Dagur - 08.09.1986, Blaðsíða 11

Dagur - 08.09.1986, Blaðsíða 11
8. september 1986 - DAGUR - 11 f Jón H. Oddsson húsgagnasmíðameistari, Akureyri Fæddur 24. júlí 1912 - Dáinn 30. ágúst 1986 Á föstudaginn var, 5. sept. var jarðsettur frá Akureyrarkirkju Jón H. Oddsson húsgagnasmíða- meistari og lengi framkvæmda- stjóri Einis hf., húsgagnaverk- stæðis og húsgagnaverslunar á Akureyri. Um árabil hafði Jón að vísu kennt dalandi líkamshreysti, en vel var hann ferðafær og hress í anda sem ungur væri. Fyrir fáum vikum varð hann fyrir heilsufarsáfalli, sem ekki varð við ráðið. Hann lést í Landspítalan- um í Reykjavík aðfaranótt 30. ágúst sl., 74 ára að aldri. Jón var einn af kunnustu iðn- aðarmönnum á Akhreyri og átti orðið langa starfsævi, þegar hann féll frá. Má heita að ævistarf sitt allt ynni hann á Akureyri. Þang- að fluttist hann um tvítugsaldur, nam húsgagnasmíði, fyrst hjá Haraldi I. Jónssyni, en síðar Ólafi Ágústssyni, gekk i Iðnskóla Akureyrar og brautskráðist þaðan. Varð hann gróinn og gegn borgari í Akureyrarbæ og einn af þeim sem settu svip á bæinn um áratuga skeið. Jón Halldór Oddsson var fæddur 24. júlí 1912 á Kálfanesi í Steingrímsfirði. Voru foreldrar hans Oddur Lýðsson frá Skrið- nesenni og kona hans Sigríður Jónsdóttir frá Tröllatungu, bæði af þekktum ættum þar vestra, enda margt þjóðkunnra manna meðal ættmenna þeirra beggja, þótt hér verði ekki rakið nánar. Oddur og Sigríður bjuggu stutt á Kálfanesi, fluttust þaðan að Klúku í Tungusveit, en síðan að Hlíð í Kollafirði og bjuggu þar lengst af sínum búskap. Árið 1935 flytjast þau hjón með börn- um sínum, sem þá voru enn heima og mörg ung að árum, að Glerá við Akureyri. Þar andaðist Oddur Lýðsson ári síðar, mjög um aldur fram, en Sigríður hélt áfram búskap á Glerá, fyrst með Magnúsi syni sínum, bygginga- meistara á Akureyri, en síðar tóku þar við búi Ásgeir og Sigurður Oddssynir og bjuggu þar lengi. Sigríður lést á Ákur- eyri árið 1958. Alls voru börn þeirra hjóna 10 að tölu, og var Jón næstelstur systkinanna. Eftir að Jón lauk iðnnámi sínu vann hann lengi á verkstæði Ólafs Ágústssonar og um eitt skeið hjá Þórði Jóhannssyni, en báðir voru þeir Ólafur og Þórður afbragðsiðnmeistarar, og hjá þeim og undir þeirra handarjaðri óx upp hópur ágætra smiða á Akureyri, og var Jón Oddsson meðal þeirra, enda mat hann þá mikils. Stuttan tíma á heimsstyrj- aldarárunum vann Jón að smíð- um í Reykjavík, en gekk upp úr því í félagsskap með Sigurbirni Árnasyni og Kára Hermannssyni um rekstur húsgagnaverkstæðis á Akureyri og nefndu Nýja kompaníið. Þeir félagar byrjuðu smátt, en komu sér allvel fyrir, reistu m.a. húsnæði fyrir verk- stæðið í Hafnarstræti 81. Starfaði Nýja kompaníið þannig nokkur ár fyrir og eftir 1950, en 1952 varð sú breyting á að þeir félagar stofnuðu nýtt húsgagnafyrirtæki með Þórði Jóhannssyni og Gunn- laugi Jóhannssyni og nefndu Eini hf. Smíðaverkstæði Einis var í Kaupvangsstræti 19, þar sem ver- ið hafði verkstæði Þórðar, en húsgagnaverslun Einis var rekin í húsi Nýja kompanísins við Hafn- arstræti. Rekstur Einis hf. var hinn myndarlegasti. Eftir nokkur ár kom þó að því að ýmsir frum- herjanna að þessum félagsskap hurfu að öðrum störfum. Jór Oddsson varð nánast einn eftii hinna upphaflegu Einismanna. Þá (1959) keypti Guðbrandur Sigurgeirsson húsgagnasmíða- meistari hlut í fyrirtækinu