Dagur - 11.09.1986, Blaðsíða 9

Dagur - 11.09.1986, Blaðsíða 9
1Í. seþtember 1986 - DAGUR - 9 uþ róttiL Umsjón: Kristján Kristjánsson Evrópukeppnin í knattspyrnu: Islenska liðið hafði í fullu tré við það franska íslenska landsliðið í knatt- spyrnu náði þeim frábæra árangri að gera jafntefli við það franska í gær er liðin áttust við í 3. riðli Evrópukeppninn- ar. Leikurinn, sem fram fór á Laugardalsvellinum, endaði með markalausu jafntefli. Frakkeru núverandi Evrópu- meistarar og þeir voru að hefja titilvörnina í Reykjavík í gær en tókst aðeins að ná öðru stig- inu. Þá varð liðið í 3. sæti á HM í Mexícó í sumar og í leiknum í gær léku flestir þeir sömu með franska liðinu og léku þar. AHir bestu atvinnu- menn íslands tóku þátt í leikn- um, auk sterkra leikmanna sem spila með íslenskum liðum. í fyrri hálfleik var nokkuð jafn- ræði með liðunum en þó voru Frakkarnir meira með boltann. Þeir gáfu sér góðan tíma við - og liðin skildu jöfn 0:0 á Laugardalsvelli í gær byggja upp sóknir en þær strönd- uðu flestar á sterkri vörn íslands og góðri markvörslu Bjarna Sig- urðssonar. Liðin fengu sitt hvort mark- tækifærið í fyrri hálfleik, þar sem hurð skall nærri hælum. Bjarni varði glæsilega í horn, hörkuskot frá Genghini á 13. mín. og hinum megin átti Arnór þrumuskot rétt framhjá marki Frakka, eftir góð- an undirbúning þeirra Ragnars Margeirssonar og Ómars Torfa- sonar. í síðari hálfleik náðu Frakkar betri tökum á leiknum, ákveðnir í því að knýja fram sigur gegn litla íslandi. Þeir gerðu oft harða hríð að markinu en íslenska vörnin varðist vel. íslenska liðið náði nokkrum skyndisóknum en framherjum íslands gekk erfið- lega að komast framhjá hinum firnasterka varnarmanni Frakka, Basile Boli sem fór á kostum í leiknum. Bautamótið í golfi: Konráð vann Bautamótið í golfi fór fram að Jaðri á þriðjudaginn. Leiknar voru 18 holur með og án for- gjafar. Rétt til þátttöku höfðu fólk af veitingahúsum, ferða- skrifstofum, bílaleigum, blaða- menn og aðrir sem vinna að ferðamálum. Keppendur voru 17 talsins. Veitt voru vegleg verðlaun, sem gefin voru af Bautanum á Akureyri. Sigurvegari með og án forgjaf- ar varð Konráð Gunnarsson en hann keppti fyrir Sjallann. Ann- ars urðu úrslitin þessi: Án forgjafar: 1. Konráð Gunnarsson 74 högg 2. Árni Jónsson 76 högg 3. Þórarinn B. Jónsson 82 högg Árni keppti fyrir veitinga- söluna að Jaðri en Þórarinn fyrir Ferðaskrifstofu Akureyrar. 2. Árni Jónsson 3. Páll Pálsson 68 68 Páll keppti fyrir Nætursöluna. Hinn glæsilegi Bautabikar sem er farandgripur var veittur fyrir sig- ur í keppni með forgjöf. Með forgjöf: 1. Konráð Gunnarsson 67 Konráð Gunnarsson vann tvöfalt Bautamótinu í golfi. Golfvertíðinni að Ijúka - Fjögur mót að Jaðri um helgina Það verður nóg að gerast að Jaðri um helgina en þar fara fram fjögur golfmót. Senn líð- ur að lokum golfvertíðinnar þetta árið og því er um að gera fyrir fólk að taka þátt í þessum síðustu mótum. Á laugardag fer fram öldunga- mót og er það 18 holu keppni, með og án forgjafar. Mótið hefst kl. 9 og strax og keppendur hafa verið ræstir af stað, hefst annað mót en það er keppnin um Sjóvá- bikarinn. Það mót er 18 holu mót Síðustu mínútur leiksins voru mjög spennandi en franska liðið náði ekki að skora mark, frekar en það íslenska og jafntefli því staðreynd. Bestir í íslenska liðinu voru varnarmennirnir Gunnar Gísla- son, Sævar Jónsson og Ágúst Már Jónsson, auk þess Ragnar Margeirsson og Ásgeir Sigurvins- son. Þá var Bjarni öryggið upp- málað í markinu. Franska liðið náði ekki að sýna sínar bestu hliðar en bestur leikmanna liðsins var