Dagur - 10.09.1986, Page 9

Dagur - 10.09.1986, Page 9
10. september 1986 - DAGUR - 9 Umsjón: Kristján Kristjánsson Handbolti: Landsliðið í keppnis- ferð til Þýskalands Föstudaginn 12. september mun íslenska landsliðið í hand- knattleik halda í æfingaferð til Vestur-Þýskalands. Leiknir verða tveir landsleikir, báðir við landslið Vestur-Þýska- lands, og verða þeir 15. og 16. september og kemur liðið heim daginn eftir seinni leik- inn. Dagarnir 12.-14. septem- Alfreð Gíslason verður í eldlínunni í V.-Þýskalandi. Sennilega mun meira mæða á þessum snjalla leikmanni eftir að Atli Hilmarsson ákvað að gefa ekki lengur kost á sér í landsliðið. ber verða notaðir til æfinga. Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til fararinnar: Markmenn: Einar Þorvarðarson, Tres de Mayo Brynjar Kvaran, KA Aðrir leikmenn! Guðmundur Guðmundss., Víkingi Jakob Sigurðsson, Val Bjarni Guðmundss., Wanne-Eickel Valdimar Grímsson, Val Geir Sveinsson, Val Þorgils Ó. Mathiesen, FH Hilmar Sigurgíslas., Víkingi Páll Ólafsson, Dusseldorf Alfreð Gíslason, Tusem Essen Sigurður Sveinsson, Lemgo Kristján Arason, Gummersbach Júlíus Jónasson, Val Héðinn Gilsson, FH Þjálfari er Pólverjinn Bogdan og liðsstjóri er Guðjón Guðmunds- son. Ástæða þess að einungis 15 leikmenn voru valdir er sú að Kristján Sigmundsson markvörð- ur átti að koma með en af ein- hverjum ástæðum sá hann sér ekki fært að komast. Ekki er reiknað með að bætt verði inn manni í stað hans. Knattspyrna: Hafsteinn bestur - Óskar markahæstur - Óskar áfram þjálfari í Ólafsfirði Að loknum leik Leifturs og ÍR um sigurinn í 3. deiid sem fram fór á Akureyrarvelli á laugar- dag var tilkynnt hver leik- manna Leifturs hafi verið kjör- inn besti leikmaður liðsins í sumar. Það voru leikmennirnir sjálfír sem að kjörinu stóðu. Knattspyrnumaður Leifturs 1986 var kjörinn Hafsteinn Jakobsson en hann hefur leikið mjög vel með liðinu í sumar. Hafsteinn hefur leikið á miðjunni og stjórnað leik liðsins og auk þess verið virkur í sókninni og gert nokkur mörk. Hann er því vel að titlinum kominn. Einnig var tilkynnt hvaða leikmaður Leifturs hafi skorað flest rnörk fyrir liðið í sumar, í bikar og deild. Markakóngur liðsins er enginn annar en Óskar Ingimundarson þjálfari og leikmaður liðsins. Öskar skoraði 15 mörk í sumar. Hann skoraði 12 mörk í riðlakeppninni og var næstmarkahæstur í B-riðli deild- arinnar. Óskar gerði 2 mörk í bikarkeppninni og 1 mark gegn ÍR í úrslitaleiknum á laugardag- inn. Báðir fengu þeir Hafsteinn og Óskar glæsilega eignarbikara í verðlaun sem gefnir voru af Hraðfrystihúsi Magnúsar Gamal- íelssonar hf. Það mun nú vera að mestu frágengið að Óskar Ingimundar- son þjálfi lið Leifturs áfram næsta keppnistímabil og þá í 2. deild- inni. Kárli Elíson keppir á Norðurlandamótinu í kraftlyftingum um helgina og á þar titil að verja. Þessi mynd var tekin á Vatnajökli um helgina en þar tók Kári léttar pásur í kuldanum. Kraftlyftingar: Kari keppir i Finnlandi - Norðurlandamótið um helgina Á morgun heldur Kári Elíson kraftlyftingamaöur til Finnlands, þar