Dagur - 14.01.1987, Side 9

Dagur - 14.01.1987, Side 9
14. |anúaf 1987 - ÐAGUR - 9 -íþróttic Umsjón: Kristján Kristjánsson Eðvarð Þór Eðvarðsson íþróttamaður ársins 1986. , Eðvarð Þ. Eðvarðsson íþróttamaður ársins 1986 -árið 1986 eitt mesta uppgangsár til þessa hjá íslensku íþróttafólki í gær var haldinn fundur á Hótel Loftleiðum, þar sem kynnt voru úrslit úr kjöri íþróttafréttamanna á „Iþrótta- manni ársins“ 1986. Þetta er í 31. skipti sem Samtök íþrótta- fréttamanna gangast fyrir þess- ari kosningu og er þessi árvissi atburður einn af hápunktum í starfsemi félagsins. íþróttamaður ársins að þessu sinni var kjörinn Eðvarð Þór Eðvarðsson sundmaður úr Njarðvíkum. Eðvarð hlaut 68 stig af 70 mögulegum og er án efa vel að þessum titli kominn. Stórglæsilegur árangur hans á árinu, vakti verðskuldaða athygli og Eðvarð sýndi það og sannaði að hann er kominn í hóp með bestu sundmönnufrkheims- Að öðru leyti varð röð 10 efstu manna þessi. í 2. sæti varð Arnór Guðjohnsen knattspyrnumaður með 52 stig. Jafnir í 3. til 4. sæti urðu handknattleiksmennirnir Kristján Arason og Guðmundur Þ. Guðmundsson, báðir með 48 stig. í 5. sæti varð Pétur Guð- mundsson körfuknattleiksmaður með 23 stig, í 6. sæti Guðmundur Torfason knattspyrnumaður með 22 stig. í 7. sæti varð Pálmar Sig- urðsson körfuknattleiksmaður með 21 stig, í 8. sæti Ragnheiður Runólfsdóttir sundkona með 20 stig og jafnir í 9. til 10. sæti Úlfar Jónsson kylfingur og Bjarni Friðriksson júdómaður með 12 stig hvor. Athygli vekur að utan þessa lista eru nokkrir afreksmenn á heimsmælikvarða og nægir þar að nefna Einar Vilhjálmsson og Ásgeir Sigurvinsson. Mun þetta vera einsdæmi í þessari kosningu og sýnir betur en margt annað að árið 1986 er eitt mesta uppgangs- ár til þessa hjá íslensku íþrótta- fólki. Það verður því fróðlegt að sjá hvað nýhafið ár mun bera í skauti sér. -JHB Bikarkeppni KKÍ: Þjálfararnir í aðalhlutverkum Þór sigraði Tindastóll nokkuð örugglega í gærkvöld í bikar- keppni KKÍ. Lokatölur leiks- ins sem fram fór á Akureyri urðu 110:101. Þetta eru nánast sömu úrslit og urðu í leik lið- anna í deildinni á laugardag en þeim leik lauk með sigri Þórs 110:100. Leikurinn í gærkvöld var frekar illa leikinn en ein- kenndist af mikilli barátfu beggja liða. Jafnræði var með liðunum í byrjun en í hálfleik höfðu Þórsar- ar náð 12 stiga forystu 55:43. Þeir héldu síðan forystunni í síðari hálfleik og var sigur þeirra aldrei í hættu og lokatölurnar urðu 110:101. Þjálfarar liðanna, þeir ívar Webster hjá Þór og Kári Marís- son hjá Tindastól voru í aðalhlut- verkunum í leiknum. Kári skor- aði 40 stig en ívar 38. ívar var langbestur Þórsara en einnig áttu þeir Konráð Óskars- son og Eiríkur Sigurðsson ágæta spretti. Bestir í liði Tindastóls voru þeir Kári, Björn Sigtrygg- son og Eyjólfur