Dagur - 01.09.1986, Qupperneq 10
‘ TO - DAGUR -1. seþtémbér 1986
„Það er að mínu matí óþarfí að rifja upp forsöguna
og aðdraganda þessa slyss, því nóg var skrifað um
það á sínum tíma. Hins vegar er ég tilbúinn að segja
þér hvernig tíminn hefur liðið hjá mér eftir það,“
sagði Vilhelm Agústsson eða Villi Agústar eins og
hann heitir meðal vina og annarra sem þekkja hann
af afspurn. Hann kom á ritstjóm Dags fyrir stuttu,
var að koma úr endurhæfingu á Bjargi. Var haltur
nokkuð, en hress að vanda. Þær sögur höfðu nefni-
lega borist norður yfír heiðar að hann hafí verið
hrókur alls fagnaðar og haldið uppi fjöri, ef segja má
svo um stofnun eins og Grensásdeild Borgarspítalans
í Reykjavík. Enda er það svo, að þeir sem til hans
þekkja, vita að það er líf, fjör og dugnaður þar sem
Villier.
Fyrstu skrefín eftir slysið og brosandi að vanda.
upplyfting fyrir marga sem voru
þakklátir fyrir að við yngri
mennirnir skyldum gera eitthvað
til að hafa ofan af fyrir fólki.
Það má ekki gleyma því að á
þessum tíma var heimsmeistara-
keppnin í knattspyrnu í Mexíkó
og það stytti stundirnar mikið
fyrir bæði mér og öðrum. Svo
reyndum við að sprella líka og
var ýmislegt brallað til að koma
lífi í mannskapinn.
Það voru messur annan hvern
fimmtudag hjá okkur og ætluðum
við eitt sinn að gifta þarna par
sem var eitthvað að gefa hvort
öðru auga. Við biðum spenntir
eftir athöfninni, því við vorum
búnir að undirbúa hana. Það vildi
þó ekki betur til en svo að brúð-
guminn hafði sofnað um kvöldið
og mætti ekki til athafnarinnar og
urðum við reiðir yfir þessu kæru-
leysi hans. Ég er hræddur um að
eitthvað hefði gerst í þessum
málum ef maðurinn hefði ekki
sofið þetta af sér.
Það voru ekki bara sjúkling-
arnir sem reyndu að skemmta
sér, því starfsfólk á deildinni er
með þeim ágætum að einstakt er.
Allir sem einn, er óhætt að segja,
gerðu allt sem þeir gátu til að
okkur liði sem best og verð ég að
gefa heilbrigðiskerfinu á íslandi
fyrstu einkunn. Allt frá því lækn-
ar og hjúkrunarfólk tóku við mér
á Borgarspítalanum og þar til ég
Fyrir þá sem vita lítið um
málið, þá gerðist það að Vilhelm
var á ferð á vélsleða ásamt þrem-
ur öðrum mönnum á hálendi
landsins. Er þeir áttu skammteft-
ir í Gæsavötn ók hann fram af
gilbrún og féll um 20 metra niður
í Rjúpnabrekkukvísl. Við það
slasaðist hann mikið. Síðan var
farið að reyna björgun við mjög
erfiðar aðstæður. En að lokum
komst hann undir læknishendur í
Reykjavík.
„Fyrst var ég fluttur á Borgar-
spítalann og hafður þar í gjör-
gæslu í eina og hálfa viku. Síðan
var ég á slysastofunni þar í viku-
tíma og þaðan var ég fluttur á
Grensásdeildina. Eins og menn
vita er Grensásdeildin að mestu
endurhæfingardeild fyrir Borgar-
spítalann. Er ég var sendur þang-
að flaug það í huga minn hvað ég
væri eiginlega að gera þangað til
að byrja æfingar, því ég gat með
naumindum reist höfuð frá
kodda. Strax næsta dag mætti ég
hjá sjúkraþjálfara og hann byrj-
arði að kanna ástand mitt, hvað
ég gæti og hvað ekki með þessum
brotnu skönkum. En æfingarnar
eru þyngdar dag frá degi eftir því
sem þrekið vex og heilsan leyfir.
Það er óhætt að segja að
Grensásdeild sé ansi líflegur
staður, því þar er ekki beint um
sjúklinga að ræða, heldur fólk í
eftirmeðferð vegna rýrnunar-
sjúkdóma og annars og sett þarna
í þrekuppbyggingu. Þarna var
líka fólk eins og ég sem hafði lent
í slysi. Nú, þarna var ég í stöðug-
um æfingum í 5 vikur. Æfði einn
og hálfan tíma á morgnana, einn
tíma eftir hádegi og síðar þegar
umbúðir voru teknar og sár og
bein gróin fór ég í sund líka, auk
klukkutíma í iðjuþjálfun, sem er
þjálfun með smærri og fínni,
hreyfingar en gerist í sjúkraþjálf-
uninni.
Þarna var indælis félagsskapur,
ungt og hresst fólk innan um
eldra. Við reyndum að gera okk-
ur margt til skemmtunar þegar
menn voru ekki við æfingar og
var margt skemmtilegt gert. Við
héldum kvöldvökur, röbbuðum
saman. Við leigðum okkur
vídeómyndir og var það mikil
„Það var kjaftur á mér
eins og fyrri daginn“
- segir Vilhelm Ágústsson og spjallar um dvölina á Grensásdeildinni
fór þaðan var allt gert til að létta
manni lífið og er færni og dugn-
aður þessa fólks til fyrirmyndar.
Vingjarnlegheit þessa fólks eru
líka stór þáttur í lækningunni.
Ég þakka minn skjóta bata og
árangur í öllu sem viðkemur því
að bjarga sér því hversu vinn-
ubrögð þessa fólks og hæfni eru
fullkomin. Án þess væri ég ver á
vegi staddur í dag. Þetta fólk er
með mann í fanginu frá fyrstu
tíð, finnur til með manni, gerir
æfingar og þjáist með manni og
vil ég þakka þessa hraðferð mína
til fulls bata þessu góða fólki.
Andlegi þátturinn er stór hluti
af batanum. Ég sá fólk sem var
misjafnlega á sig komið á Grens-
ásdeildinni. Þegar menn voru að
gera æfingar sem voru erfiðar fyr-
ir suma, þá sá maður fólk grát-
andi með tárin lekandi niður
kinnarnar, en allt gert í hljóði og
tekið á eins og mögulegt var.
Aðrir voru hljóðandi og æpandi
við minnstu hreyfingu. Það er
óhætt að segja að það var kjaftur
á mér eins og fyrri daginn og ég
var oft að reyna að púrra upp
fólk í kringum mig. Man ég sér-
staklega eftir einu tilfelli þar sem
ég lá rennandi sveittur á mínum
bekk við æfingar og á næsta bekk
var kona sem kölluð var Magga.
Hún hljóðaði og vældi við
minnstu hreyfingu og vorkenndi
sér mikið. Ég segi við hana,
Magga mín hertu upp hugann,
sýndu hörku og bíttu á jaxlinn.
Þá segir hún, ég hef enga. Það
var svarið sem ég fékk frá henni
Möggu og hætti að hvetja þann
daginn.