Dagur - 13.04.1987, Síða 1

Dagur - 13.04.1987, Síða 1
70. árgangur Akureyri, mánudagur 13. apríl 1987 71. tölublað Notar þúCÍO? Pjónusta í miðbænum GLERAUGNAÞJONUSTAN DAVÍÐSSON SKIPAGÖTU 7 - BOX 11 -602 AKUREYRI - SÍMI 24646 Skoðanakönnun Dags og Félagsvísindastofnunar um fylgi stjórnmálaflokkanna á Norðurlandi: Hrun hiá Sjálfstædisflokki - Tapar þingmanni í báðum kjördæmunum - Kvennalisti sækir í sig veðrið og fær mann á Norðurlandi eystra - Framsókn tapar manni á Norðurlandi vestra til S-lista - J-listi fjær því en áður að koma inn manni Samkvæmt niðurstöðum skoð- anakönnunar sem Félagsvís- indadeild Háskóla íslands hef- ur gert fyrir Dag, um fylgi stjórnmálaflokkanna á Norður- landi, hrynur fylgið af Sjálf- stæðisflokknum í báðum Norðurlandskjördæmunum miðað við síðustu alþingis- kosningar. Framsóknarflokk- urinn tapar umtalsverðu fylgi á Norðurlandi vestra en minna á Norðurlandi eystra, Alþýðu- bandalagið tapar lítillega og Alþýðuflokkur einnig, sé fylgi Bandalags jafnaðarmanna tal- ið með fylgi A-listans í kosn- ingunum 1983. Kvennalistinn bætir við sig verulegu fylgi og Borgaraflokkurinn er nálægt því að koma inn manni á Norðurlandi vestra en hefur lítið fylgi í hinu Norðurlands- kjördæminu. Þá er J-listi Stef- áns Valgeirssonar fjær því en áður að koma manni að. Spurt var: „Ef alþingiskosning- ar væru haldnar á morgun, hvaða Akureyri: Harður árekstur Á föstudagskvöld varð nokkuð harður árekstur á Húsavík. Bifreið var ekið fram úr tveiin- ur bifreiðum, en ökumaður hennar missti vald á henni og lenti á kyrrstæðum bíl sem hentist á þann þriðja. Tveir bílanna skemmdust töluvert. Bílarnir tveir, sem ekið var fram úr, lentu einnig saman en höggið var lítið og engar skemmdir urðu á þeim. Engin slys urðu á fólki. Á Akureyri varð harður árekstur í gær. Bifreið var ekiö á mikilli ferð eftir Drottningar- braut, sveigði fram hjá bíl sem var á undan og lenti harkalega á bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Betur fór en á horfðist því aðeins urðu smávægileg meiðsli á barni í öðrum bílnum. Bílarnir eru hins vegar allt að því ónýtir og þurfti að fjariægja þá með kranabíl. Bakkus er grunaður um aðild. SS Hörð samkeppni blossar ávallt upp í kringum fermingar. Verslanir auglýsa vörur sínar sem hinar einu réttu ferm- ingargjaflr, veitingastaðir bjóða upp á fermingarmat, fermingarfötin má ekki vanta og æ fleiri aðilar gera beinlínis út á þessi mið. Heillaóska- skeytin eru ekki undanþegin samkeppni og nú býður Póstur og sími á Akureyri upp á ferm- ingarskeyti á 100 krónur, en flokk eða lista heldurðu að þú myndir kjósa?“ Alls voru 409 manns í Norðurlandskjördæmi eystra spurðir þessarar spurning- ar og gáfu 350 upp ákveðinn flokk eða lista, 15 sögðust ekki ætla að kjósa, 9 sögðust skila auðu, 16 neituðu að svara og 19 voru óákveðnir. Það voru því hvorki meira né minna en 85,6% aðspurðra sem voru búnir að ákveða hvaða flokk þeir ætluðu sér að kjósa og verður því að telja þessa skoðanakönnun nokk- uð marktæka. Ef einungis eru teknir þeir sem afstöðu tóku á Norðurlandi eystra, ætla 13,1% að kjósa A- lista Alþýðuflokks; 29,7% B-lista Framsóknarflokks; 16,3% D- lista Sjálfstæðisflokks; 15,7% G- lista Alþýðubandalags; 8,6% Kvennalista; 0,6% M-lista Flokks mannsins; 4,3% Þ-lista Þjóðarflokks; 6,3% J-lista Sam- taka jafnréttis og félagshyggju og 5,4% S-lista Borgaraflokks. Samkvæmt þessum niðurstöð- um bætir A-listinn við sig 2,2% frá síðustu kosningum og nær inn manni, Framsóknarflokkurinn tapar 5% og fær tvo þingmenn, Sjálfstæðisflokkur tapar 10,9% og fær einn mann, Alþýðubanda- lag tapar 1,1% og fær einn mann. V-listinn fær svo 