Dagur - 11.09.1986, Blaðsíða 11

Dagur - 11.09.1986, Blaðsíða 11
11. september 1986 - DAGUR - 11 „Slökkvilið á að vera á hverjum stað“ Samkvæmt lögum og reglum á að vera eldvarnareftirlit og slökkviðlið í hverju sveitarfélagi, en sveitarfélög og hreppar eru misjafnlega efnaðir. Þrátt fyrir það eiga þeir að geta gert skil á því hvernig eigi að vinna að brunavörnum á hverjum stað,“ sagði Bergsteinn Giss- urarson brunamálastjóri, er hann var spurður um eldvarnir og eftirlit í sveitarfélögum landsins. Þessi fyrirspurn kemur í kjölf- ar fréttar i' Degi þann 28. ágúst, þar sem sagði að ekkert eldvarn- areftirlit væri í sveitarfélögunum í nágrenni Akureyrar, þrátt fyrir að lög segðu svo um. í fréttinni er S.A.H. Blönduósi: 47.500 dilkum verður slátrað Slátrun hefst í sláturhúsi S.A.H. á Blönduósi þann 16. september. Að sögn Gísla Garðarssonar verður slátrað 47.500 dilkum sem er örlítil aukning frá fyrra ári, eða rétt um 2,44%. Þá verður slátrað um 4000 fullorðnu en það er lítið eitt hærra en á síðasta hausti. Enn vantar nokkuð af fólki til starfa á sláturhúsinu og taldi Gísli það merki þess að næg atvinna væri í héraðinu. í sumar var aðalslátursalurinn í húsinu endurbættur nokkuð og var með- al annars sett uritan quarts á gólf- ið í salnum, þannig að nú ætti að reynast auðvelt að halda vinnu- svæðinu hreinu og snyrtilegu, en það var orðið nokkuð erfitt eins og salurinn leit út. Talið er að þessar framkvæmdir hafi kostað um eina milljón króna. G.Kr. segir brunamálastjóri haft eftir Tómasi Búa Böðvars- syni slökkviliðsstjóra á Akureyri að víða væri pottur brotinn varð- andi byggingaeftirlit til sveita og víða hefði orðið meira tjón í elds- voðum en eðlilegt gæti talist, vegna þess að byggingaeftirlit væri ekki sem skyldi. Hann vildi taka fram að þar væri átt við almennt eftirlit, sem tengja mætti bæði eldvarnareftirliti og bygg- ingaeftirliti. Bergsteinn Gissurarson sagði að slökkvilið ætti að vera á hverjum stað. Ef ekki væri um slíkt að ræða, ætti að semja við næsta slökkvilið um aðstoð, þó þyrfti það slökkvilið að vera innan vissrar fjarlægðar. „í vissum til- felium er vegalengdin það mikil að ekki er hægt að viðurkenna slíkt,“ sagði hann. í skýrslu sem m.a. markar verksvið Brunamálastofnunar segir „að Brunamálastofnun eigi að hafa á hendi tækniaðstoð við Á fundi bæjarráðs Sauðár- króks fyrir skömmu var því harðlega mótmælt að Póstur og sími á Sauðárkróki skæri niður þjónustu sína við bæjar- búa eins og gert var við breytt- an opnunartíma símstöðvar- innar fyrir nokkru. Er bæjar- ráð ekki sátt við að bæjarbúar komist ekki í pósthólf sín utan skrifstofutíma og beindi þeim óskum til Pósts og síma að úr þessu yrði bætt. Kári Jónsson stöðvarstjóri Pósts og síma á Sauðárkróki sagðist hafa svarað til bæjarstjóra þessu erindi bæjarráðs. Sagði hann þjónustu stofnunarinnar á Sauðárkróki ekki lakari en á öðr- um stöðum sem hann hefði kynnt brunavamaeftirlit sveitarfélaga og í öllum meiri háttar