Dagur - 11.09.1986, Blaðsíða 3

Dagur - 11.09.1986, Blaðsíða 3
11. september 1986 - DAGUR - 3 A Hitt leikhúsið á „Heimilinu ’86“: „Ohress með aðsóknina“ - segir Páll Baldvin Baldvinsson framkvæmdastjóri Næsti nágranni Dags á „Heim- ilinu ’86“ var Hitt leikhúsið. Sýningarbás þeirra var óneit- anlega svolítið sérstakur því hann var sá eini sem var svartur, hvar sem á hann var litið. Þegar blaðamaður kom við hitti hann fyrir framkvæmdastjórann, Pál Baldvin Baldvinsson. Hann tók ljúflega í að svara nokkrum spurningum, sérstaklega „af því að þú ert í svo flottum jakka. Hvar fékkstu þetta eiginlega?“ Þegar umræðum um jakkann var lokið var Páll spurður hvaða erindi Hitt leikhúsið ætti á sýn- ingu sem þessa. „Við erum fyrst og fremst að hitta fólkið og spyrja um það sem okkur langar að vita. Það má segja að þetta sé óformleg skoð- anakönnun. Nú, svo erum við að selja Megasarpakkann og minna á að við séum til. Það eru margir sem halda að við höfum einungis sett upp eina sýningu en vita ekki af því að Hitt leikhúsið stendur í plötuútgáfu og fleiru með leiklist- inni.“ Aðspurður hvort það hefði gengið vel hjá þeim þessa daga sem sýningin stóð sagði Páll svo vera. „Okkur hefur verið veitt töluverð athygli, kannski að hluta til vegna þess hvað básinn er sérstakur í útliti. Hins vegar er ég að mörgu leyti óhress með þessa sýningu. Það veldur mér vonbrigðum hve mikill hluta sýn- ingargesta er ungur að árum, nánast krakkar. Ég er líka óhress með aðsóknina og mér sýnist sem undirbúningur hafi ekki verið nógu góður. Það er kannski ekki við góðu að búast þegar skipt er um eigendur mánuði áður en sýn- ingin er opnuð," sagði Páll. Ekkert mun enn vera ákveðið með verkefni vetrarins hjá Hinu leikhúsinu, enda er fyrirtækið húsnæðislaust sem stendur. „Það er erfitt að skipuleggja sýningar þegar húsnæðið vantar en ég vona að það fari að rætast úr því,“ sagði Páll Baldvin Bald- vinsson. JHB 500hross flutt út Sundurlyndi í Rípurhreppi í byrjun næsta mánaðar kemur hingað til lands á vegum Félags hrossabænda og Búvörudeild- ar SIS sérstaklega búið gripa- flutningaskip. Ingimar Ingi- marsson á Hólum í Hjaltadal sagðist í viðtali við blaðið vita til þess að búið væri að panta flutning fyrir tvö hundruð Iíf- hross og hefðu mörg af þeim verið keypt af útlendingum í kringum landsmótið í fyrra. Þá sagði Ingimar að flytja ætti 300 sláturhross út, þeim fjölda hefði verið skipt niður á milli landshluta og ættu Norðlending- ar að útvega 100 hross. Hann kvað útflutning sláturhrossanna vera í þeim tilgangi að ná flutn- ingskostnaðinum niður. Jóhann Steinsson hjá Búvöru- deild Sambandsins sagði það verð sem bændur fengju fyrir sláturhrossin vera gildandi afsláttarverð á sláturdýrum. Kostina við þennan útflutning kvað hann vera tvenns konar, í fyrsta lagi fengju bændur greitt fyrir kjötið innan tveggja mánaða í stað þess að þurfa að bíða allt upp í ár eftir greiðslum eins og áður og í öðru lagi væri með þessu móti að mestu leyti komið í veg fyrir birgðasöfnun á kjöti af fullorðnum og gömlum hrossum, en sú vara seldist illa hér á landi. -þá Svo nefnist fyrirsögn á klausu, er birtist í Degi á Akureyri 8. ágúst sl. Þar er fjallað um bréfaskipti er farið hafa milli hreppsnefndar og þeirra íbúa í sveitinni sem neit- uðu að starfa í nefndum, sem hreppsnefnd ber að kjósa í. Ekki þarf ég að svara miklu úr pistli þessum, en vil þó fara um hann nokkrum orðum. Blaðamaður Dags segir: „í bréfinu (þ.e. bréfi hreppsnefnd- ar) var íbúum einnig gerð grein fyrir því, að það væru borgara- legar skyldur þeirra að starfa í nefndum á vegum hreppsins.