Dagur - 01.10.1986, Page 11

Dagur - 01.10.1986, Page 11
Tilraunir með kynblöndun refa: Möguleikamir skipta þúsundum - að sögn Páls Hersteinssonar Á tilraunabúinu á Möðruvöll- um í Hörgárdal og á tilrauna- stöð Háskólans að Keldum standa nú yfír tilraunir með kynblöndun refa. Megintil- gangur tilraunanna er að fá fram hvítan ref með mikil feld- gæði og frjósemi. Blárefír eru mjög frjósamir og búa yfír miklum feldgæðum en til þess að fá fram hvíta litinn er not- aður íslenskur fjallarefur eða melrakki eins og hann er gjarnan kallaður. Af íslenska refnum eru til tvö litaafbrigði hvítt og mórautt. Þessi dýr eru að öðru leyti nákvæmlega eins og má líkja þessum mismunandi lit við blá og brún augu í mönnum. Skipting milli þessara tveggja lita er-bund- in við ákveðin landsvæði. Víða á hálendinu t.d. upp af Þingeyjar- sýslu og Árnessýslu er hvíta afbrigðið algengara en á strands- væðum svo sem Snæfellsnesi, Vestfjörðum og víðar er sá mó- rauði algengari. Ef landið er tek- ið allt þá er mórauða afbrigðið algengara. í fyrra var hafist handa við að safna hvítum og mórauðum yrðlingum víða af landinu. Þess- um yrðlingum var komið fyrir á Möðruvöllum og hvítum karldýr- um æxlað saman við blárefslæð- ur. Úr þessari blöndun fæddust í vor mórauðir yrðlingar á Möðru- völlum. Mórauði liturinn kemur til af því að hvíti liturinn er víkj- andi og kemur því ekki fram fyrr en þessum blendingum hefur ver- ið æxlað saman þ.e.a.s. næsta vor. Tilraunirnar á Keldum eru ári seinna á ferðinni og þar fæðist því fyrsta blendingsafbrigði næsta vor. Eins og áður sagði er aðaltil- gangur þessara tilrauna að fá fram hvítan ref með mikla frjó- semi og feldgæði. Afkomendum þessara dýra sem fást á tilrauna- búunum eða sæði úr þeim verður síðan komið til loðdýrabænda þar sem eiginleg ræktun hefst. En áður en hægt er að senda nýjar hálfvilltar tegundir út á búin þarf að ganga úr skugga um að þau beri ekki í sér sjúkdóma sem valdið geta ómældum skaða á refabúunum. Tilraunadýrin eru því í sóttkví á tilraunabúunum enn um sinn. Á þessu rúma ári sem liðið er frá því tilraunir þess- ar hófust hafa uppgötvast nokkrir sjúkdómar sem ekki var vitað til að hrjáðu íslenska refastofninn. Má þar nefna svokallaðan refa- vanka eða nosematosis en það er ólæknandi sjúkdómur sem veldur fósturláti og yrðlingadauða. Öll- um dýrum sem greinast með sjúkdóminn er lógað en þar sem sjúkdómurinn getur legið niðri um tíma verður að fylgjast nokk- uð lengi með dýrunum. Smitandi lifrar- og heilabólga hefur einnig gert vart við sig og fyrir skömmu fannst í fyrsta skipti eyrnamaur í villtum ref. Verkefni þetta er unnið í sam- vinnu nokkurra aðila sem eru: Rannsóknarstofnun landbún- aðarins, Tilraunastöð Háskólans að Keldum, veiðistjóraembættið, Búnaðarfélag íslands og Sam- band íslenskra loðdýraræktenda. Verkefnið er fjármagnað með styrk úr rannsóknarsjóði Rann- sóknarráðs ríkisins og umsjón með því hafa Eggert Gunnarsson dýralæknir, Páll Hersteinsson dýrafræðingur og Stefán Aðal- steinsson erfðafræðingur. Meðal þess sem þessar tilraunir hafa gefið af sér eru nýjar erfðareglur sem gilda fyrir silfurref og heim- skautaref og alla blendinga þar á milli. Stefán er aðalhöfundur þessara reglna sem valda byltingu í allri blendingsræktun. Hingað til hefur ekki verið hægt að segja fyrir um lit þessara blendinga en þ.á m. er t.d. hið svokallaða Golden island afbrigði. Nú verð- ur slíkt mögulegt. Þessar reglur voru kynntar á þingi í Finnlandi í september og var þeim tekið tveim höndum. Á Möðruvöllum hefur komið fram móhvítt afbrigði en slíkt hefur hvergi áður fundist í heim- inum. Þegar hefur verið falast eftir slíkum dýrum frá Finnlandi en út frá þeim er líklegt að hægt verði að rækta afbrigði og blend- inga af afbrigðum sem gætu gefið af sér verðmeiri skinn en Golden island afbrigðið sem nú gefur af sér einhver verðmestu skinnin. Að sögn Páls Hersteinssonar telur hann grundvöll fyrir svona búi mjög góðan því þar sé hægt að vinna mjög gott starf sem get- ur skilað sér í verðmeiri skinnum með því að ráðleggja bændum hvað þeir skuli rækta á hverjum tíma. Til þess að svo verði telur hann þó að flytja þurfi inn sem flest afbrigði af silfurref og bláref og þá skipti ræktunarmögu- leikarnir þúsundum. ET (Grein þessi er byggð á upplýsingum frá Páli Hersteinssyni.) Aðalfundur Framsóknarfélags Akureyrar verður haldinn að Hótel KEA sunnudaginn 5. okt- óber kl. 16.00. Kosningar. