Dagur - 24.10.1986, Síða 9

Dagur - 24.10.1986, Síða 9
24. október 1986 - DAGUR - 9 „Nei, þegar ég var átta ára fór ég fyrst í sveit. Ég var í Vallar- koti austur í Reykjadal, en þar á ég frændfólk á öðrum hverjum bæ. Þar bjó þá Glúmur í Vallar- koti sem enn er hress þó hann sé orðinn 96 ára. Ég var fjögur sum- ur í sveit í Reykjadal, eða þar til ég varð tólf ára. Þá handleggs- brotnaði ég og gat ekki verið lengur í sveitinni. Það sem mér þótti skemmtilegast í sveitinni var að heimsækja Friðrik á Helgastöðum; ömmubróður minn. Friðrik var mikill and- stæðingur Jónasar frá Hriflu. Einu sinni fór hann til Reykja- víkur og hitti þar Ólaf Thors og Lárus Jóhannesson hæstaréttar- dómara. Þeir gáfu honum saman eina tóbaksdós; og hún var úr silfri, og sögðu við hann að þetta fengi hann fyrir andstöðu sína við Reykjadalsá eins og flóðbylgja og hestur sem var á túninu ram- fældist.“ Skólaganga - Nú hefur þú gengið í skóla á veturna? „Já, ég var í Barnaskóla Akur- eyrar. Þar var þá skólastjóri Snorri Sigfússon en fyrsti kennari minn var Helgi Ólafsson. Annars var ég lengst hjá Hannesi J. Magnússyni. Snorri skólastjóri kallaði mig alltaf nafna. Hann var sérlega góður karl og það sama má segja um Hannes J. Ég gekk í barnastúku hjá Hannesi. Ég held að börn á þessum árum hafi verið prúðari en núna, þann- ig að vandamál í skólum voru mun sjaldgæfari en manni heyrist vera í dag. Ég sótti líka samkom- Aðrir kennarar sem mér eru minnisstæðir voru Jóhann Frímann, sem kenndi stærðfræði og dönsku, og Jón Sigurgeirsson, síðar skólastjóri Iðnskólans. Geir Þormar kenndi teikningu, hann var geysimikið ljúfmenni. Síðan fór ég í Verslunarskól- ann í Reykjavík; það var árið 1939. Pabbi vildi að ég færi í þann skóla og léti bakaríið eiga sig. Ég var í Reykjavík í fjögur ár, ústkrifast árið 1943 frá Versl- unarskólanum. Fyrst þegar ég kom til Reykjavíkur var allt með kyrrum kjörum. Þetta breyttist allt þegar heimsstyrjöldin síðari skall á. í skólanum voru haldnir málfundir um stríðið og héldu margir með Þjóðverjum, en aðrir með Bretum. Ég held að fleiri hafi haldið með Þjóðverjum því Bretar voru lítils metnir hjá Strandgata 37. Hér var bakað frá 1934 til 1978 og hér er heimili Snorra hakara l! 933. Þarna byrjaði Kristján Jónsson að reka fvrsti bfllinn sem Kristján eignaðist. Hann var Strandgata 35, „Havsteenshús“. „Hriflon", en svo nefndu þeir Jónas frá Hriflu, og bættu því við að næst þegar hann kæmi fengi hann gulldósir. Svona var pólitík- in nú í þá daga.“ - Hvernig var lífið í sveitinni og á hverju lifði fólkið helst? „Það var mikil silungsveiði í Vestmannsvatni á þessum tíma og fólkið lifði að verulegu leyti á silungnum. Silungurinn var reyktur, saltaður eða borðaður nýr. Ég hef alltaf haft gaman að veiðum og stundaði lax- og sil- ungsveiðar talsvert en er nú hætt- ur því. Það er margs að minnast úr sveitinni. Ég man t.d. eftir jarðskjálftanum 1934. Þá varð ur hjá Hjálpræðishernum og í Zíon. Krakkarnir höfðu' ekki margt annað við að vera í tóm- stundum þá.' Síðan fer ég í Gagnfræða- skóla Akureyrar. Skólastjórinn, Þorsteinn M. Jónsson, var mjög góður maður bæði í starfi og sem persóna. Hann var talsvert