Dagur - 15.09.1986, Page 12

Dagur - 15.09.1986, Page 12
BBC-tölvur * Bókhaldsforrít + Kennsluforrít + Leikjaforrít Tölvutæki sf. Gránufélagsgötu 4, 2. hæð • Akureyri • Sími 96-261551 Sauðárkrókur: Fjórir sóttu um stöðu bæjarritara Um starf bæjarritara á Sauðár- króki, sem var fyrir stuttu aug- lýst laust, bárust 4 umsóknir. Umsóknirnar eru frá Elsu Jónsdóttur sem hefur alllengi starfað á bæjarskrifstofunni á Sauðárkróki, Þorgeiri Inga Njáls- syni fulltrúa sýslumanns, Guð- mundi Pálssyni starfsmanni svæðisstjórnar fatlaðra í Norður- landskjördæmi vestra og Ragnari Kárasyni skrifstofustjóra hjá Trésmiðjunni Borg. Starfi bæjarritara mun verða úthlutað á næstunni. -þá Þorskaflinn: Jókst um 13% Um hclgina var réttað víða um Norðurland og var þessi mynd tekin í Illugastaðarétt á laugardag. Bíræfinn þjófnaður Síðastliðið fimmtudagskvöld var maður að þvo bOinn sinn á þvottaplani Olís, þegar nokkr- ir náungar komu aðvífandi og fengu að líta á bflinn sem var til sölu. Eigandinn hafði lagt leðurjakkann sinn í framsæti bflsins og þegar náungarnir höfðu skoðað nægju sína skunduðu þeir á brott, en þá var leðurjakkinn horfínn. Það eru vinsamleg tilmæli frá eiganda jakkans að hann fái veskið með skilríkjunum sínum til baka og tökum við fúslega við þeim hérna á Degi. Einnig má koma þeim til skila í Herrabúð- inni. Auðvitað má jakkinn fylgja með. Þjófarnir hafa hvort eð er ekkert gagn af honum því þetta er eini jakkinn sinnar tegundar hér á landi og auðþekktur þó hann sé svartur. Þjófarnir geta losnað úr klípunni með því að koma á framfæri upplýsingum um það hvar jakkann og veskið sé að finna og þar með er málið leyst. SS Á Norðurlandi er afli fyrstu átta mánuði ársins 5,75% meiri en á sama tímabili í fyrra. I ár hafa veiðst alls 167.955 tonn á móti 158.821 í fyrra. Aukningin er mjög mis- jöfn eftir tegundum og er loðnuaflinn t.a.m. minni á þessu ári. Ef við lítum fyrst á bátana þá hefur aflinn aukist milli ára úr 98.745 tonnum í 103.570 tonn. Þar af hefur þorskafli aukist um 5284 tonn, 24.196 á móti 18.912, og annar botnfiskur um 1052 tonn, 3436 á móti 2384. Togararnir komu með 41.985 tonn af þorski að landi, á móti 39.512 tonnum í fyrra. Annar botnfiskur var 22.400 tonn nú, en 20.564 tonn í fyrra. Þetta gerir heildarafla upp á 64.385 tonn á móti 60.076 tonnum fyrstu átta mánuði síðasta árs. Hjá öllum flotanum norðan- lands hefur þorskafli því aukist um 13,27%, alls 66.181 tonn á móti 58.424. Annar botnfiskur er 25.836 tonn á móti 22.948. Veru- leg aukning var á rækjuafla, eða 45,47% - 8772 tonn á móti 6030. Hins vegar var loðnuaflinn nú 66.060 tonn á móti 69.931 í fyrra, sem er 5,85% minnkun frá því í fyrra. SS Steinullarverksmiðjan: Vatnsmálin hafa verið leyst Vatnsmál Steinullarverksmiðj- unnar virðast nú hafa verið leyst og eru þar með neyslu- vatnsmál Sauðkrækinga komin í betra horf. Eins og skýrt var frá í blaðinu fyrir skömmu var gerður safn- brunnur fyrir verksmiðjuna og grunnvatnið virkjað. Með þess- um hætti hefur tekist að ná 3 þús- und rúmmetrum af vatni á klukkustund, sem verksmiðjan þarfnast til kælingar á bræðslu- ofni og öðrum