Dagur - 24.10.1986, Síða 7

Dagur - 24.10.1986, Síða 7
 24. október 1986 - DAGUR7 _af erlendum vettvangi. Ofbeldi og sprengjuhótanir eru hluti hins daglega lífs Nánast á hverjum degi á hann í útistöðum við stjórnvöld, sem meira að segja hafa hótað að sprengja hús hans í loft upp. Þá hefur hann setið í fangelsi vegna starfa sinna að verkalýðsmálum og fjórtán ára dóttir hans hefur verið hneppt í fangelsi fyrir þátt- töku í nemendasamtökum. Sá, sem hér um ræðir, er verkalýðs- leiðtoginn Chris Dlamini. Og starfsvettvangur hans er í Suður- Afríku, þar sem kynþáttaofsókn- irnar eru í algleymingi. Chris Dlamini er formaður fyr- ir sambandi starfsfólks í matvæla- iðnaði í Suður-Afríku, sem er stærsta verkalýðssambandið þar, að námumönnum frátöldum, og telur 65 þúsund félagsmenn. Sambandið var stofnað á síðast- liðnu vori af tveimur félögum, sem fyrir voru í þessum greinum. Tíðindi út af fyrir sig í landi þar sem ofsóknir á hendur verkalýðs- félögum og foringjum þeirra eru hluti af (ó)reglu hins daglega lífs. - Framvegis geta atvinnurek- endur ekki leikið þann leik að etja félögum okkar saman. Og við búum nú við fulla einingu og stuðning við faglegar aðgerðir verkafólksins, segir Chris Dlamini. í báðum félögunum, Sweet Food og Food and Canning er fólki heimilt að vera án tillits til litarháttar. í Sweet Food eru svartir þó í miklum meirihluta, en Food and Canning hefur lengi verið mjög blandað félag. Sultarlaun Meðal þess, sem mest er aðkall- andi að hið nýja samband taki til meðferðar eru afar lág laun verkafólksins. - Við erum í hópi þeirra lægst launuðu í Suður-Afríku. Ekki síst konurnar. Það er eitt okkar þýðingarmesta verkefni að fá laun kvennanna hækkuð til jafns við laun karlanna, segir Chris Dlamini. Nú eru laun karla í matvæla- iðnaðinum 81 rand á viku, en konurnar fá 60. Húsaleiga er í kringum 23 rand og matur fyrir fimm manna fjölskyldu kostar meira en 60 rand. Það þarf því ekki mikla reikn- ingshæfileika til að átta sig á því, að einstæð móðir - og þær eru margar í Suður-Afríku - getur ekki látið endana ná saman. Við höfum ekki áhuga fyrir smávægilegum lagfæringum. Við viljum breyta þjóðfélaginu, segir Chris Dlamini. Ein sönnun þess er, að á hverj- um degi deyja minnst 20 börn af næringarskorti. Og þetta gerist sérstaklega í hinum svokölluðu heimalöndum. „Haltu kjafti, hlýddu og vertu góður“ Sem trúnaðarmaður hjá Kelloggs í Jóhannesarborg hefur Chris Dlamini ærin verkefni. Það al- gengasta eru hótanir um brott- rekstur. Það er ekkert atvinnuör- yggi. Hver sá, sem andmælir ein- hverju, er rekinn. - Og enda þótt svo eigi að heita, að verkfallsréttur sé fyrir hendi, þegar árangurslausar samningaviðræður hafa staðið í mánaðartíma, þá eru þeir, sem fara í verkfall, reknir. Glöggt dæmi um kúgunarað- ferðir þær, sem ríkisstjórnin beit- ir í gegnum handbendí sín, atvinnurekendurna, er að konur eru neyddar til að taka getnaðar- varnapillur, sem fyrirtækið dreif- ir einu sinni í viku. Fyrirtækin vilja helst hafa yngri konur í vinnu, en eignist þær börn eru þær reknar. Þess vegna er þeim líka skipað að taka getnaðar- varnapillur. Beiskja Þetta er bara ein margra aðferða, sem aðskilnaðarstjórnin notar til að halda svarta fólkinu í skefjum. Þess vegna eru viðfangsefni verkalýðssambanda ekki aðeins á faglega sviðinu - heldur eru þau rammpólitísk. Það er blik í augum Chris Dlamini og beiskja í röddinni: - Daglega er fólk af okkar kynþætti myrt, og okkur leyfist ekki einu sinni að grafa það. Við vinnum því ekki að einhverjum smávægilegum lagfæringum, heldur að því að breyta öllu þjóð- félagskerfinu. - í þessu starfi þurfum við á stuðningi verkafólks annarra landa að halda. En það verður sjálft að ákveða hvaða aðferðum það beitir til stuðnings við okkur lýkur Chris Dlamini máli sínu. (Viðtal þetta var tekið í vor, er Chrís Dlamini sótti þing starfsfólks í matvælaiðnaði í Svíþjód. Birtist í Mál och medel. - Þýð. ÞJ.) Já, hann er opinn, því þú ræður hversu margar niðir þu luupir. Lág- markið er 81 röð, há- markið er 10.368 raðir. Hvaða leikir eru í þessari vikn? Það getur þú séð f Hversu mörg merki? Ems mörg og þn viit; eitt, tvö eða þrjn, aOt eftír því hve i ó vissa ríkir nm i Símaþjónusta Nú er sama hvort þu býrð á Stór-Reykja- víkursvæðinu eða úti á landi og það er sama hvort úti er sól og biíða eða stórbylur, nú þarft þú ekki lengur að hafa áhyggjur af því að getraunaseðlarnir þínir komist ekki til skila á réttum tíma. Þú tekur bara upp símtólið og hringir í okkur hjá íslenskum getraunum í síma 688-322, gefur okkur upp númerið á greiðslukortinu þínu, hversu margar raðir þú viljir hafa á opna kerfísseðlinum þínum, hvernig þú vilt að þær séu fylltar út og hvaða söluaðili fær söiulaunin. Þessi þjónusta verður veitt alla föstudaga frá kl. 9.00 til Id. 17.00 og á laugardögum firá kl. 9.00 til kl. 13.30. Það er von okkar hjá ísienskum getraunum, að þessi nýjung mælist vel fyrir og jafni aðstöðu hinna fjölmörgu viðskiptavina okkar til að taka þátt f ieiknum, hvar sem þeir búa á landinu. Taktu nú upp símtólið, við eram í súna 688-322 og við hlökkum til að heyra í þér! ÍSLENSKAR GETRAUNIR Há

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.