og störfuðu þeir Jón saman að rekstri þess í blíðu og stríðu næstu 15 ár. Á árunum um og eftir 1970 voru að gerast miklar breytingar á þeim grundvelli sem húsgagna- smíðin hafði byggst á hér á landi. Rekstrarvandi tók að hrjá hús- gagnaiðnaðinn og fóru Einis- menn ekki varhluta af því. Er- lend samkeppni tók að segja til sín og opinber aðstoð iil endur- skipulagningar smíðaiðnaði eng- an veginn fullnægjandi. Einis- menn freistuðu þess eigi að síður að endurskipuleggja rekstur sinn frá rótum, réðust í húsbyggingu og hugðu á vélakaup, en skilyrði reyndust ekki fyrir hendi til þess að láta drauma rætast um fram- tíðarrekstur Einis hf. Urðu það þeim félögum, Jóni og Guð- brandi, mikil vonbrigði, og kom að því að nýbyggingin var seld og áreiðanlega ekki að skaplausu. Enn varð Jón einn síns liðs í Eini, og tók sér nú fyrir hendur að reka áfram húsgagnaverslun undir Einisnafni næstu ár. Að því kom að hann varð að draga sig í hlé frá störfum, enda heilsan farin að bila. Síðustu ár voru Jóni friðsæl. Þrátt fyrir nokkuð rénandi lík- amshreysti og andbyr í atvinnu- rekstrinum bar hann allt slíkt með stakri prýði og lét sem ekk- ert amaði að sér, enda var það sanni næst. Hann hefði að sjálf- sögðu haft meiri fjárráð, ef Einir hefði gengið nógu vel og eftir þeim áætlunum, sem hann hafði látið gera um reksturinn. í þeim efnum var þó við öfl og aðstæður að glíma, sem ekki var hægur vandi að kljást við. Þessar svipt- ingar í iðnrekstrarmálum bitnuðu á fleirum en Jóni á þessum árum, og gekk á ýmsu hvernig úr •ættist. Jón H. Oddsson var hamingju- Nauðungaruppboð sem auglýst var í 1., 27. og 33. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á fasteigninni Norðurgötu 32, Akureyri, talin eign Jakobs Tryggvasonar o.fl. fer fram eftir kröfu Ragnars Steinbergsson- ar hrl. og bæjarsjóðs Akureyrar á eigninni sjálfri föstudaginn 12. september 1986, kl. 13.45. Bæjarfógetinn á Akureyrl. maður í einkalífi sínu. Til er spakmæli síðan úr fornöld sem segir: „Hver er sinnar gæfu smiður.“ En það merkir blátt áfram að hver maður ræður því sjálfur hvort hann er „hamingju- maður“ eða ekki, þ.e. hvort hann er sáttur eða ósáttur við hlut- skipti sitt í lífinu. Jón Oddsson var þannig skapi farinn að hann var fullfær um að smíða sér - í þessari merkingu - gæfu af sjálfs- dáðum. En hann var líka svo lánsamur að kona hans, Sigur- veig Árnadóttir frá Þverá í Svarf- aðardal, stóð honum ekki að baki í gæfusmíð. Vita allir sem til þekkja að hún er meistari í þess háttar smíðum. Hjá þeim Jóni var sérstakur heimilisandi, eins konar opið hús, sem margir fengu að njóta. Voru þau hjón með fádæmum vinsæl, enda svo hjálpfús og góð vinum sínum að seint verður þakkað. Við hjónin og börn okkar áttum vináttu þeirra Jóns og Veigu í ríkum mæli. Sérstaklega eru Jóni færðar þakkir frá Siggu Ingvars, sem nú er langt í burtu og í fjarlægu landi, en naut á sínum tíma frá- bærs atlætis á heimili Veigu og Jóns. Allt er það geymt en ekki gleymt. Áð líkum lætur að þau voru börnum sínum og fjölskyldum þeirra sannir heillavættir. Jón og Sigurveig eignuðust 3 börn, elsta barn sitt misstu þau í frum- bernsku, dreng sem Árni hét. Eftirlifandi börn þeirra eru Árni Sævar og Sigríður, sem bæði eru gift og búsett á Akureyri og eiga afkomendur. Jón Oddsson gaf sig ekki að opinberum málum í venjulegum skilningi, en