Dagur - 05.03.1987, Blaðsíða 9

Dagur - 05.03.1987, Blaðsíða 9
8 - DAGUR - 5. mars 1987 5. mars 1987 - DAGUR - 9 Nemendafundur á föstudegi. Við göngum gegnum ákveðna þroskabraut frá bernsku til fullorðinsára. Grunnskólakerfið er miðað við að við fylgjum meðalmennskunni með litlum frávikum, enda gera það flestir. Skólaskyldan er bæði okkar kvöð og réttindi; þ.e.a.s. þess er krafist af okkur að við hlýtum henni og um leið eigum við heimtingu á að njóta þeirra mannréttinda sem þessi grunn- menntun er. En hvað um þá unglinga sem fylgja ekki jafnöldrum sínum eftir í þroska og þurfa meiri aðstoð en aðrir? Hver eru réttindi þeirra? Ekki fyrir alls löngu frétti ég af því að rekið væri í Löngumýri 15 einhvers konar skóli fyrir unglinga sem ekki hafa lokið grunn- skólaprófi - kallað Starfssólinn. F»essi stofnun vakti forvitni mína, því að í allri umræðunni um unglinga og vandamál þeirra hefur að mestu leyti gleymst að fjalla um þennan hóp; hóp sem þarf að mæta raunverulegum vandamálum á lífsleiðinni. Hvað er Starfsskólinn? Starfsskólinn er sambýli 6 sérkennslu nemenda og tveggja starfsmanna auk tveggja stundakennara sem hjálpa þeim bæöi við nám, í einkalífinu og úti á vinnumarkaðinum. Pau eru Magni Hjálmarsson, Elísabet Hall- dórsdóttir, Valgerður Hrólfsdóttir og Margrét Rögnvaldsdóttir. Kennslan fer fram fyrir hádegi og byggist aóal- lega upp á því að kenna krökkunum að sjá um sig sjálf á heimili. Fyrir utan það eru þau í bóklegu námi tengdu daglegu lífi - leikfimi, handa- vinnu og tónlist. Eftir hádegi fara þau til vinnu, öll nema yngsti ein- staklingurinn. Starfsmennirnir fylgja þeim eftir út á vinnumarkaðinn, sjá um að útvega þeim vinnu og veita aðstoð ef upp koma vandamál á vinnustað. Fyrir hádegi á föstudög- um ræsta þau skólann og halda ýmist hópfund (þar sem síðastliðin vika er rædd og sambúðarvandamál ef ein- hver eru), eða fara í stutta vettvangs- ferð. En við skulum kynnast krökkun- um nánar en þau eru eins og áður sagði 6 talsins: Nemendur skólans Helga Helgadóttir er 18 ára gömul. Hún vinnur á Iðunni við að spýta mokkaskinn. Hún er í hópbónus á borði ásámt tveim öðrum stúlkum og verður því að standa sig. Enda gerir hún það, hún vinnur hvorki síðri né léttari störf en hver annar starfs- maður, að sögn verkstjóra. Elínborg Tryggvadóttir, 18 ára, fer einnig til vinnu eftir hádegið, nánar tiltekið um eittleytið. Hún var sú af krökkunum sem reið á vaðið hvað vinnu varðaði. Hún hóf störf í þvottahúsinu á F.S.A. fyrir rúmu ári og hefur unnið þar síðan. Nú er Elín- borg komin með fastráðningu þar. Að sögn Guðmanns Jóhannssonar, forstöðumanns þvottahússins, hefur hún breyst mikið á þessu eina ári, sjálfstraust hennar hefur aukist jafnt og þétt og hún er allt önnur mann- eskja. En Elínborg hefurekki aðeins breyst sjálf, viðhorf samstarfsfólks hennar til þroskaheftra hafa einnig breyst að sögn Guðmanns sem kvað það þroskandi fyrir alla heilbrigða menn að vinna með svona fólki og kynnast því hvað það hefur sjálft sloppið við. „Ég hef haft margt verra fólk í vinnu og ég er ánægður með hana,“ sagði þessi jákvæði maður að lokum. Jón Ólafur Daníelsson gengur til starfa í Slippnum eftir hádegi. Að sögn Páls Jónssonar verkstjóra þar vinnur hann sæmilega og gæti jafnvel gert betur með tilsögn en vegna ann- ríkis fengi hann kannski ekki þá leið- sögn sem hann þyrfti. Pað skal tekið fram að Jón vinnur almenna verka- mannavinnu á venjulegu kaupi. Hann er 16 ára og ætlar að byrja að læra á bíl í sumar. Olgeir Egilsson (Olli) er yngstur af krökkunum, aðeins 15 ára. Hann kemur frá Húsavík og er vistaður á heimili hérna í bænum. Olli er ekki í neinni launaðri vinnu eftir hádegi eins og þau hin. Þess í stað er hann með þeim Magna og Elísabetu í smfðum, vefnaði og myndlist til skiptis, fjóra daga vikunnar. Hann dvelst yfirleitt heima hjá