Dagur - 17.03.1987, Blaðsíða 9

Dagur - 17.03.1987, Blaðsíða 9
17. mars 1987 - DAGUR - 9 uþróttic Metþátttaka í landsflokka- glímunni Landsflokkaglíman fór fram í Iþróttaskemmunni á Akureyri á laugardag. Metþátttaka var að þessu sinni en alls mættu um 50 keppendur til leiks frá 5 félögum, KR, HSÞ, HSK, UMF Víkverja og UÍA. Keppt var í þremur þyngdar- flokkuin fullorðinna og í 5 aldursflokkum. I tveimur aldursflokkunum voru tveir þyngdarflokkar og var það gert vegna mikillar þátttöku í þeim. Keppnin þótti fara mjög vel fram og þarna sáust margar mjög skemmtilegar glímur. Virðist sem áhugi fyrir glímunni sé að glæðast á ný og er það vel. Úrslit í einstökum flokkum urðu þessi: Fullorðinsflokkur: Yfirþyngd: 1. Árni Bjarnason KR 2 v. 2. Pétur Ýngvason HSÞ 1 v. 3. Arngrímur Jónsson HSÞ 0 v. Milliþyngd: 1. Kristján Yngvason HSÞ 1,5 + 1 v. 2. Helgi Bjarnason KR 1,5 + 0 v. 3. Ásgeir Eiríksson KR 0 v. Léttþyngd: 1. Geir Arngrímsson HSP 1/2 + 1 v. 2. Hjörleifur Pálsson KR 1/2 + 0 v. Unglingaflokkar: Piltar 18-19 ára: 1. Lárus Björnsson HSÞ 2 v. 2. Kári Arnþórsson UÍA 1 v. 3. Bjarni Haraldsson HSÞ 0 v. Piltar 16-17 ára þyngri fl: 1. Jóhannes Sveinbjörnsson HSK 7 v. 2. HörðurÓ. Guðmundsson HSK 5,5 v. 3. Jón B. Valsson KR 5 v. Piltar 16-17 ára léttari fl: 1. Arngeir Friðriksson HSP 3,5 + 1 v. 2. Ingvi R. Kristjánsson HSÞ 3,5 + 0 v. 3. Helgi Kjartansson HSK 2 v. Piltar 14-15 ára: 1. Ingibergur J. Sigurðs. UMF. Víkv. 3v. 2. Sævar Þ. Sveinsson KR 2 v. 3. Sigurbjörn Arngrímsson HSÞ 1 v. Sveinar 12-13 ára þyngri fl: 1. Björn Böðvarsson HSÞ 9 v. 2. Tryggvi Héðinsson HSÞ 7 + 1 v. 3. Gústaf B. Tómasson HSÞ 7 + 0 v. Sveinar 12-13 ára léttari fl: 1. Sigurður Kjartansson HSÞ 7 + 1 v. 2. Guðmundur Sævarsson KR 7 + 0 v. 3. Sigurjón Hauksson HSÞ 5 v. Drengir 10-11 ára: 1. Ólafur Sigurðsson HSK 1 v. 2. Valgeir Guðmundsson KR 0 v. Rétt er að taka fram að þar sem plús og önnur tala er með úrslitunum hefur orðið jafnt í flokkum og þurft hefur að glíma úrslitaglímu. Fjölmargir undir drengir tóku þátt í landsflokkaglímunni á laugardaginn og sýndu skemmtilega takta eins og sést á þessari mynd. Mynd: ri>b Enska knattspyrnan: Dregið í bikarnum í gær var dregið um það hvaða lið leika saman í 4 liða úrslit- um ensku bikarkeppninnar. Tottenham mætir Watford og Coventry og Leeds leika saman. Leikirnir sem fram fara 11. apríl næstkomandi verða leiknir á hlutlausum völlum. Leikur Tottenham og Watford fer fram í London en leikur Coventry og Leeds að öllum líkindum í Liverpool. Umsjón: Kristján Kristjánsson Sigurvegarar í landsflokkaglímunni. F.v. Pétur Yngvason sem varð í 2. sæti í yfirþyngdarflokki, Árni Bjarnason sem sigraði í þeim flokki og Kristján Yngvason sem sigraði í milliþyngdarflokki. Mynd: rþb Guðmundur Valur Sigurðsson skor- aði í sínum fyrsta leik með Þór. Knattspyrna: Þór lék fyrir sunnan Þórsarar léku þrjá æfingaleiki í knattspyrnu fyrir sunnan um helgina. Á föstudagskvöld gegn IR, á laugardag gegn Þrótti og fóru þeir leikir fram á gervigrasinu í Laugardal og á sunndag gegn ÍBK í Keflavík. Þór sigraði ÍR mjög örugglega með 5 mörkum gegn 1 og skor- uðu þeir Kristján Kristjánsson 2, Siguróli Kristjánsson, Bjarni Sveinbjörnsson og Guðmundur Valur Sigurðsson mörk Þórs. Þórsarar