Dagur - 05.03.1987, Blaðsíða 16

Dagur - 05.03.1987, Blaðsíða 16
Akureyri, fímmtudagur 5. mars 1987 Mótorverkstœði StOlum alla bfla með fiillkominni mótorstfllítölvu Við Tryggvabraut • Akureyri • Sími 22700 „Búið að semja við Rússana" - segir Aðalsteinn Helgason hjá Iðnaðardeild SIS „Það er búið að semja um sölu á 150.000 peysum og 140.000 treflum til Sovétríkjanna. Þá gerum við okkur vonir um að hægt verði að semja um sölu á 50 til 70 þúsund peysum í viðbót,“ sagði Aðalsteinn Helgason, framkvæmdastjóri uilariðnaðar SÍS þegar hann var spurður um sölusamninga Iðnaðardeildarinnar við Sovét- menn. Að sögn Aðalsteins er verið að vinna að viðbótarsamningi við Sovétmenn og bíða menn átekta eftir viðræður Steingríms Her- mannssonar, forsætisráðherra, við sovéska forsætisráðherrann, en í þeim viðræðunt bar sölumál ullarvara á góma og lýsti sovéski ráðherrann yfir vilja sínum í þá veru að meira yrði keypt af íslendingum. „Við erum auðvitað vongóðir eftir þessa niðurstöðu fundar ráð- herranna. Við vitum þó ekki enn hvaða tegund ullarvara Sovét- menn munu kaupa; peysur eða trefla, né heldur hvenær. f>að ntagn sent þegar hefur verið sam- ið um er svipað og undanfarin ár. Verðið á ullarvörum hefur verið á niöurleið en það tengist mjög því verði sem við greiðum fyrir sovéska olíu. En ef safnningar nást um verulega söluaukningu þá getum við frekar sætt okkur við lægra verð en ella,“ sagði Aðalsteinn. EHB Gleraugnagler: Samræmt verð - þótt samkeppnin sé „frjáls“ Verðlagsstofnun hefur gert athugun á samkeppnisháttum og verðmyndun hjá gleraugna- verslunum. Niðurstaðan er sú að gleraugnasalar samræma í nær öllum tilfellum verð á þessum vörum sín á milli og brjóta þar með lög um verðlag, samkeppnishömlur og órétt- mæta viðskiptahætti. Félag gleráugnaverslana hefur gefið út verðlista yfir gleraugna- gler og látið verslunum í té og jafnframt beint þeim tilmælum til félagsmánna að ekki sé vikið frá verðlistanum. „Virðist tilgangur sá að takmarka verðsamkeppni“, segir í fréttatilkynningu Verðlags- stofnunar. Athugunin tók til 13 gler- augnaverslana í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og á Akureyri. í 10 af þessum 13 verslunum, þar af báðum gler- augnasölunum á Akureyri, var verð á gleraugnaglerjum nánast það sama í öllum tilfellum, mun- urinn var frá 1-15 krónur eftir tegundum. Verslunin Linsan í Reykjavík skar sig nokkuð úr og var verðið þar yfirleitt hærra en annars staðar en tvær verslanir aðrar í Reykjavík voru ýmist ofan eða neðan við viðmiðunar- verðskrá félagsins. „Gleraugnasalar hafa í gegn- um tíðina stuðst við verðlagningu hjá kollegunum á hinum Norður- löndunum í sambandi við gler- augnasmíði almennt. Sl. þrjú ár höfum við verið að dragast aftur úr þeim í verðlagningunni og núna erum við komnir langt und- ir það verð sem gildir á hinum Norðurlöndunum,“ sagði Karl Davíðsson hjá Gleraugnaþjón- ustunni á Akureyri í samtali við Dag. „Til dæmis er síðasta viðmið- unarverðskrá gefin út í septemb- er ’86 og yfirleitt er ''erðið miðað við þýsk mörk. Sá gjaldmiðill hefur hækkað talsvert síðan en verðið hjá okkur hefur ekkert breyst. Þannig að þessi sam- ræmda verðskrá hefur frekar áhrif í þá átt að halda verðinu niðri heldur en hitt,“ sagði Karl. BB. I gaer tefldi jiigósiavneski stórmeistarinn Ljubojevic fjöltefli við hátt í 50 skákmenn á Akureyri. Fjölteflið fór frain í Lóni og voru margir áhugasamir áhorfendur mættir á staðinn til að fylgjast með stórmeistaranum. Skákirnar stóðu fram eftir kvöldi þannig að við vitum ekki hvernig okkar mönnum gekk, en eins og flestum er kunnugt gekk Ljubojevic bölvanlega á IBM mótinu í Reykjavík. Mynd: kwi Gífurlegar nautakjötsbirgðir hjá Sláturhúsum KEA: „Gæti valdið erfiðleikum við slátrun