Dagur - 11.09.1986, Blaðsíða 7

Dagur - 11.09.1986, Blaðsíða 7
- Finnur þú ekkert fyrir kulda? „Jú, það er ógeðslega kalt, það er það versta við þetta.“ - Ætlar þú samt að þrauka til þrjú? „Ég verð að minnsta kosti þangað til klukkan er orðin rúm- lega þrjú." „Meira stuð á sumrin“ Tvær hressar, þær Sigurveig Davíðsdóttir og Ása Arnaldsdótt- ir, sátu á horni Landsbankans og horfðu spenntar yfir bílaröðina á rúntinum. - Hvað dregur? „Hérna hittum við aðra krakka til að tala við.“ - Skreppið þið hingað niður í bæ frekar heldur en að fara á böll? „Við förum oft fyrst í Dynheima og svo á labbið - og ef það er kalt förum við snemma heim.“ - Eruð þið alltaf labbandi? „Já yfirleitt, við þekkjum svo fáa sem eiga bíl.“ - Verður ykkur aldrei kalt? „Jú stundum." - Hvað um húfur og vettlinga? „Við erum stundum með vettl- inga, en aldrei húfur - það er svo halló." - Eruð þið búnar að sjá marga sæta stráka hérna? „Já, alveg helling." - Hvað grípið þið til bragðs ef ykkur líst vel á þá? „Við gerum nú yfirleitt lítið í því, reynum helst að tala við þá og kynnast þeim.“ „Blikkum þá,“ sagði einhver. - Eru þeir flestir á bíl? „Nei, ekkert frekar.“ - Farið þið oft út um helgar? „Já, aðallega á föstudags- kvöldum." - Hvort er skemmtilegra að fara í bæinn á sumrin eða vet- urna? „Það er miklu skemmtilegra hérna á sumrin, þá eru fleiri og líka meira stuð.“ „Fáir nýir á rúntinum" Oft (og þá meina ég oft) sést blár Subaru GFT á rúntinum. Undir stýri situr eigandi vagnsins, Benedikt Haukur Sveinbjörns- son, kallaður Benni. - Ferð þú oft á rúntinn Benni? „Já, ég er hérna næstum dag- !ega.“ - Hvað er það sem heillar svona mikið? „Það er bara ekkert um annað að gera en að fara.“ - Er þetta komið upp í vana hjá þér? „Það má segja það, maður keyrir hérna um og hittir vini og kunningja, heilsar upp á fólk og kjaftar við það.“ - Áttu engin önnur áhuga- mál? „Jú, ég hef áhuga á því aö hugsa um blómin mín, svo eru það náttúrlega íþróttirnar, fótbolti og nú er handboltinn að byrja. Ég veiði mikið og svo á ég hund.“ - Hvenær byrjaðir þú að fara í bæinn um helgar? „Maður byrjaði á skellinöðru 14 ára, próflaus og vitlaus. Svo tók ég prófið 15 ára og hélt áfram þangað til ég var 16 ára. Ég hélt mig mest heima þegar ég var sextán, en eftir að ég fékk bíl- prófiö hef ég svo til „verið í bænum“. - Hvenær eru flestir hérna? „Á helgar- og fimmtudags- kvöldum." - Er þetta ekki oftast sama liöið? „Jú, það er voðalega lítið af nýjum andlitum, nema þá bara utanbæjarfólk, maður þekkir það oftast nær strax úr.“ - Á hvaða aldri eru þeir sem fara út á lífið um helgar? „Ætli þeir séu ekki svona frá 13 ára upp í 21 árs.“ - Hvað finnst þér um 13-14 ára krakkana sem stunda bæinn um helgar? „Það er nú yfirleitt ekki mikið um þá svona þegar fer að líða á kvöldið, eftir tólf. „Labbarnir" mega auðvitað vera á rúntinum eins og við.“ - Finnst þér það ekki fara svo- lítið eftir veðri hvað það eru margir hérna? „Jú, það fer mikið eftir veðri. Ef það er kalt eru t.d. oft margir á rúntinum, en enginn að labba í Miðbænum." - Það virðist fara í taugarnar á mörgum ökumönnum þegar hringnum er lokað um þrjúleytið eftir helgarböll, fer það í taug- arnar á þér? „Mér finnst það allt í lagi, þaö er rétt að gera þetta ef allt torgið er troðið af fólki.“ - Lendir þú oft í því að keyra fólk heim eftir böll? „Já. Það er leiðinlegt en það er líka leiðinlegt að þurfa að neita Benedikt Haukur Sveinbjörnsson. fólki um það.“ - Skemmtir þú þér ekki eitt- hvað sjálfur? „Jú, jú, með því að tala við vini og kunningja en ég geri lítið af því að fara á böll.