Dagur - 04.02.1987, Page 2

Dagur - 04.02.1987, Page 2
2 - DAGUR - 4. febrúar 1987 _viðtal dagsins. ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI S(MI: 24222 ÁSKRIFT KR. 480 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERTTRYGGVASON, EGILL BRAGASON, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi VS. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari.____________________________ Málefnastaða Fram- sóknar er góð „Unga fólkið þarf að meta það hvort það vill fara heilbrigðan og skynsamlegan milliveg milli frjálshyggjunnar annars vegar og mikilla ríkisafskipta hins vegar. Framsóknarflokkur- inn er flokkur félagshyggju og samvinnu sem vill stuðla að því að gera einstaklingana sem sjálfstæðasta en vill jafnframt vernda þá sem minna mega sín. Ungt fólk sem leggur áherslu á góða menntun, aðstöðu til heilsuræktar og heilsu- gæslu, góð dagvistarheimili o.s.frv. hlýtur að vilja verja velferðarríkið. Þetta unga fólk hafn- ar frjálshyggju. Ég er sannfærður um að það vill heldur ekki of mikil ríkisafskipti. Það hlýt- ur því að styðja Framsóknarflokkinn, “ segir Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, í viðtali nýlega þegar hann var spurður um Framsóknarflokkinn og þann mikla fjölda ungs fólks sem nú tekur í fyrsta skipti þátt í alþingisko sningum. Forsætisráðherra sagði ennfremur, að Framsóknarflokkurinn væri ekki fremur bændaflokkur, eins og andstæðingarnir halda gjarnan fram, en flokkur sjávarútvegsins og allrar alþýðu á íslandi. Þeir aðilar sem stóðu að uppbyggingu flokksins voru fulltrúar bændasamtaka, fulltrúar ungmennafélaga, sem jafnframt voru brautryðjendur sjálfstæð- isbaráttunnar, en einnig fulltrúar samvinnu- hreyfingarinnar. Framsóknarflokkurinn hefur starfað að og tekið afstöðu til þeirra mála sem varða íslensku þjóðina og landbúnaður er auðvitað mikilvægur í því sambandi, eins og ráðherrann kemst að orði. „Framsóknarflokkurinn hefur þurft að axla þann gífurlega vanda sem landbúnaðurinn á í nú. Flokkurinn hefur reynt að stuðla að því að landbúnaðarframleiðslan verði í samræmi við þarfir þjóðarinnar. Frá þeim vanda hefur Framsóknarflokkurinn ekki hlaupist og mun ekki gera það. Framsóknarflokkurinn hefur einnig haft forystu í sjávarútvegsmálum til margra ára. Á þeim málum hefur verið tekið af mikilli festu, “ sagði Steingrímur Hermannsson enn- fremur í áðurnefndu viðtali. Málefnastaða framsóknarmanna er mjög góð og ætti við eðlilegar aðstæður að færa flokknum góðan kosningasigur. Auðvelt er að benda á þann mikla ávinning sem orðinn er á mörgum sviðum undir forystu Framsóknar- flokksins. Með staðföstum vilja og mikilli vinnu hefur tekist að færa fjölmargt til betri vegar í íslensku þjóðfélagi. HS - Rætt við Matthías Angantýsson, sem mikinn áhuga hefur á ættfræði Flestir geta verið sammála um að það sé hollt hverjum og ein- um að eiga sér eitthvert tóm- stundagaman og ánægjulegt til þess að vita þegar það veitir fólki einhverja lífsfyllingu þó ekki sé meira sagt. Dægradvöl getur verið af margvíslegum toga, þó að auðvitað séu vissar greinar þar vinsælastar. Ætt- fræði er grein sem þó nokkuð margir dunda sér við og hefur eftirspurn og þátttaka á nám- skeiðum í þessari grein sýnt að áhuginn er mikill og fer jafnvel vaxandi. Matthías Angantýs- son 34 ára Sauðkrækingur er einn þeirra sem tekið hefur ástfóstri við ættfræðina og hann var spurður um hvernig hann hefði fengið áhuga á þessari grein. „Árið 1979 fékk móðir mín senda ættartölu móður sinnar, sem var rakinn í beinan karlegg alveg aftur til Helgu fögru dóttur Þorsteins á Borg sonar Egils Skallagrímssonar. Eftir að hafa skoðað töluna rak ég augun fljót- lega í að tvo ættliði vantaði. Ég fór með hana upp á skjalasafn og byrjaði að grúska þar. Ég fékk geysilegan áhuga á þessu grúski og var næstu mánuði tíður gestur á skjalasafninu, og eftir nokkra mánuði hafði ég stoppað í gatið. Áhuginn greip mig svo að ég stoppaði ekkert við og fór