjulegt kjördæmisþing. Heimilt verður öðrum en þeim sem valdir eru í skoðanakönnuninni að taka þátt í prófkjörinu, en þá þurfa þeir meðmæli 25 félagsmanna í Fram- sóknarflokknum. Eins og áður sagði verður valið f sex efstu sæt- in á framboðslista framsóknar- manna í Norðurlandi eystra í prófkjörinu. HS misjafnt hversu margar losnuðu á ári, en fjöldi umsókna um hverja íbúð væri mikill. Verð á 2ja her- bergja íbúð í nýlegu húsnæði er 4700 krónur, fyrir 3ja herbergja íbúð 5700 og 4ra 6700. Leigu- samningar eru gerðir til eins árs, að sögn Þuríðar og endurskoðað- ir að þeim tíma liðnum ef aðstæð- ur hafa breyst. -mþþ „Furða mig á erindi Akurs“ - sagði Úlfhildur Rögnvaldsdóttir á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær Á fundi bæjarstjórnar Akur- eyrar í gær var tekin fyrir afgreiðsla bæjarráðs á beiðni Akurs hf. um að Fram- kvæmdasjóður Akureyrar keypti hlutabréf í Sjallanum fyrir allt að 10 milljónir króna. Éins og fram kom í blaðinu í gær vísaði bæjarráð erindinu til atvinnumálanefndar. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir sagðist furða sig á þessu erindi Akursmanna og sagðist gjarnan vilja fá nánari upplýsingar um þetta mál. M.a. væri fróðlegt að fá að vita hverjum fleirum en Akureyrarbæ hefðu verið boðin hlutafé í fyrirtækinu til kaups. „Er hér ekki verið að snúa við blaðinu," sagði Úlfhildur, „þetta er fyrirtæki sem hingað til hefur hampað einkarekstrinum, en snýr sér nú til bæjarfélagsins og vill fá það inn í reksturinn." Engar umræður urðu um málið á fundinum, en væntanlega mun koma í Ijós á næstu dögum hvort Akureyrarbær hyggst fjárfesta í rekstri Sjallans, því atvinnumála- nefnd mun koma saman eftir helgina. Mikil forföll voru á fundinum. Þannig voru allir kjörnir bæjar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fjar- verandi svo og annar bæjarfull- trúi Alþýðubandalagsins. Sátu því 5 varamenn fundinn. Sigfús Jónsson sat í gær sinn fyrsta fund sem bæjarstjóri. Félagsmálastofnun: Milljon í viðbót Á fundi bæjarráðs Akureyrar á fímmtudaginn var sam- þykkt að veita Félagsmála- stofnun Akureyrar einnar milljón króna aukafjárveit- ingu til liðarins „fjárhagsað- stoð“. Undir þennan lið falla bæði lán og styrkir sem Félagsmála- stofnun veitir þeim einstakling- um sem eiga í erfiðleikum með að framfleyta sér og sfnum.BB.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.