Dagur - 01.09.1986, Side 4

Dagur - 01.09.1986, Side 4
4 - DAGUR - 1. september 1986 á Ijósvakanum isjónvarpM MÁNUDAGUR 1. september 19.00 Úr myndabókinni. 17. þáttur. Endursýndur þáttur frá 26. ágúst. 19.50 Fréttaágrip á tákn- máli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.35 Hrein torg, fögur borg. Kynningarmynd frá Tæknisýningu Reykjavíkur um starfsemi Hreinsunar- deildar borgarinnar. Kvikmyndun: Sigurður Jakobsson. Texti: Ólafur Bjami Guðnason. Þulur: Arnar Jónsson. 20.45 Poppkorn. Tónlistarþáttur fyrir tán* inga. Gísli Snær Erlingsson og Ævar Öm Jósepsson kynna músíkmyndbönd. Samsetning: Jón Egill Bergþórsson. 21.15 íþróttir. Umsjónarmaður: Bjarni Felixson. 21.45 Skyndibitastaðurinn. (The Cafeteria) Bandarískt sjónvarps- leikrit gert eftir sam- nefndri smásögu eftir nóbelsskáldið Isaac Bas- hevis Singer. Leikstjóri: Amram Novak. Aðalhlutverk: Bob Dishy og Zohra Lampert. Leikritið gerist að mestu á matsölustað i New York þangað sem gyðingar venja komur sínar. Þekkt- ur rithöfundur kynnist þar flóttakonu sem lifað hefur af ofsóknir nasista og set- ur sú reynsla svip á sam- skipti þeirra. Þýðandi: Jóhanna Þráins- dóttir. 22.35 ísak í Ameríku. Svipmynd af höfundir sögunnar hér á undan. Rætt er við Isaac B. Singer, fylgst með ferli hans og ferðum og vitnað í verk hans. Þýðandi: Veturliði Guðna- son. 23.25 Fréttir í dagskrárlok. 'rás 1 i MÁNUDAGUR 1. september 7.00 Veðurfregnir • Fréttir. Bæn • Séra Baldur Krist- jánsson flytur (a.v.d.v.). 7.15 Morgunvaktin. - Páll Benediktsson, Þor- grímur Gestsson og Hanna G. Sigurðardóttir. 7.30 Fréttir • Tilkynningar. 8.00 Fréttir • Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 8.30 Fréttir á ensku. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Hús 60 feðra“ eftir Meindert Dejong. Guðrún Jónsdóttir les þýð- ingu sína (3). 9.20 Morguntrimm - Jón- ína Benediktsdóttir • Til- kynningar • Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Búnaðarþáttur. Sigurgeir Þorgeirsson sauðfjárræktarráðunautur talar um breytingu á kjöt- matsreglum. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Einu sinni var. Þáttur úr sögu eyfirskra byggða. Umsjón: Kristján R. Krist- jánsson. (Frá Akureyri) 11.00 Fréttir. 11.03 Á frívaktinni. Þóra Marteinsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 12.00 Dagskrá • Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir • Til- kynningar • Lesið úr for- ustugreinum landsmála- blaða. 13.30 í dagsins önn - Heima og heiman. Umsjón: Hilda Torfadóttir. (Frá Akureyri). 14.00 Miðdegissagan: „Mahatma Gandhi og lærisveinar hans" eftir Ved Mehta. Haukur Sigurðsson les þýðingu sína (3). 14.30 Sígild tónlist. 15.00 Fréttir • Tilkynningar • Tónleikar. 15.20 Landpósturinn. M.a. brot úr svæðisútvarpi Akureyrar og nágrennis liðna viku. (Frá Akureyri) 16.00 Fréttir • Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 íslensk tónlist. 17.00 Fróttir. 17.03 Barnaútvarpið. Umsjón: Kristín Helga- dóttir og Sigurlaug M. Jón- asdóttir. 17.45 Torgið - Við upphaf skólaárs. Umsjón: Adolf H.E. Pet- ersen og Vernharður Linnet. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir • Dag- skrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar • Tón- leikar. 19.40 Um daginn og veginn. Einar Hannesson talar. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Þættir úr sögu Evrópu 1945-1970. Fyrsti þáttur. Umsjón: Jón Þ. Þór. 21.10 Gömlu dansarnir. 21.30 Útvarpssagan: „Sögur úr þorpinu yndislega" eftir Sigfried Lenz. Vilborg Bickel-ísleifsdóttir þýddi. Guðrún Guðlaugs- dóttir les (8). 