Dagur


Dagur - 10.09.1986, Qupperneq 2

Dagur - 10.09.1986, Qupperneq 2
2 - DAGUR - 10. september 1986 DMUR ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 480 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRIMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Ueiðari.____________________________ Ótvíræður efnahagsbati í þjóðhagsspá þeirri sem birt var í vikunni kemur fram að verulegur bati er í efnahagslífi lands- manna. Það kemur ekki á óvart, því ytri aðstæður hafa verið ákaflega hagstæðar á árinu. Aflabrögð hafa verið með besta móti og allt stefnir í að árið 1986 verði mesta aflaár íslandssögunnar. Reiknað er með að sjávarvöruframleiðsla verði u.þ.b. 8% meiri en í fyrra og heildarframleiðsluaukning verði um 5%. Þá er talið að þjóðartekjur muni aukast um 7% frá fyrra ári og er það með því mesta sem þekk- ist meðal Evrópuþjóða. Síðast en ekki síst hefur lágt olíuverð komið sér vel fyrir þjóðarbúið og mun spara okkur u.þ.b. tveggja milljarða króna útgjöld á þessu ári. Þannig hefur margt lagst á eitt með að skapa hagstæð ytri skilyrði í þjóðarbúskapnum. Ótvíræður efnahagsbati hefur þó ekki alltaf fylgt í kjölfar hagstæðra ytri skilyrða á undanförnum árum. Til þess að hann skili sér þarf stjórn efna- hagsmálanna að vera traust og markviss. Ríkis- stjórn Steingríms Hermannssonar hefur sýnt fyrir- hyggju við stjórn þessara mála og nægir að nefna breytta vaxtastefnu og skynsamleg en afgerandi afskipti af gerð síðustu kjarasamninga. Aðalmark- miðið var að ná verðbólgunni niður án þess að það bitnaði á kaupmætti almennings í landinu. Spá Þjóðhagsstofnunar sýnir svo ekki verður um villst að því markmiði hefur ríkisstjórnin náð. Verðbólg- an í árslok verður í fyrsta sinn um langt árabil mæld með einum tölustaf. Á sama tíma hefur kaupmátturinn ekki einungis haldist, heldur auk- ist og er á þessu ári meiri en nokkru sinni fyrr. Þótt vissulega hafi birt til í íslenskum efnahags- málum á árinu ber nokkurn skugga þar á. Ríkis- sjóður er rekinn með talsverðum halla og ljóst er að ekki mun takast að stemma stigu við erlendum lántökum nema að litlu leyti. Talið er að erlendar skuldir þjóðarbúsins til langs tíma verði 74 millj- arðar króna í árslok eða 52% af landsframleiðsl- unni. Það er hátt hlutfall. Við megum því ekki ofmetnast og spenna bog- ann of hátt. Við eyðum enn um efni fram og ekki má mikið út af bera til þess að verðbólguhjólið taki að snúast að nýju. í komandi kjarasamningum verða hófsemin og skynsemin að fá að sitja í fyrir- rúmi annað árið í röð. Gera þarf ráðstafanir til að dreifa skattbyrðinni jafnar en nú er og ná til þeirra sem ævinlega reyna að komast hjá því að greiða það sem þeim ber. Búið er að leggja grundvöll til bættra kjara á komandi árum og næsta skref er að festa kaupmáttaraukninguna, sem þjóðhagsspá sýnir fram á, endanlega í sessi. BB. _y/óía/ dagsins. Ármann Benjamínsson „Feikilega mikið að gera - segir hinn fjölhæfi Ármann Benjamínsson Að þessu sinni er mættur I viðtai dagsins Ármann Benja- mínsson, ungur athafnamaður hér á Akureyri. Hann hefur á undanförnum árum rekið fyrir- tæki, unnið sem smiður, stund- að flug, lært mynd- og handíð og fleira mætti teija. Að þess- um upplýsingum fengnum þótti okkur bráðnauðsynlegt að fá drenginn til að segja nán- ar frá störfum sínum og tók hann þeirri umleitan Ijúfmann- lega. Ármann var að skipta um gler í húsi við Bjarkarstíg er blaða- menn bar að garði og eftir að við höfðum komið okkur fyrir á gras- inu var hann spurður um fyrir- tækið. „Þetta er lítið fyrirtæki sem við Jón Sigurðsson stöndum að. Það var stofnað í febrúar og kallast NOMACO.“ - Hvað þá? „Þú ert nú ekki sá fyrsti sem hváir. Þetta er búið til úr nöfnun- um okkar, Nonni og Manni og endingin er náttúrlega company.“i - Hvers eðlis er þetta fyrir- tæki? „Við tökum að okkur alhliða viðhald á húsum, innanhúss sem utan. Mest erum við þó innivið og eru baðherbergi sérstaklega vinsæl. Þau eru oft í slæmu ásig- komulagi og þarfnast mikilla við- gerða. Nú, þetta er ekki ein- göngu viðhald sem við fáumst við heldur smíðum við ýmsar smá- innréttingar líka ef með þarf. Verkefnin eru margvísleg í þess- ari grein og vonlaust að segja frá öllu sem við gerum, en við reyn- um að uppfylla óskir viðskipta- vinanna.