út í að rekja ætt mína, auk þess sem ég viðaði að mér ýmsum ritum sem höfðu með ættfræði að gera. Ættfræðin er engu lík, eðalkenningarnar fjúka. Áhrif hefur æ þó slík, að amast menn þar við að ljúka. “ - Hefurðu rakið þína ætt til hlítar og kannski meira? „Ég hef rakið hana í aðaldrátt- um og er að vinna að frekari frá- gangi. Ég hef ekki farið út í að skrá búskap og sögu þessa ætt- fólks míns, en kannski geri ég það einhvern tímann. Það er alla vega mun auðveldara að gera það eftir að búið er að skrásetja ætt- artöluna." - Hverjar eru svo stærstu ætt- irnar sem þú ert kominn af? „Mínar ættir eru úr Skaga- fjarðar- og Eyjafjarðarsýslu. Úr Skagafirðinum eru þær stærstu kenndar við: Lambanes, Djúpa- dal, Vídalín, Erlendung frá Vatni á Höfðaströnd, Hrólfung frá Álfgeirsvöllum og Jessaætt sem aðallega er af Skaganum. Úr Eyjafirðinum eru m.a. Kálfsár- ætt, Hólsætt, Hnjúksætt, Krossa- ætt og Hvassafellsætt.“ - Einhver þekkt nöfn meðal ættingja? „Ég er kominn af 14 Hólabisk- upum m.a., Guðbrandi Þorláks- syni, Gottskálki grimma, Jóni Árasyni, Marteini biskupi Einars- syni og ísleifi Gissurarsyni. Pá er að finna þarna, Ara í Ögri Magn- ússon, Björn ríka Þorleifsson á Skarði á Skarðsströnd, Pál í Sel- árdal sem frægur var á miðöldum fyrir að vera einna gráðugastur að setja menn á bál fyrir galdra og ég er víst líka kominn af bróð- ur þess sem lenti í fyrstu galdra- brennunni árið 1625.“ - Hvernig er það, getur ekki komið fyrir að allt smelli í baklás með allar þessar ættartölur í höfð- inu? „Jú, það getur gerst þegar maður er orðinn þreyttur og þá er ekkert annað að gera en hvíla sig. Ættfræðin er þó nokkur frumskógur og sem dæmi get ég rakið ættir mínar á 24 vegu til Jóns biskups Arasonar og það býst ég reyndar við að fleiri íslendingar gætu gert ef þeir færu út í það. Það er nefnilega talið að flestir íslendingar eigi ættir sínar að rekja til hans.“ - Þú hefur ekki hug á að fara í nám í ættfræði? „Nei, ættfræði er ekki regluleg námsgrein, enda byggist hún langmest á áhuga og grúski. Það er hægt að kenna fólki á nám- skeiðum hvernig það á að vinna við að rekja ættir og skrá þær og það hafa verið haldin svoleiðis námskeið og verið vel sótt, m.a. af unglingum. Ég hef aldrei farið á svoleiðis námskeið. Ég hef hins vegar verið að gæla við að læra fornleifafræði sem ég hef mikinn áhuga á, en ég veit ekki hvað maður gerir. Það virðist ekki vera auðvelt að fá vinnu í þeirri grein hérna vegna þess hvað störfin eru fá og ég hef heyrt að erlendis séu margir um hvert starf.“ - Hvað er erfiðast við ættfræð- ina? „Það eru tvímælalaust villur sem gerðar hafa verið einhvern tím- ann við skráningu og síðan aðrir apað þær eftir. Það þarf mikla aðgætni og vinnu við að bera þetta allt saman og yfirfara til að ganga úr skugga um að örugglega sé rétt með farið. Vert er því að varast vítin, velta hlutum fyrir sér. Pví skolli drjúg er skekkjuhítin, svikul læðist hvar sem er. “ - Gerirðu eitthvað af því að rekja ættir fyrir aðra? „Nei, alls ekki. Ég forðast það eins og heitan eld, það truflar grúskið.“ - Hefurðu eitthvert samband við aðra ættfræðinga? „Það er voðalega lítið. Við Guðmundur ættfræðingur hjá Héraðsskjalasafninu höfum sama og ekkert unnið saman. Ég kynntist honum árið 1981 og þá skoraði hann á mig að rekja ættir mínar þar til þær mættu hans ætt- um og það voru 13 ættliðir sem ég rakti, og hann rakti sína ættartölu á móti.“ - Einhver önnur áhugamál? „Ég hef líka töluverðan áhuga á mynt- og frímerkjasöfnun.“ - Matti glotti við og sagði ein- jstaka sinnum eina og eina koma upp í hugann, þegar hann var spurður hvort hann gerði eitt- hvað af því að setja saman vísur. Ekki var hann lengi að kveða þær vísur sem birst hafa hér á undan í tengslum við umræðuefnið. Hann færðist hins vegar undan þeirri bón að sýna fram á skyld- leika sinn við Egil Skallagríms- son með því að yrkja drápu. -þá

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.