Dagur - 24.09.1986, Blaðsíða 11

Dagur - 24.09.1986, Blaðsíða 11
24. september 1986 - DAGUR - 11 Sláturtíðin stendur nú sem hæst. Margir taka slátur að gömlum og góðum sið og er þessi mynd tekin í afgreiðslu sláturhússins á Akureyri. Mynd: rþb Ingvar og Gylfi: Vilja versla a Akureyri í Degi á föstudaginn birtist auglýsing frá húsgagnafram- leiðendunum Ingvari og Gylfa í Reykjavík, þar sem fyrir- tækið auglýsir eftir húsnæði undir húsgagnaverslun á Akur- eyri. Hjá Ingvari og Gylfa fengust þær upplýsingar að fyrirtækið hefði lengi haft áhuga á því að komast inn á markaðinn á Norðurlandi og auglýst í því skyni eftir húsnæði fyrir nokkrum árum, en ekki fengið það sem þótti henta. Því væri verið að gera aðra tilraun í þá átt núna. „Það er ekki eins og við séum að ryðjast inn á markað heima- manna sem eru í framleiðslu sjálfir, því eftir því sem ég kemst næst eru fáir eða engir sem fram- leiða t.d. hjónarúm á Akureyri, þannig að við teljum okkur vera að gera gott með því að bjóða okkar þjónustu fyrir norðan,“ sagði heimildarmaður okkar. gej- Hálsbólgulyfið eftirsótt sælgæti óvinur breskra á Islandsmiðum Einn versti fiskimanna hér fyrr á tímum var kvefið og hálsbólgan. Sjómenn í breska fiskibænum Fleetwood komu þá að máli við lyfsala bæjarins, James Lofthouse, og báðu Ólafsfjörður: Læknamálin í góðu lagi „Hér er aUt í góðu gengi hvað varðar lækna, svo ekki færðu vondar fréttir hvað það varðar,“ sagði Valtýr Sigur- bjarnarson bæjarstjóri í Ólafs- firði, er hann var spurður um læknamál á staðnum sem oft hafa verið erfið. Nokkur skipti á læknum hafa átt sér stað í Ólafsfirði að undan- fömu, en allt bendir til þess að ekki verði skortur á læknum á staðnum í bráð. Læknir fór frá Ólafsfirði um 1. helgi í september og kom þá læknir frá Akureyri í staðinn og mun hann starfa út september. Þá munu koma Sten Magnús Friðriksson og kona hans María Ólafsdóttir, en þau eru bæði læknar og munu þau verða í Ólafsfirði í vetur, eða þar til Hjörtur Þór Hauksson, sem nú stundar framhaldsnám í Svíþjóð kemur til starfa á næsta ári. Hann sótti um starf heilsugæslulæknis í Ólafsfirði. „Veit ég ekki betur en hann komi strax og námi lýkur. Eftir það teljum við okkur vel stadda hvað læknisþjónustu varð- ar og á ég þar við að þá verður kominn læknir sem vonandi verð- ur til frambúðar," sagði Valtýr. gej- hann að búa til hóstasaft fyrir íslandstúrana, sem myndi gera þeim lífið bærilegra. Lofthouse varð við ósk þeirra og nú nokkrum áratugum seinna er þetta þáverandi lyf orðið að brennisælgætinu Fisherman’s Friend eða vini fiskimannsins. Fyrst var saftin sett á meðala- glas í sjúkrakassa síðutogaranna, en glerið reyndist illa í vondum veðrum á miðum hér við land. Sjómennirnir, sem voru strax hrifnir af brennivökvanum, báðu lyfsalann að breyta vökvanum í fast form eða töflur. Það gerði Lofthouse lyfsali, og þannig er brennið enn í dag. Nafnið varð til meðal sjó- manna í Fleetwood, því varan var upphaflega nafnlaus og varð að vörumerkinu Fisherman’s Friend sem nú fæst í öllum heimsálfum. Fyrst voru aðeins framleiddir tíu pakkar á dag í apóteki Lofthouse og salan var aðeins við Fleetwood höfn. Nú á seinni árum er þetta fjöl- skyldufyrirtæki meðal stærri fyrirtækja í Fleetwood, eftir að togaraútgerð dróst saman að lokinni 200 mílna útfærslu okkar íslendinga. Daglega eru fram- leiddar 10 milljónir taflna og sal- an á ári nemur um 6 milljónum sterlingspunda. Fyrir tveimur árum hlaut Lofthouse útflutn- ingsverðlaun Bretadrottningar. Fisherman’s Friend sem aðeins var ætlað sem lyf á íslandsmiðum er nú eftirsótt sælgæti á ótrúleg- ustu slóðum, eins og t.d. á Ítalíu, sem á heimsmet í áti á brenninu, Japan, Kenya og Ástralíu. Hér á það einnig fjölda aðdáenda. Fisherman’s Friend hefur reynst öllum þeim sem hætta að reykja mjög vel og er það t.d. megin ástæða fyrir vinsældum brennis- ins á Ítalíu. Grattan pöntunarlisti Haust- og vetrarlisti 1986 kominn. Umboð Akureyri sími 23126. Verð kr. 200.00 + póstkrafa ATH! listanum ekið heim innan Akureyrar. „Lapparnir" komnir Stærðir 26-33. Verð kr. 330.- Stærðir 36-45. Verð kr. 368.- Barnanáttföt. Handklæði. Verð frá kr. 305.- Margar stærðir og gerðir. Verð frá kr. 198.- Athugið! Lokað í hádeginu. Opið laugardaga 10-12. Eyfjörö Hjalteyrargotu 4 - sími 22275 Trésn Viljum ráða 1-2 Um framtíðarstc Við aðstoðum v framundan. Upplýsingar gef Trésmiðjan Stí liðir trésmiði til starfa sem fyrst. >rf getur verið að ræða. ð útvegun húsnæðis. Næg vinna ur Hilmar í síma 95-4123. gandi, Blönduósi. Vélvirkjar athugið! Bíla- og vélaverkstæði Hjalta Sigfússonar á Árskógsströnd vill ráða nú þegar eða sem fyrst vélvirkja til starfa. Möguleiki fyrir traustan mann að gerast hluthafi í fyrirtækinu. Nánari upplýsingar veita á verkstæð- inu á vinnutíma, Sigfús Þorsteinsson eða Haukur Sigfússon, símar 61810 eða 61811. Heimasím- ar, Sigfús 63151 og Haukur 63144. Óskum að ráða starfsfólk strax í heils- eða hálfsdagsstörf. Vinnutími frá kl. 9-13 og 13-18 eða &-18. Upplýsingar gefur verslunarstjóri. Ekki í síma. MM MATVÖRU MM MARKAÐURINN Kaupangi. Okk Upplýsir 1 ;ur vantar starfsfólk igar gefur verksmiðjustjóri í síma 21165. 1 Efnaverksmiðjan J Sjöfn. Umboðsmenn óshast á eftirtalda staði Vopnafjörð Þórshöfn hofsós Shagaströnd Hvammstanga Upplýsingar gefur Hafdís Freyja Rögnvaldsdóttir Strandgötu 31, Akureyri sími 96-24222.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.