Dagur


Dagur - 17.03.1987, Qupperneq 7

Dagur - 17.03.1987, Qupperneq 7
6 - DAGUR - 17. mars 1987 17. mars 1987 - DAGUR - 7 / A skólaskemmtim Bamaskóla Húsavíkur í síðustu viku var haldin skólaskemmtun Barnaskóla Húsavíkur. Pessi samkoma er fastur liður í skólahaldinu og rennur allur ágóði af sam- komunni í ferðasjóð sjöttu bekkinga. Dagskrá skemmtunarinnar var efnismikil og fjölþætt, haldnar voru fjórar sýningar og fóru þær fram í íþróttasal barnaskólans. Blaðamaður Dags brá sér á eina sýninguna og skemmti sér hið besta eins og aðrir áhorfendur virtust einnig gera. Meðan gestir komu sér fyrir á áhorfendapöllunum lék Lúðrasveit Tónlistarskólans undir stjórn Benedikts Helgasonar, síðan var sam- koman sett og sex ára börn sungu við gítarundirleik Hólmfríðar Bene- diktsdóttur og Sigrúnar Snædal. Tveir kórar starfa við skólann, litli kór- inn og stóri kórinn og sungu þeir báðir undir stjórn Hólmfríðar en Líne Verner annaðist undirleik við nokkur laganna. Jóhanna Gunnarsdóttir og Berta Hreinsdóttir léku fjórhent á píanó og síðan lék Sören Gestsson á gítar. Nemendur fjórða, fimmta og sjötta bekkjar sýndu tvo þætti sem þeir höfðu unnið á þemaviku og fjölluðu þeir um efni frá landnámsöld. Sjálfur landnámsmaðurinn, Ing- ólfur Arnarson var mættur þarna ásamt sínu fólki og Þorgeir Ljós- vetningagoði lá undir feldi, á meðan birtust honum hin fornu goð og María guðsmóðir. Brugðið var upp svipmyndum úr leikfimitíma og bar sá þáttur nafnið: Leikfimi í léttum dúr. Sigurður Hallmarsson skólastjóri veitti nemendum viðurkenningar fyrir þátttöku í skákmóti og hljómsveit frá tónlistarskólanum lék nokkur lög undir stjórn Árna Sigurbjarnarsonar. Lokaatriðið á dagskránni var leikritið Finnur karlinn, kisan og sepp- inn sem sjöttu bekkingar fluttu undir leikstjórn Maríu Sigurðardóttur leikkonu. Leikritið fjallar um dreng sem strýkur að heiman með kisuna sína vegna þess að foreldrar hans vilja ekki leyfa honum að eiga kisu. Drengurinn sest að í sveitaþorpi og smám saman bætast fleiri dýr í hópinn, seppinn, kýrin og krákan og það gengur á ýmsu þar til að drengurinn flytur aftur heim til foreldranna í leikslok. Þetta var vel unnin og bráðskemmtileg sýning og ungu leikararnir stóðu sig með mikilli prýði. „Æðislegur leikstjóri og aOt“ Eftir sýninguna spjallaði Dag- ur við tvo af aðalleikurum í leikritinu Finnur karlinn, kisan og seppinn. Það eru Njörður Óskarsson sem fór með hlut- verk Finns og Helga Vigdís Aðalbjörnsdóttir sem lék kis- una. - Njörður, hvernig fannst þér að leika í svona stóru leikriti? „Alveg æðislega gaman." - Hefurðu leikið áður og fannst þér þú læra mikið á þessu? „Ég hef aldrei gert þetta áður og fannst ég læra mikið.“ - Hvað æfðuð þið leikritið oft? „Svona tuttugu sinnum eða meira en þetta var mjög skemmtilegt." - Ætlarðu að halda áfram að leika? „Kan'nski.“ - Hvernig fannst þér leikritið, fannst þér það hafa einhvern boðskap? „Kannski þann boðskap að foreldrar eigi að vera betri við börnin sín og leyfa þeim meira.“ - Hvernig fannst þér að leika með öllum þessum dýrum, var beljan svolítið óþæg? „Já, það var svolítið erfitt að ráða við hana.“ - Eitthvað sérstakt sem þú vildir segja að lokum Njörður? „Ég vildi þakka Maríu fyrir skemmtilegt leikrit, hún valdi leikritið og leikarana.“ - Helga, hvernig fannst þér að taka þátt í sýningunni? „Æðislega gaman, maður lærir alveg rosalega mikið af þessu, æðislegur leikstjóri og allt.“ - Ætlarðu að halda áfram að leika? „Já.“ - Nú lékst þú kisu, hvernig fórstu að því, skoðaðir þú kisur eitthvað? „Ég var bara valin í þetta hlut- verk og svo bara lékum við þetta og skiptum þessu á milli okkar.“ - Vissirðu alveg hvernig kisur hegða sér? „Ekki alveg, en ég vissi alveg hvernig þær svæfu og svoleiðis.