Dagur - 24.09.1986, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 24. september 1986
Heimsókn í Sláturhús KNÞ Kópaskei
Á Kópaskeri er Sláturhús
KNÞ, sláturhússtjóri er Gunn-
ar Páll Ólason. Þegar blaða-
maður Dags mætti í sláturhús-
ið og spurði eftir sláturhús-
stjóranum var sagt að hann
væri auðvelt að finna, hann
væri alls staðar. Hins vegar var
blaðamaðurinn varaður við að
ná tali af sláturhússtjóranum
því það vantaði fólk til starfa,
sérstaklega fláningsmenn og
mundi sláturhússtjórinn
umsvifalaust setja blaðamann-
inn til þeirra starfa. Þetta fór
þó ekki alveg eftir, Gunnar
Páll svaraði nokkrum spurn-
ingum ljúfmannlega, fann
slopp og húfu fyrir gestinn og
bauð honum að skoða sig um í
húsinu. Sagðist því miður ekki
mega vera að því að fylgja
gestinum um því það vantaði
menn í fláninguna og hann yrði
að fara sjálfur að hjálpa til.
Svona eiga verkstjórar að
vera.
Gunnar Páll Ólason sláturhússtjóri.
„Hér er fyrsta flokks aðstaða,
1980-81 var tekið í notkun nýtt
kerfi, svonefndur fláningsbekk-
ur. Við getum lógað 1500 á dag
en þessa dagana er afkastagetan
aðeins 1300 vegna þess að okkur
vantar tvo fláningsmenn til að ná
fullum afköstum. I haust var
byrjað að slátra 11. sept. og ef
allt gengur að óskum verðum við
búnir 9. okt. Það er unnið frá átta
á morgnana til sjö á kvöldin.
Áætlað er að lóga 26.500 fjár þar
af 2000 af fullorðnu fé. Þetta eru
svipaðar tölur og í fyrra en þó er
heldur fleira fullorðið fé í ár. Á
næsta ári mun verða fækkun á
sláturfé vegna niðurskurðarins í
Kelduhverfi í haust.“
- Þú ert bóndi, hvernig líður
bóndanum að láta slátra öllu
þessu fé?
„Sláturhússvinnan er mín
aukabúgrein og þetta er bara viss
liður í bændastarfinu. Við berum
engar svoleiðis tilfinningar til
skepnanna, ölum börnin okkar
upp með þá staðreynd fyrir aug-
En Gunnar Páll var fyrst
spurður um vöntun á starfsfólki.
„Já, það vantar fólk, hins veg-
ar er dagamunur á því hve marga
vantar. Þessari vinnu er nánast
eingöngu sinnt af fólkinu úr sveit-
unum og á þessum tíma þarf það
að sinna göngum og fleiri slíkum
haustverkum en vinnur hér þegar
tími gefst til. Til dæmis vinna 94
hér í dag en stöðurnar eru 106.
Núna eru hérna ansi margir
krakkar sem fara í skóla á næstu
vikum, en þá verður orðið minna
að gera við búskapinn svo fleira
fólk fæst til starfa."
- Er erfitt að fá fólk til starfa
vegna góðs atvinnuástands á
Kópaskeri?
„Sláturtíð stendur aðeins í um
fjórar vikur á ári og ekki er hægt
að ætlast til að fólk á Kópaskeri
sé atvinnulaust aðra tíma ársins
til þess að það geti stundað vinnu
á sláturhúsinu.“
- Hvernig er aðstaðan til slátr-
unar hjá ykkur?
um að féð fari í sláturhúsið. Þó
eigum við okkar uppáhaldskind-
ur heima og einstaka bændur
lóga ekki uppáhaldsskepnunum
sínum, láta þær verða ansi gaml-
ar en ég held að það sé
enginn kostur.“ IM
Tómas og Egill taka innan úr.
Jón Stefánsson, Ari Þór Jónsson og Þórarinn Sveinsson merkja kassa undir Iifur.