Dagur - 24.10.1986, Blaðsíða 11
24. október 1986 - DAGUR - 11
fyrir innan um allt dótið og reyna að
leika „eðlilega,“ hvað sem svo það
er.
Fyrir þá sem hafa séð, eða eiga eft-
ir að sjá Stellu í orlofi, tekur senan
heima á heimilinu ekki mjög langan
tíma í sýningu. En það fóru 7 eða 8
dagar í þetta í tökum. Matur var alls-
ráðandi í þessu atriði og voru börnin
á heimilinu að leika sér með HE-MAN
dúkkur í matnum, til þess að angra
pabba sinn, sem er allt annað en
glaðlegur heimilisfaðir. Enda er
hann með hugann við viðhaldið sitt
sem er á leið til landsins frá Dan-
mörku.
Jæja, með þennan mat er verið að
leika í marga daga og var farið að slá
illilega í hann á 3 degi. Þá þurftu þeir
sem sáu um leikmuni að gera nýja
kássu, sem að sjálfsögðu þurfti að
líta alveg eins út og sú gamla, -skítt
með bragðið, enda þurftu leikarar
lítið að bragða á henni. En það litla
sem borðað var þótti nóg.
í sumum tilfellum þegar kvik-
myndir eru gerðar, eru þær teknar í
réttri tfmaröð. Það auðveldar vinnu
margra, því annars þarf alltaf að vera
með hugann við hvernig fólk og hlut-
ir litu út þegar atriðið á undan því
sem er í töku var. Hvernig hár-
greiðslan var, hvernig húsgögnum og
öðrum munum var raðað upp og svo
framvegis. Þó er ekki algilt að tíma-
röð sé rétt þegar tökur fara fram.
Stundum líða margar vikur milli taka
sem eru í beinu framhaldi á tjaldinu.
Pá þarf aldeilis að nota minnið og
Polaroid-myndirnar, sem endalaust
er verið að taka, svo allt fari nú ekki
úr samhengi.
Svo er málið ekki það auðvelt að
þær tökur sem birtast á tjaldinu séu
þær einu sem hafa verið teknar.
Öðru nær. Það þarf að taka aftur og
aftur. Gaffall datt kannski í gólfið í
miðri senu og þá þurfti að endurtaka.
Sóda stream-tækið var ekki rétt s’tað-
sett og þá þurfti að taka aftur. Það
fór upp í 10 tökur á einu stuttu atriði.
Þá var nú þolinmæði ungu leikaranna
sem léku börn Stellu og Georgs farin
að bila, - og engin furða. Að gera
sömu hlutina aftur og aftur, það er
meira en hægt er að bjóða litlu fólki,
þó það sé að leika í bíómynd.
íbúðin sem var til umráða hafði ver-
ið í notkun í nokkra daga og átti að
afhendast eigendum daginn eftir. Þá
var ekki um annað ræða en vinna
mikið og vinna vel. 17. júní er frídag-
ur allra venjulegra manna. Ætli
leikarar séu eitthvað óvenjulegir, því
það var unnið allan þann dag og unn-
ið mikið. Allt hafðist þetta að lokum
og flestir voru ánægðir með árangur-
inn.
Annars er erfitt að mæla árangur
eftir vinnunni við upptökur, því þá á
eftir að sjá hver útkoman er á film-
unni. Það tekur nokkra daga að
senda filmuna til útlanda þar sem
hún er framkölluð. Síðan er hún
send til baka og skoðuð. Þá er oft
mikill spenningur að sjá hvernig til
hefur tekist. Þá safnast starfsfólk
saman og skoðar filmuna. Allir
mæna á lítinn skjá, þar sem mynd-
gæði eru léleg og hljóð ekkert, - fyrr
en búið er að samræma mynd og
hljóð. Þess vegna er oft fyndið að
fylgjast með fólki sem skoðar „rössa“
eins og það kallast á kvikmyndamáli.
Myndin rúllar án hljóðs og fólk rekur
upp hlátursrokur af og til. Þetta er
eins og þöglu myndirnar við upphaf
kvikmyndagerðar.