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn Framsóknarfélags Akureyrar. Verkstjórnarfræðslan á Akureyri Námskeið haustið 1986 og vorið 1987 Verkstjórnarfræðslan er 180 stunda grunnnám fyrir verk- stjóra, stjórnendur og aðra sem starfa með og stjórna fólki og þurfa að: - standast áætlanir, áætla aðföng, mannafla og kostnað við verk - hagræða rekstri, koma á breytingum og fá samþykki fyrir þeim - bæta mannleg samskipti og samstarf á vinnustað. Verkstjórnarfræðslan heldur 6 fjögurra daga námskeið á Akureyri haustið 1986 og vorið 1987 og er hvert námskeið sjálfstæður námsáfangi, samtals 36 stundir. Það skiptir ekki máli í hvaða röð þau eru tekin, en að loknum þessum nám- skeiðum útskrifast menn sem verkstjórar frá Verkstjórnarfí* /peðslunni. I hluti. Stjórnun I. 6. okt.-9. okt. og 16. mars-19. mars ’87. Sérstaklega fyrir konur. Farið er yfir undirstöðuatriði í stjórnun og mannlegum samskiptum. II hluti. Stjórnun II. 12.-15. jan. ’87. Farið er yfir undirstöðuatriði í verktilsögn og fyrirmælum, stjórnun breytinga og hegðun einstaklinga við vinnu. III hluti. Vinnuumhverfismál. 23.-26. febrúar ’87. Farið er yfir helstu atriði í vinnulöggjöf og bótarétti, skyldur verkstjóra og ábyrgð, öryggismál, slysavarnir og brunavarn- ir. IV hluti. Vinnuhagræðing. 26.-29. nóv. Farið er yfir undirstöðuatriði vinnurannsókna og hagræðing- ar í fyrirtækjum ásamt helstu launakerfi. V hluti. Verkskipulagning. 27.-30. apríi ’87. Farið er yfir undirstöðuatriði í skipulagningu verka og áasK' .Ipnagerðir. Námskeiðin verða haldin i húsnæði Flugbjörgunarsveitar Akureyrar, Galtalæk, frá kl. 8.45-17.00 alla daga. Hvert námskeið kostar kr. 9.540. Innifalin eru öll námsgögn og kaffi. Skráið þátttöku strax eða fáið sendan bækling frá Iðntæknistofnun íslands, sími 91-68700, Árna Birni Árnasyni, Verkstjórafólagi Akureyr- ar, vinnusími 96-21300 og heimasími 96-21249 eða skrifstofu Verk- stjórafélags Akureyrar og nágrennis milli kl. 14 og 17, sími 25446. 1. október 1986 - DAGUR - 11 Körfuknattleiksdeild Þórs Æfingatímar Meistaraflokkur: Mánudaga kl. 20.30-22.00. Skemman. Þriðjudaga kl. 21.30-23.00. Höllin. Fimmtudaga kl. 19.00-20.30. Höllin. 3. flokkur: Þriðjudaga ki. 20.00-21.00. Glerárskóli. Fimmtudaga kl. 21.00-22.00. Glerárskóli. 4. flokkur: Miðvikudaga kl. 17.00-18.00. Glerárskóli. Fimmtudaga kl. 22.00-23.00. Glerárskóli. 5. flokkur og byrjendur: Sunnudaga kl. 13.30-14.25. Glerárskóli. Ókeypis verdur inn á alla leiki meistaraflokks í vetur fyrir 12 ára og yngri. Geymið auglýsinguna. Verkamenn óskast nú þegar NORÐURVERKhf. Akureyri • Simi 21777 Duglegt afgreiðslu- fólk óskast Þarf að hafa starfsreynslu. Upplýsingar á skrifstofunni, ekki í síma. A söluskrá Fjólugata: Tilboð óskast í einbýlishús, til endurbyggingar vegna bruna. Háhlíð: Endaíbúð í raðhúsi, með bílskúr. Þórunnarstræti: 6 herb. sérhæð 149 fm ásamt bílskúr, herb. og sameign á neðri hæð. Hafnarstræti: 2ja herb. íbúð, laus strax. Hafnarstræti: íbúðarhús 3 hæðir og rishæð, grunnflötur ca. 70 fm. Mögulegt sem einbýlis- eða tvíbýlishús, með plássi fyrir verslun eða léttan iðnað á jarðhæð. Gránufélagsgata: 2ja herb. íbúð. Lyngholt: 3ja herb. íbúð á neðri hæð í tvíbýli. Eiðsvallagata: 2ja herb. íbúð á jarðhæð, sér inngangur. Hrísalundur: 2ja herb. íbúð á 4. hæð. Smárahlíð: 2ja herb. íbúð á 3. hæð. Snyrtileg íbúð. Tjarnarlundur: 2ja herb. íbúðir, afh. 1. okt. og 1. nóv. Reykjasíða: Einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr. Langahlíð: Eldra einbýlishús, hæö og kjallari, eign á góð- um stað. Sólvellir: 4ra herb. íbúð á 3. hæð, hugsanleg skipti á stærri íbúð. Mánahlíð: íbúðarhús á tveimur hæðum, 146 fm x 2. Á efri hæð er 6 herb. íbúð en á neðri hæð er 2ja herb. íbúð, bílskúr og geymslur. Ástand húss mjög gott. Geislagata 12: Tveggja hæða hús, ásamt verkstæðis- húsnæði (bakhúsi). Húseignin er seld sem ein heild, eða í þrennu lagi. Símsvari tekur við skilaboðum allan sólarhringinn. Fasteign. salan hf opið frá Gránufélagsg itu 4, . . _ _ efri hæð, sími 21878 Kl. 5~7 e.n. Hreinn Pálsson, lögfræðingur Guðmundur Jóhannsson, viðskiptafræðingur Hermann R. Jónsson, sölumaður

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.