Dagur - 05.03.1987, Blaðsíða 15
Vlí! 'niaf^ 98? - Bjiébft -*15
Fulltrúaráðsfundur B-listans á Akureyri:
„Verðum að
vinna vel“
- þó málefnastaðan sé góð, sagði
Sigurður Haraldsson, kosningastjóri
„Málefnastaða okkar fram-
sóknarmanna er góð fyrir þess-
ar kosningar, en þó er Ijóst að
við verðum að vinna vel.
Framboðsmál hafa þróast
þannig hér í Norðurlandi
eystra að reikna má með 8-9
framboðum,“ sagði Sigurður
Haraldsson, kosningastjóri B-
listans m.a. á fulltrúaráðsfundi
vegna kosningaundirbúnings
sem haldinn var á Akureyri á
þriðjudagskvöld.
Sigurður sagði að þegar hefðu
verið haldnir 15 framboðsfundir
og hefðu þeir yfir höfuð tekist
vel. Af því sem framundan er hjá
B-listanum nefndi hann fund á
Húsavík 9. mars, þar sem Halldór
Ásgrímsson yrði ræðumaður
ásamt frambjóðendum B-listans í
kjördæminu. Þá er reiknað með
fundi á Akureyri 2. apríl, sem
Steingrímur Hermannsson, for-
sætisráðherra mun mæta á, svo
eitthvað sé nefnt. Óákveðið er
hvort haldnir verða sameiginlegir
kosningafundir með framboðs-
listunum. Árshátíð framsókn-
armanna á Akureyri verður hald-
in 15. apríl og þar mun ekki
ómerkari hljómsveit en endur-
vakið Bítlavinafélag skemmta og
leika fyrir dansi.
Nú eru ekki nema um sjö vikur
til kosninga og hvað úr hverju
verður kosningaskrifstofa B-list-
ans opin hvern dag og öll kvöld.
Á fundinum á þriðjudagskvöld
voru kynnt störf nefnda sem
vinna að margvíslegum undir-
búningi fyrir kosningarnar og
hefur mikið starf þegar verið
unnið á þeirra vegum.
Yalgerður eina konan
sem á möguleika
Meðal þeirra sem tóku til máls á
fundinum var Svavar Ottesen,
sem um áratugaskeið hefur starf-
að að kosningaundirbúningi fyrir
Framsóknarflokkinn. Hann sagði
m.a. að nú væri gengið til kosn-
inga við óvenjulegar aðstæður,
klofningsframboð Stefáns Val-
geirssonar og stuðningsmanna
hans úr röðum framsóknarmanna
væri staðreynd, auk þess sem for-
maður nýja Þjóðarflokksins væri
einnig úr röðum framsóknar-
manna. Hann sagði vægt til orða
tekið að sótt væri að Framsókn-
arflokknum úr öllum áttum.
Kosningabaráttan yrði því erfið
og bregðast yrði við af miklum
dugnaði og festu. Hann sagði það
sitt mat og fleiri að 2. maður á B-
lista, Valgerður Sverrisdóttir,
væri engan veginn í öruggu sæti.
Benda þyrfti á það að hún væri
eina konan í kjördæminu sem
hefði einhverja möguleika á að
komast á þing og að því skyldi
stefnt.
Lagður grunnur að
nýju vaxtarskeiði
Helgi M. Bergs sagði m.a. að
núverandi ríkisstjórn hefði lagt
grunn að nýju vaxtarskeiði í
íslensku þjóð- og efnahagslífi.
Þjóðin væri búin að færa miklar
fórnir á undanförnum árum, svo
hægt væri að ná tökum á fjöl-
mörgum málum. Þeirri stöðu sem
nú væri náð mætti ekki kasta fyrir
róða og eina leiðin væri sú að
setja x við B á kjördag. Hann
ásamt Guðmundi Stefánssyni
lagði áherslu á þá málaflokka
Auglýsing
frá landbúnaðarráðuneytinu um
innflutning á kartöfluútsæði.
Frestur til að skila umsóknum um leyfi til innflutnings
á kartöfluútsæði rennur út 13. apríl 1987.
Landbúnaðarráðuneytið, 2. mars 1987.
Sigurður Haraldsson.
sem ráðherrar Framsóknar-
flokksins hefðu unnið að. Um
það væri ekki deilt að vel hefði til
tekist. Til dæmis sögðu þeir að
Jón Helgason, landbúnaðarráð-
herra, væri að vinna viðreisnar-
starf í sveitum landsins og þar
væri líklega á ferðinni eina leiðin
sem gæti bjargað sveitunum.
Ekki dygði lengur að reka fram-
leiðslustefnu, þar sem ekkert
væri spurt að því hvað kostaði að
framleiða og hvort tækist að selja
framleiðsluna. Um þetta væri
raunar allir sammála. HS
Viljum ráða lipran mann til
lagerstarfa og sendiferða
Þarf aö hafa bílpróf. Uppl. á staönum.
K. Jónsson & Co hf.
Niðursuðuverksmiðjan.
Atvinna
Getum bætt við starfsfólki
í skinnaiðnaði á dagvakt.
Æskilegt er að viðkomandi
hafi náð tvítugs aldri.
Mötuneyti er á staðnum.
Kannið tekjumöguleikana hjá
starfsmannastj óra.
IÐNAÐARDEILD
SAMBANDSINS
(GLERÁRGÖTU 8 AKUREYRI SÍMI (96)21900 (220)
%
Ný sending af tvíhnepptum karlmanna-
fötum frá -(Píalbe
Einnig hin ódýru og vinsælu föt í SOFT-sniði, ein- og
tvíhneppt.
Ljósir samkvæmisjakkar og Blaiser jakkar í öllum
stærðum.
Stakir jakkar og buxur, skyrtur, peysur,
hálsbindi, þverslaufur og margt fleira í
miklu úrvali.
Klæðskeraþjónusta.
VISA
Kjólföt -
I f. Smokingföt.
errabodins—
eftir mali
Hafnarstræti 92 (Bautahús suðurendi), sími 26708. (afgreiðslufrestur ca. 4 vikur).
w
Grattan
pöntunarlisti
Vor- og sumarlisti
1987 kominn
Glæsilegri en nokkru
sinni fyrr.
Verð kr. 250.00, + póstkrafa
ATH: Aðeins 500 listar
verða seldir fyrir Norðurland
Umboð Akureyri sími 96-23126
■■nnBiB
vrsA
Stórkostleg
verðlækkun
á Blöndu
200 mi kr. 13.50
Kjörmarkaður KEA Hrísalundi