Basile Boli. Dómari var Alan Ferguson frá Skotlandi og dæmdi hann leikinn vel. Mikill fjöldi áhorfenda var á vellinum, um 13-14000 manns. Hér skall hurð nærri hælum við franska markið, en ekkert er gefið eftir hjá Atla og Pétri. Mynd: KGA. Knattspyrna: Lokaslagurinn í 1. og 2. deild um helgina með forgjöf. Skráningu í þessi mót lýkur kl. 21 annað kvöld að Jaðri. Á sunnudag verður keppt um nafnlausa bikarinn og er það 18 holu keppni með forgjöf. Rétt tii þátttöku hafa aðeins þeir sem eru komnir inn fyrir girðingu að Jaðri fyrir kl. 8.45 á sunnudagsmorgun og fer skráning fram um leið og mætt er fyrir þann tírna. Fjórða mótið er Nýliðamótið og sagt frá því annars staðar á síðunni. Lokaslagurinn í 1. og 2. deild karla í knattspyrnu fer fram um helgina en þá verður leikin 18. og síðasta umferðin. I 1. deild er Fram með pálmann í höndunum eftir sigur gegn Víði á sunnudaginn var en á sama tíma tapaði Valur fyrir KR og missti við það efsta sæt- ið til Framara. í 2. deild er það Ijóst að KA og Völsungur leika í 1. deild að ári en hvort liðið það verður sem vinnur 2. deildina, kemur í Ijós á sunnu- daginn. í lokaumferðinni leika þessi lið saman, í 1. deild, FH-UBK, Víðir-ÍBV, KR-Fram, ÍA-Valur og Þór-ÍBK. í 2. deild leika, Völsungur-Selfoss, KS-Einherji, KA-Víkingur, Þróttur-UMFN og ÍBÍ-Skallagrímur. Leikirnir í 1. deild fara allir fram kl. 14 á laug- ardag og leikirnir í 2. deild á sama tíma á sunnudag. Leikur FH og UBK er geysi- lega mikilvægur fyrir bæði liðin, sem berjast fyrir áframhaldandi setu í 1. deild. UBK er með 15 stig en FH 18 stig. Ef UBK á að takast að halda s'æti sínu verður liðið að vinna leikinn með minnst þremur mörkum og ef það tekst fellur FH. Leikur Víðis og ÍBV skiptir engu máli fyrir hvorugt liðið, ÍBV er þegar fallið og Víðir siglir lygnan sjó. Leikur Þórs og ÍBK skiptir heldur engu máli á toppi eða botni. ÍBK missti af mögu- leika á UEFA-sæti er liðið tapaði fyrir ÍA um síðustu helgi. Þór hangir uppi, er með 19 stig en ÍBK er með 28 stig. Það er aftur í leikjum ÍA og Vals og KR og Fram sem úrslitin í 1. deild ráðast. Fram er í efsta sæti með 37 stig en KR í því 4. með 28 stig. Með sigri á Fram á KR möguleika á UEFA-sæti næsta ár. Á sama tíma þarf Valur að vinna ÍA á Skaganum og um leið íslandsmótið, annað árið í röð. Valur er í 2. sæti deildarinn- ar með 35 stig en ÍA er með 30 stig. Það er þó ljóst að Fram næg- ir jafntefli í leiknum gegn KR til að verða meistari. í 2. deild berjast KA og Völs- ungur um sigur í deildinni. KA stendur þar mun betur að vígi, er í efsta sætinu, með 37 stig en Völsungur er með 35 stig. KA nægir jafntefli í leiknum við Vík- ing hér á Akureyri, til að vinna deildina. Völsungur mætir Sel- fossi á Húsavík. Víkingur og Sel- foss eru í 3,- 4. sæti með 31 stig. KS mætir Einherja á Siglufirði. KS-ingar hafa 25 stig en Einherji er með 29 stig. Þróttur og UMFN leika í Reykjavík og þykir það nokkuð ljóst að það verður UMFN sern fylgir Skallagrími í 3. deild. Þróttur er með 23 stig en UMFN er með 14 stig. Á ísafirði leika heimamenn við Skallagrím og ætti ÍBÍ að eiga sigurinn vísan í þeim leik. ÍBI er með 15 stig en Skallagrímur hefur ekki fengið stig ennþá. Nýliða- mót í golfi Sídasta nýliðamót sumarsins hjá Golfklúbbi Akureyrar veröur haldið á laugardag og hefst þaö kl. 12 á hádegi. Keppt verður bæði í karla- og kvennaflokki, karlarnir leika 18 holur en konurnar 9 holur. Rétt til þátttöku hafa allir félagar klúbbsins sem eru með fulla for- gjöf og hafa ekki leikið golf nema í tvö sumur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.