“ - Hvar eru höfuðstöðvarnar? „Ja, við erum með skúr að Grundargötu 3 og telst fyrirtækið þar til húsa. En við höfum unnið ansi mikið í gegnum Bynor, sem er þjónustufyrirtæki. Davíð hef- ur verið mjög duglegur við að redda okkur verkefnum, jafnvel of duglegur." - Það er sum sé nóg að gera? „Já, alveg yfirdrifið. Þó að það sé lægð í byggingariðnaði, nánast engar nýbyggingar, þá er nóg að gera í viðhaldinu.“ - Vannstu kannski við nýbyggingar áður? „Já, meðal annars. Ég var smiður hjá Aðalgeiri og Viðari og einnig hjá Hamri.“ - Nú hefur þú rekið Tækja- leiguna um nokkurt skeið. Hvernig gengur það fyrirtæki? „Blessaður vertu, hún hefur aldrei verið neitt, nema nafnið kannski. Ég held að það sé eng- inn grundvöllur fyrir rekstri á svoleiðis fyrirtæki hér. Hún er til ennþá, en við höfum lítið sinnt henni. Svona fyrirtæki ganga stórvel í Reykjavík veit ég, en hérna dugar innkoman ekki einu sinni fyrir viðhaldi á tækjunum. Samt er þetta eina leigan á svona minni tækjum og verkfærum hér í bæ.“ - Einhvers staðar gróf ég það upp að þú værir með flugmanns- próf. Getur það staðist? „Jú, jú, það er rétt. Ég kom mér upp einkaflugmannsprófi fyrir tæpu ári síðan, keypti mér flugvél, flaug henni nokkrum sinnum og seldi hana svo. Síðan hef ég ekkert flogið, enda áhug- inn farinn að dofna. Nei, ég lenti ekki í neinum ævintýrum sem tóku úr mér kjarkinn, en sumir segja það mottó hjá mér að byrja á sem flestu en klára aldrei neitt.“ - Þú ert þá hálfgerður dellu- karl. Var það ein dellan þegar þú fórst að læra myndíð? „Já, kannski. Ég tók tvo áfanga í Handmenntaskólanum, þetta er reyndar bréfaskóli. Þeir senda manni verkefni sem maður vinnur og sendir þeim aftur. Síð- an fær maður þau leiðrétt til baka. Þetta var aðallega teikning og málun og jú, vissulega var gaman að þessu. Ég fyllist alltaf gríðariegum áhuga á hlutum í fyrstu, en oft vill hann fjara út. Ármann er fæddur og uppalin á Akureyri og hefur búið alla sína tíð í foreldrahúsum, Byggðavegi 143. Hann á afmæli í dag, kom í heiminn 10. septem- ber 1960. Hann segir það vera á döfinni að koma sér upp þaki yfir höfuðið, en gæti hann hugsað sér að búa annars staðar en á Akur- eyri? „Ég hef nú lítið ferðast og veit svo sem ekki um annan stað sem væri fýsilegri til búsetu en Akur- eyri. Það væri kannski frekar annað land, en mér líkar stórvel hér.“ - Nú ert þú vinnuhross, gefst einhver tími til að sinna áhuga- málum? „Ætli vinnan sé ekki helsta áhugamálið. Að minnsta kosti fer mestur tími í hana. En frístundir eru fáar, varla að maður geti skellt plötu á fóninn. Ég hef ekki tekið mér sumarfrí ennþá. Nonni fór á skútu til Skotlands í sex vik- ur og það var nóg að gera hjá mér á meðan, en kannski að maður taki sér vetrarfrí. Svo er það þannig þegar maður vinnur hjá sjálfum sér, að það er hægur vandi að taka sér frí í miðri viku ef svo ber undir. Þannig að ég á að geta hvílt mig eða sinnt öðrum málum þó ég taki ekki venju- bundin helgarfrí og svoleiðis." - Eru iðnaðarmenn að drukkna í vinnu? „Það er feikilega mikið að gera í viðhaldinu og mér skilst að það sé mjög erfitt að ná í iðnað- armenn. Margir fluttu úr bænum þegar lægðin var sem mest en ég er bjartsýnn á uppbyggingu atvinnumála. Ég held örugglega áfram í þessu í vetur.“ - Það er gott að heyra Ármann. En að lokum. Hvernig líkar þér við Dag? „Ég les Dag alltaf upp til agna. Hann er kominn áður en ég fer í vinnuna og er gott að líta í hann áður en maður hefst handa. Mér fannst það þarft framtak að gera hann að dagblaði og það hefur tekist vel.“ Þá er best að tefja hann ekki frekar enda maðurinn önnum kafinn. Um leið og við kvöddum og þökkuðum fyrir spjallið, var Ármann farinn að munda verk- færin uppi á vinnupallinum í hetjulegri baráttu við öldrunar- sjúicdóma hússins. SS

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.