Dagur - 01.10.1986, Síða 3
1. október 1986 - DAGUR - 3
Húsavík:
Mjög gott at-
vinnuástand
Mjög gott atvinnuástand hefur
verið á Húsavík í sumar, um
mánaðamótin var enginn á
atvinnuleysisskrá og aðeins
einn er á skrá núna.
, „Það hefur vantað fólk undan-
farið og mikið verið hringt til okk-
ar en við höfum ekki getað bent á
fólk því það er nánast enginn inni
á skrá. Atvinnuástand hefur ver-
ið mjög gott í sumar og það hefur
sennilega ekki verið jafn gott síð-
an 1982,“ sagði Kári Arnór Kára-
son hjá skrifstofu Verkalýðs-
félags Húsavíkur.
Óvenjumikið hefur borið á að
auglýst sé eftir fólki til vinnu að
undanförnu og það til fleiri og
fjölbreyttari starfa en venjulega
s.s. við verslun og þjónustu. Fólk
hefur vantað til vinnu við slátur-
húsið og fiskiðjusamlagið hefur
vantað vant fólk. Einnig hefur
vantað bæði verkamenn og iðn-
aðarmenn til starfa við bygging-
ariðnað. Aðspurður um framtíð-
arhorfurnar sagði Kári: „Það er
svolítið meiri spurning með
haustið, hve kvótinn endist lengi
o.s.frv., eitthvert atvinnuleysi
gæti orðið þegar nær dregur ára-
mótunum. En eins og er virðist
þetta líta vel út miðað við árið í
fyrra sem var hreinasta hörmung,
þá var stöðugt atvinnuleysi frá
miðjum nóvember fram í febrúar
og fleiri hundruð manns á skrá.“
IM
Starfsfólk RUVAK. F.v.: Björn Sigmundssun, Þórir Jökull Þorsteinsson, Inga Eydal, Finnur Magnús Gunnlaugs-
son, Sigríður Guðnadóttir, Bergsveinn Gíslason, Björg Þórðardóttir, Erna Indriðadóttir, Pálmi Matthíasson, Gísli
Sigurgeirsson. Mynd: RÞB
Ríkisútvarpið á Akureyri:
„Bandalagið“ lagt niður
Aðfaranótt þriðjudags dro td
tíðinda hjá Bandalagi jafnað-
armanna og var það einróma
lagt niður. Það hafði átt erfitt
uppdráttar í skoðanakönnun-
um að undanförnu og munu fé-
lagar þess leitast við að koma
málefnum sínum á framfæri
eftir öðrum leiðum. Stofnað
var Félag frjálslyndra jafnað-
armanna, og það félag mun
ganga í Alþýðuflokkinn, eða
undir regnhlíflna, eins og
Kolbrún Jónsdóttir þingmaður
BJ komst að orði.
„Þetta gerðist á 5 tíma fundi
sem stóð fram á nótt og þar voru
menn alveg sammála um þessa
niðurstöðu. Og markmiðið með
því að stofna félag er náttúrlega
það að við ætlum að halda utan
um stefnu bandalagsins áfram.
En við höfum ekkert rætt um
prófkjör á þessu stigi, eða hvar
við ættum helst að beita okkur í
prófkjöri. Þetta er svo nýskeð, en
málin verða skoðuð rækilega á
næstu dögum,“ sagði Kolbrún.
Aðspurð sagðist Kolbrún ekki
hafa gert upp hug sinn varðandi
þátttöku í prófkjöri hjá Alþýðu-
flokknum, en hún myndi ákveða
það fljótlega. „En þá færi ég trú
mínum málstað og í þeirri vissu
að málstaðurinn fengi brautar-
gengi innan Alþýðuflokksins. En
það er einfaldlega of skammur
tími liðinn frá þessari ákvörðun
til að taka aðra,“ sagði Kolbrún
Jónsdóttir í samtali við blaðið í
gær. SS
Eins og fram hefur komið mun
útsendingartími svæðisút-
varpsins breytast um mánaða-
mótin og verður frá 18-19,
virka daga og laugardaga. Það
skal tekið fram að þessi tími
gengur í gildi fimmtudaginn 2.
október, því þann 1. fellur
svæðisútvarp niður vegna lýs-
ingar á leik Vals og Juventus.
En milli 17 og 19 á fímmtudag-
inn verður opið hús að Fjölnis-
götu 3A og er fólk hvatt til að
koma og kynna sér húsakynni
Ríkisútvarpsins á Akureyri og
þiggja kaffí og pönnukökur.
