Dagur - 08.09.1986, Síða 2

Dagur - 08.09.1986, Síða 2
2 - DAGUR - 8. september 1986 DMUR ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 480 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDfS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASfMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. _JeiðariL__________________________________________ Jöfn byggðaþróun þjóðfélagslega hagkvæm Nú eru sérstök þáttaskil í byggðaþróun í landinu, er niðurstaða Byggðanefndar þingflokkanna, sem nýlega sendi frá sér athyglisverða skýrslu um þessi mál. Helstu ástæðurnar fyrir þessu eru eftir- farandi, að mati nefndarinnar: 1. Útfærsla landhelginnar, skuttogarabyltingin og sú aflaaukning sem fylgdi í kjölfarið er um garð gengin. 2. Frumvinnslugreinar atvinnulífsins búa nú, og e.t.v. um næstu framtíð, við sóknar- og fram- ■leiðslutakmarkanir. 3. Vaxandi markaður er fyrir ferskan fisk á er- lendum mörkuðum. Ný tækni í flutningum gerir kleift að koma ferskum fiski á markað frá öllu land- inu. Fjárfesting og atvinna í fiskiðnaði virðist frem- ur í rénun en vexti. 4. Ný störf sem til verða í atvinnulífinu eru yfir- gnæfandi á sviði þjónustugreina, sem vaxa mest é höfuðborgarsvæðinu, eins og reynslan sýnir. 5. Aldursskipting íbúa landsins er þannig ac hlutfallslega fleira ungt fólk býr nú á landsbyggð- inni en á höfuðborgarsvæðinu. Þar er því meiri þörf nýrra starfa, ef jöfnuður á að komast á í byggða- þróun. Þróunin hefur verið þveröfug. í skoðanakönnun sem gerð var í fyrra fyrir Hús- næðisstofnun kom fram að ungt fólk vill helst af öllu búa í heimabyggð sinni, sé þess kostur. í alveg nýrri skoðanakönnun kom fram að mikill meirihluti landsmanna vill jafna búsetuskilyrðin í landinu, þó það kosti meiri þjóðarútgjöld. Skýrsla þingflokk- anna sem hér er vitnað til bendir til eindregins vilja þingflokkanna til að snúa þeirri óheillaþróun við, sem verið hefur undangengin ár. Síðustu ár hefur beinlínis fækkað fólki á landsbyggðinni. í álitsgerð nefndarinnar er það undirstrikað að stórfelld - jafnvel aukin - byggðaröskun hafi ekki einungis í för með sér verulegan félagslegan vanda í þjóðfélaginu heldur beina og óbeina van- nýtingu verðmæta og félagslegan kostnað. Þá er einnig bent á það að Reykjavík, ásamt með nágrannasveitarfélögunum, sé nú þegar orðin mjög öflug höfuðborg, sem gegni sínu hlutverki sem miðstöð stjórnsýslu, menningar og lista í landinu. Ör vöxtur hennar hafi haft þann kost fyrr á árum að ungt fólk hafi fremur valið höfuðborgina til búsetu en erlenda stórborg. „Nú er engin slík þörf fyrir öran vöxt höfuðborgarsvæðisins heldur þvert á móti. Jöfn þróun í byggð landsins er því þjóðfélagslega hagkvæm. Það gildir um höfuð- borgarsvæðið jafnt og önnur byggðarlög í landinu" segir í skýrslu Byggðanefndar þingflokkanna. HS viðtal daosins. Kasparov er bestur - segir Tómas Hermannsson Skáksveit Gagnfræðaskóla Akureyrar hefur verið nokkuð í fréttum að undanförnu vegna sérstaklega góðrar frammi- stöðu. Sveitin varð í fyrsta sæti á Akureyrarmóti grunnskóla, með fullt húsi stiga og síðan í öðru sæti á íslandsmótinu þar sem hún þurfti að lúta í lægra haldi fyrir sveit Seljaskóla í Reykjavík. Þessa sigursælu sveit skipa fjórir piltar, þeir Bogi Pálsson, Rúnar Sigur- pálsson, Skafti Ingimarsson og Tómas Hermannsson. Fyrr í sumar voru þeir allir fjórir valdir í tuttugu manna ungl- ingalandslið íslands sem tefldi í Bandaríkjunum í júlí og nú á dögunum tefldi sveitin ásamf sveit Seljaskóla á Norður- landamóti grunnskóla sem fram fór í Reykjavík. Þar lentu þeir í 4. sæti en sveit Seljaskóla sigraði. Á fyrsta borði í sveit G.A. teflir Tómas Hermanns- son fimmtán ára gamall en hann er Akureyrarmeistari í unglingaflokki. - Tommi, hvenær lærðir þú að tefla? „Ætli ég hafi ekki verið sex eða sjö ára gamall. Fyrstu árin tefldi ég nú bara eins og flestir við bræður mína og aðra fjölskyldu- meðlimi. Pað var ekki fyrr en 1983, held ég, sem ég fór að mæta niður í skákfélag og tefla á rnótum." - Hvernig fara æfingar hjá ykkur fram? „Ja, það var nú lítið um æfing- ar fyrst þeir misstu nefnilega húsið. En núna er félagið komið í nýtt húsnæði. Þarna hittumst við bara eins og við viljum en ætli það verði ekki æfingar svona tvisvar í viku í vetur. Það er eng- inn sérstakur þjálfari, við bara teflum saman og æfumst þannig, svo eru líka alltaf mót. Helgi Ólafsson kom hingað norður um daginn og hélt námskeið.