Dagur


Dagur - 04.02.1987, Qupperneq 11

Dagur - 04.02.1987, Qupperneq 11
4. febrúar 1987 - DAGUR - 11 Að stytta skammdegið Skammdegið hér á norðurslóðum hefur alla tíð verið mikill ógn- valdur, þótt nokkuð hafi dregið úr áhrifum þess með tilkomu raf- ljósanna. Fyrrum var ekki ótítt, að yfir menn kæmi eins konar sinnisveiki á þessum árstíma, svo jafnvel fullhraustir menn áttu það til að leggjast í rúmið í svart- asta skammdeginu. Nú mun það orðið fáheyrt, enda hafa fáir tækifæri til þess, fyrir hvers konar önnum. í stað- inn reyna menn að manna sig upp með brennivínsdrykkju eða pillu- áti, eða einhverju þaðan af verra. Umferðarslys eru óvenju tíð á þessum tíma og hvers konar ill- virki færast í vöxt, eins og heyra má í fréttum. Þetta á sínar eðlilegu skýring- ar. Mannskepnan er upprunnin á miklu suðlægari breiddargráðum og hefur enn ekki aðlagast hinum breyttu skilyrðum ljóss og myrkurs, þrátt fyrir árþúsunda langa búsetu. A.m.k. virðist það eiga við um norræna kynstofn- inn. Það er sjálfsagt engin tilvilj- un, að kynstofn þessi hefur, allt frá grárri forneskju, haft hátíðar- höld mikil á vetrarsólstöðum, er menn kölluðu „jól“ og af ein- hverri tilviljun féll saman við fæðingarhátíð kristninnar og gaf henni það heiti, sem hún ber á Norðurlöndum og í Frakklandi (jol, jul, noel). Við getum rétt hugsað okkur, hvernig ástandið væri hér á ís- landi á myrkasta tímanum, ef jól- in væru ekki til að lýsa hann upp og draga úr sárasta skammdegis- kvíðanum, enda eru jólin raunar eina trúarhátíðin sem almenning- ur virðir hérlendis. Þannig má því segja, að jólahaldið stytti skammdegið í hugum okkar og tilfinningu, þótt það breyti ekki gangi himintunglanna. Tíminn er afstætt hugtak í mörgum skilningi, enda eitt þeirra fyrirbæra, sem enn hafa naumast verið skýrð eða skilin, af hálfu vísindanna. Eitt er víst, að tíminn mældur í stundum og mínútum, er ákaflega mismun- andi langur í tilfinningu okkar, og munu víst allir hafa reynt það á sjálfum sér. (Samkvæmt Ein- steins-kenningum breytist tíminn með hraðanum). Við getum því slegið því föstu, að það er hægt að stytta skamm- degið, þ.e.a.s. það skammdegi sem hver maður upplifir í sjálfum sér, án þess að grípa til stjörnu- fræðilegra aðgerða, sem ekki er í mannlegum mætti að fram- kvæma. Þar á ég ekki við leng- ingu hátíðanna, því mörgum finnst þær víst nógu langar, heldur breytingu á viðmiðun tímatalsins, eða „klukkunni" eins og það er vanalega orðað. Líklega gera fáir sér grein fyrir því, að hér á íslandi er nú löggilt- ur svonefndur „íslenskur staðal- tími“, sem er hinn sami og „mið- tími Greenwich“, þ.e. miðaður við þann „stjörnu- eða sóltíma“ sem gildir í þorpinu Greenwich í útjaðri Lundúnaborgar í Eng- landi, en sá tími er einnig notað- ur um allt Bretland. Þetta þýðir raunar, að þegar klukkan er tólf „á hádegi“ hér á íslandi, er sólin f hádegisstað í London. Það er svo ekki fyrr en einni klukkustund síðar, eða um kl. 13 að sól kemst í hádegisstað á Egilsstöðum og um korteri síð- ar (um 13.15) á Akureyri. Loks um hálf-tvö er raunverulegt hádegi komið í Reykjavík og um 10 mínútum síðar (13.40) á Pat- reksfirði. Þessi tímaviðmiðun er því greinilega um 1-1,5 klst. of sein, miðað við legu íslands á hnettinum. Með öðrum orðum er BTUTT RABB UM BK4MMÐE6II cj 0 'í n ueisi nittúrUga. f>ucn.vr skammdeciii) bjjjýar og í>ucn*c )Ja5 cndar? Ætú JjaJ> byirji ckklá fófuödag? - þctta uar uoðaUgt suat.t&i þú akyidiu ckki scgja á")ónsmi23sui ökaimmlcgíð <i% Uyrjat eftiz minumamekk þ<y-- ' <s se eól it á bjri iáþarf af þvý , l san J>ún er Lngatáíajttm.