Dagur - 10.09.1986, Page 1

Dagur - 10.09.1986, Page 1
Veiðar á ókynþroska rækju: í4í::; mm Vegleg iðnsýning á afmælisárinu - í tengslum við 125 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti á fundi sínum í gær að beita sér fyrir því að haldin verði iðnsýning í íþróttahöll- inni á Akureyri í tengslum við 125 ára afmæli bæjarins þann 29. ágúst á næsta ári. í ár eru 200 ár liðin frá því að Akureyri, Reykjavík, ísafjörður og fleiri byggðarlög fengu kaup- staðarréttindi. Hins vegar vegar voru réttindi allra nema Reykja- víkur afturkölluð um tíma þar sem byggðarlögin þóttu ekki standa undir nafni sem kaupstað- ir með tilliti til þéttbýlismyndun- ar. Þess vegna á Akureyri „ein- ungis“ 125 ára kaupstaðarafmæli á næsta ári. Búast má við að mikið verði um dýrðir og með samþykkt sinni ríður bæjarstjórnin á vaðið svo sem vera ber. Atvinnumálanefnd Akureyrar var falið að gera til- lögur um fyrirkomulag sýningar- innar. Þær tillögur verða væntan- lega lagðar fyrir bæjarráð fyrir 1. október næstkomandi. BB. Ingvar sagði að vegna smæðar rækjunnar hefði svæðinu út af Langanesi verið lokað því vara- samt væri að ganga í smárækj- una. „Það er mjög mikið af ókyn- þroska rækju hér fyrir norðan og það getur stafað af tvennu. Ann- að hvort er stærri rækjan hrein- lega uppurin eða þá að hrygning hefur tekist svona vel. Ef það er tilfellið að hrygningin hafi tekist svona vel og rækjan fær að lifa þá lofar þetta góðu fyrir næsta ár. En það hefur hins vegar verið mjög óheillavænleg þróun í gangi hér norðanlands. Sölufyrir- komulagið hefur verið þannig að verksmiðjurnar hér hafa ekki borgað eftir gæðum heldur hafa þær borgað toppverð fyrir alla rækju, hvernig sem hún hefur verið. Af þessu leiðir að sjómenn hætta að hugsa um gæðin og fara að hugsa um magnið og þá er hætta á að það verði gengið of mikið í ókynþroska rækjuna. Ég hef grun um að mikið sé gert af því að veiða of smáa rækju og vil benda á að með þessu eru menn að grafa sína eigin gröf því rækj- an fjölgar sér ekki áður en hún verður kynþroska frekar en önn- ur dýr,“ sagði Ingvar Hallgríms- son. JHB Siglufjörður: 24 þúsund tonn komin á land - Mikið að gera í loðnunni Það er mikið að gera í loðn- unni á Siglufírði þessa dagana. A land hafa borist rúmlega 24 þúsund tonn af loðnu og er búið að bræða allt nema um 2 þúsund tonn sem eru í þróm vcrksmiðjunnar. Búið er að skipa út rúmlega 2 þúsund tonnum af lýsi og sama magni af mjöli. Unnið var allan laugardaginn og fram á sunnudag við útskipun. Lýsisbyrgðir Síldar- verksmiðjunnar voru 730 tonn um miðnætti á sunnudag og mjöl- birgðir voru 1519 tonn. Afurð- irnar fara á Evrópumarkað. Á sunnudag lönduðu Gísli Árni, Svanur, Rauðsey og ísleif- ur 2 þúsund og 2 hundruð tonn- um af loðnu. Síðast þegar haft var samband við Siglufjörð var ekki vitað um nein skip á leið til hafnar. gej- 69. árgangur Akureyri, miðvikudagur 10. september 1986 JStaðir Meðai þeirra 500 sem gerðust áskrifendur að Degi var Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra. Mynd: hjs. 38 þús. gestir á „Heimilinu ’86“: „Afar jákvæðar undirtektir" - sagði Jóhann Karl Sigurðsson fram- kvæmdastjóri Dags * bættust Sýningunni Heimilið ’86 lauk í Laugardagshöll á sunnudags- kvöldið. Um 38 þúsund manns komu á sýninguna, að sögn Björns Hermannssonar blaða- fulltrúa. Hann sagði að von hefði verið á milli 40 og 50 þús- und manns, „en þetta er ágætt. Það var alltaf eitthvað að ger- ast og þeir sem þarna voru með sýningarbása voru ánægð- ir með viðtökurnar,“ sagði Björn. 