Dagur - 11.09.1986, Blaðsíða 6

Dagur - 11.09.1986, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 11. september 1986 Það var laugardagskvöld. Veðrið hafði verið frekar slæmt dagana á undan en var nú betra svo lífsglaða æskan flykktist í bæinn í ævintýraþrá. Flautan, vélin og segulbandið (nú eða Rásin) voru þanin og keyrt af stað. Þeir sem ekki voru á bíl (og höfðu ekkert til að þenja) fengu að sitja í eða gengu, eins og tíðkast, milli göngugötu og torgs og meðfram bílaröðinni. Flest förum við nú einhvern tíma á rúntinn eða „labbið“, til að sýna okkur (bílinn) og sjá aðra. Kannski viljum við heldur ekki missa af öllu því sem gæti gerst. Sums staðar erlendis er einnig algengt að ungt fólk stundi þessa „menningariegu“ iðju að keyra sama hringinn, í miðju bæjarins, allt kvöldið. Mörgum útlendingum finnst samt þessi hringakstursárátta Islendinga undarleg, enda kannski ekki nema von. Að fara út á kvöldin er partur af þeirri viðleitni að vera frjáls frá daglegu amstri og óháður fjölskyIdunni. Nóg um það, við fórum á rúntinn... „Oftast er farið í land.“ Tveir átján ára Hríseyingar, þeir Kristinn Frímann Árnason og Sigmar Friðbjömsson voru á rúntinum á Daihatsunum hans Sigmars. - Eruð þið oft á rúntinum strákar? „Já, stundum um helgar og þá alltaf á bílnum.“ - Hvað gera Hríseyingar sér yfirleitt til dundurs um helgar? „Það er misjafnt oftast er farið í land, svo kemur fyrir að það eru böll heima.“ - Hvar er gist eftir djammið hérna í bænum? „Bara á einu af gistiheimilun- um.“ - Eru þetta þá ekki dálítið dýr- ir túrar? „Jú, þeir eru það nú.“ - Eruð þið strákarnir búnir að kynnast mörgum síðan þið fóruð að stunda næturlífið? „Nei, ekki mörgum." Kristinn: „Ég var í Verkmenntaskólanum í fyrravetur og kynntist nokkrum í gegnum hann.“ - Hvenær byrjuðuð þið að fara út á lífið? „Svona um það leyti sem við fengum bílþrófið, við létum okkur nægja að vera heima þangað tiL“ - Fer ekki mikið bensín á öllu rúntinu Sigmar? Sigurveig Oavíðsdóttir og Asa Arnaldsdóttir. „Hann er svo sparneytinn þessi að ég finn eiginlega ekkert fyrir því.“ - Nú ertu með ökuhanska, finnst þér áríðandi að hafa þá við stýrið? „Það gefur svona þægilegri til- finningu við aksturinn, en er ekk- ert áríðandi." - Notarðu bílinn eitthvað þeg- ar þú ert í Hrísey? „Ég nota hann þegar ég skrepp í bæinn. Þegar við förum í bæinn siglum við ekkert frekar með ferjunni, núna fórum við t.d. með trillu." Síðan voru þeir roknir og við fengum ekki einu sinni mynd. „Kuldinn verstur" Næst gengum við fram á eina eldspræka 17 ára, Ingibjörgu Kr. Gunnarsdóttur frá Grenivík. . - Elur þú manninn á rúntin- um? „Bæði og, þegar ég kem í bæinn þá er ég annað hvort á rúntinum eða labbinu því ég kemst hvergi inn.“ - Er enginn rúntur á Greni- vík? „Jú smá, við keyrum hringinn í þorpinu. Annars fara allir í bæinn því það er svo stutt.“ - Þekkir þú marga Akureyr- inga? „Ekki mjög marga." - En ert þú búin að kynnast mörgum á rúntinum? „Já, slatta." - Hvernig líst þér á strákana á Akureyri? „Tja, það eru margir sætir strákar hérna." - Ert þú venjulega í fylgd með vinum þegar þú kemur hingað? „Já, alltaf einhverjum, en ekki alltaf þeim sömu.“ - Hvað segja pabbi og mamma, eru þau ekki hrædd um Þig? „Jú, jú, en þau vita að ég er alltaf góð stúlka svo þetta er allt í lagi.“ Ég fór í Lystigarðinn í hádeginu einn daginn og sá ekki eftir þvi. Margir kannast örugglega við tilfinninguna þegar maður kemur þarna inn, en hún erfrábær. Þarna voru nokkrir ungl- ingar að vinna og ég talaði við einn þeirra, Baldur Eiríksson á sautjánda ári sem er búinn að vinna í Lystigarðinum í tvö sumur. Þess má geta að vinnufélagar hans voru iðnir við að hjálpa honum að svara spurningunum. - Er þetta erfið vinna? „Já, stundum, annars er hún mjög fjölbreytt. Við erum aðal- lega í því að slá grasið og fjar- lægja af lóðunum, halda garð- inum snyrtilegum og tala við túristana. Svo verðum við allt- af að vera sívökvandi því að það rignir svo sjaldan hérna.“ - Freistar það ykkar ekki á góðviðrisdögum eins og i dag að leggjast í sólbað á bak við einhvern runnann? „Jú, það kemur fyrir, enda væri annað óeðlilegt." - Eru margir starfsmanna unglingar? „Já, meirihlutinn, við erum sex af tíu eða 60%.“ - Hvað vinnið þið lengi? „Við vinnum frá átta á morgnana til fimm, sex eða sjö á kvöldin. Þetta er sumarvinna hjá okkur, flestir hætta þegar skólarnir byrja. Það er bara einn að vinna hérna á veturna, hann er aðallega í því að líta eftir og undirbúa sumarstarfið næsta sumar.“ - Hálaunastarf? „Við erum á sama taxta og krakkarnir í bæjarvinnunni.“ - Er eitthvað af dýrmætum plöntum hérna? „Ja, það er þá kannski helst valmúinn sem við höfum, úr honum er hægt að búa til ópí- um ef maður er sniðugur." - Kemur fyrir að einhverju sé stolið? „Það er nú brotist vikulega inn í gróðurhúsið og þaðan stolið vínberjum. Annars er furðulega litlu stolið miðað við að hér er opið allan sólarhring- inn.“ - Er mikið um nýjar plöntur? „Þetta eru nú mest fjölærar plöntur - en eitthvað af þeim hefur verið ræktað upp hérna og sumar fáum við hjá garð- ræktinni. Annars er nýlega búið að gera risabeð fyrir íslensku flóruna og við þurfum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.