Dagur - 24.09.1986, Blaðsíða 12
Þjónusta fyrir
háþrýstislöngur
olíuslöngur og barka
Pressum
tengin á
Fullkomin tækni
vönduð vinna
l
Fyrstu dagar slátrunar:
Mikill munur
á hlutfalli
í 0-flokk
- „Matið alls staðar það sama,“
seglr yfirkjötmatsmaður
Slátrun hefur nú staðið í 5-7
daga víðast á Norðurlandi. Fé
virðist yfirleitt vera vænna en í
fyrra og er meðalvigt eftir
þessa fyrstu daga nokkru meiri
en í lok sláturtíðar í fyrra. Það
ber þó að hafa í huga að oft er
vænsta fénu slátrað fyrst og
einnig er töluverður munur
milli bæja þannig að þessar töl-
ur eru alis ekki endaniegar.
Töluverður munur virðist vera
milli sláturhúsa á fjölda dilka sem
felldur er í hinn svokallaða 0-
flokk en í því sambandi ber ein-
nig að leggja áherslu á að hér er
um fyrstu tölur að ræða frá mis-
munandi svæðum.
Reglurnar um 0-flokk eða 2.
Dalvík:
Nýr bæjar-
ritari
Á fundi bæjarráðs Dalvíkur
12. september var ákveðið að
ráða Hjálmar Kjartansson sem
bæjarritara frá og með 15.
september. Snorri Finnlaugs-
son sagði starfinu Iausu 1. júlí
en mun starfa til 1. október
þegar hann tekur við starfi
skrifstofustjóra Sparisjóðs
Svarfdæla.
Hjálmar Kjartansson er 28 ára
gamall ættaður af Vestfjörðum
en bjó áður á Suðurlandi. Hann
hefur lokið fyrrihlutaprófi í við-
skiptafræði frá Háskóla íslands
og hefur sinnt ýmsum störfum
þ.á m. skrifstofustörfum. Starf
bæjarritara er þríþætt. Hann er
staðgengill bæjarstjóra, skrif-
stofustjóri bæjarins og fjármála-
stjóri bæjarins. Dagur óskar
Hjálmari alls hins besta í nýju
starfi. ET
flokk 0 eru nú talsvert breyttar
frá því sem þær hafa verið undan-
farin ár eða frá því núverandi
reglugerð um kjötmat tók gildi
árið 1977. Þessar breytingar eru í
því fólgnar að þykkt fitulagsins er
mæld á einum stað í stað þriggja
og eru skiptin á milli 1. fl. og 2.
fl. 0 miðuð við 12 mm. Þessar
breytingar eru gerðar til að sam-
ræmast nýrri reglugerð sem tekur
gildi um áramót.
Sigurjón Gestsson sláturhús-
stjóri á Sauðárkróki sagði meðal-
vigt þar, þegar búið væri að slátra
4800 dilkum, 14,95 kg sem væri
mjög gott og um hálfu kg meira
en í fyrra. Af þessum dilkum fóru
16,65% í 0-flokk en í fyrra voru
það 2%. Á Akureyri hefur slátr-
un staðið í rúma viku og er með-
alvigtin þegar slátrað hefur verið
tæplega 5400 dilkum 15,6 kg sem
er rúmu kílói meira en í fyrra.
Hlutfall 0-flokks eftir þessa daga
er 10,3% en að sögn Óla Valdi-
marssonar sláturhússtjóra er
þetta hlutfall mjög misjafnt milli
daga. Hjá Jóhannesi Þórarinssyni
sláturhússtjóra á Húsavík fengust
þær upplýsingar að eftir 6 daga
slátrun væri meðalvigt 14,3 kg en
hefði í fyrra verið 13,6 kg. Eftir
þessa fyrstu daga hafa aðeins rúm
3% dilka fallið í 0-flokk.
Stefán Vilhjálmsson yfirkjöt-
matsmaður á Norðurlandi sagði í
samtali við blaðið að þessi mikli
munur á hlutfalli 0-flokks væri
alveg eðlilegur. „Þarna er ekki
verið að fara eftir neinni fyrir-
fram ákveðinni skiptingu þannig
að dreifingin milli gæðaflokka er
auðvitað misjöfn eftir bæjum og
eftir byggðarlögum og þar af leið-
andi eftir sláturhúsum. Mér ber
að fylgjast með þessu kjötmati og
ég get borið það að það sem ég
hef séð í þessum húsum er sam-
viskusamlega mælt eftir settum
reglum og alls staðar á sama
hátt,“ sagði Stefán ET
Rækjuveiðibáturinn Björg Jónsdóttir ÞH 321 fékk trollið í skrúfuna í fyrradag við Grímsey. Myndin er tekin þegar
báturinn var kominn til hafnar á Húsavík en þangað var hann dreginn. Mynd: im
Togarar Ú.A.:
Um 800 tonn nú
eftir af þorskkvóta
- Afli verið lítill að undanförnu
„Það hefur verið tregt að
undanförnu,“ sagði Einar Ósk-
arsson hjá Utgerðarfélagi
Akureyringa h.f. er við leituð-
um frétta af aflabrögðum
togara fyrirtækisins að undan-
förnu.
