Dagur - 01.10.1986, Side 12

Dagur - 01.10.1986, Side 12
Akureyri, miðvikudagur 1. október Öll þjónusta fyrir háþrýstislöngur tengi & barka 1 bílinn, skipið eða vinnuvélina Pressum tengin á • Vönduð vinna Góðar markaðshorfur í loðdýraræktinni Hrísey: Byrjað að helluleggja Á mánudagsmorguninn var hafíst handa við að helluleggja gatnakerfíð í Hrísey. I fyrsta áfanga verða lagðar hellur á um 1000 fermetra og á verkið að taka um 10 daga. Að sögn Guðjóns Björnssonar sveitarstjóra var upphaflega meiningin að hefja framkvæmdir í sumar en ætlunin er að hellu- leggja allar götur í þorpinu alls um 9000 fermetra og verður unn- ið við verkið í vetur. Leitað var tilboða í verkið og þegar flutn- ingskostnaður var tekinn með í reikninginn reyndist hagstæðast að kaupa hellur frá Hellusteyp- unni hf. á Akureyri. ET Dráttarbraut Húsavík: Eitt til- boðbarst Tilboð í smíði hliðarfærslu við dráttarbrautina á Húsavík hafa verið opnuð, eitt tilboð barst, er það frá Naustum hf. að upp- hæð 1.408.828 kr. Kostnaðar- áætlun sem gerð var af hönnuðum verksins, Tækni- þjónustunni hf. hljóðaði upp á 1.218.431 kr. Tilboð Nausta er 15,6% yfir kostnaðaráætlun, verið er að yfir- fara tilboðið og ekki er búið að taka afstöðu til hvort því verð- ur tekið. Húsavíkurbær er eig- andi dráttarbrautarinnar en Naustir leigja aðstöðuna. Hlið- arfærslan sem á að byggja er fyrir einn bát og þegar smíði hennar verður lokið verður hægt að vinna við tvo báta samtímis í dráttarbrautinni. Þessi hliðar- færsla verður byggð til suðurs en í framtíðaráformum fyrirtækisins er gert ráð fyrir að tvær hliðar- færslur til viðbótar verði byggðar og þá til norðurs. IM Síðastliðið mánudagskvöld var haldinn á Hótel KEA kynning- arfundur á vegum Loðdýra- ræktarfélags Eyjafjarðar og Búnaðarsambands Eyjafjarð- ar. Fundinn sóttu loðdýra- bændur víða að úr Eyjafírði auk annarra alls um 40 manns. Gestur fundarins var Fleming Larsen aðstoðarframkvæmda- stjóri Saga Furs of Scandinavia sem er sölufyrirtæki fyrir loð- skinn á öllum Norðurlöndum. Fyrirtækið var stofnað fyrir 33 árum og að því standa um 16 þús- und loðdýrabændur á Norður- löndum. Eftir næsta aðalfund fyrirtækisins, sem haldinn verður innan skamms, verða íslenskir loðdýrabændur aðilar að fyrir- tækinu. Á fundinum voru horfur í markaðs- og sölumálum kynntar og síðan svaraði Fleming Larsen fyrirspurnum fundargesta. Einn- ig var á fundinum dreift drögum að nýrri reglugerð um skinnasýn- ingar en í vetur verða haldnar skinnasýningar á vegum allra félaga loðdýrabænda og síðan ein landssýning. Að sögn Arvid Kro formanns Loðdýraræktarfélags Eyjafjarðar eru horfur í sölumálum góðar og fyrir skömmu hækkaði verð á minkaskinnum um 47% og á refaskinnum um 20% og er verð- ið þá heldur hærra en fyrir lækk- unina í fyrra. ET Þórshöfn: Ný loðnu- verk- smiðja Frá því í febrúar hefur verið unnið við uppsetningu loðnu- verksmiðju á Þórshöfn og er því verki nú lokið. Yerksmiðj- an er í eigu Hraðfrystistöðvar Þórshafnar. Á laugardaginn voru 50 tonn af beinum og öðr- um úrgangi keyrð í gegn og að sögn Jóhanns A. Jónssonar framkvæmdastjóra stöðvarinn- ar gekk það mjög vel. Vélasamstæðan í verksmiðj- una var keypt notuð frá Noregi og þegar hafist handa við upp- setningu. Árið 1965 var byggð síldarverksmiðja á Þórshöfn og eftir að síldin hvarf var hún not- uð í beinavinnslu. Þegar ljóst var að verulegrar endurnýjunar var þörf var sá kostur tekinn að kaupa þessi tæki frá Noregi. Afkastageta nýju verksmiðjunn- ar er um 500 tonn af loðnu á sól- arhring og munu tíu menn vinna við hana. Fyrsti báturinn landaði 600 tonnum af loðnu strax á mánudaginn og hófst bræðsla í gær. ET „Hér hefur verið meira um ferðamenn i sumar en nokkru sinni áður. Ætli skýringin sé ekki sú að nokkuð vel hefur verið staðið að ferðakynning- um og öðru sem að því lýtur,“ sagði Arnþór Björnsson hótel- stjóri í Hótel Reynihlíð við Mývatn. „Því má ekki gleyma að veðrið var tiltölulega gott hér í sumar, svo fólk hefur frekar komið hing- að þess vegna. Þar á ég við íslendinga, því þeir voru mjög margir í sumar. Það hefur líka verið meira af erlendum ferða- mönnum á þessum slóðum, svo það er mikil fjölgun," sagði Arnþór. Miklar framkvæmdir hafa átt sér stað við tjaldstæði í sveitinni. Nú er komið baðhús fyrir ferða- menn sem var nauðsynlegt. Þær framkvæmdir voru á vegum hreppsins. Einnig opnaði Arnþór svefnskála fyrir þá sem ekki gistu á hótelinu og sagði hann að mikil þörf hefði verið fyrir þessa skála, því þeir hefðu verið mikið notað- ir. Nýting á Hótel Reynihlíð var góð í sumar, en nú hefur nokkuð dregið úr, enda fáir á ferð á þess- um árstíma. Hjá Hótel Reykjahlíð fengust þær upplýsingar að góð aðsókn hefði verið í sumar, eða svipuð og undanfarin sumur. Mikið var að gera í júlí og ágúst. Hótel Reykjahlíð er einungis opið á sumrin og var lokað þar í byrjun september. gej- BKNE og skólastjórar á Norðurlandi eystra: Mótmæla vinnubrögöum menntamálaraðuneytis Á sameiginlegum fundi skóla- stjóra á Norðurlandi eystra sem haldinn var í Stórutjarna- skóla á föstudaginn og á almennum félagsfundi BKNE sem haldinn var sama dag, var samþykkt harðorð áiyktun vegna vinnubragða mennta- málaráðuneytisins við af- greiðslu á áætlun um kennslu í grunnskólunum næsta skólaár. f ályktuninni er varað sérstak- lega við þeirri mismunun sem felst í vinnubrögðum mennta- málaráðuneytisins. Bent er á að þessi munur sé einkum áberandi varðandi stuðnings- og sér- kennslu og lýsi sér í því að sum umdæmi hafi fengið samþykkt 16-17% til viðbótar heildar- kennslukvóta á sama tíma og önnur umdæmi hafi einungis fengið 6-7% til þessara þarfa. Þá eru leidd rök að því að meðaltals- þörf almennra grunnskóla í Reykjavík fyrir stuðningskennslu og sérkennslu sé minni en víðast úti á landsbyggðinni, þar sem sér- stofnanir á vegum ríkisins fyrir fatlaða og atferlistruflaða nem- endur séu fyrst og fremst í Reykjavík. Fundurinn harmar að mennta- málaráðuneytið skuli ekki taka tillit til sérstakra þarfa skóla- hverfa varðandi stundafjölda til að uppfylla ákvæði námsskrár og auglýsingar um skiptingu kennslustunda. Því er mótmælt að ráðuneytið skeri niður raun- hæfar áætlanir fræðslustjóra um kennslu og rekstur skóla án þess að forsendum þeirrar þjónustu, sem skólarnir eiga að veita, sé breytt. í ályktuninni er bent á að löngu áður en grunnskólalög voru samþykkt hafi Reykjavík verið tilbúin til að framkvæma marga þætti þeirra laga, en enn þann dag í dag séu margir skólar utan Reykjavíkur vanbúnir til að sinna sérkennslunni, vegna þess að ekki hafi verið vilji til að byggja þar upp sérfræðiþjónustu í sama mæli og í Reykjavík. Því sé ekki hægt að sætta sig við að afgreiðsla áætlana miðist ein- göngu við framkvæmd fyrri ára, en ekki sé hugað að því að tryggja sama eða sambærilegt þjónustustig hvarvetna á landinu. Hugmyndum um niðurskurð skólaaksturs, mötuneyta og gæslu á heimavistum er mótmælt og það talið óviðunandi að hug- myndirnar skuli settar fram með þeim hætti sem gert hefur verið. í lok ályktunarinnar er þeim tilmælum beint til alþingismanna Norðurlandskjördæmis eystra að þeir beiti sér fyrir úrlausn ofan- greindra mála þegar í stað. Að öðrum kosti verði ekki hægt að tala um sambærilegar aðstæður til skólahalds um land allt. BB.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.