Dagur - 14.01.1987, Blaðsíða 7

Dagur - 14.01.1987, Blaðsíða 7
14. janúar 1987 - DAGUR - 7 Sólveig Jónsdóttir og synir. smávegis eftir eyranu og hefur verið með spólurnar hans Ólafs Gauks, þær eru þrælsniðugar. Víðir hefur aðeins farið í tónlist- arskóla.“ - En hvað með eiginmanninn syngur hann ekki með? „Það er ákaflega lítið, einu sinni sagðist hann vera laglaus en það er vitleysa og kannski dríf ég hann einhvern tíma upp til að syngja með okkur.“ - Pálmar litli virðist hafa full- an hug á syngja með. „Já, hann tekur ef til vill við af þessum elsta þegar hann fer að heiman. En það er mikið að gera hjá krökkum á þessum aldri, nú er farið að biðja okkur að koma fram á árshátíðum í vetur en Hrannar hefur mikinn áhuga á að vera á skíðum og nú fara mótin að byrja, sennilega þurfa krakk- arnir að æfa sig á Akureyri svo það er erfitt að lofa að við getum mætt á skemmtun." - Hefur þig aldrei langað til að læra söng? „Mig langar alls ekki að læra óperusöng en ég var einu sinni í kirkjukórnum og það fannst mér ofsalega gaman og á eftir að fara í hann aftur seinna."* - Að lokum Solla, hvers virði finnst þér að eiga svona tóm- stundagaman með drengjunum þínum? „Mér finnst það mjög rnikils virði, oft þegar við sitjum og syngjum þá spjöllum við heilmik- ið milli laga. Við gerðum meira af þessu áður en sá yngsti fæddist svo minnkaði þetta á tímabili meðan hann var lítill en nú erurn við að byrja aftur eftir að hann er sofnaður á kvöldin. Þetta er stór- kostlega gaman fyrir mig sem var yngst í minni fjölskyldu og þráði alltaf að eignast systkini. IM og sungu með mér eða einir og þetta vakti mikla hrifningu. í júní 1985 var haldið ættarmót í Lundi í Öxarfirði og þá voru tveir strák- anna, Hrannar og Pétur Veigar, búnir að .semja dagskrá sem þeir fluttu. Veturinn áður höfðum við komið fram á fjölskyldukvöldi hjá Kiwanisklúbbnum, það var í fyrsta skipti sem við komum fram fjögur saman, þá var Pétur Veig- ar ekki nema þriggja ára og hann var með stóran trégítar með sér sem Víðir smíðaði handa honum en ég spilaði á gítar og við sung- um öll. Við spiluðum oft á orgelið hérna heima en svo gáfu þeir mér lítið ferðaorgel sem við getum farið með þegar við erum að skemmta.“ - Eftir þetta var farið að sækj- ast eftir ykkur til að skemmta á árshátíðum og samkomum. „Já, og í rauninni miklu meira en mér finrtst við geta sinnt, Pétur Veigar er svo lítill að ég held að það sé ekkert æðislega gott fyrir hann að vera við þetta helgi eftir helgi, hann gæti ofmetnast. Enda stelur hann senunni, ég var að horfa á vídeospólu með upptöku frá skemmtun þar sem Pétur og Hrannar voru með eftirhermur, Hrannar hermdi ekki síður vel eftir þó að sá litli stæli alveg sen- unni. Hann hefur aldrei verið feiminn við að koma fram og hin- ir strákarnir ekki heldur. Ég kem ekkert nálægt þessum eftirherm- um sem þeir eru með, þeir stæla t.d. Halla og Ladda og herma eft- ir Guðmundi Jónssyni, þegar þeir fluttu þáttinn í fyrsta sinn á ættar- mótinu hafði ég aldrei séð þá gera þetta, Hrannar æfði þann litla upp í þessu.“ - Þið flytjið marga skemmti- lega texta, hvar fáið þið þá? „Bara svona hist og her. Þegar Pétur Veigar var þriggja ára fór hann að syngja lagið „Þú mátt berja mig og lemja,“ af plötu með Ladda, honum finnst þetta óskaplega skemmtilegt lag, ég held að honum finnist skemmti- legast af öllu að syngja þetta. Við tökum ekki neinar skipu- legar æfingar heldur flytjum við á samkomunum það sem við erum að syngja hérna heima því við mikið að vera þarna á hverjum einasta sunnudegi t.d. fyrir tveim árum, þegar yngsti sonurinn fæddist tók ég mér frí einn sunnudag meðan ég lá á sjúkra- húsinu en mætti síðan í sunnu- dagaskólann helgina eftir að ég kom heim. Ég hef spilað þarna á gítar og kennt krökkunum þá söngva sem ég kann, fyrst var ég - Hvenær fórstu að koma fram með strákunum þínum? „Fyrir níu eða tíu árum fór ég stundum með tvo þá elstu upp á sjúkrahús um leið og Sigurður Pétur Björnsson fór til að lesa fyrir gamla fólkið. Við sáum að gamla fólkið var svo hrifið af krökkum, strákarnir komu með hryllilega nervus. Meðan ég var heima fannst mér ég geta sungið og trallað hvar sem var en þegar ég var komin í annað umhverfi breyttist þetta. Einu sinni spurði Pétur Veigar hvort hann hefði ekki, sungið hátt og snjallt í sunnudagaskólanum og ég játaði því en verð að viðurkenna að ég sá ekki einu sinni hvar hann sat því ég var svo nervus að ég sá allt í móðu. Ef það hefðu verið ein- tómir krakkar í kirkjunni hefði mér verið alveg sama en þar er líka mikið af fullorðnu fólki og ég var hrædd um að segja einhverja bölvaða vitleysu, en þetta er alveg úr sögunni núna.“ - Söngstu aldrei með hljóm- sveit fyrir austan? „Á Eiðum vorum við að glamra með skólahljómsveitinni og þegar ég var krakki spilaði ég einu sinni á gamlárskvöld ásamt annarri stelpu, það var heilmikið upplifelsi, ég man að við fengum hundraðkall fyrir kvöldið og þóttumst vera stórríkar." syngjum ofsalega mikið.“ - Finnst eldri drengjunum gaman að syngja með mömmu þó þeir séu komnir á þennan aldur? „Já, þeim finnst það en nú er röddin í Víði að breytast svo að ég hugsa að hann geti ekki sungið mikið með í vetur og nú langar Pétur Veigar að fara í tónlistar- skólann til að læra á orgel og trommur. Þegar ég var að baka fyrir jólin og ætlaði að setja kök- ur í bauka voru þeir horfnir, hann var búinn að lemja þá alla sundur. Hrannar hefur aldrei far- ið í tónlistarskóla en hann spilar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.