Dagur - 27.01.1987, Blaðsíða 7

Dagur - 27.01.1987, Blaðsíða 7
27. janúar 1987 - DAGUR - 7 knattspyrnu en það höfum við ekki getað fram að þessu, svo allt horfir til betri vegar.“ - Hvað var upphaflega áætlað að bygging hússins tæki langan tíma? „Mig minnir að fyrsta bygg- ingarnefnd íþróttahúss hafi verið skipuð 1974, þá var rætt um að byggja hús þar sem gólfflötur sal- ar væri 20x40 metrar. Núverandi byggingarnefnd tók til starfa um 1980, þá breyttust þessi mál í meðförum þáverandi íþróttafull- trúa ríkisins. Hann taldi að salur sem væri 20x40 væri of lítill og í raun krafðist' hann þess að við byggðum almennilegt hús. Pað var hafist handa og talið að við værum á réttu róli miðað við þennan árafjölda, þannig að við erum nokkurn veginn á því stigi sem við hugsuðum okkur.“ - Hvað er áætlað að margir komi á landsmótið? „Ég hef heyrt tölur á bilinu frá tíu til þrjátíu þúsund og svo verð- ur hver og einn að spá.“ - Keppir Húsavík undir merki HSÞ? „Já.“ - Fer allur þinn tími í íþróttir, bæði í starfinu og tómstundum? „Það má segja að mest af mín- um tím • fari í íþrótta- og æsku- lýðsmá! ýmist vegna atvinnu eða sem ho. oý.“ - Hvernig finnst þér ungling- ar vera í dag? „Mér finnst unglingar í dag vera að mörgu leyti í framför, þar á ég sérstaklega við tjáskipti, t.d. það sem þið eruð að gera núna. Þegar ég var á ykkar aldri hefði þurft meiriháttar ungling til að leggja í það að fara í starfskynn- ingu og taka viðtöl við fólk, þannig að tjáskipti unglinga gagnvart fullorðnum eru mun almennari en áður var. Unglingar eru frjálslegri og ég segi að ungl- ingaheimurinn fari ekkert versn- andi þó margir haldi því fram.“ - Ér íþróttahúsið eingöngu ætlað Húsvíkingum? „Ég geri fastlega ráð fyrir að þetta hús rúmi ekkert nema Húsvikinga, þá á ég við hina föstu æfingatíma og að litlir möguleikar verði á því að anna einhverju utan Húsavíkur." - En mótin, ekki verða þau bara bundin við Húsavík og getið þið ekki látið húsið þjóna eitt- hvað sveitunum hér í kring? „Að sjálfsögðu reynum við að uppfylla óskir allra, bæði Húsvík- inga og þeirra sem í kringum okkur eru. Þetta hús verður gjörnýtt, en fólkið frá Húsavík gengur fyrir hvort sem við náum því að sinna líka fólki úr sveitun- um eða ekki.“ Mynd: Þórdís L. Guömundsdóttir. - Hvaða breytingar heldur þú að nýja húsið hafi fyrir íþróttalíf- ið í bænum? „Náttúrlega rífur það upp íþróttalífið, sérstaklega hand- boltann sem hefur verið í algjörri - Heldurðu að rekstur hússins standi undir sér? „Ég á ekki von á því, það stendur ekkert íþróttahús undir sér nema ef vera skyldi TBR-hús- in í Reykjavík.“ - Hvað kostar að byggja húsið og hvernig hyggist þið borga það? „Húsið uppkomið kemur til með að kosta um 85 milljónir. Þetta borga húsvískir skattgreið- endur og það er alveg ljóst að þetta er mikill baggi á Húsavík- urkaupstað, en ríkið greiðir einn- ig vissar prósentur af kosnaði.