sem hann mun taka þátt í Norðurlandamót- inu í kraftlyftingum um helg- ina. Mótiö fer frarn í Tammerfors. Með Kára í för- inni sem aðstoðarmaður verður Flosi Jónsson. Kári er núverandi Norður- landameistari í 67,5 kg flokki en hann hefur unnið titilinn síð- ustu þrjú ár og hefur því titil að verja.. Ef Kára tekst að verja titilinn að þessu sinni mun hann verða fyrsti íslendingurinn sem vinnur Norðurlandameistara- •titil fjögur ár í röð. Kári á besta árangur þeirra keppenda f 67,5 kg flokki sem mæta á niótið. Hann sagði í samtali við Dag að þetta yrði geysilega hörð keppni og að hann gengi ekki að titlinum vís- um nú frekar en áður. „Ég á von á harðri keppni frá finnsk- um lyftingamanni sem ég vann með aðeins 2,5 kg á síðasta Evr- ópumeistaramóti,“ sagði Kári. Samfara mótinu verður hald- ið árlegt þing Norðurlanda- sambandsins og munu þeir Flosi og Kári sitja það fyrir íslands hönd. Munu þeir félagar leggja það til þar að næsta Norður- landamót verði haldið hér á landi og eru nokkuð góðar líkur á að það verði samþykkt. Frjálsar íþróttir: Siguröur í fremstu röð Ungur Dalvíkingur, Sigurður Matthíasson hefur náð mjög góðum árangri á þessu ári í hinum ýmsu greinum frjálsra íþrótta. Á frjálsíþróttamóti í Osló í síðustu viku, kastaði hann spjóti 70,80 m, sem er mjög góður árangur. Sigurður á heimsmet unglinga í hástökki án atrennu og á jafn- framt 2. besta árangur í þeirri grein í karlaflokki. Hann keppti í bikarkeppninni í frjálsum íþróttum, 2. deild á Egilsstöðum í sumar og setti þar Eyjafjarðarmet í kúluvarpi, kast- aði 14,37 m. Sigurður keppti einn- > lig í spjótkasti á sama móti og kastaði þá 68,08 m. Það dugði honum í 2. sætið á mótinu en sig- urvegari var Einar Vilhjálmsson Landsleikur á Akureyri sem kastaði 71,10 m. Sigurður hefur búið í Noregi síðastliðið ár og stundað þar æfingar af miklum móð en hann hefur aðeins æft spjótkast í 2 ár. Um áramótin heldur hann til Bandaríkjanna og mun stunda þar nám í Alabama-háskólanum og auk þess æfa íþrótt sína, ásamt fleiri íslendingum. Má þar nefna Eggert Bogason, Sigurð Einarsson og íris Grönfeldt. Sigurður hefur sett stefnuna á Ólympíuleikana í Seoul 1988 og miðað við frammistöðu hans til þessa ætti hann að ná því tak- marki. Óskar Ingimundarson markakóngur Leifturs. Hafsteinn Jakobsson knattspyrnu- maöur Leifturs 1986. Samkvæmt því sem Dagur kemst næst mun það ákveðið, að leikur Islands og Tékkó- slóvakíu skipaður leikmönnum 21 árs og yngri fari fram á Akureyrarvellinum þann 25. september næstkomandi. Leikurinn er liður í Evrópu- keppninni í knattspyrnu og er þetta annar leikur íslenska liðsins. Liðið tapaði fyrir Finnum um daginn 2:0. í íslenska liðinu eru fimm Akureyringar, þeir Hlynur Birg- isson, Júlíus Tryggvason og Sig- uróli Kristjánsson úr Þór, Þor- valdur Örlygsson úr KA og Hermann Haraldsson en hann leikur með dönsku liði. Þarna gefst Akureyringum tækifæri til þess að sjá einn alvöruleik svona rétt í lokin á knattspy rnuvertíðinni. Þorvaldur Örlygsson.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.