ó.a. ) j 7 Ulukkuxíma. öamkujMnt þvi \ bgrjar skaminckgið í Kn/kj.uiík 2J tfnóuonbctojcniiar 3-Jebniac . J dag et’ siSaaíi dagucskaranu X degiains. þcgar skammdcjinu ^ týlítir,btjýavjafndeni á iwrog srrnJnr til 7.aprit,en langdcgí bytjiEi þegar sól cr ckki skcmur ctx 14 fíma álojhi, það er T.april ög stcmlur fil ó.scpfcniiw.há. bijrjarjafnilcgi á fiausti' og ðtcmlur íil skammdepis.-ís ^þctta )ann íg út ciuu sinný þcgar ég uar á góngu meó lag-, íegri stúllut i uoltkri Jtam á Scltjarnarnosi.'fiunuai; að stgja óðru-bucrju:-Af puccju ertu, sona?- Son.t Buernig ? 0.30 Af fiuciju seflirðu ckkert?*«. Cfg craó fmgsa um íivenxTitmiiv dcgió byyi? Jur/ mt eridilega aS uctj aíjiuflM um þaii núna? raasaesíSiWKass Suovfóc cg ati tala og sagííi uiS Stúlkuna: Skammdcgií fkfut víst byrjaSJyi-ic nokkcum cíój= um. (tigum uió að skoiu í xlniu nakió, þojar uiá komum fieiœ, fiuenxc sóimuar fumxí loffi? Q^kamtnJcgi er þá 12 uikuy 'jafndegi töuikuc og lartgdegi 22 uiku.tr,. af áci Sjuerjitt-ews fiompaníiuiJ aUífió^ðamialsbók* -------efíir —:------- j Maíí1ivJul?aimcs3ctng)i£iríi.))órijœ, þriójudagttm 3.?c|iniar kl.s.l7ó.-, C\Guóbrandur Magnússcm, „klukkan“ okkar því a.m.k. einni klst. „á undan tímanum", eða of fljót. Allt frá því að samræmd tíma- skráning var upp tekin hér á landi, um aldamótin síðustu, og fram um 1970, gilti hér „íslenskur miðtími", sem var einni klst. á eftir miðtíma Greenwich, sem eðlilegt er. Á árunum 1939 til 1967 var einnig í gildi heimild til breytinga á klukkunni yfir sumar- ið, svonefndur „sumartími", sem var einni klst. á undan miðtíman- um þ.e. sama sem miðtími Greenwich. Var klukkunni þá flýtt um 1 stund á vorin og seink- að aftur jafnmikið á haustin. Tilgangurinn með „sumartím- anum“ mun hafa verið sá, að fá menn til að fara fyrr á fætur yfir sumarið, svo hinar björtu stundir dagsins notuðust betur til vinnu, sem kallast má skynsamleg ráð- stöfun. Þessi háttur er enn hafður á í flestum Evrópuríkjum og í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Með sérstökum lögum frá 7. apríl 1968 var tímatali okkar íslendinga breytt þannig, að það- an í frá skyldi „miðtími Green- wich“ gilda allt árið, þ.e. „sumar- tíminn", sem áður kallaðist svo, en kallast nú „íslenskur staðal- tími“. Ef ég man rétt, voru þær rök- semdir helstar fyrir breytingunni, að auðveldara yrði fyrir flugfélög og skipafélög að gera sínar tíma- töflur. Einnig mun sumartíminn um þetta leyti víða hafa verið lagður niður, þótt upp væri tek- inn að nýju, og hefur það vænt- anlega valdið einhverju um þessa ákvörðun. Hvers vegna „sumar- tíminn" var tekinn upp sem stað- altími en ekki „miðtíminn“ er hins vegar ekki vel ljóst. (Voru það kannski fyrirmæli frá Alþjóðabankanum?) Landsfeðr- um vorum hefur eflaust fundist þessi tímatalsbreyting skynsam- leg, enda víst tekin að „bestu manna ráði“, eins og sumarauk- inn forðum. Þeir virðast samt ekki hafa gert sér grein fyrir því, að með þessari breytingu voru þeir að „lengja“ skammdegið fyr- ir þjóð sína, um hvort meira né minna en einar 5-6 vikur. Þetta skal nú skýrt nánar. Ég hygg það óumdeilanlegt, að flestir miða skammdegið við það tímabil ársins, sem þeir þurfa að fara á fætur og hefja vinnu í myrkri. Seinni hluti dagsins skiptir hér miklu minna máli, því flestir vinna fram í myrkur hvort eð er, mest allan veturinn. Við núgildandi staðaltíma þarf meginþorri þjóðarinnar að fara á fætur í myrkri á tímabilinu nóvember-febrúar eða um 4 mánuði, sem er um þriðjungur ársins. Til nánari skýringar skulu hér teknar tölur um birtingu í Reykjavík úr Almanaki Þjóð- vinafélagsins 1986 og 1987. Ef miðað er við að bjart sé orðið