Sverrisson. Flest stig Þórs gerðu þeir ívar 38, Eiríkur 19 og Konráð 17. Flest stig Tindastóls gerðu þeir Kári 40, Eyjólfur 23 og Björn 22. Leikinn dæmdu Rafn Bene- diktsson og Magnús Jónatansson og voru þeir ágætir. Kári Marísson þjálfari Tindastóls skoraði 40 stig gegn Þór í gærkvöldi. Mynd RÞB Guðmundur þjálfar Huginn Guðmundur Svansson hefur verið ráðinn þjálfari 4. deildar- liðs Hugins á Seyðisfirði í knattspyrnu. Guðmundur hef- ur áður þjálfað yngri flokka Þórs og þá hefur hann þjálfað kvennalið félagsins. Guðmundur sagði í samtali við Dag að sér litist vel á að taka þetta verkefni að sér en hann þekkti lítið til aðstæðna þar. Hann mun hafa með sér til Seyð- isfjarðar að minnsta kosti einn leikmann frá Þór en það er Eymundur Eymundsson. En hann er einn af ungu og efnilegu leikmönnum félagsins. Handboiti 3. deild: Birgir Skúlason leikmaður Völsungs skorar eitt marka sinna af línunni í leiknum gegn Selfossi. Selfoss sigraði Völsung Hann var lítið augnakonfekt leikurinn sem Völsungur og Selfoss sýndu á mánudags- kvöldið í 3. deildinni í hand- knattlcik. Leikurinn sem fór fram að Laugum í Reykjadal endaði með fimm marka sigri Selfoss, 27:22. Lið Selfoss trónir því sem fyrr á toppi deildarinnar. Völsungar byrjuðu betur og höfðu oftast frumkvæðið í fyrri hálfleik þó aldrei væri munurinn mikill. I lok hálfleiksins náðu Völsungar þriggja marka forystu 13:10 en Selfyssingar áttu síðasta orðið í hálfleiknum og minnkuðu muninn í tvö mörk 13:11. Völsungar héldu forystunni fram í miðjan síðari hálfleik en Selfyssingar náðu að jafna 16:16 og komast yfir 17:16 um miðjan hálfleikinn. Þeir bættu síðan við síðustu mínúturnar og áður en yfir lauk voru þeir komnir með fimm marka forystu 27:22. Leikurinn var illa leikinn af báðum liðum og þá sérstaklega af hálfu Völsunga. Bjarni Pétursson markvörður var langbestur Völsunga. Þá voru þeir Birgir Skúlason, Helgi Helgáson og Sig- mundur Hreiðarsson þokkalegir. Gömlu kempurnar Árnar Guð- laugsson og Pálmi Pálmason voru algerlega heillum horfnir að þessu sinni. í liði Selfoss voru þeir Magnús Sigurðsson og Einar Guðmunds- son bestir og þá var þjálfari þeirra Steindór Gunnarsson þokkalegur. Mörk Völsungs: Helgi Helga- son 5, Birgir Skúlason 4, Arnar Guðlaugsson 3, Sigmundur Hreiðarsson 3, Pálmi Pálntason 3(2), Haraldur Haraldsson 2, Gunnar Jóhannsson 1 og Gunnar Bóasson 1. Flest mörk Selfyssinga gerðu þeir Magnús Sigurðsson 10, Ein- ar Guðmundsson 7(3) og Stein- dór Gunnarsson 4(1). Staðan Staðan í 3. deild íslandsmóts- ins í handknattleik er þessi: Selfoss 7 6-1-0 188:114 13 UMFN 7 5-1-1 199:125 11 UFHÖ 7 5-0-2 143:139 10 ÍH 7 4-0-3 177:144 8 ÍS 7 4-0-3 166:152 8 Völsungur 6 1-0-5 133:138 2 UMÍB 61-0-5118:180 2 Ögri 7 0-0-7 102:234 0

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.