sér á Húsa- vík um helgar. Stefán Thorarensen starfar á Kjöt- iðnaðarstöð KEA eftir mat. Hann hefur unnið mjög mikið að íþrótta- málum í tómstundum sínum, æfir reglulega borðtennis, boccie og sund. Hann hefur beitt kröftum sín- um mikið innan íþróttasambands fatlaðra og er á góðri leið með að verða lykilmaður þar - t.d. stendur til að hann fari tii Færeyja í sumar að halda námskeið í boccie. Stefán er 18 ára. Sveinn Kristjánsson er 18 ára og kemur frá Blómsturvöllum sem eru rétt utan við Akureyri. Hann er keyrður í Starfsskólann á morgnana en svo hjólar hann í vinnuna, hjá Bif- reiðaverkstæðinu Höldur, eftir hádegi. „Sveinn er ekki fastráðinn en Stefán vinnur á Kjötiðnaðarstöð KEA. Elínborg og Olli í eldhúsinu. - Líður þér vei hérna í Starfs- skólanunt? „Já prýðilega." - Þú ert í vinnu, við hvað vinnur þú? „í þvottahúsinu uppi á Sjúkra- húsi." - Hvernigfinnst þér að vinna þar? „Mér finnst það bara prýðilegt." - Hvað vinnur þú lcngi hvern dag? „Frá eitt til fimm.“ hérna rétt utan við bæinn." - Hvernig finnst þér að vera hérna í Starfsskólanum? „Sæmilegt, það getur stundum ver- ið erfitt og stundum ekki." - Hvernig líður venjulegur dagur í lífi þínu? „Ég sef heima á nóttunni en svo er ég keyrður hingað á morgnana. svona um áttaleytið." - Þú ert hérna í skólanum fyrir hádegi. hvenær ferðu svo í vinnuna? mál hans eru að skýrast," sagði Ósk- ar Pétursson verkstjóri er ég ræddi við hann um Svein. „Hann getur vel unnið strákurinn, en það þarf að passa að hann hafi alltaf eitthvað fyr- ir stafni, reyndar getur hann verið alveg ótrúlega lunkinn og rekur mann stundum jafnvel á gat.“ Óskar sagði viðhorf sín til sérkennslu ungl- inga hafa breyst við að kynnast Sveini, sér hefði opnast nýr heimur. Hér á eftir fer spjall sem ég átti við krakkana sjálfa um lífið og tilveruna. Skemmtilegast að hlusta á tónlist - Hvaðan ert þú Helga? „Ég er frá Akureyri." „Ég vinn í skinnunum, við að spýta skinn." - Hvernig líkar þér það? „Bara sæmilega." - Hvað gerir þú aðallega í frí- stundum þínum? „Hlusta á tónlist. það er skemmti- legast." - Hvað langar þig að gera í fram- tíðinni? „Ég veit það ekki... kannski að fara til útlanda." Hlusta á allt - Þú heitir? „Elínborg Tryggvadóttir." - Hvaðan ert þú? „Ég er frá Akureyri." Skrifstofa skólastjóra. - Hvernig finnst þér að vera hérna í Löngumýrinni? „Bara ágætt.“ - Hvernig gengur sambúðin? „Hún gengur bara vel.“ - Hvernig líður dagurinn venju- lega hjá þér? „Bara vel.“ - Ég á við hvernig hann gengur fyrir sig, þú vaknar á morgnana, hvað svo? „Ég sef heima, svo vakna ég og fer hingað í skólann um átta leytið og er í honum fram að hádegi en eftir hádegi fer ég í vinnuna og svo heim.“ - Hvar vinnur þú? „Niðri á lðunn.“ - Við hvað? Magna Hjálmarsson, skólastjóra Magni Hjálmarsson, skólastjóri. - FJvernig starfsemi fer fram í Starfsskólanum og fyrir hverja er hann? „Skólinn byggir á ákvæði í reglugerð um sérkennslu, 3. grein, lið C um framhaldsnám á 10. og 11. skólaári, en þar segir: „Ráðuneytið getur haldið uppi fræðslu og verklegri þjálfun fyr- ir ungmenni eftir skólaskyldu- aldur, sbr. ákvæði 52. gr. grunnskólalaga...“ Þetta er sem sagt framhaldsnám fyrir sér- kennslunemendur, en eins og flestir vita hafa verið starf- ræktar sérkennsludeildir um nokkurt árabil við grunnskóla Akureyrar. Hafa þær verið til húsa í flestum hverfisskólunum frá því fyrst var byrjað að vinna eftir nýju lögunum." - Hver er forsaga þessarar stofnunar og hvenær hófst starfsemin? „Forsaga þessarar stofnunar má segja að hefjist með ýmsum úrræðum sem voru reynd í tvö eða þrjú ár fyrir þennan aldurs- hóp: Var þetta kallað einu nafni framhaldsdeild sérkennslu, þótt kennslan hafi verið dreifð út um allan bæ. Vandinn er sá að eftir að nemendurnir eru komnir á þennan aldur er erfitt að vinna þetta innan grunnskólans, því þar eru markmiðin