Dagur - 05.03.1987, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 5; TrHáré f967
i
i
Akureyri:
Oskudagurinn ávallt
jafn skemmtilegur
söngur, búningar, sælgæti, tunnukóngur
„Allir hlæja á öskudaginn/ ó hvað
mér finnst gaman þá/ Hlaupa lítil
börn um bæinn/ bera poka til og
frá." Þcssi lífseigi söngur hljóm-
aði skært í gær sem og gjarnan á
öskudaginn. Krakkarnir ril'u sig
upp eldsnemma, klæddu sig í
búninga, máluðu sig og tóku síö-
ustu söngæfinguna. Síðan var
haldið af stað.
Skyldi einhver hafa lokað
verslun sinni á öskudaginn eins
og einu sinni og frægt er orðið?
Vonandi ekki. Margir krakkar
byrjuðu um hálf átta að fara í
fyrirtæki og syngja fyrir ntann-
skapinn. Þá sá ég aö þó nokkur
straumur var á Lögrcglustööina
fyrir kl. 8, enda lögreglumenn
ávallt vel birgir af sælgæti á
öskudaginn. Upp úr kl. 9 voru
allar verslanir og miðbærinn
yfirfull af syngjandi krökkum í
skrautlegum búningum. Heilu
dagheimilin stormuðu um bæinn
í halarófu.
Ekki má gleyma tunnubar-
smíðunum. Að sjálfsögðu var
kötturinn sleginn úr tunnunni og
tunnukóngurinn verðlaunaður.
Öskudagurinn er einn af
skemmtilcgustu dögunum í lífi
barnanna og þau nutu hans
greinilega óspart. Ekki spillti
sælgætið gleði þeirra og auðvitað
hafa allir burstað tennurnar vel á
eftir því þótt alls kyns fyrirbæri
komist á kreik á öskudaginn eiga
Karíus og Baktus ekki heima
þar.
SS