“ - Á ekkert að gera fyrir íþróttavöllinn fyrst það er komið svona flott hús? „Það var unnið við grasvöllinn í haust og það verður lokið við lagfæringar á honum strax og klaki fer úr jörð. Þá eru eftir hlaupabrautir og atrennubrautir. Nú er uppi hugmynd um að leggja tartan eða eitthvað slíkt á atrennubrautirnar fyrir stökk, þetta kostar hundruð þúsunda svo það getur orðið erfitt að fá samþykki fyrir þessu. Hlaupa- brautimar verða síðan lagaðar eins og hægt er án þess að setja á þær bundið slitlag.“ - Telur þú að Þingeyingar séu góðir íþróttamenn? „Þingeyingar hafa átt ljómandi góða íþróttamenn í gegnum tíð- ina og í einstökum greinum eiga þeir ágætis íþróttamenn í dag. Við éigum þrjá mjög góða glímu- menn í Mývatnssveit og fyrstu deildar lið í fótbolta sem allir eru voðalega sælir með.“ Nú beindist athygli blaða- mannanna að framkvæmdunum sem stóðu yfir í húsinu, Pálmi sýndi okkur hvern krók og kima og útskýrði til hvers þeir væru ætlaðir í framtíðinni. í salnum var verið að setja upp ljósin og mála veggina. Þann 8. feb. koma hollenskir aðilar til að leggja gólfefnið og á því verki að vera lokið 20. feb. Þá verður ekkert eftir við salinn annað en að setja upp áhorfendapalla meðfram suðurvegg hans, en frágangur á búningsklefum og anddyri er ekki eins langt á veg kominn. Við vorum samt ekki í neinum vafa um að nýja íþróttahúsið yrði til- búið fyrir Landsmót UMFÍ sem haldið verður 10.-12. júlí. Við þökkuðum Pálma fyrir spjallið og eftir þessa skoðunarferð lýstu ungu blaðamennirnir því yfir að það væri frábært fyrir Húsvíkinga að fá þetta hús, mótum mundi fjölga og fjölbreyttari íþróttir verða stundaðar og vonandi yrði þá fjallað í fjölmiðlunum um fleiri íþróttagreinar en fótbolta. IM lægð. Hér fyrr á árum áttum við alltaf marga íslandsmeistara en þetta hefur dottið niður. Við höf- um séð stór íþróttahús rísa hér allt í kring og loksins er það að rætast að við fáum hús líka, þá lagast þetta aftur.“ - Heldurðu að það vanti þá ekki þjálfara? „Ég held að við höfum nóg af þjálfurum, en við þurfum að mennta þá, hér er nóg af fólki til að læra þjálfun og þetta er ekkert mál.“ - Mundir þú vilja taka að þér að þjálfa? „Já örugglega, ég hef verið þjálfari bæði við handbolta og fótbolta hjá yngri flokkunum." - Hvað finnst þér almennt um frjálsar íþróttir í Suður-Þingeyj- arsýslu? „Árangurinn er algjör hörmung. Ég veit ekki hvort það er vegna þess hvernig að þessu er staðið eða hvort þetta er áhuga- leysi hjá unglingunum, þeir stunda mikið aðrar íþróttir. Þetta verður að koma fyrst og fremst frá unglingunum því það þýðir ekkert að reyna að kenna göml- um hundi að sitja.“ IM Viðtal við foreidra, hjónin Elmu Kristínu Steingrímsdótt- ur og Ásgrím Þórhallsson. - Farið þið alltaf á þorrablót skólans? „Ég fer alltaf,“ sagði Elma. En Ásgrímur svaraði: „Ég fer sjaldan, en þegar ég hef farið •hefur mér fundist blótin góð. Ég veit ekki hvort ég fer núna, en ég held að þið lærið meira á þorra- blótum en kennslustundum. Það er svo gott fyrir ykkur að læra að vinna saman. Mér finnst að það mætti létta á náminu þegar svona er í gangi.