Dagur - 24.09.1986, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 24. september 1986
erlendur vettvanguc_
Þegar hafa fæðst tuttugu böm
eftir gervifrjóvgun með sæði frá
hinum svonefnda Nobel-sæðisbanka
í Kalifomíu. En þau em ekki öll undraböm.
Sálfræðingurinn Afton Blake hefur
varla stöðvað bílinn fyrir framan heim-
ili sitt, þegar Doron, þriggja ára gamall
sonur hennar kallar: „Ge mje sjúga“,
og kemur hlaupandi í áttina að bílnum.
Afton Blake er barnasérfræðingur.
Gáfnaprósenta (IQ) 130. „Hann notar
barnatal aðeins þegar hann er
svangur," segir hún. „Strax tveggja ára
var hann fær um að tala skýrt og leysa
sálfræðipróf, sem ætluð eru fjögurra
ára börnum.“
Um leið og hún er komin inn í húsið
hneppir hún frá sér blússunni og Dor-
on kemur sér fyrir í kjöltu hennar.
Doron er annar í röðinni þeirra tutt-
ugu „afburðabarna", sem fæðst hafa
eftir að gervifrjóvgun hófst með sæði
frá hinum svonefnda Nobel-sæðis-
banka. Hann var stofnaður 1980 af
auðugum amerískum verslunarmanni
að nafni Robert Graham (IQ 130).
„Bankinn" er í bænum Escondido í
Kaliforníu.
Hugmynd Grahams er að bæta
gáfnafar mannkynsins með því að
frjóvga gáfaðar konur með sæði gáf-
aðra karla, og trygging fyrir gáfum telst
vera vísindamaður, sem hlotið hefur
Nobelsverðlaun. Sæðisbanki Grahams
safnar sæðinu og frystir það og býður
síðan gáfuðum konum ókeypis.
Er hægt að fá afburðaböm í Nobel-sæðisbankanum?:
Leandra, tíu mánaða gömul, er
yndisauki foreldrum sínum, Adri-
enne og David. Líffræðilegur faðir
hennar fékkst í sæðisbankanum.
Gáfnaprósenta hans er talin yfir
200. Hann er sagður vera ljóshærð-
ur og biáeygður.
maður. En Doron er ekki ennþá
fullorðinn, og svo virðist sem
með sálarorku sinni sé hann bæði
eigin harðstjóri og móðurinnar.
Hún er þreytuleg, jafnvel
taugaóstyrk, en sannfæring henn-
ar er óbifanleg.
Eignast hæfíleika-
minni börn
Ef telja á Blake-tilfellið einkenn-
andi fyrir fyrstu kynslóð Nobel-
barna, verður það að segjast, að
útkoman er ekki alveg í samræmi
við vonirnar. Þversagnakennt
kann það að virðast, að Nobel-
sæðisbankinn eigi sinn þátt í að
sanna, að uppeldi hafi meira að
segja en upplag - eða að gáfur
séu ekki arfgengar.
Annað dæmi, sem við þekkj-
um til, er þó á annan veg. IQ
(greindarvísitala) gefandans var
með afbrigðum há eða „yfir 200“.
Litla, ljóshærða Leandra, tíu
mánaða gömul, uppfyllir til þessa
AJtmrðaböm
Sæðisbankinn hefur hlotið
hljómgrunn hjá ýmsum, en mikil
gagnrýni hefur einnig komið
fram á starfsemi hans. Gagnrýn-
endurnir fullyrða, að há greind-
arvísitala þurfi alls ekki að þýða
það, að viðkomandi sé góður
þjóðfélagsþegn.
Sumir draga jafnvel í efa, að
gáfur séu arfgengar. Þá hafa
þjóðféiagsfræðingar varað við
aðgerðum, sem minnt gætu á
hreinræktunar-áætlanir Hitlers.
Vera má, að það sé vegna þess-
ara ólíku viðhorfa, að Graham
hefur aðeins tekist að fá þrjá
Nobelsverðlaunahafa til að gefa
sæði. Vitað er um einn þessara
manna. Það er Ameríkaninn
William Shockley (IQ 129), sem
ásamt tveim öðrum hlaut Nobels-
verðlaunin í eðlisfræði 1956.
Nafn föðurins er 28R
Nú þegar fimm ár eru liðin frá
því sæðisbankinn var stofnaður,
er eðlilegt að rannsaka, hvort
fram hafi komið þau undrabörn,
sem reiknað var með.