hafði vakandi áhuga á pólitík, fylgdi Framsóknar- flokknum og tók mikinn þátt í flokksstörfum, einkum fyrr á árum. Þótt honum væri eiginlegt að búa að sínu upp á gamla bændavísu, þá var hann félags- lyndur og samhyggjumaður. Hann hafði trú á samtakamætti fólksins því til mannheilla og kjarabóta. En umfram allt var hann góðviljaður og óhlutdeil- inn, en hafði sínar skoðanir fyrir sig. Um hann eiga vinir hans og samferðamenn ekkert nema góð- ar minningar. Ingvar Gíslason. Nauðungaruppboð sem auglýst var (13., 20. og 24. tbl. Lögbirtingablaðsins 1986 á fasteigninni Frostagata 3B, B-hluta, Akureyri, talinn eign Sigurðar Ákasonar, fer fram eftir kröfu bæjarsjóðs Akureyrar, Iðnlánasjóðs og Sigurðar G. Guðjónssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 12. september 1986, kl. 14.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var 113., 20. og 24. tbl. Lögbirtingablaðsins 1986 á fasteigninni Eiðsvallagata 9, neðri hæð, Akureyri, þingles- inni eign Sigfúsar Hansen, fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl. og veðdeildar Landsbanka íslands á eigninni sjálfri föstu- daginn 12. september 1986, kl. 16.15. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 13., 20. og 24. tbl. Lögbirtingablaðsins 1986 á fasteigninni Glerárgata 34, 1. hæð, Akureyri, þinglesinm eign Haraldar S. Gunnarssonar, fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 12. september 1986, kl. 14.45. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 1., 4. og 7. tbl. Lögbirtingablaðsins 1986 á Flóabátnum Drang, Akureyri, þinglesinni eign Drangs hf., fer fram eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs, Tryggingastofnun- ar ríkisins og Gunnars Sólnes hrl. við skipshlið, föstudaginn 12. september 1986, kl. 15.15. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 13., 20. og 24. tbl. Lögbirtingablaðsins 1986 á fasteigninni Gránugata 14, (gripahús), Akureyri, talin eign Hauks Tryggvasonar, fer fram eftir kröfu bæjarsjóðs Akureyr- ar á eigninni sjálfri föstudaginn 12. september 1986, kl. 17.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Hólabraut 15, 2. hæð, Akureyri, þinglesin eign Magnúsar Tryggvasonar o.fl. fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl., veðdeildar Landsbanka íslands, Inga Ingimundar- sonar hrl., Brunabótafélags Islands, innheimtumanns rikis- sjóðs og bæjarsjóös Akureyrar á eigninni sjálfri föstudaginn 12. september 1986, kl. 16.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKlRTEINA RlKISSJÓÐS Í2.FLB1985 Hinn 10. september 1986 er annar fasti gjalddagi vaxtamiöa verötryggöra spariskírteina ríkissjóðs meö vaxtamiöum í 2. fl. B1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 2 verður frá og með 10. september n.k. greitt sem hér segir: Vaxtamiöi með 50.000,- kr. skírteini kr. 1.979,00 Ofangreind fjárhæð er vextiraf höfuöstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. mars 1985 til 10. september 1986 aö viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1239 hinn 1. september 1985 til 1486 hinn 1. september 1986. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr. 2 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka Islands, Hafnarstræti 10, Reykjavík, og hefst hinn 10. september n.k. Reykjavík, 29. ágúst 1986 SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.