“ - Hvernig hefur ykkur fundist þorrablót undanfarinna ára? „Okkur hefur fundist góður andi í því og krakkarnir leggja sig eins mikið fram og þau geta. Okkur finnst þorrahefðir ágætar og skemmtiatriðin ágæt, gott að hafa smáþætti eins og hafa verið. Á ballinu mætti hafa harmoniku og hljómsveit til skiptis, en breyt- Hið árlega þorrablót Hafra- lækjarskóla í Aðaldal verður haldið laugardaginn 31. jan., þá koma sarnan kennarar, nemendur og foreldrar, borða þorramat, skemmta sér og dansa síðan af hjartans list. Þorrablótsnefndina í ár skipa Böðvar Jónsson og Hallgrímur ÓIi Guðmundsson 8. bekk, Stefán Jónsson og Borgar Þór- arinsson 7. bekk, Svanborg Guðmundsdóttir 6. bekk og Haraldur Þórarinsson kennari. Þrír nemendur Hafraiækjar- skóla sem voru í starfskynn- ingu hjá Degi fengu það verk- efni að spjalla um undirbúning þessarar vinsælu skemmtunar við kennara, nemendur og for- eldra. Blaðamennirnir sem tóku þessi viðtöl og myndirnar sem þeim fylgja heita: Sigrún Fanney Sigmarsdóttir, Þórdís Linda Guðmundsdóttir og Jóna Kristjánsdóttir. Viðtal við Böðvar og Hallgrím, nemendur sem starfa í þorrablótsnefnd. - Haldið þið að þorrablótið verði betra eða verra en undan- farin ár? „Eftir okkar bestu heimildum verður það í meðallagi, út af litlu úrvali af skemmtiatriðum og fáum nýjum hugmyndum. Nemendur hafa því miður verið feimnir að senda inn efni.“ - Semjið þið eitthvað sjálf? „Já. Aðstandendur þorrablóts- nefndarinnar hafa að mestu leyti samið dagskrána sjálfir." - Verður hljómsveit á blót- inu? „Við munum reyna af fremsta megni að fá hljómsveit við hæfi.“ SFS Viðtal við Harald Þórarinsson kennara. - Hvernig finnst þér nefndin vera í ár? „Mér finnst hún nokkuð góð. Hún samanstendur af ágætis- fólki, og við ætlum okkur að hafa skemmtiatriðin góð. Ég hugsa að þetta blót verði betur heppnað en undanfarin ár. Við ætlum okkur að gera ýmsar breytingar, bæði með skreytingar á sal, en við ætl- um að hengja gamla muni upp á veggi og svo á allt að vera líflegra." - Hvað er minnisstæðast frá undanförnum blótum og hvernig er draumablótið þitt? Haraldur Þórarinsson kennari. „Það sem er minnisstæðast er þegar nemendur taka sig til og gera grín að kennurunum. Draumablótið mitt er vel heppn- að þorrablót þar sem nemendur eru virkir í undirbúningi og for- eldrar taka virkan þátt í blótinu, til dæmis með dansi.“ - Er maturinn nauðsynlegur? „Já, þorrablótin snúast um matinn.“ - Heldurðu að þetta sé vinsælt hjá foreldrum? „Ég held það og vona, annars væri engin ástæða til að halda þorrablótin.“ SFS ingarnar yrðu að koma frá krökkunum." - Elma, tekur þú þátt í undir- búningi þorrablótsins? „Ég hef bakað.“ - Hvernig finnst ykkur þorra- blótin skipulögð? „Þau eru ágætlega skipulögð, en auðvitað geta alltaf komið upp tafir, annars er ekki mikið um það okkur finnst þau hafa gengið alveg ágætlega. Það er reyndar þröngt meðan á borðhaldinu stendur. Okkur finnst að það ætti að nota árshátíðina fyrir kynn- ingu á skólastarfinu en þorrablót- ið fyrir fjölskylduna." JK/ÞLG Ásgrímur Þórhallsson og Elma K. Steingrímsdó»tir. Þorrahlót í Hafralækjarskóla - Undirbúningur í fullum gangi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.