strangur en menn virtu hann geysimikið, því hann var líka mjög sanngjarn. Ég man að Þor- steinn kenndi okkur félagsfræði. Ég átti mjög auðvelt með að læra utanbókar og gat þulið upp heilu kaflana í bókinni. Þegar ég tók gagnfræðapróf kunni ég alla kafl- ana utanað og fékk 10 í einkunn. mörgum enda voru þeir ekki fjarri, maður hafði þá sífellt fyrir augunum. Einstaka sinnum urðu róstur milli Breta og íslendinga; t.d. á gamlárskvöld eitt árið fyrir utan Hótel Heklu, en Bretar höfðu þar dansleik. Unglingar gerðu aðsúg að hótelinu og Lár- us Salómonsson lögreglustjóri lét ryðja torgið þar sem mannfjöld- inn hafði safnast saman með kylfubúnum lögregluþjónum. Annars varð ég lítið var við átök. Ég bjó syðst á Bergstaðastrætinu hjá Haraldi Björnssyni leikara og á hverjum sunnudagsmorgni marseruðu hermenn niður göt- una framhjá húsinu. Þýskar flug- vélar flugu stundum yfir Reykja- vík og tóku myndir.“ Afturtil Akureyrar - Fórst þú strax norður eftir að skólagöngunni lauk? „Já. Ég gerði það vorið 1943. Þá fór ég aftur að vinna í bakarí- inu. Ég hef aldrei beinlínis lært bakstur því ég fór í Verslunar- skólann, en ég er fæddur og upp- alinn í þessu fagi og hef aldrei gert neitt annað. Ég byrjaði sem sendisveinn við að keyra út. Ég fór mikið í skipin því þau þurftu mikið brauð. Ég hafði mikinn áhuga fyrir síldveiðum og þekkti auðvitað öll síldarskipin sem voru hér, t.d. skip Guðmundar Péturssonar, Sigurðar Bjarna- sonar og Stefáns Jónassonar. Þeir voru í föstum viðskiptum við okkur. Ég fylgdist með þessum skipum þegar þau komu á Dag- verðareyri og Krossanes, og hafði óskaplegan áhuga fyrir síld- arbræðslunum út með firðinum. Pabbi var á sínum tíma hluthafi í síldarbræðslunni á Dagverðar- eyri. Þegar síldarbræðslan á Hjalteyri var reist eftir áramótin 1937 gjörbreyttist reksturinn á bakaríinu. Þar var sett upp stórt mötuneyti og Kveldúlfur h.f. verslaði eingöngu við okkur, bæði fyrir verksmiðjuna og skipin. Þá fyrst fór brauðgerðin að stækka hjá okkur, á þessum kreppuárum. En svo kom stríðið og þá fór allt af stað. Reksturinn gjörbreyttist á bakaríinu. Þetta var mikill uppgangstími. Við bökuðum líka fyrir Krossa- nesverksmiðjuna og þrjá togara Bæjarútgerðar' Hafnarfjarðar, sem voru á síld.“ - Hvernig breyttist Kristjáns- bakarí á þessum tíma? „Pabbi hafði keypt húsnæðið að Strandgötu 37 árið 1934. Eftir að salan fór að aukast með til- komu verksmiðjanna fórum við að kaupa vélar og fjölga fólki sem vann hér. Strandgata 37 var aðeins ein hæð í upphafi, en 1951 byggðum við systkinin ofan á húsið. Árið 1977 hófum við bygg- ingu nýs Kristjánsbakarís uppi á Brekku og fluttum inn í nýja hús- ið árið eftir. Þetta var mikil breyting að fara úr 400 fermetr- um og í 1700 fermetra efra. Þó ég segi sjálfur frá þá held ég að Kristjánsbakarí sé eitt fullkomn- asta og best búna bakarí landsins." Sambúðin við KEA - Hverjir stunduðu bakstur hér aðrir en þið? „Það var KEA. Kaupfélagið keypti á sínum tíma bakarí af Schiöthsverslun en seinna byggðu þeir bakarí, um 1934. Þar var bakari sem hét Sigurður Bergsson. Hann hafði lært í Þýskalandi og var mjög góður Tíagmaður og langt á undan sinni samtíð. Hann byggði