Dagur - 27.01.1987, Blaðsíða 8

Dagur - 27.01.1987, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 27. janúar 1987 Hvemig notum við Mtímann Á hverjum morgni gleypa milljónir launþega í sig bolla af kaffi, renna augunum í flýti yfir dagblaðið og flýta sér síðan út í borgina til að verða hluti fjöldans á vinnumarkaðinum. í iðnaðarlöndunum er tiltölulega auðvelt að kanna skiptingu fólks eftir atvinnugreinum og fá upplýsingar um laun og vinnutíma - að minnsta kosti að því er varðar það fólk, sem vinnur utan heimilis. En það er talsvert meiri vandkvæðum bundið að fá yfirsýn yfir það í hvað fólk eyðir frítíma sínum. Grattan pöntunarlisti Vor- og sumarlisti 1987 kominn Glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Verð kr. 250.00, + póstkrafa ATH: Aðeins 500 listar verða seldir fyrir Norðurland Umboð Akureyri sími 96-23126 Vegna mikillar sölu vantar nýlega bíla í salinn - Láttu skrá bílinn og fáðu góð tilboð. ■ ^CKawasaki fjórhjól 1987 fyrirliggjandi ☆ Vélsleðar - Nýir/notaðir. ☆ Fjórhjól notuð á hagstæðum kjörum. ÞAU NOTA ENDURSKINS- MERKI-enhvaö gerir þú? UMFERÐAR RÁÐ Hvernig ver fólk hvíldartíma sínum í hinum ýmsu löndum jarðar? Petta hefur nú talsvert verið rannsakað. John Robinson þjóðfélagsfræðingur við háskól- ann í Maryland vinnur um þessar mundir að úrvinnslu gagna, sem fengist hafa með 10 ára könnun í 11 löndum á því, hvernig fólk ver frítímanum. Þeir, sem að rann- sókninni stóðu, fengu þúsundir fólks á ýmsum aldri og við margs konar störf til að halda sundurlið- aða dagbók yfir það, hvað það tók sér fyrir hendur yfir sólar- hringinn í heild. Þær niðurstöður, sem þegar liggja fyrir, benda til þess, að frí- tíminn, sá tími, sem ekki er not- aður til launaðrar vinnu, heimil- isstarfa, barnagæslu, svefns, ferðalaga eða verslunar, fari vax- andi í flestum iðnríkjanna. Af þeim þjóðum, sem könnunin tek- ur til, er frítíminn lengstur hjá Dönum og Hollendingum - að meðaltali 31 og 28 hundraðshlut- ar af sólarhringnum. Frakkar hafa minnstan frítíma, 20%, en Bandaríkjamenn ná 24%. Það kom ekki á óvænt, að hjá flestum fer stærsti hluti frítímans í að horfa á sjónvarp og samneyti við vini og kunningja. Japanir nota 40% af frítímanum til að sitja fyrir framan sjónvarpið og aðeins 10% til samskipta við annað fólk. Norðmenn, sem eiga álíka mörg sjónvarpstæki miðað við íbúatölu nota hins vegar aðeins 15% af sínum frítíma til að horfa á sjón- varpið og 30% til samneytis við aðra. En enda þótt Japanir noti margan klukkutímann til að horfa á sjónvarpið, þá eyða þeir samt sem áður 10% af frítíma sínum til lesturs, og það er með því mesta. í Japan og Frakklandi les fólk undir 25 ára aldri meira en þeir, sem eldri eru, segir Robinson. Það sýnir, að ennþá hefur hið prentaða orð mikla þýðingu fyrir börn og ungmenni, þrátt fyrir Hættulegur hávaði Hrotur geta verið hættulegar. Það langa hlé, sem verður á andardrættinum, getur þegar verst gegnir valdið dauða. Þriðji hluti jarðarbúa hrýtur, segja þeir sem kannað hafa. Hrotur eru algengari hjá körl- um en konum og hættulegri en fram kemur í grínteikningum. Miklar hrotur geta meðal ann- ars valdið hækkuðum blóð- þrýstingi, þreytu og kynlífstrufl- unum. Auk þess getur myndast svonefnd öndunargloppa, með því er átt við að öndunin stöðv- ast í 10 sekúndur eða lengur, allt upp í eina mínútu. í versta tilfelli getur slík öndunarstöðv- un valdið dauða. Allt þar til á síðustu árum hafa menn aðeins talið hrotur félagslegt vanda- mál, verstu hrotukarlar geta myndað hávaða í kringum 85 decibel, sem er íneira en leyfist á vinnustöðum. Á sjúkrahúsi í Danmörku fara nú fram tilraunir með hrotuvarnatæki, þar sem sveiflutíðni (vibrator) á að fá þann sem hrýtur til að snúa sér á hina hliðina þegar hávaðinn byrjar, og hætta þar með að hrjóta. Eina ráðið til þess hefur verið vandasamar skurðaðgerð- ir í öndunarfærum. (Vindcnskah for alle. - Þýð. Þ.J.) af erlendum vettvangL Frítími okkar fer vaxandi. Rannsóknir sýna, að flestir nota mikinn hluta hans til að horfa á sjónvarp. Engir eru þó iðnari við það en Japanir. myndbandavæðingu og þess hátt- ar. Robinson komst einnig að raun um það, að karlar, sem vinna utan heimilis, eiga sér fleiri frístundir en