næsta haust“ - segir Óli Valdimarsson sláturhússtjóri Hjá sláturhúsum KEA á Akur- eyri, Dalvík og Svalbarðseyri eru nú til gífurlegar birgðir af nautakjöti og kýrkjöti, alls um 300 tonn að sögn Óla Valdi- marssonar sláturhússtjóra. „Þetta er afar slæm staða,“ sagði Óli í samtali við Dag og sagðist ekki muna eftir öðrum eins birgðum af nautakjöti hjá KEA. Á Akureyri eru birgðirnar um 250 tonn en afgangurinn er að mestu leyti á Dalvík því litlar birgðir eru á Svalbarðseyri. Ástæðan fyrir þessu gífurlega magni af kjöti er mikil slátrun á kúm vegna niðurskurðar í mjólk- urframleiðslu að undanförnu. Óli sagðist telja að kýrkjötið væri um það bil helmingur birgðanna. Á síðasta ári var framleiðsla á ali- kálfakjöti einnig á hámarki þann- ig að þetta tvennt hjálpast að. Birgðir af alikálfakjöti voru strax um mitt síðasta ár orðnar um 100 tonn. 800 tonnum af frönskum kartöflum smyglað í fyrra? „Erurn að rannsaka málið“ Óli sagði að kýrkjötið væri fyrst og fremst ætlað til vinnslu enda væri það mjög erfitt í sölu, ekki síst eftir umfjöllun fjölmiðla á síðasta ári. Hins vegar sagði Óli að hér væri um að ræða óvenju gott kýrkjöt því miklu væri slátr- að af ungum gripum. - segir Hermann Guðmundsson, fulltrúi „Viö erum aö rannsaka máliö og tökum þessa ábendingu alvarlega eins og aðrar ábend- ingar sem við fáum,“ sagöi Hermann Guðmundsson, full- trúi tollgæslustjóra í Reykja- vík, þegar hann var spurður um það hvernig stæði á því að í viðskiptaráðuncytinu væri skráður innflutningur franskra kartaflna í fyrra 400 tonn en innanlandsneysla á sama tíma er talin nema 1200 tonnum. Að sögn Hermanns hafa toll- verðir ekki orðið varir við til- raunir til að smygla frönskum kartöflum í frystigámum innan um annað grænmeti. Þó væri ekki hægt að sjá annað af fréttum en að menn teldu að einhver fótur gæti vcrið fyrir þessu. Milli 60 og 70% starfsmanna tollgæslunnar í Reykjavík heföu með höndum margvíslegt eftirlit með vöruinn- flutningi og vissulega væri meg- inhluti þessa innflutnings í gámum. „Innflutningspappírar ganga hér í gegnum skrifstofurnar og tollverðir velja úr það sem þeir vilja láta skoða. Því næst tekur viðkomandi deild við pappírun- um, ýmist starfsmenn í vöruskál- um eða starfsmenn úr aðalskrif- stofunni við Tryggvabraut. Það er ákveðinn tollaflokkur fyrir hverja vörutegund fyrir sig,' í þessu tilviki fryst grænmeti sem hefur mismunandi tollnúmer. Eftirlit hjá okkur er fólgið í því að vara sé rétt tollflokkuð og að rétt magn vöru sé uppgefið í hverjunt tollflokki. Ef nokkrar tegundir grænmetis koma saman í einum gámi þá er eftirlit okkar að fylgjast með því hvort magn og vörutegundir komi heim og saman við tollskýrslu,“ sagði Hcrmann. Fegar Hermann var spurður að því hvort meiriháttar leit færi nú fram vegna þessara ábendinga sagði hann: „Ég myndi nú ekki orða það þannig en við reynum að sinna þessu. Við munum gefa innfluttu, frystu grænmeti aukinn gaum. Við erum ekki bundnir þagnarskyldu í ákveðnum málum þegar misferli á sér stað og við tcljum okkur hafa upplýsinga- skyldu gagnvart fjölntiðlum en segjum ekkert nema við séum spurðir." EHB „Vandamálið hjá okkur er fyrst og fremst plássleysi því allar frystigeymslur eru fullar. Við urðum að hætta að slátra naut- gripum í haust vegna þessa og nú bíða um það bil 80 gripir, sem samtals eru 13-14 tonn, slátrun- ar,“ sagði Óli. Óli sagði að erfiðlega gengi að selja fryst nautakjöt og þess vegna væri nú reynt að slátra bara eftir hendinni og selja kjötið jafnóðum. Vegna þessa jukust birgðirnar ekki í ágúst. „Ég er að vona að það fari að ganga á birgðirnar en þetta gæti þó valdið erfiðleikum við slátrun næsta haust,“ sagði Óli að lokum. ET

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.