En það er lítið fríið. Búið er að
ákveða næsta tökustað. Það er uppi í
Kjós. Það þarf að koma fólki og bún-
aði þangað. Allt krefst skipulagning-
ar. Það er furða hvað gengur í slíku,
því allir komast þangað fyrir rest.
Einhvern vantar og þá er spurt um
hann. Allir héldu að þessi hann,
hefði farið með einhverjum öðrum.
En alltaf skila menn sér. Það er í
kvikmyndum sem annarri vinnu, að
menn eiga það til að sofa yfir sig. Þá
er ekki um annað að ræða en koma
sér á vinnustað, þó hann sé í 50 km
fjarlægð frá heimilinu. Það er ekki að
undra þótt svefninn sé stundum
sterkur á morgnana, því svo er
vinhuálagið á margt þetta fólk sem er
að gera kvikmyndir. Allt þarf að taka
upp á sem skemmstum tíma, í sams
konar veðri við sams konar aðstæður
og voru í gær. Furðulegt nokk. Það
var ekki nema einn dagur sem haml-
aði tökur. Þar var að verki hin lands-
fræga sunnlenska rigning. Ennþá ein-
kennilegra var í þessu tilfelli, að þá
átti að taka innandyra í sumarbú-
s.tað. En viti menn, - regnið buldi svo
d þakinu að hljóðmaðurinn gat ekki
tekið upp hljóð við þær aðstæður.
Þetta sem hér er sagt er örlítill
hluti þess sem þarf að gera og hugsa
um þegar gerð er kvikmynd. Stund-
um voru saman komnir um 50 til 60
aðilar, sem allir voru að vinna við
upptökur. Annað hvort sem leikarar,
eða starfsfólk. Allir voru uppi í sveit.
Allir þurftu að borða. Þess vegna var
það þrekvirki að matráðskonan
skyldi geta eldað á gaseldavél ofan í
allan hópinn. Hóp sem var sísvang-
ur.
Vel á minnst, gaseldavél. Ekkert
var rafmagnið og kvikmyndatöku-
maðurinn þarf að fá ljós hér og fá
ljós þar. Þess vegna var farið að
dragnast með ljósavél og heilan bíl
sem var keyrandi ljósavél, hvert sem
farið var og hvar sem taka þurfti.
í einu slíku atriði var búið að
koma fyrir ljósum á bíl sem notaður
var í einu atriði. Allt er tilbúið, - þá
uppgötvast að leikararnir eiga að
hafa texta til að fara með. Ekki var
gert ráð fyrir slíku í handriti, svo það
er farið að þylja yfir þann texta sem
nota á. Síðan er keyrt af stað með
tvo leikara frammi í bílnum. Allt fullt
af ljósum framan á bílnum svo varla
sá út fyrir leikarann sem átti að
keyra. Leikstjórinn að segja til, kvik-
myndatökumaðurinn með myndavél-
ina, aðstoðarmaður hans var þarna
líka. Var hann með lítinn skjá sem
tengdur var tökuvélinni, svo hægt
væri að sjá það sem myndavélin sá.
Það þarf hljóð líka svo hljóðmaður-
inn með sitt segulband og sína hljóð-
nema var með. Það fór ekki sérlega
vel um liðið aftur í bílnum. Ekki má
gleyma kerru aftan í bílnum. Þar var
rafmótor á fullri ferð. Hann skapaði
hávaða, svo það varð að hylja hann
með segli. Svo af stað og taka. Text-
inn vafðist fyrir öðrum leikaranum,
enda óvanur að fá texta rétt fyrir
flutning. Það var reynt aftur. Eitt-
hvað var ekki nógu gott varðandi
myndavélina. Enn var reynt. Þeir
sem stóðu álengdar og fylgdust með
veifuðu og hrópuðu. Bíllinn er
stoppaður. Stendur heima. Allt fullt
af reyk úr ljósavélinni og kviknað í
seglinu. Þessu reddað í snarhasti og
haldið áfram.
Svona gengur þetta. Það þarf að
halda áfram. Það er sama á hverju
gengur. Það verður að halda áfram.
