Dagur - 01.09.1986, Blaðsíða 9
Umsjón: Kristján Kristjánsson
1. september 1986 - DAGUR - 9
i T|í|íiíf-[ff
Mynd: BV
skorar eitt sex marka sinna.
ið 2. deild - KA 13-Skallagrímur 0:
ir og mús
igvi Gunnarsson skoraði 6 mörk
búin að draga sig úr keppni eftir aðra
eins útreið og Skallagrímur er búinn
að fá í 2. deild í ár og eiga þeir því
virðingu skyldar fyrir íþróttamanns-
iegt hugarfar þrátt fyrir að þeir hafi
ekki átt erindi sem erfiði.
í lokin vil ég gera athugasemd við
athæfi það sem vallarstarfsmenn á
Akureyrarvelli gerðu sig seka um er
langt var liðið á leikinn og staðan
orðin 13-0 fyrir K.A. Þá tilkynntu
þeir að kvennalið sömu félaga hefðu
leikið fyrr um daginn og endað með
sigri K.A. 13-0. Þetta var ósmekkleg
athugasemd og algerlega óþörf, því
hún gerir ekki annað en særa enn
meira þá ungu leikmenn Skallagríms
sem áttu við ofurefli að etja í þessum
leik sem flestum öðrum leikjum sín-
um í sumar. gej-
Mjóikurbikarkeppnin:
ÍA meistari eftir
sigur á Fram
ÍA varð í gær bikarmeistari í
knattspyrnu er liðið sigraði Fram í
úrslitaleik Mjóikurbikarkeppn-
innar með tveimur mörkum gegn
einu. Pétur Pétursson gerði bæði
mörk Skagamanna í síðari hálf-
leik.
Leikurinn var mjög fjörugur og
skemmtilegur á að horfa. í hálfleik
hafði hvorugu liðinu tekist að skora
mark en bæði lið fengið ágæt færi.
Snemma í síðari hálfleik ná
Framarar forystu er Pétur Ormslev
skorar laglegt mark. Um miðjan síð-
ari hálfleikinn jafnaði Pétur Péturs-
son fyrir Skagamenn og þannig var
staðan fram á síðustu mínútur leiks-
ins.
Það var svo skömmu fyrir leikslok
að Pétur Pétursson skoraði sigur-
markið eftir sendingu frá Arna
Sveinssyni. Allt ætlaði síðan vitlaust
að verða er Eysteinn Guðmundsson
dómari leiksins flautaði til leiksloka
og sigur Í A í höfn.
Hraðmót unglinganefndar KSÍ:
Fram sigraði
Víking í úrslitaieik
Um helgina fór fram á vegum
unglinganefndar KSÍ, hraðmót í
knattspyrnu hér á Akureyri. Alls
voru 8 lið með í mótinu og var
keppt í tveimur fjögurra liða
riðlum.
Til úrslita á mótinu léku Fram og
Víkingur og fór leikurinn fram á
Akureyrarvellinum.
Fram sigraði með tveimur mörk-
um gegn einu og það voru þeir
Eysteinn Jóhannsson og Jóhann Örn
Kristjánsson sem skoruðu fyrir
Fram. Mark Víkings skoraði Jörgen
Magnússon.
Nánar verður sagt frá mótinu í
blaðinu á morgun.
Islandsmótið 3. deild:
Magni tapaði en
slapp við fall
Þrátt fyrir að hafa tapað fyrir
Leiftri á laugardag, heldur
Magni sæti sínu í 3. deildinni í
knattspyrnu en síðasta umferð-
in var leikinn þá. Liðið var í
fallhættu en þar sem Valur frá
Reyðarfirði tapaði fyrir Þrótti
á Neskaupstað 3:0, sleppur
Magni en Valur féll í 4. deild
ásamt Leikni.
Magnamenn náðu forystunni
gegn Leiftri á Grenivík, strax á 3.
mín. leiksins en þá skoraði Jón
Ingólfsson fyrir heimamenn.