Eitt þeirra barna, sem hvað
mest er vitað um, er Afton Blak-
es Doron. Næst hittum við hann
og móður hans á veitingahúsi í
Los Angeles. Sjálfur hefur hann
fengið eitthvað að drekka, en fær
sér einnig af ís-tei móðurinnar,
jafnframt því sem hann hellir
innihaldinu úr sykurskálinni yfir
rækjukokteil mömmunnar og
segir eitthvað á þessa leið:
„Mamma ka-ka.“
„Tilfinningalega séð er hann á
svipuðu reki og jafnaldrar hans,
en stendur þeim langtum framar
um gáfur,“ segir Afton Blake.
Hún telur, að það sé að þakka
hinum líffræðilega föður frá
Nobel-sæðisbankanum. Hann er
nafnlaus, en nákvæm lýsing hans
er í skrám bankans, þar sem
hann er nefndur „28R“. Sam-
kvæmt skránni er 28R vísinda-
maður, prófessor, laglegur, ljós
yfirlitum og karlmannlega
vaxinn. Hann hefur óvenjulegar
stærðfræði- og tónlistargáfur og
hefur m.a. unnið tónlistarverð-
laun fyrir hljómleikastjórn. Ætt-
artala Afton Blakes er annars
vegar rakin til norsku hirðarinnar
og hins vegar til enska skáldsins
William Blake.
Af ásettu ráði agar Afton
Blake ekki barn sitt. „Hann þarf
þess ekki með,“ segir hún. Á
sama tíma hellir drengurinn
rækjukokteilnum yfir borðið og
því sem eftir var í sykurskálinni
út í te móðurinnar. Hann er orð-
inn þyrstur og vill fá meira að
drekka. „Hafið þið eitthvað
handa barni?“ spyr Afton Blake
frammistöðustúlkuna.
„Það væri þá helst snæri“ segir
frammistöðustúlkan á lægri nót-
unum, en stingur síðan upp á
orange-blöndu.
Afton Blake er sannfærð um,
að fái drengurinn að gera það
sem hann sjálfur vill, hafi hann
enga þörf fyrir stjórnun á fullorð-
insárum - verði sjálfstæður
Sálfræðingurinn Afton Blake hefur þriggja ára gamla „afburðabarnið“ sitt
ennþá á brjósti. Samkvæmt upplýsingum Nobci-sæðisbankans er faðirinn
prófessor, laglcgur, ljós yfirlitum, karimannlega vaxinn og gæddur óvenju-
legum hæfileikum á sviði stærðfræði og tónlistar.
þær vonir, sem foreldrarnir gerðu
sér, en þau geta ekki átt barn
saman. Leandra er lagviss og til-
finninganæm og hreyfingar henn-
ar eru samsvarandi hreyfingum
barna, sem eru hálfu öðru ári
eldri.
Sé svo, að einhver erfðafræði-
lögmál gildi um gáfur, þá benda
ýmsar athuganir ameríska sál-
fræðingsins Lewis Terman til
þess, að börn óvenjulega gáfaðra
foreldra verði að jafnaði minni
gáfum gædd en foreldrarnir.
Rannsóknir Termans, sem
ennþá eru í gangi, hófust 1921 og
ná til 1500 barna í Kaliforníu
með IQ yfir 135. Niðurstöður
benda til þess, að árangur í lífinu
velti ekki svo mjög á IQ (greind-
arvísitölu) viðkomandi heldur
hafi þolgæði og vilji til að ná
árangri ekki minna að segja.
Hvort sem egg frjóvgast á veg-
um sæðisbankans eða í hjóna-
rúminu er ekki hægt að sjá mikið
fyrir með vissu um það, hvernig á
að endurnýja þá blöndu margra
þátta, sem verður til þess að
skapandi snillingur fæðist. Saga
af Bernard Shaw getur varpað
ljósi á dyntótt eðli erfanlegra eig-
inleika.
Fögur kona skrifaði honum eitt
sinn og sagði, að þau gætu eign-
ast einstakt barn saman, sem
hefði útlit hennar en gáfur hans.
Shaw skrifað um hæl: „Ágætt, en
hvað nú, ef barnið erfði útlit mitt
og gáfur yðar?“
(Videnskap for alle nr. 5/6/86.
Þýðandi: Þ.J.