Þannig var það lika. Menn unnu og
menn hvíldu sig og menn urðu
þreyttir eftir geysilega vinnu í tvo
mánuði við gerð kvikmyndarinnar
Stella í orlofi. Árangurinn er kominn
í ljós. Myndin er komin á hvíta
tjaldið. Það var spenna í loftinu á
frumsýningunni eins og þegar
íslenskar kvikmyndir eru sýndar.
Það var mikið hlegið. Það var meira
að segja klappað í miðjum atriðum.
Það var klappað í hléi. Of það var
klappað mikið í lokin. Þetta virtist
hafa gengið upp. Að minnsta kosti
skemmti fólk sér og það er meiningin
með þessari kvikmynd. Þá er bara að
drífa sig. gej-
Stund milli stríða. Fjölskylda Stellu. Edda og Gestur. Bömin Unnur
Berglind, Þorleifur og Solveig.
Akureyrarvöllur:
Ný veitingasala
næsta sumar
Allt bendir til þess að veitinga-
sala á íþróttavellinum á Akur-
eyri verði komin í gott horf á
næsta sumri, því samþykkt
hefur fengist fyrir því að byggt
verði hús á þeim stað sem
núverandi veitingasala hefur
verið undanfarin ár og áratugi.
Margir hafa haft á orði að það
sé ekki bjóðandi vallargestum að
selja veitingar úr þeim skúrum
sem hafa verið notaðir til slíks.
Hefur veíið veitt undanþága frá
heilbrigðiseftirliti frá ári til árs,
því alltaf hefur staðið til að bæta
aðstöðuna. Það er því ekki fyrr
en árið 1987 sem vallargestir geta
keypt sér veitingar við góð og
hreinleg skilyrði.
Eftir því sem næst verður kom-
ist verður byggt timburhús fyrir
veitingasöluna og á húsið að
verða tilbúið áður en kappleikir
og samkomur hefjast á vellinum
næsta sumar. gej-
Bautamótið í bridds:
Guðmundur og
Símon efstir
Bauta-tvímenningskeppni
Bridgefélags Akureyrar stend-
ur nú yfir. Lokið er tveimur
umferðum af fjórum í keppn-
inni.
Röð efstu para er þessi:
Stig:
1. Guðm. Víðir - Símon Gunnarss.
780
2. Pétur Guðjónss. - Frímann Frímannss.
764
3. Gunnl. Guðmundss. -Magnús Aðalbj.s
744
4. Stefán Ragnarss. - Grettir Frímanns-
son 726 stig
5. Þórarinn B. Jónss. - Jakob Kristinss.
713
6. Sturla Snæbjömss. - Einar Pálsson
702
7. Anton Haraldss. - Ævar Ármannss.
690
8. Kristinn Kristinss. - Ámi Bjamas.
682
9. Soffía Guðmundsd. - Dísa Pétursd.
673
Alls taka 36 pör í keppninni
sem er með Mitchell-fyrirkomu-
lagi. Keppnisstjóri er Albert Sig-
urðsson en tölvuútreikning annast
Margrét Þórðardóttir.
Þriðja umferð verður spiluð
n.k. þriðjudagskvöld í Félagsborg
kl. 19.30. BB.
Borgarbíó
Rocky IV.
Föstud. kl. 6.
Síðasta sinn.
Fyndið fólk í bíó.
Föstud. kl. 9.
Laugard. kl. 5.
Sunnud. kl. 9.
(Síðasta sinn).
Martröð á þjóðveginum.
(The Hitcher).
Föstud. kl. 11., laugard. kl. 9
og sunnud. kl. 11.
Stella í orlofi.
Sunnud. kl. 5.
Frumskógarlíf.
Sunnud. kl. 3.
Miðapantanir og upplýsingar í
símsvara 23500.
Utanbæjarfólk simi 22600.
Rjúpnaveiði
bönnuð
Að gefnu tilefni er öll rjúpnaveiði stranglega bönnuð
í landi Kóngsstaða - Hverhóls og Krosshóls í Skíða-
dal, Svarfaðardalshreppi.
Landeigendur.