Leiftur náði að jafna leikinn um
miðjan hálfleikinn og var Óskar
Ingimundarson að verki.
í síðari hálfleik lék Leiftur
undan sterkum vindinum og var
þá nánast um einstefnu að ræða
að marki Magna. Þrátt fyrir ágæt
færi tókst Leiftursmönnum að-
eins að bæta við einu marki og
það gerði Halldór Guðmundsson
þegar um 15 mín. voru til leiks-
loka. Vildu heimamenn meina að
markið hafi verið ólöglegt þar
sem Halldór hafi lagt boltann fyr-
ir sig með hendinni. Áður hafði
Leiftur átt ein fjögur stangarskot.
Þegar svo um 2 mín. voru eftir
fengu Magnamenn vítaspyrnu en
Tindastóll sótti Leikni Fá-
skrúðsfírði heim, í síðustu
umferð 3. deildar í knatt-
spyrnu á laugardag og sigraði í
miklum markaleik 6:3.
Tindastóll komst í 3:0 fljótlega
í fyrri hálfleik og skoruðu þeir
Sverrir Sverrisson, Stefán Péturs-
son og Eyjólfur Sverrisson
mörkin. Arnar Ingason minnkaði
muninn fyrir Leikni fyrir hlé og
3:1 í hálfleik.
Strax í upphafi síðari hálfleiks
bætti Eyjólfur við fjórða marki
Þorvaldur Jónsson varði spyrnu
Jóns Ingólfssonar. Úrslitin 2:1
fyrir Leiftur.
Reynir vann
Austra
Reynir frá Arskógsströnd lauk
keppni í 3. deildinni í knatt-
spyrnu í ár með því að vinna
Austra frá Eskifirði á laugadag
2:0 á Árskógssandi.
Austramenn virtust áhugalaus-
ir með öllu og réðu Reynismenn
gangi leiksins allan tímann. í
fyrri hálfleik lék Reynir á móti
sterkum vindi og skoraði þá eitt
mark. Það gerði Júlíus Guð-
mundsson snemma í hálfleikn-
um.
í síðari hálfleik jókst sóknar-
þungi Reynismanna til muna og
var nánast um einstefnu að ræða.
Seinna markið kom þegar um 15
mín. voru til leiksloka og það
skoraði Örn Viðar Arnarsson
beint úr aukaspyrnu.
Þrátt fyrir mörg góð marktæki-
færi tókst Reynismönnum ekki
að bæta við mörkum og úrslitin
2:0.
Tindastóls úr vítaspyrnu. Síðan
gera Leiknismenn tvö mörk, fyrst
Svanur Kárason og svo Magnús
Guðmundsson og staðan orðin
4:3.
Tindastólsmenn settu þá á fulla
ferð í lokin og bættu við tveimur
mörkum áður en flautað var til
leiksloka. Fyrra markið skoraði
Birgir Rafnsson eftir hornspyrnu
og síðan Eiríkur Sverrisson á síð-
ustu mínútu leiksins og úrslitin
6:3 fyrir Tindastól.
