Dagur - 08.09.1986, Qupperneq 3
8. september 1986 - DAGUR - 3
Starfsstúlkur í þingeyska básnum kynntu ýmislegt góðgæti frá Húsavík og Mývatnssveit. Básinn vakti almenna
hrifningu á meðal nágranna á sýningunni. Mynd: jhb
Góðgæti frá Húsavík
og Mývatnssveit
kynnt á „Heimilinu ’86“
„Já, ég held að það sé óhætt
að segja að við séum orðnar
nokkuð vinsælar hér, a.m.k.
hjá þeim sem eru í nágranna-
básunum. Þau eru alltaf að
koma annað slagið og fá að
smakka,“ sagði Jónína Hall-
grímsdóttir, en hún stjórnaði
bás á „Heimilinu ’86“ þar sem
fram fór kynning á alls kyns
góðgæti frá Húsavík og
Mývatnssveit.
Maturinn sem kynntur var frá
Húsavík var frá Kaupfélagi Þing-
eyinga og Fiskiðjusamlagi Húsa-
víkur. „Við skiptum þessu niður
á milli daga,“ sagði Jónína. „Við
byrjuðum að kynna hérna laufa-
brauð og magál og síðan höfum
við kynnt m.a. jurtakryddað
Lado Iamb, Kúttersíld, grófbrytj-
aða sperðla sem reyktir eru við
tað og ýmislegt fleira. Þetta hefur
gengið mjög vel og ég er ánægð
með viðtökurnar sem við höfum
fengið, það er búið að vera mikið
af fólki í kringum básinn allan
tímann. Að vísu er ég ekki alveg.
nógu ánægð með aðsóknina á
sýninguna, ég bjóst við að sjá
fleiri,“ sagði Jónína Hallgríms-
dóttir. JHB
Loðnan:
Útboð
Olíufélagiö Skeljungur hf. óskar eftir tilboðum í ann-
an áfanga bensínstöövar við Hörgárbraut, Akureyri.
Lagnir - uppsteypa sökkuiveggja, plana og fl.
Útboösgöng veröa afhent á Verkfræðistofu Norður-
lands hf. Skipagötu 18, Akureyri, frá og meö þriðju-
degi 9. september 1986.
Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 19.
september 1986 kl. 14.00.
í\ |\
TONLISTARSKÓLINN Á AKUREYRI
Haustinnritun, staðfesting
á umsóknum frá s.l. vori,
greiðsla skólagjalda eða
samningar um greiðslufyrir
komulag fer fram í Tónlista-
skólanum á Akureyri, Hafnar-
stræti 81 3. hæð á eftirtöldum
dögum:
Miðvikudaginn 10. sept., fimmtudaginn 11. sept. og
föstudaginn 12. sept., kl. 13-18.
Eftirfarandi nám er í boði:
Forskóli fyrir 5-10 ára börn (hópkennsla 2svar í viku),
söngur,
strokhljóöfæri (fiðla, lágfiöla, selló og kontrabassi),
gítar, rafgítar, rafbassi,
píanó, orgel-harmonium, pedalorgel, harmonika.
Öll helstu málm- og tréblásturshljóðfæri,
ásláttarhljóöfæri, jassdeild,
tónfræöi, tónheyrn, hljómfræöi, tónlistarsaga.
Mikil áhersla lögö á samleik og hljómsveitarleik.
Nemendur eru beðnir að skila afriti af stundarskrám viö aðra
skóla.
Skólagjöld á haustönn:
2x1/2 klst. á viku einstaklingskennsla + hóptímar kr. 5.700.
1x1/2 klst. á viku einstaklingskennsla + hóptímar kr. 3.500.
Forskóli .......................................... 3.100.
Innritum ekki í gegnum síma nema fyrir utanbæjarfólk.
Þegar orðið fullt í sumum kennslugreinum.
Skólastjóri.
Súlan komin með
sex þúsund tonn
„Skipið kom inn á þriðjudags-
morguninn vegna brælu á mið-
unum. Auk þess á skipshöfnin
tveggja sólarhringa frí í
mánuði, svo ákveðið var að
taka fríið í framhaldi af þessari
brælu,“ sagði Sverrir Leósson
útgerðarmaður hins kunna
aflaskips Súlunnar EA 300.
„Það eru miklar sveiflur í veðr-
inu núna og segir okkur að nú er
farið að hausta og má því búast
við brælum. Skipið fór svo út fyr-
ir helgina,“ sagði Sverrir.
Súlan hefur aflað um 6 þúsund
tonna af loðnu á þessari vertíð og
sagðist Sverrir vera ánægður með
það, enda hefur sigling á miðin
styst verulega. Hún var um 30
tímar þegar lengst var, en er nú
um 20 tímar og er loðnan á leið-
inni upp, eða nær landinu," sagði
Sverrir og reiknaði með góðri
loðnuveiði. gej-
Eyjafjörður:
Mikið um gæsir
- en treg veiði fram að þessu
„Fram til þessa hefur veiðin
ekki verið góð og fuglinn er
horaður ennþá. það er ekki
fyrr en upp úr miðjum sept-
ember sem menn fara að veiða
fyrir alvöru,“ sagði Sigmundur
Ofeigsson formaður Skotveiði-
félags Eyjafjaröar er hann var
inntur eftir gæsaveiði fram til
þessa.
Sigmundur sagði að veiðimenn
væru farnir að fara til veiða, en
erfitt væri aö eiga við fuglinn, því
hann héldi sig hátt til fjalla, „væri
í berjamó,” eins og Sigmundur
orðaði það. „Þetta fer ekki að
ganga fyrr en harðnar á dalnum
og gæsin færir sig neðar og niður
á túnin, að von er á góðri veiði.
Þegar ég tala um góða veiði á ég
við að tveir menn fái 4 til 5 gæsir
í ferð.“
Góð veiðilönd þykja í Eyja-
firði, Hörgárdal og Skagafirði og
sagði Sigmundur að óvenjumikið
væri af heiðagæs í Skagafirði og
hún væri mun betur á sig komin
hvað holdafar snerti en grágæsin.
„að þessu sinni er mjög mikið af
grágæs í Eyjafirði og er von til
þess að góð veiði verði þar, þegar
menn fara að hugsa sér til hreyf-
ings,“ sagði Sigmundur. gej-
AUGLÝSING
UMINNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKlRTEINA RlKISSJÓÐS
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* 10.000 GKR. SKÍRTEINI
1972-2. fl. 15.09.86 kr. 23.248,02
1973-1. fl.A 15.09.86-15.09.87 kr. 17.041,83
1974-1. fl. 15.09.86-15.09.87 kr. 10.327,12
1977-2. fl. 10.09.86-10.09.87 kr. 3.371,15
1978-2. fl. 10.09.86-10.09.87 kr. 2.153,75
1979-2. fl. 15.09.86-15.09.87 kr. 1.404,03
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00
1973-1. fl. 15.09.86-15.09.87 10.000 gkr. skírteini 50.000 gkr. skírteini 897,25 4.486,25
*lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót.
Innlausn spariskírteinaog árgreiðslumiða fer fram í afgreiðslu
Seðlabanka Islands, Hafnarstræti 10, og liggja þarjafnframtframmi
nánari upplýsingar um skírteinin.
Athygli skal vakin á lokagjalddaga 2. flokks 1972,
sem er 15. september n.k.
Reykjavík, ágúst 1986
SEÐLABANKIÍSLANDS