Dagur - 14.01.1987, Page 3
14. janúar 1987 - DAGUR - 3
Umræður um fasteignaskatt í bæjarstjórn Akureyrar:
Sigurður Jóhannesson:
„Stóru orðin
gleymd og
kosninga-
loforðin
svikin
Sigurður Jóhannesson, annar
bæjarfulltrúa Framsóknar-
flokksins, sagði að miðað við
þau orð sem kratar og sjálf-
stæðismenn létu falla í kosn-
ingabaráttunni hefði mátt
búast við að fjárhagsáætlun
bæjarins yrði lögð fram
snemma að þessu sinni. „Allt
átti að komast í miklu fastari
og öruggari skorður þegar aðr-
ir kæmust til valda en þeir sem
stjórnuðu síðast og ákvörðun-
artaka átti öll að verða snöggt-
um fljótari. En nú er komið
fram í janúar og enn bólar ekk-
ert á fjárhagsáætluninni.“
Sigurður sagðist vera hissa á
því að álagning fasteignagjalda
væri svo til óbreytt frá því í fyrra,
þrátt fyrir kosningaloforð sjálf-
stæðismanna um að innheimta
fasteignagjöld án álags. „For-
ystumenn Sjálfstæðisflokksins á
Akureyri hafa löngum verið yfir
sig hneykslaðir á því að álag hafi
verið lagt á fasteignaskattinn. Nú
standa þeir í sömu sporum og
síðustu bæjarstjórnir. Eitt stærsta
atriðið í þeirra kosningamálflutn-
ingi var að álag á fasteignaskatt
íbúðarhúsnæðis yrði ekki þolað
lengur og það yrði fellt niður ef
þeir kæmust til valda.“
Að lokum lagði Sigurður fram
eftirfarandi bókun:
„Á undanförnum árum hefur
umræða um álagningu fasteigna-
gjalda verið sjálfstæðismönnum
kærkomið tækifæri til að lýsa yfir
þeirri skoðun sinni að minnka
bæri stórlega gjaldtöku á bæjar-
búa með fasteignagjöldum og
leggja þau á án álags. Nú, eftir 12
ára bið, gefst sjálfstæðismönnum
tækifæri til að standa við stóru
orðin og renna stoðum undir
gagnrýni sína á gerðir fyrrverandi
meirihluta bæjarstjórnar. Þá
bregður svo við að stóru orðin
hafa gleymst og kosningaloforðin
eru svikin og álag á fasteigna-
gjöld er með nær sama hætti og
verið hefur á undanförnum
árum.
Við lýsum því yfir vanþóknun
okkar á þessum vinnubrögðum
og sitjum hjá við afgreiðslu á til-
lögu meirihluta bæjarráðs, auk
þess sem frá hendi meirihluta
bæjarstjórnar liggja ekki fyrir
neinar hugmyndir um aðra tekju-
öflun bæjarins.“ BB.
Sigríður Stefánsdóttir:
„Þetta er
sýndar-
lækkun"
„Það hefur alltaf legið Ijóst
fyrir að fasteignagjöldin eru sá
tekjustofn sem bæjarfulltrúar
Alþýðubandalagsins hafa verið
tilbúnir til að nýta. Það er rétt
sem Sigurður Jóhannesson
lagði áherslu á, að bæjarfull-
trúar Sjálfstæðisflokksins hafa
fyrir kosningar lofað því að
fasteignagjöld skuli lækka og
nú er gerð hér tillaga um mikla
sýndarlækkun á fasteigna-
gjöldum. Ég býst við að ég búi
í meðalstóru húsnæði og mér
sýnist að sú lækkun sem gerð
er núna samsvari því að ég eigi
fyrir einni tveggja lítra mjólk-
urfernu meira á mánuði. Það
er ekki mikið til að hrópa
húrra fyrir að komast í meiri-
hluta út á þetta,“ sagði Sigríð-
ur Stefánsdóttir, Alþýðu-
bandalagi.
Hún sagðist ekki vera að mót-
mæla þvf að fasteignagjöld væru
lögð á með álagi, hún hefði alltaf
verið þeirrar skoðunar að réttlát-
ara væri að hækka fasteignagjöld-
in fremur en útsvörin.
Bæjarfulltrúar Alþýðubanda-
lagsins sátu hjá við atkvæða-
greiðsluna og lögðu fram bókun,
þar sem á það var bent að
ákvörðun um álagningu fast-
eignagjalda væri nú tekin án
nokkurra tengsla við aðra þætti
fjárhagsáætlunar bæjarins. Ekki
væri heldur vitað um stefnu
meirihlutans í skattlagningu að
öðru leyti eða hvaða vinnubrögð-
um hann hyggðist beita við gerð
fjárhagsáætlunar. Af þeim sök-
um tækju fulltrúar Alþýðubanda-
lagsins ekki þátt í þeirri sýndar-
lækkun sem nú ætti að sam-
þykkja á hluta fasteignaskattsins.