“ - Liggið þið eitthvað í bókum? „Já dálítið.“ - En fjöltefli. Hefurðu tekið þátt í slíku? „Já, já ég hef til dæmis teflt við Jóhann Hjartarson og við vorum þrír sem unnum hann. Svo hef ég líka tapað fyrir De Firmian." - Hvernig tilfinning er það nú að sigra stórmeistara? „Það er bara mjög góð tilfinn- ing, stórmeistaratilfinning.“ - Segðu mér nú aðeins af þessu móti í Bandaríkjunum, var þetta landslið Bandaríkjanna sem þið teflduð við? „Ja þetta var svona hálfgert landslið. Þarna voru krakkar úr alla vega átta fylkjum. Þessi hóp- ur er kallaður Collin’s Kids. John W. Collins sem er með þennan hóp var aðalþjálfari Fischers á sínum tíma. Hann er orðinn eitthvað um áttrætt en er samt þrælgóður að tefla ennþá.“ - Hvernig gekk þér nú sjálfum þarna úti? „Ég tefldi á 6. borði og vann allar mínar skákir þannig að mér gekk mjög vel.“ - Hvernig var nú ferðin svona í heildina? „Þetta var náttúrlega rosalega gaman. Við vorum þarna í rúma viku og gistum á Concorde hótel- inu sem er eitthvað um 200 km fyrir utan New York. Þetta er alveg æðislega flott hótel, fimm stjömu. Þama er næststærsti golf- wöllur í heimi og 50 tennisvellir úti. Svo eru einhverjir tennisvell- ir inni og einhver slatti af sund- laugum. Við vorum öll boðin heim til hans Collins og þar voru náttúrlega myndir af honum og Fischer upp um alla veggi. Svo sýndi hann okkur taflmenn sem Fischer hafði gefið honum. Þeir tefldu alltaf með þessum mönn- um sín á milli og hann sagði okk- ur endilega að snerta mennina og setjast í stólinn þar sem Fischer sat alltaf. Hann sýndi okkur líka miða með fyrstu skákinni sem Fischer skrifaði sjálfur upp. Á miðanum eru líka skýringar Fisc- hers sjálfs við skákina. Honum hefur verið boðið of fjár í þennan miða.“ - Nú svo er það þetta mót í Reykjavík um daginn. Þið urðuð frægir fyrir að hafa bjargað sigr- inum hjá sveit Seljaskóla, gerðuð þið það? „Ég veit það ekki, við hjálp- uðum eitthvað til. Þeir hefðu ekki unnið ef við hefðum tapað öllum skákunum á móti norsku sveitinni. En jafntefli hefði senni- lega verið nóg.“ - Nú þið lentuð í 4. sæti á þessu móti. Ætlið þið ykkur ekki að komast á næsta Norðurlanda- mót í Finnlandi? „Jú við reynum það náttúrlega en til þess þurfum við að vinna mótið hér heima í vetur. Það er bara landið sem heldur mótið sem fær að senda tvær sveitir.“ - Jæja svona að lokum um skákina hver er nú uppáhalds- skákmaðurinn? „Það er Kasparov.“ - Tekst honum að sigra Karpov aftur? „Já alveg örugglega. Hann malar þetta kannski ekki en hann vinnur. Kasparov er miklu vin- ■sælli en Karpov og flestir hér styðja hann.“ - Hvað með önnur áhuga- mál? „Ég er í fótbolta á sumrin og veturna og ég var í handbolta en hætti því um áramótin í vetur.“ - Var það út af skákinni? „Já maður hefur ekki tíma til að vera í þessu öllu og ég tek skákina fram yfir handboltann. Það er hins vegar erfiðara að gera upp á milli skákarinnar og fót- boltans." - Varstu að vinna eitthvað í sumar? Já, ég vann á KA-vellinum og líkaði bara vel“ - En nú er skólinn að byrja í dag, hlakkarðu til? „Alveg rosalega!“ - Hvað með framtíðina, er það stórmeistaratitill? Já, já, auðvitað,“ segir Tommi drýgindalega og glottir, „nei ég veit það ekki, ég er ekki farinn að hugsa svo langt.“ ET

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.