búnaði í véla- samstæðu verksmiðjunnar. Einar Einarsson framleiðslu- stjóri sagði að verksmiðjan hafi verið keyrð í viku á þessu vatni og ekkert benti til annars en þetta yrði í lagi. Einar sagði að þrifabónus sem tekinn var upp í verksmiðjunni í byrjun ágúst lof- aði góðu. Verksmiðjan hefði gjörbreytt um svip og bónusinn skilaði starfsmönnum svolitlúm kaupauka. Sala á steinull frá verksmiðj- unni hefur gengið vel að undan- förnu, en lítið lagerpláss hefur gert það að verkum að geymslu- vandamál hafa skotið upp kollin- um, þegar sala hefur dregist saman, þó ekki sé nema í stuttan tíma í einu. -þá Bílvelta og árekstur Á föstudagskvöldið fór bíll út af veginum á móts við Ásbrekku í Vatnsdal. Bíllinn fór eina veltu en ökumaður og farþegi sluppu lítið meiddir. Þctta er annað óhappið sem verður á þessum stað á rúmum hálfum mánuði. Þarna er blindhæð og síðan kemur beygja og þar við bætist að vegurinn er slæmur. Sannköll- uð slysagildra. Laust eftir hádegið í gær varð síðan harður árekstur á Siglu- fjarðarvegi við Gálgabrú á blind- hæð skammt vestan við Sleitu- staði. Þá skullu saman tveir bílar með þeim afleiðingum að tvennt var flutt á sjúkrahús. í öðrum bílnum voru hjón með 2 börn og var yngsta barnið í bílstól aftur í en aðrir voru ekki spenntir niður. Eiginkonan meiddist lítillega í andliti. Ökumaður hinnar bifreiðar- innar var einnig fluttur á sjúkra- hús en meiðsli hans munu ekki hafa verið alvarlegs eðlis. BB. Húsvaröarstarf í skólum: „Erfitt og erilsamt" „Ég vil bera það til baka, sem fram kemur í frétt Dags um störf húsvarða við skóla bæjar- ins, að þetta sé rólegt starf fyr- ir vinnulúna menn. Þeir staiifs- menn sem ráðnir eru í húsvarðarstöður hjá bænum eru fullfrískir enda eru slík störf ekki öðrum mönnum bjóðandi,“ sagði Karl Jör- undsson starfsmannastjóri Akureyrarbæjar í samtali við Dag. Karl sagði að hann þættist vita að sá misskilningur sem fram kemur í fréttinni væri ekki sök viðkomandi blaðamanns, ákveð- inn hópur manna áliti að starf húsvarðar væri rólegheitastarf og hann sjálfur hefði orðið var við þennan misskilning hjá einstaka mönnum í atvinnuleit. „Mér er kærkomið að leiðrétta þennan misskilning. Þetta er erf- itt starf og erilsamt. í aðalatrið- um er húsvörðum ætlað að fylgj- ast með ástandi húss og lóðar og lagfæra það sem skemmist eða slitnar. Þeir hafa vcrkstjórn með ræstingu og hreinsa snjó frá dyr- um og tröppum og rusl af leik- svæði. Auk þess er þeim ætlað að hafa eftirlit með nemendum og sinna þeim störfum öðrum sem skólastjóri eða húsameistari felur þeim. Yfir sumarmánuðina vinna húsverðir að viðhaldi húsnæðis- ins. Vinnutíminn er alls ekki sveigjanlegur, þetta er fastur tími og löng viðvera sem bæði felst í vinnu og eftirliti. Ég tel að Akureyrarbær hafi á að skipa afbragðs húsvörðum sem rækja starf sitt af alúð og kostgæfni og það sést best á því hversu skólum og öðrum stofn- unum bæjarins er vel við haldið,“ sagði Karl Jörundsson. BB. Frá torfærukeppni Bílaklúbbs Akureyrar í gær, en sigurvegari í þessari grein sést hér „á fullu“. Mynd: RÞB

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.