Staðan
2. deild
Staðan í 2. deild íslands-
niótsins í knattspyrnu er
þessi:
Þróttur-Selfoss 2:1
KA-Skallagrímur 13:0
Völsungur-ÍBÍ 1:0
KS-UMFN 3:0
Einherji-Víkingur 1:0
KA 16 104- 2 48:13 34
Völsungur 16 10-2- 4 35:15 32
Víkingur 16 9-3- 4 45:19 30
Einherji 16 9-2- 5 26:20 29
Selfoss 16 8-4- 4 29:13 28
KS 16 7-3- 6 29:21 24
Þróttur 16 6-2- 8 30:29 20
ÍBÍ 16 3-6- 7 26:32 15
UMFN 16 4-2-10 27:44 14
Skallagrímur 16 0-0-16 4:94 0
Markahæstir:
Tryggvi Gunnarsson.KA 25
Andri Marteinsson,Víkingi 16
Jón Gunnar Bergs,Selfoss 11
Kristján Olgeirsson.Völsungi 11
3. deild
Lokastaðan í b riðli 3. deild-
ar varð þessi:
Magni-Leiftur 1:2
Þróttur-Valur 3:0
Leiknir-Tindastóli 3:6
Reynir-Austri 2:0
Leiftur 14 11-2- 1 35:10 35
Tindastóll 14 94- 1 37:14 31
Þróttur N 14 7-6- 1 32:15 27
Reynir Á 14 6-3- 5 18:16 21
Austri E 14 5-3- 6 18:18 18
Magni 14 34- 7 20:25 13
Valur Rf 14 3-2- 9 17:32 11
Leiknir F 14 0-0-14 6:54 0
Markahæstir:
Eyjólfur Sverrisson,Tindastól 15
Óskar Ingimundarson,Leiftri 12
2. deild kvenna
Lokastaðan í A-riðli 2.
dcildar kvenna varð þessi:
KA 10 10-0-0 52: 3 30
Afturelding 10 7-1-2 47:13 22
Grindavík 10 6-1-3 17:13 19
Grundarfj. 10 2-1-7 9:28 7
Skallagrímur 10 2-1-7 8:43 7
Stokkseyri 10 0-2-8 6:39 2
ÍR hætti keppni og eru leikir
liðsins því strikaðir út.
Tindastóll sigraði
í markaleik
Úrslitakeppni 4. deildar:
Hvöt tapaði fyrir
Sindra og situr eftir
- Ótrúlega jöfn og spennandi keppni - öll liðin jöfn að stigum
Á laugardag léku Sindri og
Hvöt síðasta leikinn í úrslita-
keppni 4. deildar, Norðaustur-
landsriðli. Leiknum lauk með
sigri Sindra, 2:1. Það verða því
HSÞ-b og Sindri sem leika í 3.
deild að ári en Hvöt situr eftir.
Leikurinn á laugardag sem
fram fór á Hornafirði var nokkuð
jafn í fyrri hálfleik. Eina umtals-
verða færið í hálfleiknum var
skot sem Hvöt átti í stöngina á
marki Sindra.
í síðari hálfleik náði Sindri
yfirhöndinni og komst liðið í 2:0.
Guðmundur J. Óskarsson gerði
bæði mörkin. Þegar urn þrjár
mínútur voru eftir af leiknum
náðu Hvatarmenn að minnka
muninn og úrslitin 2:1. Ekki
fékkst uppgefið hver hafi skorað
markið fyrir Hvöt.
Þessi úrslit þýða það að HSÞ-b
og Sindri komast í 3. deild en
Hvatarmenn sitja eftir með sárt
ennið. Fyrir þennan leik var allt í
járnum í keppninni og gátu öll
liðin þrjú komist upp.
Úrslitakeppnin var ótrúlega
jöfn og spennandi. Liðin þrjú
unnu öll sína heintaleiki og
vannst heimaleikur með sarna
ntun og tapaðist úti. Sem dærni
vann HSÞ-b, Sindra 3:0 í
Mývatnssveit en tapaði 4:1 á
Hornafirði. Hvöt vann Sindra 2:1
á Blönduósi og tapaði með sama
mun þar á laugardag.
HSÞ-b og Sindri vinna sér sæti
í 3. deild á því að skora fleiri
ntörk en Hvöt en öll urðu liðin
jöfn að stigum. Lokastaðan varð
þessi:
HSÞ-b 4 2-0-2 7:7 6
Sindri 4 2-0-2 7:7 6
Hvöt 4 2-0-2 6:6 6
Það sem HSÞ-b og Sindri eru
jöfn að stigum og nteð sama
markahlutfall er ekki ljóst hvort
liðið leikur til úrslita við Aftur-
eldingu um sigur í 4. deildinni.
Kemur hlutkesti þar til greina.