“ IM - Sigurður Hallmarsson skólastjóri Ingólfur Arnarson og frú ásamt hjúum sínum. Leikfimiæfingar í léttum dúr. „Ég tel að skemmtunin hafi tekist mjög vel að þessu sinni, það voru haldnar fjórar sýn- ingar og alltaf var fullt hús,“ sagði Sigurður Hallmars- son skólastjóri barnaskólans þegar Dagur bað hann að svara nokkrum spurningum varðandi skemmtunina. -Hvaða þýðingu finnst þér það hafa fyrir börnin að taka þátt í undirbúningi slíkrar skemmtun- ar? „Það kennir þeim að koma fram á agaðan hátt og vanda það sem öðrum er ætlað að hlusta og horfa á. Ég tel þessar skemmtan- ir mikilvægar og þegar við sem erum orðin fullorðin lítum til baka eru þær oft eitt það minnis- stæðasta frá okkar eigin skóla- göngu.“ -Á skemmtuninni veittir þú viðurkenningar fyrir þátttöku í skák, er skákkennsla fastur liður í skólastarfinu? „Um tólf ára skeið höfum við haft skákfræðslu, ef aðstæður hafa leyft. Kennslan hefur verið í námskeiðsformi eða hreinlega inni í stundaskránni. Einu sinni á ári hefur verið haldið skákmót við skólann og þá eru veitt verð- laun og viðurkenningar fyrir þátt- töku. Það hefur verið góð þátt- taka í þessu, um og yfir fimmtíu krakkar hafa tekið þátt. Flest árin hefur Magnús Magnússon annast kennsluna og hún hefur leitt til þess að krakkar sem feng- ið hafa að dvelja í húsnæði skól- -Var ekki mikil vinna við undirbúning skemmtunarinnar? „Börnin eru ekki aðeins viljug við að leika og koma fram heldur einnig við að sjá um samkomuna að öllu leyti. Með aðstoð kennar- anna reynum við að láta börnin sjá um undirbúninginn, þau mála senurnar í samvinnu og með okk- ar hjálp. Það er enginn ákveðinn aðili sem málar þetta heldur hef- ur þessi tíma til að sinna þessu núna og hinn sem hefur tíma næst, þannig vinna þau að þessu saman og það finnst mér raun- verulega það skemmtilegasta við þetta.“ -Fá börnin að sinna þessum verkefnum sem hluta af náminu? „Já, t.d. sjá þau um að mála sviðsmyndirnar í teiknitímum og þá fjölgum við teiknitímum með- an þess er þörf.“ JM ans seinni partinn á daginn biðja gjarnan um tafl, setja sig niður þar sem þau finna smugu og tefla. Þau trufla engan með þessu og vita að þau mega vera þarna svo lengi sem þau ekki trufla aðra.“ -Sjötti bekkur var með mynd- arlega leiksýningu á skemmtun- inni, mikið var sungið og leikið var á hljóðfæri, hverjir unnu mest að undirbúningi þessara þátta? „Þetta er leikrit eftir rúss- neskan höfund, Edvard Uspenski og María Sigurðardóttir leik- stýrði verkinu. María kom til Húsavíkur til að setja upp sýn- ingu hjá leikfélaginu, ég vissi að sú starfsemi færi aðallega fram síðdegis og á kvöldin svo að ég spurðist fyrir um hvort hún gæti aðstoðað okkur á morgnana og svo reyndist vera. Á skemmtuninni nutum við sambýlisins við tónlistarskólann og fengum atriði þaðan. Þó skemmtunin sé kölluð árs- skemmtun barnaskólans er hún í sjálfu sér ársskemmtun barn- anna, sömu börnin eru í barna- skólanum og tónlistarskólanum og þau leika frambærilegt efni á þessari samkomu. Börn læra auð- vitað ýmislegt í tónlistarskólan- um og hafa þörf fyrir að fá tæki- færi til að koma fram. Þetta sam- starf skólanna hefur verið með miklum ágætum og kennararnir við tónlistarskólann leggja á sig aukna vinnu við undirbúning skemmtunarinnar. Sigurður Hallmarsson skólastjóri afhendir viðurkenningar fyrir þátttöku í skák. Mikil starfsemi hefur verið í vetur hjá kór skólans sem kom fram á skemmtuninni. Kórinn er í góðri æfingu núna, það má þakka Hólmfríði sem búin er að leggja á sig margar ómældar aukastundir. Nú er verið að undirbúa ferð kórsins á barna- kóramót á Hvolsvelli. Tvö atriði á skemmtuninni voru úr skilum barnanna á verk- efnum frá landnámstímanum, okkur fannst þetta það athygl- isvert að sjálfsagt væri að fleiri en börnin fengju að sjá þessa þætti sem sýnishorn af því sem stund- um er verið að gera í skólanum.