töpuöu fyrir Þrótti 1:2 og skoraði Kristján Kristjánsson rnark Þórs. Á sunnudag léku Þórsarar síð- an í Keflavík og lauk þeim leik með jafntefli, hvort lið skoraði 3 mörk. Mörk Þórs skoruðu þeir Bjarni Sveinbjörnsson, Halldór Áskelsson og Valdimar Pálsson. Knattspyrna: KA vann Reyni KA og Reynir frá Árskógs- strönd léku æfingaleik í knatt- spyrnu á Sanavellinum á sunnudaginn. Leiknum lauk með sigri KA-manna 2:1. Tryggvi Gunnarsson hefur tek- ið upp þráðinn að nýju frá síðasta surnri og skoraði annað mark KA en Ágúst Sigurðsson liitt. Fyrir Reyni skoraði Garðar Níelsson. Það vakti nokkra athygli að Gauti Laxdal lcikmaður með Fram lék með KA í þessum leik en aðspurður sagðist hann aðeins vera hér í heimsókn og væri ekki á leið til KA. Islandsmótið í Víkingur Þrátt fyrir að enn séu þrjár umferðir eftir í 1. deild íslandsmótsins í handknatt- leik, liefur Víkingur þegar tryggt sér íslandsmeistaratitil- inn. Á sunnudagskvöld sigruðu Víkingar Hauka 25:21 á með- an helsti keppinautur þeirra, FH tapaði fyrir Val 27:29. Víkingur hefur hlotið 27 stig en Valur og Breiðablik koma næst með 20 stig. Slagurinn það sem eftir lifir mótisins mun því verða um að ná öðru sætinu en það gefur rétt til þátttöku í Evr- ópukeppninni. Þar standa Valur og Breiðablik best að vígi en FH á einnig góða möguleika. Stjarn- an og KA gætu einnig hafnað í öðru sæti þó möguleikar á því séu hverfandi. Ármann er þegar fallinn í 2. deild og eins og staðan er í dag bendir flest til þess að Haukar fylgi honum niður. Fram er enn í handknattleik: meistari fallhættu en liðið hefur fjórum stigum meira en Haukar. Staðan 1. deild Úrslit leikja um helgina og staðan í 1. deild Islandsmóts- ins í handknattleik er þessi: KR-Armann 25:17 Fram-Stjarnan 23:29 Víkingur-Haukar 25:21 Valur-FH 29:27 Víkingur 15 13-1- 1 367:310 27 Valur 15 9-2- 4 388:343 20 UBK 15 9-2- 4 352:343 20 FH 15 9-1- 5 383:347 19 Stjarnan 15 7-2- 6 380:354 16 KA 15 7-2- 6 347:344 16 KR 15 6-1- 8 311:338 13 Fram 14 5-0- 9 333:337 10 Haukar 15 2-2-11 312:370 6 Ármann 14 0-1-13 263:350 1 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 Sigurður og Valdís jöfn Ekki tókst Valdísi (hans Bjössa) Hallgrímsdóttur að sigra Sigurð Magnússon í getraunaleiknum uni helgina. Þau urðu jöfn, bæöi með 5 leiki rétta og þau reyna því með sér aftur. Sigurður hefur fullan hug á því að vinna Valdísi og halda áfram en hann hefur verið lengst af öllum í keppninni í vetur. Valdís er komin með sérfræðing í málið og aðstoðaði hann hana við að fylla út seðilinn að þessu sinni. Hvort það dugir til sigurs, kemur í Ijós um helgina. Sigurður: Chelsea-West Ham 1 Man.City-Newcastle 1 Norwich-Luton 1 Sheff.Wed.-Man.Utd. 2 Southampt.-Aston Villa 1 Watford-Arsenal x Wimbledon-Q.P.R. 1 Birmingham-Portsmouth x C.Palace-Leeds 1 Huddersf.-Stoke x Hull-Derby 2 Sunderland-Oldham x Valdís: Chelsea-West Ham 1 Man.City-Newcastle 1 Norwich-Luton 1 Sheff.Wed.-Man.Utd. 2 Southampt.-Aston Villa 1 Watford-Arsenal 1 Wimbledon-Q.P.R. 1 Birmingham-Portsmouth x C.Palace-Leeds 1 Huddersf.-Stoke x Hull-Derby 2 Sunderland-Oldham 2 Tipparar munið að skila seðlunum inn fyrir hádegi á fimmtudögum svo enginn verði nú af vinningi. 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.