Dagur - 05.03.1987, Blaðsíða 5

Dagur - 05.03.1987, Blaðsíða 5
5. mars 1987 - DAGUR - 5 Tannlæknafélag Norðurlands: Greinargerö vegna skrifa Vilhjálms Inga Nei, þetta er ekki ísbjörn. Myndin er tekin á hundasýningu og eftir öllum sólarmerkjum að dæma hefur keppnin verið löng og þreyt- andi. Litli snáðinn hel'ur lagt sig í fangið á hvutta sem gcispar ógur- lega. Kannski var þetta grettukeppni hunda, hvað veit ég, en hitt er víst að ekki gæti ég hugsað mér að lúra undir svona gini. Svei mér þá ef skolturinn er ekki stærri en hausinn á barninu. Þetta er skelfi- legt. Hundurinn hlýtur að hafa fengið hryllingsverðlaun kvöldsins. Almennur stjórnmálafundur B-listans Föstudaginn 6. mars að Breiðumýri kl. 21 .C Frummælendur verða: Valgerður Sverrisdóttir og Jóhannes Geir Sigurgeirsson. Þátttakendur á fundinum auk þeirra verða: Guð- mundur Bjarnason, Þóra Hjaltadóttir, Valdimar Bragason og Bragi V. Bergmann. Fundurinn er öllum opinn B-listinn Norðurlandskjördæmi eystra. I. Tannlækningar eru dýrar Á undanförnum misserum hafa tannlæknar, störf þeirra og verðskrá verið meira til umfjöllunar í fjölmiðlum en oft áður. Margt hefur þar verið sagt tannlæknum til hnjóðs, sumt rök- stutt en fleira órökstutt. Einkum hefur verðskrá fyrir þessa þjón- ustu veriö gagnrýnd, en tann- læknar hafa á þessum tíma staðið í samningagerð við hið opinbera. Tannlæknar eru fyrstir manna til að viðurkenna að þessi þjónusta er dýr þeim sem hana nota. Við viljum hins vegar benda skýrt á að þær upphæðir sem greiddar eru fyrir þjónustuna eru ekki laun tannlæknisins frekar en þær upphæðir sem greiddar eru yfir búðarborð eru laun kaupmanns- ins. II. Laun og kostnaður í þeirri samningagerð sem nýlega er afstaðin milli Tryggingastofn- unar ríkisins og Tannlæknafélags fslands var m.a. samið um nýjan taxta. þar sem m.a. var höfð hlið- sjón af veröi tannlæknaþjónustu á hinum Norðurlöndunum. I stuttu máli er taxtinn byggður upp af mörgum aðgerðarliðum, sem hver um sig er verðlagður. annaðhvort samkvæmt tímaein- ingu, þ.e. ákveðið gjald fyrir hverjar 10 mínútur eða sam- kvæmt afkastaeiningu, þ.e. fast gjald fyrir ákveðinn aðgerðarlið. Verðskráin samanstendur af launalið tannlæknis og rekstrar- kostnaði tannlæknastofunnar. í nýgerðu samkomulagi eru þessi híutföll 42% launaliður og 58% kostnaðarliður. Af þessum 42% þarf tannlæknirinn að greiða sér laun í 12 mánuði á ári, þ.e.a.s. sumarfrí, veikindadaga, endur- menntunartíma, fæðingarorlof, lífeyrissjóð o.s.frv., sem flestar aðrar stéttir liafa samningsbund- ið frá vinnuveitanda. Enda [)ótt segja megi að tannlæknar séu með góðar tekjur í þessu þjóðfé- lagi eru tröllasögur um laun þeirra fjarstæða. III. Neytandinn og tannlæknirinn í dagblaðinu Degi þann 3ja mars sl. birtist grein undirrituð af Vil- hjálmi Inga. í henni er ein trölla- sagan um laun tannlækna. Engar efasemdir lætur Vilhjálmur Ingi í Ijósi um að rétt hafi verið farið með verðskrá um tannlækningar í umræddu tilfelli og hann er ánægður með þá þjónustu sem sonur hans fékk. Hann gerir hins vegar lítið úr þeirri vandasömu aðgerð sem þarna var fram- kvæmd, þar sem er flutningur á fullorðinstönn úr efri kjálka í þann neðri. Slík aðgerð er ekki gerð út í bláinn. Hún krefst síns undirbúnings og í þessu tilfelli er hún hluti af flókinni tannréttingu. Það er rétt hjá V'ilhjálmi Inga að aðgerö sem þessi líkist „einfaldri handavinnu" fyrir þá sem ekki þekkja til, en það gera líklega all- ar skurðlækningar og allir líffæra- flutningar. Aðgerö þessi tók V/i klukkustund, en viðkomandi tannlæknir ætlaði sér 2 klst. til verksins, því að ekki ganga allar aðgerðir eins snurðulaust og þessi. Drengurinn kom til eftir- meðferðar vikú eftir aðgerðina og kemur enn til eftirlits eftir 4 vikur. Báðar þær heimsóknir eru innifaldar í upphæðinni sem Vil- hjálmur Ingi segist hafa greitt fyr- ir „einnar klukkustundar aðgerð". Það er því miður oft svo, að ekki er litiö á alla þætti málsins þegar rætt er um kostnað \iö tannlækningar. Við tann- læknar teljum okkur vel þola sanngjarna gagnrýni en við vilj- um gjarnan að fólk hugsi málið til enda og leiti sér upplýsinga hjá viðkomandi tannlækni áður en það ræðst fram á ritvöllinn. Stjórn T.F.N. Sjallinn um helgina Dstudags- kvöld laísson og Ásgeir rsson skemmta. sveitin 7und leikur fyrir dansi Kjallarinn í kvöld Stuömennirnir Egil' Óiatsson og Ásgeir i Óskarsson haida uppi 1 góöri barstemmningu Laugardags- kvöid maöur 1 Jón b'ail sterkasti. heimssvnirkrattasina qeíst tækiiæri tii aö ta ó \,iN ,lón Pál ___Nú j takast verður i ungtrú' ireyri? að leita að stúlkum , arsamkeppnina sem a veröur í lok apríl- jingum skal koma til lastióra Sjallans Ingu isdóttur. Boröapantamr fyrir matargesti í síma 22970 og 22525. iö Jon Pál, hver þorir? Hiiómsveitin 7und tra Ve stmannaeyjúm - sér um tjöriö Wlatseðili GÓÐAHELGI _____ nCL.Ul 1 meö súkkulaði og^om^ SjatöúM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.