upp brauð- gerð KEA þannig að ég held að hún hafi verið eitt það fullkomn- asta á öllum Norðurlöndunum. Þeir voru með stóra ofna og kexgerð." - Hafið þið verið í samkeppni við KEA? „Sambúðin við kaupfélagið hefur verið ágæt gegnum árin. Það hefur verið eðlileg sam- keppni eins og gengur en aldrei nein harka eða illindi og það hef- ur farið vel á með okkur. Við höfum bætt hvor annan upp. Við höfum alltaf rekið verslun með brauðin samhliða bakstrin- um. Kaupfélagið hefur auðvitað góða aðstöðu með allar sínar verslanir en við höfum líka okkar föstu viðskipti. Á þessum árum var mikið bakað af hörðu brauði, skonnroki, tvíbökum og kringlum. Þetta geymdist í lang- an tíma og var keypt af sjó- mönnunum á vorin. Nú kann enginn að borða skonnrok. Mað- ur á að dýfa því ofan í kaffi og smyrja það með smjöri.“ - Bökuðuð þið líka kökur og sætabrauð? „Já, en miklu minna en núna. Við bökuðum franskbrauð og rúgbrauð, heilhveitibrauð og normalbrauð, svo höfum við allt- af bakað jólakökur og vínar- brauð. Þessi mikla notkun á sæta- brauði fer að byrja dálítið á stríðsárunum en aðallega eftir stríð. Þegar fólk fer að hafa meiri peninga þá fer það að kaupa dýr- ari vörur. Á kreppuárunum og áður kom hér einn og einn dansk- ur bakari sem bakaði sætabrauð en það þýddi ekkert, fólkið hafði ekki efni á að kaupa þetta. Það breyttist svo mikið við peninga- flóðið sem kom í stríðinu. Bret- arnir keyptu svo mikið af vínar- brauðum en þá lentum við stund- um í vandræðum því sykur var vara sem erfitt var að fá. Við bökuðum þá mikið úr búttudeigi því það er sykurlaust. Einu sinni var skip skotið niður sem var á leiðinni til Múrmansk. Þá fékk pabbi fleiri tunnur af sírópi sem hafði rekið á land. Hann keypti þetta af bændunum og við notuð- um þetta lengi í hunangsdeig. Pabbi fékk líka tunnur með svínafeiti sem voru eins tilkomn- ar.“ Gamla Akureyri - Hvernig hefur Akureyri breyst á þinni tíð? „í gamla daga var miklu meira bil á milii manna. Aristókratið eða aðallinn hér í bænum er horf- inn eða að hverfa. Ég held að eini aristókratinn hér sé Sverrir Ragnars. í þá daga var svo breytt bil rnilli manna, þá voru ekki allir eins klæddir eins og núna. Heldri menn stóðu upp úr fjöldanum en þetta er alveg horfið. Að sumu leyti sakna ég þessara tíma. Margt er þó betra núna. Ég held að aukin menntun hafi jafnað út þetta mikla bil sem var í þjóðfé- laginu. Aristókratarnir í gamla daga létu þó margt gott af sér leiða, þeir styrktu t.d. fátækari námsmenn til skólagöngu, bæði með peningum, fæði og hús- næði.“ - Hefurðu haft tíma til að sinna áhugamálum fyrir utan vinnuna um dagana? „Ég skrapp stundum í silung og lax hér áður. Brauðgerðin hef- ur verið mér alveg nóg og hún fer aldrei úr huga mér. Þegar ég var orðinn nær sextugur fékk ég land austur í Aðaldal og byggði mér sumarbústað. Þá fékk ég óskap- legan áhuga á skógrækt. Þarna uni ég mér vel og get dundað all- an daginn við ræktun. Nú er ég farinn að sjá góðan árangur af þessu ræktunarstarfi mínu. Ég hlakka til hvers vors því ég er aldrei hálfur í neinu sem ég tek mér fyrir hendur. Ég er bjartsýnn á framtíðina." EHB

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.