Einar sagði að í síðustu viku
hefði Kaldbakur landað 191
tonni og var megnið af þeim afla
karfi, eða 173 tonn og var afla-
verðmæti 2,8 milljónir króna. Þá
landaði Sléttbakur 69 tonnum,
meginhluti þess afla var þorskur
og var aflaverðmæti um 1,6 millj-
ónir króna. Hrímbakur kom svo
til löndunar í gær með 80 tonn og
var megnið af því karfi.
Að sögn Einars er nú farið að
ganga verulega á þorskkvóta
togara ÚA. Ekki eru eftir af
kvóta nema um 800 tonn, auk
þess sem breyta má aflasamsetn-
ingu skipanna og fást þá um 1000
tonn til viðbótar.
Svalbakur hefur síðan um
mánaðamótin júlí/ágúst verið í
slipp á Akureyri, skipið hefur
verið sandblásið auk þess sem
unnið hefur verið að fleiri hlutum
um borð og er reiknað með að
skipið fari ekki til veiða fyrr en
eftir mánuð eða þar um bil. Þá er
Kaldbakur kominn í slipp en
mála á skipið auk þess sem unnið
verður við minniháttar hluti aðra
og er reiknað með að skipið fari
til veiða áður en langt um líður.
Herðubreiðarlindir:
Sauðkindin
skemmir gróður
Bæjarráð Akureyrar:
Sagnritari ráðinn
til að rita sögu Akureyrar
Á fundi Bæjarráðs Akureyrar
á fimmtudaginn var samþykkt
samhljóða tillaga frá Sigurði
Jóhannessyni um að í tilefni
125 ára afmælis Akureyrar
árið 1987, verði ráðinn maður
til að annast ritun og útgáfu á
sögu Akureyrar.
I tillögunni felst að Menningar-
málanefnd Akureyrar verði falið
að sjá um ráðningu söguritara og
skipuleggja störf hans. Þá er lagt
til að gert verði ráð fyrir fjárveit-
ingu til verksins í fjárhagsáætlun
bæjarins fyrir árið 1987 og næstu
ár.
í greinargerð sem tillögunni
fylgir kemur fram að „Saga
Ákureyrar“ eftir Klemens
Jónsson, sem rituð var fyrir
u.þ.b. hálfri öld, er eina sam-
fellda heimildin um sögu Akur-
eyrar frá því tímabili, þótt ýmsar
greinar hafi verið ritaðar bæði
fyrr og síðar er varða byggð og
sögu bæjarins. Þá bendir flutn-
ingsmaður á að á undanfömum
árum hafi oft verið rætt í bæjar-
stjórn og nefndum bæjarins um
nauðsyn þess að framhald yrði á
ritun sögu Akureyrar en af því
hefði ekki orðið af ýmsum ástæð-
um.
Ofangreind tillaga væri því til-
raun til að höggva á þann hnút er
þetta varðar og nota 125 ára
afmæli Akureyrarbæjar sem
tilefni til að hefja framkvæmdir.
BB.
„Þetta var besta sumar til
þessa hvað varðar ferðamenn í
Herðubreiðarlindum,“ sagði
Hreinn Skagfjörð landvörður á
staðnum er hann var spurður
um ferðamenn á þessum slóð-
um í sumar.
Eins og flestir vita eru Herðu-
breiðarlindar einn vinsælasti
ferðamannastaður á landinu og
þangað streyma ferðamenn af
öllum þjóðernum til að skoða þá
náttúrufegurð sem þar er.
Alls komu þangað í sumar
12082 ferðamenn. Þar af voru
4558 ferðamenn sem komu þar
við án þess að gista. Gistinætur
urðu alls 7524 á móti 5215 í fyrra.
Þá komu 3337 sem ekki gistu.
gistu.
Ferðamenn af 24 þjóðernum
heimsóttu Herðubreiðarlindar í
sumar og voru Þjóðverjar fjöl-
mennastir. Þeir dvöldu 1426 gisti-
nætur. íslendingar voru 1426
gistinætur og Frakkar 1102.
„Það er óhætt að segja að
umgengni sé 100% hjá fólki sem
kom til okkar í sumar. Enda held
ég að um leið og aðstaða er góð
og hreinleg, þá sé umgengni að
sama skapi góð. Nú er mjög góð
snyrtiaðstaða á staðnum með
sturtum og vatnssalernum.
Hreinn hefur verið 5 sumur
sem landvörður í Lindunum og
sagði að gróður hefði verið sér-
staklega fallegur í sumar. Hins
vegar væru gróðurskemmdir
töluverðar og þá aðallega eftir
sauðkindina. „Skemmdir eru
miklu meiri eftir sauðkindina en
af mannavöldum. Ég hef aldrei
séð svo miklar gróðurskemmdir
eftir sauðkindina eins og nú og
má til marks um það segja að öll
hvönnin er uppétin eftir féð í
sumar," sagði Hreinn. gej-