Dagur - 24.10.1986, Síða 13

Dagur - 24.10.1986, Síða 13
24. október 1986 - DAGUR - 13 Umsjón: Sigurður Ingólfsson Hann er kannski ekki imynd karlmennskunnar, sítt hár, varalitur, naglalakk og augn- skuggar. Aftur á móti er Dee Snider það sem kallað er röff og töff og þá er kannski ekki aðal- atriðið að vera neitt líkur Rocky, Drago eða Sverri Hermanns- syni. Þessi Dee Snider er söngvari hljómsveitar sem nefnir sig Twisted Sister, eða eins og skólaorðabók mann- fræðifélagsins segir, systirin sem snéri upþ á sig... ... manni. Ha? Að slepptu gríni er Twisted Sister töluvert vin- sæl meðal þeirra sem aðhyllast þungt rokk. Að vísu hafa skil- greiningar ætíð verið erfitt við- fangsefni þegar þessi tegund tónlistar á við. Innan þunga- rokksins eru ótal deildir og nokkuð einstaklingsbundið hvar hinar ýmsu hljómsveitir lenda, í þessari deild eða hinni. Skil- greiningar á rokk eða popptón- list hafa einnig löngum verið sérfag þeirra sem ekkert vit hafa á málunum, svo ég sleppi öllu slíku í bili. (Föttuðuð þið þennan? Ha). Dee Snider heldur því fram án þess að blikna að faðir hans verið hinn fyllsti drullusokk- ur (un sokk de drulle). Sá mun hafa verið löggemann og einn af þeim hættulegu mönnum sem taka starf sitt með sér heim. Þannig áleit hann tónlist- arhlustun sonar síns, hvort sem þar áttu í hlut Bítlarnir eða Alice Cooper, einungis óeirðir á almannafæri og bannaði slíkt snemmhendis. Þegar Dee var 17 ára gamall, lét hann hár sitt spretta meira en góðu hófi gegndi, að mati föður hans. Drengurinn var sendur á rak- arastofu og snoðaður. Þá segist Dee hafa sagt við sjálfan sig sem hlustaði af áfergju: Aldrei framar mun ég láta skerða hár mitt. Og við það hefur hann staðið. Til að kóróna hrylling föður síns stofnaði hann rokk- hljómsveit. Það skeði árið 1976 að hann og vinir hans og gítar- leikarar „Jay-Jay“ French og Eddie „fingers" Ojeda fengu til liðs við sig bassaleikarann Mark Mendoza og stofnuðu Twisted Sister. Mendoza átti þá að baki 2 ár með hljómsveitinni Dictators. Seinastur gekk í bandið Anthony Jude Pero, trumbu- og taktsláttarmaður. Twisted Sister gáfu síðan út tvær smáskífur, l'll never grow up og Under the Slade. Það gerðu þeir alveg á eigin kostnað. Hljómsveitin öðlaðist vinsældir hægt en bítandi og fastan aðdáendahóp, ólíkt hundruðum loftbóla sem svífa upp á stjörnuhimininn til þess eins að springa svo innihaldið gufi upp. Arið 1981 gerði hljóm- sveitin samning við plötufyrir- tækið Secret Records, upp- runnið innan breska heimsveld- isins. Sama ár kom fyrsta breið- skífa Twisted Sister út í USA. Hún hét You can’t stop Rock and Roll. Sú plata var þó aðeins bandarísk útgáfa af Under The Slade, sem var gefin út ( Bret- landi. Síðan hefur þessi undna systir gefið út plöturnar Stay Hungry og Come out and play. - Ennklífurstúlkanurðóttarhlíð- ar frægðar og frama ákveðin í að ná hæsta tindi. Nýlega tók hún nokkur stór skref er hún hélt hljómleika í Madison Squ- are Garden í New York og trekkti að 25.000 manns. Það er margt fólk og sei sei sei sei sei sei. Kynnum í dag föstudag framleiðsluvörur frá Sjóklæðagerðinni hf. 66° norður. Sölumaður á staðnum veitir allar upplýsingar. Eyfjörö ^ HiattBvraraotu 4 • simi 22Z75 VUfíbráðarkvöld í Smiðjunni helgina 24.-26. október. Landpaté með Camberlandsósu. Villt fuglaseyði með fjallagrösum og ostastöngum. Kalt rjúpnabrjóst með týtuberjasultu. Hreindýrasteik borin fram með rosmarinsoðnum kartöflusneiðum og Waldorffsaiati. Bautinn • Smiðjan <íí> Uppselt fyrir matargesti. Hljómsveitin Stuðkompaníið heldur uppi fjörinu til kl. 03.00. ATH! Húsið opnað fyrir aðra en matargesti kl. 22.30. Erum þegar farin að taka á móti pöntun- um fyrir Sælkerakvöld sem verða haldin dagana 7. og 9. nóvember og Villibráða- kvöldi þann 29. nóvember. Nánari upplýsingar gefur veitingastjóri í síma 22200. Verið veikomin. HÓTELKEA ^ AKUREYRI Faðir minn, BJARNI JÓHANNESSON, vörubifreiðastjóri, Strandgötu 23, Akureyri. andaðist miðvikudaginn 22. þ.m. Minningarathöfn verður í Akureyrarkirkju laugardaginn 25. október kl. 11.00. Jarðarförin fer fram í Reykjavík, nánar auglýst síðar. F. h. vina og ættingja, Jóhannes Viðar Bjarnason. Alúðar þakkir fyrir samúð og vináttukveðjur við andlát og útför, MARÍU GUÐRÚNAR ÁRNADÓTTUR, frá Lambhaga, Hrísey. Elsa Jónsdóttir, Valdís Jónsdóttir, Áslaug Kristjánsdóttir, Brynjar Jónsson, Selma Jónsdóttir, Ásgeir Ingi Jónsson, Sigurgeir Júlíusson, Jón Ásgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. Steinunn Jónasdóttir, Ólafur Axelsson, Fjóla Björgvinsdóttir,

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.