konur, sem vinna utan heimilis. Og hvað það snerti skipti þjóðerni, aldur eða atvinnugrein ekki máli. Það er greinilega ennþá staðreynd, að konur eyða meiri tíma við barna- gæslu og heimilisstörf. Athuganir Robinsons sýna þó hægfara breytingu á þessu sviði, þannig að í iðnríkjunum hefur vinna kvenna við heimilisstörf minnkað- en karla vaxið frá því sem var á sjöunda áratugnum. Vinnutíminn í iðnríkjunum hefur vissulega styst, en hvort frítíminn nýtist að sama skapi betur til hvíldar, - um það má deila. Fram til þessa hafa ekki marg- ar athuganir snúist um saman- Öskrið - og losnið við stressið Nú geta allir öskrað úr sér streit- una, án þess að eiga á hættu að nágranninn banki í vegginn eða kalli á lögregluna. Ný uppfinn- ing, sem nefnist Scream Muffler (öskurdeyfir) gerir öllum kleift að öskra eins og þá framast lystir - í vinnunni, heima hjá sér eða í strætisvagninum, án þess að nokkur heyri. Öskurdeyfirinn líkist helst greipaldini úr silfri, en með opi sem passar fyrir munninn á þeim, sem öskrar. Upp í þetta er svo óhætt að öskra, því að innan er gripurinn fóðraður með efni, sem gleypir hljóðið. Tekin er ábyrgð á, að það þaggi niður jafnvel hvellustu hljóð. Enda þótt uppfinning þessi kunni að virðast hlægileg, þá gegnir hún sínu hlutverki, segir uppfinningamaðurinn, Diane Berkowitz. Hún segir, að þegar hafi selst yfir 10.000 öskurdemp- arar bæði til einstaklinga og fyrir- tækja. Hluturinn kostar 10 dollara, og það er að mati Diönu Berkowitz ekki mikið miðað við það sem annars er eytt í pillur og áfengi til að losna við streituna. o»ýð. þ.J.) / Iskaldir drykkir án íss Nú verður fljótlega engin þörf fyrir kæliskápinn, þegar þarf að kæla öl eða gosdrykki, segir í New Science. Fyrir skömmu tókst mönnum í Bandaríkjunum að framleiða gosdrykkjadós, sem gat kælt gosdrykkinn á nokkrum sekúndum. í dósunum verður örlítið minna af gosdrykk en burð á t.d. veiðimönnum og verslunarfólki. En við saman- burð á því, hvað Frakkar tækju sér fyrir hendur miðað við indí- ánaþjóðflokk í Perú, kom í ljós að indíánarnir notuðu mun meiri tíma til að ræða saman eða bara til að hvíla sig. Hér má þó ekki líta framhjá því, að þeir búa við heitara loftslag. Eins og aðrir íbúar iðnríkjanna eru Frakkar líka neytendur í frí- tíma sínum, segir Allen Johnson mannfræðingur frá Kaliforn- íuháskóla, sem stjórnaði rann- sókninni. Enda þótt tennisleikur og hljómleikar auki á fjölbreytni lífsins, þá verður frítíminn stund- um svo yfirhlaðinn að hann verð- ur þjakandi. í frítíma sínum hafa mennirnir tækifæri til að verða mannlegastir. Og er það ekki það, sem við öll keppum að. (Videnskab for alle 12/86. - Þýð. Þ.J.) verið hefur, en hann verður aftur á móti alltaf ískaldur. Innan í þessari kælidós er hylki með samanþjöppuðu koldíoxíði. Um leið og dósin er opnuð opnast fyr- ir gasið, sem samstundis dreifir sér og breytir hitastiginu, svo að það snarlækkar. Hylkið breytist í „ístening", og á 90 sekúndum er sódavatnið orðið ískalt. (Þýð. þ.j.) Tölvur eru líka fyrir ungböm Hefur nýlega bæst ungbarn í fjöl- skylduna? Sé svo, þá er kannski tímabært að flytja tölvuna inn í barnaherbergið. Það er að minnsta kosti skoðun Victoriu Williams, skólaeftirlitsmanns í Texas. Rétti tíminn til að byrja að kenna á tölvuna er, þegar barnið er komið heim af fæðing- ardeildinni. Það er hægt að forrita vélina þannig, að hún gefi frá sér tónlist, klukknahljóm og ýmis önnur hljóð, og á meðan barnið er upptekið af þessum hljóðum getur móðirin sinnt heimilisstörf- unum, segir kennarinn Williams. Og hún hefur einmitt nýlega sent frá sér bók, sem ber heitið „Kenndu barninu þínu að nota tölvu“. Fyrstu þrjá mánuðina í lífi barnsins má nota tölvuna til að sýna litskreytingar og flatar- málsmyndir, sem efla sjónskyn barnsins. Þegar barnið er orðið átta mánaða getur það sjálft farið að stjórna vélinni. Það getur ýtt á ákveðna takka og fengið alls kon- ar andlit á skjáinn. En hver er annars tilgangurinn með því að byrja svona snemma? - Ef barnið finnur svo fljótt sem mögulegt er, að það hefur stjórn á tækninni, verður því síðar auðveldara að bjarga sér í þjóðfélaginu, er álit Williams. (Þýtt. - þ.j.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.