um kl. 8 að morgni, er það síðast 26. okt. að haustinu og svo ekki fyrr en 25. febrúar á útmánuðum, en þar á milli eru 123 dagar, eða réttir fjórir mánuðir. Ef hins vegar, að „íslenskur miðtími“ væri í gildi, eins og var áður að vetrinum fram til 1968, er samsvarandi myrkurtími í Reykjavík aðeins frá 17. nóv. til 5. febrúar, eða 81 dagur. Mis- munurinn er 42 dagar, eða 1 mánuður og 12 dagar. Skamm- degið myndi því styttast um heil- ar 6 vikur við tímabreytinguna. Það munar um minna þegar hinir dimmu og drungalegu morgnar eru annars vegar. (Eins og áður var getið er mismunur á staðar- tíma og staðaltíma um korteri minni á Akureyri og um hálftíma minni á Egilsstöðum, og ætti að birta þar að sama skapi fyrr á morgnana, en þess er þó að gæta, að þeir staðir eru norðar og auk þess skyggja fjöll þar meira en í Reykjavík. Skv. töflu er skamm- degið hér á Akureyri frá 29. okt. til 22. febr., miðað við birtingu kl. 8 að morgni). Nú eru kosningar framundan og stjórnmálamenn á höttunum eftir baráttumálum og kosninga- loforðum, sem helst þurfa að vera svo einföld, að hægt sé að framkvæma þau að slagnum loknum. Hér er einmitt drepið á eitt slíkt málefni. Þessum vit- lausu lögum frá 7. apríl 1968, um íslenskan staðaltíma, ætti að breyta sem fyrst og taka aftur upp íslenska miðtímann, sem er þó nær hinu rétta. Þetta er auð- velt mál, og hægt að gera nánast með einu pennastriki. Ég efast stórlega um, að nokk- ur stjórnmálamaður geti gert þjóð sinni meiri greiða en að stytta henni skammdegið um heilar 6 vikur, og lofa henni að sofa klukkustund lengur fram á morguninn allan veturinn. Ekki síst myndu skólabörnin verða þakklát, sem nú þurfa að gauf- ast í skólana í misjöfnun veðrum og kolniðamyrkri, allt niður í 6-7 ára aldur. Hvað skyldu margar sálir vera skemmdar á þeim „myrkraverkum“? Varðandi „sumartímann“, þá finnst mér vel koma til greina að taka hann upp aftur yfir sumarið, eins og flestar grannþjóðir okkar virðast hafa gert. Það myndi auð- velda útivinnu vor og haust, og auka fjölbreytni í þjóðlífinu. Ég minnist enn þeirrar tilhlökkunar sem fylgdi tímabreytingunni haust og vor. Manni fannst vorið í rauninni komið, þegar klukk- unni var flýtt snemma í apríl, og ekki var seinkun hennar á vetur- nóttum síður kærkomin. Þannig er mannskepnan, hún tekur oft meira mark á einhverj- um merkjum og táknum en sjálf- um raunveruleikanum. Ef hún gerði það ekki væri hún heldur ekki manneskja. Akureyri á Pálsmessu. H.Hg. Alafosslopi á útsölu 30% afsláttur af flestum gerðum Sértilboð 65% afsláttur ULLARVÖRUDEILDIN KJœbírarslwi Siffitbar (híömniuimuirhf. HAFNARSTRÆTI 96 SÍMI 96*24423 AKUREYRI Kjötiðnaðarmaður óskast sem fyrst til að veita kjötvinnslu Kaupfélags Vestur- Húnvetninga forstöðu. Húsnæði fylgir. Upplýsingar hjá kaupfélagsstjóra í síma 95-1370. Kaupfélag Vestur-Húnvetninga. Vegna forfalla bráðvantar kennara til afleysinga við Síðuskóla á Akureyri. Kennslutímabil frá febrúarlok- um til maíloka. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma (96)22588. Kennara vantar Hestamenn! Látum ekki aka á okkur í skammdeginu - notum ENDURSKINSMERKI HESTAMAWNAFÉLAGie LÉTTIR Slolnað 5 nov 1928 P O Bo> 34« - 602Akui»yr, LYFTARAR Eigum til afgreiðslu nú þegar mikið úrval notaðra rafmagns- og diesellyftara, ennfremur snúninga- og hliðarfærslur. Tökum lyftara upp í uppgerðan, leigjum lyftara, flytjum lyft- ara. Varahluta- og viðgerðaþjónusta. Líttu inn - við gerum þér tilboð. Tökum lyftara í umboðssölu. LYFTARASALAN HF. _________________jj Vatnagörðum 16. Símar 82770 og 82655.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.