22.00 Fréttir Dagskrá morgundagsins • Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 í reynd. Þáttur um málefni fatl- aðra. Umsjón: Ásgeir Sigur- gestsson. (Áður á dagskrá 7. júlí sl.) 23.00 Frá tónlistarhátíðinni í Berlín 1985. 24.00 Fréttir • Dagskrárlok. 'rás 21 MANUDAGUR 1. september 9.00 Morgunþáttur i umsjá Ásgeirs Tómas- sonar, Kolbrúnar Halldórs- dóttur og Kristjáns Sigur- jónssonar. Elísabet Brekk- an sér um barnaefni kl. 10.05. 12.00 Hlé. 14.00 Flugur. Þorgeir Ástvaldsson kynn- ir ný og gömul dægurlög. 16.00 Allt og sumt. Helgi Már Barðason stjórnar þætti með tónlist úr ýmsum áttum, þ.á.m. nokkrum óskalögum hlust- enda á ísafirði, í Bolungar- vík og í Strandasýslu. 18.00 Dagskrárlok 3ja mín fréttir kl. 9, 10, 11, 15, 16 og 17. 17.03-18.30 Ríkisútvarpið á Akureyri - Svæðisút- varp. 17.03-18.30 Ríkisútvarpið á Akureyri - Svæðisútvarp. Fallhlífarstökk er nokkuð sem flestir þekkja, í það minnsta til afspurnar. En fallhlífarstökk með farþega er nokkuð sem færri þekkja og enn færri hafa prófað. Fyrir helgi var hér bandarískur fallhlífastökkvari, Larry Bagley og stökk hann með þá sem vildu. Þeir voru fjölmargir er lögðu leið sína út á flugvöll til að fylgjast með eða til að stökkva með Larry. Á myndunum hér í dálkinum má sjá Ármann Ólafsson sem stökk með Larry. Það var með Armann eins og hina sem stukku með Larry að þeir voru ansi fámálir fyrst eftir lendinguna. Þó mátti greina orð eins og frábært, ótrúlegt, o.s.frv. Þegar Ármann var spurður að því hvað hann hafi hugsað rétt áður en hann stökk svaraði hann: „Alveg ótrú- lega margt, manni flaug ýmislegt í hug.“ Hvað þetta ýmis- lega var sem Ármann hugsaði vitum við ekki, en innan fárra augnablika hafði hann gert sér grein fyrir því að þetta var alveg stórkostlegt, og hann var alveg til í að reyna aftur. Myndir: BV # Ráðningar- raunir Loksins er Ijóst hver verft- ur ráðinn skólastjóri Síðu- skóla. Þetta mál ailt hefur verið hið skondnasta. Fyrst voru umsækjend- urnir fjórlr og meirihluti skólanefndar Akureyrar, tveir fulltrúar Sjálfstæðis- flokks og fulltrúi Alþýðu- flokks, tóku þá ákvörðun utan fundar að veita stöðuna Viktori A. Guð- laugssyni skólastjóra á Akranesi. Þessa ákvörðun átti að staðfesta formlega á næsta fundi skólanefnd- ar. En þá kom babb i bátínn. Viktor dró umsókn sína til baka og fulltrúar meirihiutans frestuðu ákvörðunartöku um nokkra daga. Tímann notuðu þeir til að komast að samkomulagi um einhvern hinna þriggja umsækjendanna en það tókst ekki. # Vantraust? Á fundi skólanefndar í síðustu viku kom þetta mál enn til afgreiðslu. Þá klofnaði skólanefnd í afstöðu sinni til umsækj- enda, því þrír fulltrúar mæltu með Davíð Óskars- syni, einn með Þóreyju Eyþórsdóttur en einn sat hjá. Wlenntamálaráðherra tók svo af skarið á mið- vikudaginn og skipaði Davíð Óskarsson í stöð- una. En það sem vekur athygli varðandi afgreiðslu skóla- nefndar Akureyrar á mál- inu er að atkvæðagreiðsl- an var leynileg. Það heyrir til undantekninga í svo fámennum nefndum að atkvæðagreiðsla sé leyni- leg. Nú veit enginn hver kaus hvern og hvort meirihfutinn splundraðist í þessu máli eða ekki. Þó má telja það liklegt og þess vegna hafi verið far- ið fram á leynilega atkvæðagreiðslu. Eins konar leynilegur klofning- url Reyndir menn í nefndar- formennsku hafa reyndar sagt að þeir hefðu aldrei leyft leynilega atkvæða- greiðslu undir þessum kringumstæðum. Slíkt skapaði trúnaðarbrest milli nefndarmanna og gæfi til kynna að menn þyrðu ekki að standa við skoðanir sínar opinber- lega. Svo mörg voru þau orð.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.