138 aðilar kynntu starfsemi sína í 76 sýningardeildum. Eins 500 nýir áskrifendur hópinn og lesendur Dags eflaust hafa tekið eftir var Dagur með bás á sýningunni þar sem blaðinu var dreift. Að sögn Jóhanns Karls Sigurðsonar framkvæmdastjóra Dags var blaðinu dreift í þús- undatali á sýningunni. Boðið var upp á ókeypis kynningaráskrift í september og rúmlega 500 nýir áskrifendur söfnuðust þannig. „Ég er mjög ánægður með undir- tektirnar. Þær voru mun betri en ég átti von á. Menn voru yfirleitt jákvæðir og fólk sýndi okkur áhuga,“ sagði Jóhann. -mþþ 168. tölublað ÍÖð tr< r „Menn grafa sína eigin grof - segir Ingvi Hallgrímsson „Rækjan í úthafinu er afskap- lega smá um þessar mundir. Það hefur ekki verið svona mikið af smárækju norðan- lands síðan úthafsveiðar á rækju hófust,“ sagði Ingvar Hallgrímsson, Ieiðangursstjóri á rannsóknaskipinu Arna Friðrikssyni, þegar hann var spurður hvernig rækjan væri í ár. Arni Friðriksson er á leið austur fyrir land til rannsókna á rækju en þurfti að stoppa á Akureyri um stundarsakir vegna bilana. Akureyri: Svæði sorphauganna er á þrotum - „Brennsla óraunhæfur kostur,“ segir Guðmundur Guðlaugsson verkfræðingur „Bærinn hefur tekið á móti gor frá sláturhúsinu, auk alls sorps frá bæjarbúum og séð um að grafa það. Hins vegar eru vandkvæði á því núna því það svæði sem nýtanlegt er undir haugana er að verða búið,“ sagði Guðmundur Guðlaugs- son verkfræðingur hjá Akur- eyrarbæ er hann var spurður um aðstöðu til að taka við sorpi og öðrum úrgangi á öskuhaugum bæjarins. Guðmundur sagði að ástandið væri orðið þannig að lítill jarð- vegur væri eftir til að moka yfir gorgryfjur og haugana sjálfa og þess vegna væri erfitt að koma þessum úrgangi fyrir svo vel væri. „Við viljum ekki fara út fyrir það svæði sem ákveðið var fyrir núverandi öskuhauga og reyndar þarf ákvörðun bæjarstjórnar til þess að ákveða nýtt haugasvæði," sagði Guðmundur. Tillögur eru um nýtt hauga- svæði austan núverandi hauga. Það svæði þarf að ræsa fram fyrir notkun. Einnig eru tillögur um svæði við Krossanes og svæði á móunum við Lögmannshlíð, en ekkert er ákveðið í þessum efn- um ennþá. „Þó er ljóst að ákvörðun um nýtt svæði fyrir hauga þarf að taka á næsta ári því þá er núverandi svæði fullnýtt,“ sagði hann. Varðandi sorpbrennslu sagði Guðmundur að slíkt væri alger- lega óraunhæfur kostur að sinni hyggju, nema til komi nýting á hita frá slíkri brennslu. „Alls staðar þar sem um sorpbrennslu er að umræða, er nýting á orku samfara brennslunni. Það er það lítið magn sem berst frá Akureyri að það er hæpið að það sé arð- samt fyrirtæki,“ sagði Guðmund- ur. Áætlað er to in berisf hverju. að um 5-6 þúsund á liaugana á ári

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.