atvinnufyrir- tækjum, verksmiðjum, byrgða- stöðvum fyrir olíu og bensín, verkstæðum, skólum, samkomu- húsum, sjúkrahúsum, hótelum og svo framvegis, í samráði við við- komandi slökkviliðsstjóra." Þannig að við getum lítið beitt okkur fyrr en slökkviliðsstjórarn- ir koma til okkar,“ sagði Berg- steinn. Hann sagði líka að í mörgum sveitarfélögum vildu slökkviliðsstjórar á viðkomandi stöðum losna undan kvöðum um eldvarnareftirlit, þar sem oft er um það að ræða að gera athuga- semdir um eldvarnir hjá sínum sveitungum og er það skiljanlegt. Þeir hafa líka farið fram á að þessu yrði breytt þannig að utan- aðkomandi aðili sjái um eftirlitið. Þetta tengist líka byggingareftir- liti og virðist sem víða sé pottur brotinn í þeim efnum,“ sagði Bergsteinn. gej- sér hana. Sá tími sem menn hefðu aðgang að pósthólfum væri ekki lengri annars staðar. Meðan símavakt var til níu á kvöldin hefði fólk komist í pósthólfin vegna þess að starfsmenn voru í húsinu. Auðvitað brygði mönn- um nú við styttri opnunartíma sem væri tilkominn vegna þess að gamli sveitasíminn væri úr sög- unni á svæðinu og þess vegna ekki þörf á símavakt fram eftir kvöldi og um helgar eins og áður. Kári kvað fólk komast í pósthólf- in til kl. 6 meðan starfsfólk er í húsinu þó afgreiðslunni sé lokað kl. 5. En algjörlega útilokað væri að skilja húsið eftir opið og eng- an starfsmann í því, það hlyti hver maður að sjá, enda tíðkaðist það ekki annars staðar. -þá Sauðárkrókur: Vilja aðgang að pósthólfum - á kvöldin og um helgar SAMBAND ÍSLENSKRA BERKLA- OG BRJÓSTHOLSSJÚKLINGA heldur fræðslufund í Svartfugli Skipagötu 14, laugardaginn 13. sept. kl. 14.00. Dagskrá: Davíð Gíslason læknir flytur erindi um ofnæmissjúkdóma. Magnús B. Einarsson læknir flytur erindi um endurhæfingu hjartasjúklinga. Björn Magnússon læknir flytur erindi um lungnasjúkdóma og lækningar. Umræður verða að loknum erindum. Fundarstjóri verður Ólafur Oddsson héraðslæknir. Allir eru velkomnir. S.Í.B.S. Óskum að ráða eftirtalið starfsfolk: 1. Kjötiðnaðarmann eða matreiðslumann, vanan kjötvinnslu, en ófaglærður getur komið til greina. 2. Konu til afgreiðslustarfa. Vinnutími 13-18. Upplýsingar hjá verslunarstjóra. Ekki í síma. Meistari í pípu- lögnum óskast Bifreiða- og vélaverkstæði Kaupfélags Skagfirð- inga óskar að ráða meistara með löggildingu í pípulögnum strax. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 95- 5200. Vantar dugmikinn og ábyggilegan starfsmann strax í fullt starf. HAGKAUP Norðurgötu 62. íbúð óskast tíl leigu Óskum eftir að taka á leigu 3ja-4ra herb. íbúð til áramóta. Uppl. í síma 21300 (28). Slippstöðin hf. Jlifl IDCVDADDiTD ImM«mRmP#Gii Vinnumiðlunarskrifstofa Akureyrar óskar að ráða starfsmann eftir hádegi (1-5). Umsóknarfrestur til 16. september. Vinnumiðlun Gránufélagsgötu 4, pósthólf 46,602 Akureyri. verður í KA-húsi fímmtudag frákL 14-22 og föstudag frá kL 17-22. Komið og skoðið byggir sf. er sögu rikari. Símar: 98-26277 og 98-28172.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.