BB.
Freyr Ófeigsson:
„Eðlilegt
að nýta tekju-
stofnana“
„Umræðan um álagningu fast-
cignaskatts hefur verið mjög
lífleg á undanförnum árum og
svo virðist ætla að verða enn.
Nú er það alls ekki sama fólkið
sem er á móti þeim tillögum
sem nú liggja fyrir og áður hef-
ur verið. Afstaða mín er
óbreytt frá því sem verið hefur
að ég tel eðlilegt að nýta þá
tekjustofna sem sveitarfélögin
hafa eins og aðstæður leyfa
hverju sinni,“ sagði Freyr
Ófeigsson Alþýðuflokki.
Hann sagði að miðað við fjár-
þörf bæjarins á undanförnum
árum hefði verið ástæða til að
nýta þá að fullu og meira heldur
en gert hefði verið.
„Á síðasta ári lá það fyrir að
hægt hefði verið að mynda meiri-
hluta í bæjarstjórn Akureyrar um
meira en 15% álag. Framsókn
hafði oddaaðstöðu í þeim efnum
og taldi eðlilegt að fara ekki
hærra en það þá. Ég er sammála
Sigurði Jóhannessyni að þetta er
mjög óverulegt frávik frá fyrri
ákvörðun sem hér er um að ræða
og skiptir engum sköpum. Þeim
mun undarlegra er það að þeir
sem að fyrri ákvörðun stóðu fyrir
ári, skuli ekki geta stutt næstum
því sömu ákvörðun nú. En það er
auðvitað pólitík sem þar ræður.“
Freyr sagði að þótt hann hefði
í fyrra verið talsmaður þess að
hafa fasteignaskattinn hærri held-
ur en samstaða gat náðst um,
hefði hann ekki talið sér fært
annað en að styðja þá tillögu sem
fyrirlá. BB.
Sigurður J. Sigurðsson:
„Fasteigna-
skattar
rokkuðu
eins og
loftvogin“
- hjá fyrri meirihluta
„Á síðastliðnu kjörtímabili
held ég að meirihlutinn hafi
aldrei verið tvisvar með sömu
álögur á fasteignaskatt og
rokkuðu þær eins og loftvogin
sýndi á því kjörtímabili. Mis-
jafnlega há var hún og misjafn-
lega mikill loftþrýstingur og
engin sýnileg rök fyrir þeim
breytingum sem þar voru
framkvæmdar,“ sagði Sigurð-
ur J. Sigurðsson, einn bæjar-
fulltrúa Sjálfstæðisflokks.
Hann sagði að sjálfstæðismenn
hefðu samþykkt tvær fjárhags-
áætlanir á því kjörtímabili en
ekki staðið að samþykkt fast-
eignagjalda nema einu sinni. Það
var á síðasta ári, þegar álag af
fasteignagjöldum íbúðarhúsnæð-
is var lækkað úr 25% niður í
15%.
„Við töldum þá að þarna hefði
verið komið svo mikið til móts
við okkar sjónarmið, að við sæj-
um ekki rök fyrir því að greiða
atkvæði gegn þeirri gjaldtöku.
Þetta vorum við óragir við þótt
kosningaár væri framundan,
enda töldum við ágreininginn
smávægilegan. Nú hafa fulltrúar
úr þessum sama meirihluta þó
talið ástæðu til þess, þegar um
5% mismun er að ræða, að gera
sérstakan ágreining vegna þess. í
mínum huga hefur ekkert breyst
með það að við ættum að reyna
að komast hjá því að innheimta
fasteignagjöld af íbúðarhúsnæði
með álagi. Hins vegar hefur fast-
eignamat á Akureyri hækkað 5%
minna en annars staðar á landinu
og það leiðir til þess að tekjur
okkar af fasteignaskatti eru rýrari
sem því nemur. Svigrúmið er því
minna en maður hefði kosið,“
sagði Sigurður J. Sigurðsson.
Tilboð óskast
ca. 60 fm bragga hjá Gúmmívinnslunni hf.
Þarf að fjarlægjast sem fyrst.
Gúmmívinnslan hf.
Rettarhvammi 1 Akureyri Sími 96-26776
BB.
Bubbi og Megas
Skemmta föstudags- og laugardagskvöld
Skemmtunin hefst kl. 22.00.
Matsedill helgarinnar:
Rjómalöguð blómkálssúpa.
Gljáður grisahryggur með
ananaslitum og Orientalsósu.
Sérry rjómarönd.
ll'
Miða og borðapantanir í
símuntj 22770, 22970 og
22525J , !
i
Föstudagskvöld leikur
Stuðkompaníið.
Laugardagskvöld leikur
PASS.
SjtMúut