Þegar útsendingartími breytist,
verður skipt um upphafsstef í
svæðisútvarpinu. Önnur breyting
er sú, að stefið sem hefur ein-
kennt efni frá RUVAK á Rás 1
fellur niður og sérstök þular-
kynning líka. Þegar fleiri útibú
frá Ríkisútvarpinu koma til sög-
unnar verður einfaldlega sagt í
kynningunni að þátturinn komi
frá Akureyri, Egilsstöðum, ísa-
firði o.s.frv. •
Haldin verða námskeið í dag-
skrárgerð tvisvar á ári. Fullbókað
er í námskeiðið í október, en
næsta námskeið verður haldið í
mars og auglýst síðar. Einnig er
vert að minnast á nýja eða
breytta dagskrárliði. Á mánu-
dögum er þátturinn Gott og vel, í
umsjá Pálma Matthíassonar. Þar
verður m.a. boðið upp á spurn-
ingakeppni hreppsnefndar-
manna. Á fimmtudögum er Má
ég spyrja, en þar sér Finnur
Magnús Gunnlaugsson um mark-
aðstorg svæðisútvarpsins. Þetta
eru smáauglýsingar og getur fólk
hringt og selt eða keypt hluti á
Akureyríngar
Norðlendingar
afhugið!
Höfum tekið að
okkur sölu og
ísetningar á Mobira
farsímum.
/MOBIRK
símarnir eru einir
vönduðustu á
markaðinum.
AIOBIRK
síma í bílinn -
bátinn -
sumarbústaðinn.
Sölumaður: Þorsteinn Jósepsson, sími 21365.
ísetningar: Ágúst Stefánsson, sími 26915.
Möldursf.
Draupnisgötu 1.
Símar: Verkstæði 2v 915 - Varahlutaverslun 21365.
Stórútsala í
Sjallanum
„Sprengidagar“ hófust í Sjall-
anum á Akureyri kl. 10 í
morgun, en hér er um að ræða
stórútsölu á efnum til sauma
og á fatnaði og stendur útsalan
yfír fram á laugardag.
Opið verður kl. 10 til 18 í dag,
kl. 10 til 22 á morgun, 10 til 19 á
föstudag og kl. 10 til 15 á laugar-
dag. Til sölu eru bómullarefni,
ullarefni, joggingefni og fatnaður
s.s. úlpur, mittisjakkar, jogging-
gallar og peysur, gallabuxur og
margt fleira. Ýmislegt verður
gert til að létta andrúmsloftið,
boðið er upp á lukkumiða við
innganginn og verða vinningar
dregnir út á klukkustundarfresti,
leynigestur skemmtir litla fólkinu
og „afmælisdrykkur Davíðs“ er
ókeypis fyrir alla. gk-.
þennan hátt. Á laugardögum
verður þátturinn Um að gera í
umsjá ýmissa unglinga, enda
þáttur fyrir þá.
Loks má geta um könnun sem
gerð var 28. og 29. ágúst á því
hversu mikla hlustun svæðisút-
varpið fengi. Margir hlýddu á
það einhvern tíma þessa daga og
hlustunin skiptist dálítið eftir
aldri:
18-25 ára 34%
26-35 ára 55%
36-49 ára 44%
50-67 ára 34%
Helstu niðurstöður voru þær
að svæðisútvarpið virtist eiga
góðan hljómgrunn meðal hlust-
enda, sérstaklega á þrítugs- og
fertugsaldri. Einnig var eindreg-
inn stuðningur meðal hlustenda
um að útsendingartímanum yrði
breytt, þannig að ekki rækist á
útsendingu Rásar 2 og var síð-
degistíminn (18-19) eftirsóttastur
en einnig nokkur áhugi á útsend-
ingu snemma á morgnana. Ef
dregnar eru ályktanir af helstu
umkvörtunárefnum svarenda þá
finnst fólki nokkur viðvanings-
bragur á svæðisútvarpinu og
margir vildu líflegri og fjölbreytt-
ari dagskrá.
Á fimmtudag hefst sum sé
vetrardagskrá svæðisútvarpsins
með breyttu sniði, þar sem óskir
hlustenda hafa verið virtar í rík-
um mæli og eru allir velkomnir
að koma og fylgjast með og
þiggja veitingar. SS
Unnið að uppsetningu útsölunnar í Sjallanum í gær.
Mynd: RÞB
Vetrardagskrá og
hlustendakönnun