“ - Er bensínreikningurinn hár hjá þér? „Nei, ef maður rúntar mikiö þá fara eitthvað um 3.000 kr. í bens- ín á mánuði." - Ert þú nokkuð í því að húkka upp labbandi stelpurgóði? „Ekki nema þá þara stelpur sem ég þekki - sem biðja um að fá að koma með á rúntinn." „Rólegt ennþá“ Seint og um síðir, þegar Ijós- myndarinn hafði yfirgefið mig, gekk að mér ungur Þorlákshafn- arbúi, Björgvin Þór Rúnarsson. Hann var ólmur í að komast á blað drengurinn og ég varð við. bóninni. Hann sagðist hafa verið einn dag á Akureyri og fannst sá dagur fullrólegur (mér sýndist hann ætla að bæta úr því). Vin- konur hans, sem höfðu dvalið lengur, sögðu að það væri erfitt að kynnast Akureyringum. .... Hann gat þess að lokum að hann væri sætur. (Þar höfum við það.) náttúrlega töluvert af plöntum í þetta beð, þannig að það var safnað upp um öll fjöll í það.“ - Eru yfirleitt miklar breyt- ingar hérna? „Nei, ekki miklar, nema beð- ið sem ég nefndi áðan. Annars er ég kannski ekki búinn að vera nógu lengi til að svara þessu.“ - Hafa margir komið hingað í sumar? „Já, það er stöðugur straumur af gömlum, þýskum kerlingum sem labba hérna um tvær og tvær og samkjafta ekki. Svo er dálítið mikið um barnapíur og púkalega Amer- íkana - en þeir eru bestir. Það kemur fyrlr að þeir gefa okkur kók eða nammi og stundum spyrja þeir: „Do they make you work here?“ Sjúklingarnir af spítalanum koma Ifka stöku sinnum í hressihringi á hjóla- stólunum - á ótrúlegum hraða.“ - Er nokkuð sem þið viljið koma á framfæri? „Já, við heimtum nýja kaffi- stofu, þessi er svo lítil og gömul, það er ekki einu sinni rennandi vatn hérna.“ TTl H5*" 11. september 1986 - DAGUR - 7 spurning vikunnar_______________ Inga Hrönn Einarsdóttir: Nei, ég fer aldrei í bíó. Horfi heldur aldrei á vídeó, en stund- um á sjónvarp, ekki oft samt. Ástæðan fyrir því að ég fer ekki í bíó er hreinlega sú að ég nenni ekki að drífa mig, mér finnst ekkert leiðinlegt að fara í bíó. En auðvitað kemur það fyr- ir að ég fer í bíó og þá ef það eru einhverjar spes myndir, góðar, frægar óskarsverð- launamyndir. Jóhann Guðmann: Ég fer frekar sjaldan í bíó. Ég er líka bara 11 ára, bráðum 12. Ég hugsa að ég fari meira þegar ég er orðinn eldri. Ég horfi dálítið mikið á vídeó og þá á alls konar myndir. Guðrún Steinsdóttir: Ég fer afar sjaldan í bíó, en þó held ég að bíóið hérna á Akur- eyri sé mikið að batna, það eru sýndar nýrri myndir en verið hefur. Ég fer helst í bíó ef sýnd- ar eru góðar myndir. Ef myndir hafa fengið góða dóma í blöð- unum þá dríf ég mig frekar á þær. Méf finnst það skipta dálitlu máli að myndirnar hafa fengið góða dóma, eða eitthvað skrifað um þær svo maður viti eitthvað um hvað þær fjalla. Sigurjón Baldvinsson: Það hefur verið svo mikið um væmnar myndir upp á síðkastið að mér er alveg sama þó þær fari framhjá mér. Ég vil fá almennilegar myndir í bíó, t.d. grínmyndir. Ég get nefnt Subir- bia sem dæmi, frábæra grín- mynd. Svo mættu myndirnar berast fljótar að sunnan, það er leiðinlegt að bíða í marga mán- uði eftir að sjá þær myndir sem mann langar að sjá. Jón Filippusson: Ég hef aldrei farið í bíó á Akur- eyri, ég er að sunnan. En ég fer ekki oft í bíó í Reykjavík, mér finnast myndirnar yfirleitt leiðin- legar. Ég vil sjá myndir um lífið, lífið eins og það er, ekki eins og það á að vera. Og ekkert væl eins og Húsið á sléttunni og þess háttar. Lífið er allt öðruvísi en það er sýnt í bíó. Ferðu oft í bíó?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.