“ Njörður Oskarsson og Helga Vigdís Aðalbjörnsdóttir. Lúðrasveitin. Stjórnandi er Benedikt Helgason. Uppboð á Húsavík Opinbert uppboð á bifreið og öðrum lausafjármunum fór nýlega fram við lögreglustöð- ina á Húsavík. Sem betur fer eru slík uppboð ekki daglegur viðburður hér í bæ og töluverð- ur fólksfjöldi safnaðist saman til að taka þátt í og fylgjast með uppboðinu. Að vísu voru aðeins örfáar konur í hópnum og vekur sú staðreynd upp ýmsar spurningar á þessum jafnréttistímum. Skortir konur áhuga, tíma, peninga eða for- vitni til að mæta á uppboðið? Júlíus Guðmundsson fulltrúi sýslumanns var mættur með ham- arinn og það fyrsta sem boðið var upp voru margir kassar með brúsum af ljósmyndavökva. Að- eins eitt boð kom og var það frá Pétri Jónassyni Ijósmyndara og hljóðaði upp á fimm hundruð krónur. Aðspurður sagði Pétur að hann vissi að vökvi þessi væri margsinnis búinn að frjósa þó hann mætti alls ekki frjósa og því mjög vafasamt hvort hægt væri að nýta vökvann. Nú voru toghlerar í boði en enginn virtist hafa áhuga á að eignast slíka gripi og ekkert boð barst þrátt fyrir ítrekaðar tilraun- ir fulltrúans. Mér skildist á mönnum að svona toghlerar væru komnir úr tísku - eða þannig. En nú færðist fjör í leikinn í boði var loftnet og magnari fyrir CBS talstóð sem margir virtust hafa hug á að eignast. Það var boðið og boðið þar til gripirnir voru að endingu slegnir á átta þúsund krónur. Dagur ræddi umsvifalaust við þann heppna, ívar Ketilsson og spurði hvort hann hefði nauðsynlega vantað þessa hluti. „Já, við skulum segja það." - Gerðirðu góð kaup? „Ég vona það en er ekki búinn að athuga það." Uppboðið hélt áfram og nú voru boðin upp þrjú vídeótæki - eitt í einu. Þegar Sigurður Þórar- insson lyfti upp einu tækjanna til að sýna væntanlegum kaupend- um það var kallað: „Er þetta ekki búið að liggja lengi hjá ykkur?" „Ekki í sjó,“ svaraði Sigurður. Það var boðið rösklega í vídeó- tækin, eitt þeirra fékk Aðalsteinn Skarphéðinsson fyrir 28 þúsund og hann var spurður hvort hann hefði ekki átt tæki fyrir og hvort hann hefði gert góð kaup. „Jú, ég á tæki en keypti þetta fyrir son minn og ætlaði að fara hæst í 29 þúsund. Ég held að þetta hafi verið sæmilega góð kaup því svona tæki kostar 45 þúsund út úr búð." Nú var komið að bifreið, Mözdu ’79 og í hana bárust tvö boð, fyrst þúsund krónur og síð- an hundrað þúsund og þar með var slegið í dekkið. Að síðustu var komið út með vídeótækið af lögreglustöðinni og leitað var tilboða í það, tækið var sagt tveggja ára gamalt, í topp- standi og lágmarksboð var tuttugu þúsund krónur. Nú voru þátt- takendur í uppboöinu greini- lega búnir að fá nóg af vídeóum og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fulltrúans barst ekkert tilboð. Daníel Guðjónsson lögreglu- maður tók því tækið ástúðlega í fangið, lagði af stað með það inn á stöðina aftur en var þá spurður: - Af hverju er lögreglan að reyna að selja vídeóið sitt? „Bara að gamni, þetta er ágætis tæki og í góðu lagi en við höfunt hugsað okkur að selja það og kaupa nýtt." - Horfið þið mikið á vídeó á stöðinni? „Ekkert sérstaklega en okkur finnst gott að taka upp efni um helgar og horfa á það seinna því við höfum yfirleitt ekki tækifæri til að horfa á sjónvarp um helgar." Þeim sem misstu af uppboðinu má benda á að lögreglan á Húsa- vík hefur enn hug á að selja sitt ágæta vídeotæki og kaupa sér nýtt, tækið er til sýnis og sölu á stöðinni og lágmarksboðið er enn tuttugu þúsund krónur ef einhver hefur ekki þegar farið til að versla við lögregluna. 1M

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.