önnur og sérhæfðari. Ég kenndi nokkra tíma í framhaldsdeildinni svo- kölluðu veturinn ’84/’85 og var þá jafnframt í starfshópi sem reyndi að skilgreina námstilboð sem kæmu að notum fyrir þessa nemendur. Við skiluðum af okkur vorið 1985. Kristín Aðal- steinsdóttir var sérkennslufull- trúi á Norðurlandi eystra og for- maöur áðurgreinds starfshóps og hún hélt síðan áfram að vinna í málinu ásamt fyrr- verandi fræðslustjóra. Þau boð- uðu til fundar með félagsmála- stjóra, skólanefndarformanni og fulltrúum frá svæðisstjórn til að ræða máiefni þessara nemenda í maí ’85 og eftir þann fund var myndaður nýr starfs- - hópur og hann skilgreindi markmið Starfsskólans að Löngumýri 15. Sá starfshópur var skipaður félagsmálastjóra, skólanefndarformanni og sér- kennslufulltrúa. Þessir fulltrúar r unnu málinu fylgi innan sinna stofnana og fengu samþykki fyr- ir því að þetta skyldi vera tveggja ára tilraunastarf. Þetta gerðist á met tíma og eiga t. bæjaryfirvöld hrós skilið fyrir t stuðning sinn. Ég kem síðan inn . aftur sem forstöðumaður skól- ans og við hófum svo starfið haustið 1985.“ - Hvernig er starfsemin byggð upp? „Það er nú erfitt að skýra það í fáum orðum. Kannski er ein- faldast að segja að starfsemin sé blanda af því sem gerist á heim- ili, í skóla og á vinnustað. Síðan er stór þáttur fólginn í útvegun og aðlögun vinnu á hinum almenna vinnumarkaði." - Að hverju er stefnt? „I almennri markmiðslýsingu skólans stendur þetta: „Megin- markmið Starfsskólans eru þrjú og eru skilgreind þannig: a) Að gera nemendur færa um sjálfstæða búsetu. b) Að gera nemendur færa um þátttöku á almennum vinnumarkaði. c) Samhliða þessu hefur skól- inn alhliða uppeldisleg markmið, er taka til almennrar þekkingar, félagslegrar hæfing- ar, örvunar til allra dáða og efl- ingar sjálfstrausti. “ Þannig má segja að sé verið að takast á við að búa nemend- ur undir lífið sjálft og ekki síst styðja þá í að stíga fyrstu skrefin.“ - Sjáið þið árangur erfiðis ykkar? „Vissulega er árangur sýni- legur í því að vel hefur gengið að fá vinnu fyrir nemendur. Tíminn verður síðan að leiða í ljós hve varanleg sú ráðstöfun er. Eins mætti telja upp fleira sýnilegt, en við sem vinnum að skólanum höfum nýlega óskað eftir því við skólanefnd að hún láti gera úttekt á verkinu og meti árangur. Öðruvísi er varla hægt að tala um marktæka til- raunastarfsemi." - Hvað verður svo um krakkana þegar þau fara héðan? „Eins og er búa þau hjá for- eldrum og gera það sjálfsagt enn um hríð, flest a.m.k. Ástæða er til að þakka þær góðu viðtökur sem þau hafa fengið hjá verkstjórum og sam- starfsfólki á vinnustöðum, en segja má að vinnustaðirnir taki við af starfi skólans. Menn læra víðar en í bóklegum skóla og kannski fræðir hinn aimenni skóli of lítið um hversdagslífið utan sinna veggja. Sú vinnu- miðlun og vinnuvernd, sem inn hefur sinnt þyrfti að halda áfram í einhverri mynd, hvort sem þessi skóli leggst af eða ekki." Guðmann og Elínborg fyrir utan þvottahús FSA. - Hefur þú eitthvert tómstunda- gaman? „Já, ég hlusta á útvarp." - Áttu þér einhverja uppáhalds útvarpsþætti? „Nei, ég hlusta á allt." - Hvað ætlar þú að leggja fyrir þig í framtíðinni? „Mig langar til að verða hjúkrun- arkona." Stundum erfitt stundum ekki - Þú heitir Sveinn? „Já, Sveinn Kristjánsson." - Hvar átt þú heima? „Ég á heima á Blómsturvöllum „Ég þarf að vera kominn fyrir eitt." - Klukkan hvað ferð þú svo aftur úr vinnunni? „Það er yfirleitt um hálffjögur." - Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? „Ég veit það ekki. ætli það sé ekki að gera við útvörp og segulbönd. Svo er líka dálítið skemmtilegt að reyna að ná sem flestum stöðvum á útvarpstæki." - Ertu þá með gott loftnet? „Ég er búin að koma mér upp sæmilegu loftneti heima. Það er vír Sjá næstu síðu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.