“ Þetta er rangt. í bréfi hrepps- nefndar er tekið fram, að hún líti svo á, að það sé borgaraleg skylda o.s.frv. Þar er nokkur munur á. Þá er sagt að þeir sem sendu hreppsnefnd undirskriftalistann hafi verið skipaðir í nefndir á vegum hreppsins. Hér er furðu- lega til orða tekið. Gerir blaða- maður virkilega engan greinar- mun á skipunum og kjöri. Og blaðamaður heldur áfram og fjallar um undirskriftalista og tildrög þess að hann var sendur út: „Var þetta gert í mótmæla- skyni við lista sem fram kom fyrir hreppsnefndarkosningarnar í vor og gerði það að verkum að hreppsnefndin varð sjálfkjörin." Þetta var nú meiri klausan. Á ég að trúa því, að fólkið hafi neitað að starfa í nefndum á vegum hreppsins af því að lagður var fram listi fyrir kosningar í vor? Ég hefði nú talið öllu eðlilegri viðbrögð að leggja þá fram annan lista. Eða er ástæðan sú, að þau hafi ekki komið sér saman um fólk á lista og kenni hreppsnefnd um? Ef til vill langsótt skýring, en að athuguðu máli líklega ekki mjög fjarlæg. Talað er um að sundurlyndi hafi verið í hreppnum frá því fyrir hreppsnefndarkosningar 1982, þá hafi komið fram tveir listar og hreppurinn þá skipst í tvennt. Ég hef nú fylgst með sveitarstjórnarmálum í Rípur- hreppi æði langan tíma. Ef ég man rétt, þá hafa á tæpri hálfri öld aðeins fjórum sinnum verið viðhafðar óhlutbundnar kosning- ar. Og einhvern veginn rekur mig minni til þess, að á stundum hafi ekki allir verið á eitt sáttir og býsna heitt í kolunum, þó ekki hafi verið rokið með þann ágrein- ing í blöðin fyrr en nú. Arni Gíslason. Gefur út veggplatta í tilefni afmælis Reykjavíkur Fyrr á þessu ári tók Sauö- krækingurinn Arni Gunnars- son upþ hjá sér að gefa út veggplatta í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar. Arni leit inn á skrifstofu Dags á Sauðárkróki fyrir skömmu og hafði þetta um plattann og myndskreytingu á honum að segja: „Konunglegri tilskipan um kaupstaðarréttindi Reykjavíkur frá 1786 fylgdu ákvæði um rétt til notkunar á skjaldarmerki eða innsigli fyrir viðkomandi stað. Bæjarfógeti Reykjavíkur, Sig- urður Thorgrímsson efndi til borgarafunda um þetta mál á árunum 1813-14 og í framhaldi af því var danskur landmælinga- maður sem hér starfaði á þessum árum, Hans Frisak að nafni, fenginn til að teikna innsigli fyrir Reykjavík og hlaut það viður- kenningu Hins konunglega kans- ellís 28. janúar 1815.“ Innsigli þetta sem er í miðju plattans er teiknað af Ragnari Lár listamanni eftir upprunalegri mynd af því sem geymd er á Landsbókasafninu. Ragnar teikn- aði einnig þær skreytingar sem á plattanum eru. Plattinn er úr inn- brenndu postulíni og að öllu leyti unninn af fyrirtækinu Blæ í Reykjavík. Hann er framleiddur í 300 eintökum en gera má ráð fyrir að aðeins 250 verði seld. Vegna þessa litla upplags má gera ráð fyrir að einhverjir safn- arar verði höndum seinni að ná honum, en líklega verður hann ekki til sölu í verslunum. Platt- ann er hægt að fá hjá útgefanda í síma 95-5665. AKUREYRARBÆR Félagsstarf aldraðra Farið verður í stutta ferð um nágrenni Akur- eyrar, fimmtudaginn 18. sept. kl. 13.15. Þátttökugjald kr. 400. - Síðdegiskaffi innifalið. Þátttaka tilkynnist í síma 25880. Félagsmálastofnun Akureyrar. VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Kennsla í öldungadeild hefst mánudaginn 15. september. Allir nemendur komi kl. 18.10 í stofu 25 í bóknáms- álmu á Eyrarlandsholti. Skólameistari. AKUREYRARBÆR Auglýsing um lausar íbúðahusaloðir: Lausar eru til umsóknar 4 einbýlishúsalóðir í Innbænum, austan Aðalstrætis. Fyrirhugað er að reisa á lóðunum einnar hæðar hús með nýtanlegu risi. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu byggingafull- trúa, Geislagötu 9 á viðtalstíma kl. 10.30-12.00. Umsóknarfrestur er til 30. september nk. Akureyri, 10. september 1986. Byggingafulltrúi Akureyrar. Tflboð 30% afsláttur 30% afsláttur á herrauliarstökkum Takmarkað magn Einnig tilboð á drengjabolum stærðir 8-16. Verð frá kr. 890.-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.