6. þingmann kjördæmisins. B-listi, S-listi og D-listi eiga síðan mesta atkvæða- leifð til góða, en J-listinn er sam- kvæmt könnuninni út úr mynd- inni, þar sem þeir bjóða einungis fram í þessu eina kjördæmi. I Norðurlandskjördæmi vestra voru 373 spurðir. Þar af sögðust 19 ekki ætla að kjósa, 7 sögðust skila auðu, 13 neituðu að svara og 22 voru óákveðnir. Alls voru því 312 aðspurðra búnir að ákveða hvaða flokk þeir ætla að kjósa, eða 83,7% aðspurðra. Ef einungis eru teknir þeir sem afstöðu tóku á Norðurlandi vestra er útkoman þessi: 9,9% ætla að kjósa A-lista Alþýðu- flokks; 27,9% B-lista Framsókn- arflokks, 19,2% D-lista Sjálf- stæðisflokks, 15,1% G-lista Alþýðubandalags, 9,3% Kvenna- lista; 0,3% M-lista Flokks mannsins; 4,2% Þ-lista Þ óðar- skátar bjóða sín skeyti á 200 kr. Hvernig stendur á þessu? Tryggvi Marinósson deildar- foringi hjá Skátabandalagi Akur- eyrar svaraði því til að þetta hlyti að vera undirboð hjá Pósti og síma. Þeir væru að reyna að ná þessum markaði og hefðu borið auglýsingar í hús með nöfnum fermingarbarna og kynningu á skeytunum. „Við höfum alltaf borið út auglýsingablöð fyrir fermingarnar og þetta, ásamt skeytunum, hefur verið mikilvæg flokks og 14,1% S-lista Borgara- flokks. Samkvæmt þessum niðurstöð- um bætir A-listinn við sig 2,9% en fær engan mann kjörinn, B- listi tapar 12,5% ef miðað er við samanlagt fylgi B og BB-lista síð- „Ég get ekki neitað því að mér liefur fundist byrinn vera að tekjulind fyrir okkur,“ sagði Tryggvi. Ársæll Magnússon umdæmis- stjóri Pósts og síma á Norður- landi eystra sagði að þetta væri ekki undirboð heldur samkvæmt reiknuðum taxta. „Þetta er meðalverö á 15 orða skeyti og þau eru í kringum það. Þetta eru stöðluð skeyti, en þeir sem þess óska geta auðvitað orðað skeyti sín sjálfir og greitt samkvæmt orðafjölda,“ sagði Ársæll. Sjá bls. 3 ast og fær einn mann kjörinn; D- listi tapar 12,1% og fær einn mann; G-listi tapar 2,9% en heldur sínum manni og Borgara- f'okkur fær einn mann kjörinn. Framsóknarflokkur er síðan næstur því að fá uppbótarþing- manninn en síðan koma Alþýðu- snúast til okkar núna upp á síð- kastið. Hins vegar vara ég mjög eindrcgið við of mikilli bjartsýni,“ sagði Steingrímur Hermannsson, forsætisráð- herra og formaður Framsókn- arflokksins í viðtali við Dag. „Eins og kemur fram í þessum tölum sem nú eru birtar fyrir Norðurland eystra og vestra þá kemur þar í ljós að það má ekki miklu muna. Ef við lítum t.d. á Norðurland vestra er Framsókn- arflokkurinn lang stærstur en ef það sem eftir er dreifist á marga getur svo farið að við fáum ekki tvo menn. Mér sýnist að svipað gæti í raun gerst í Norðurlands- kjördæmi eystra. Það geta orðið miklar sveiflur á síðustu dögum. flokkur og Kvennalisti. Könnun þessi var unnin dag- ana 8.-11. apríl sl. Fram kom í könnuninni að tveir af hverjum þremur kjósendum Borgara- flokksins kusu Sjálfstæðisflokk- inn síðast. Sjá nánar yfirlit yfir niðurstöður á bls. 7. BB. Það er alveg áreiðanlegt að við þurfum á öllu okkar að halda til að ná inn tveimur mönnum og ég legg á það mjög mikla áherslu." sagði Steingrímur þegar hann var inntur álits á skoðanakönnuninni sem birt er í dag. „Mér sýnist fólk vera farið að hugsa meira um þennan glund- roða og hafa meiri áhyggjur af honum heldur en áður. Fólk er einnig farið að viðurkenna meira en áður þá festu sem framsókn- armönnum hefur tekist að skapa og þann árangur sem náðst hefur undir okkar stjórn. Mér finnst kosningabaráttan vera farin að snúast meira um málefnin en áður og það er Framsóknar- flokknum í hag,“ sagði Stein- grímur ennfremur. HS Akureyri: Samkeppni um fermingarskeytin? „Ég er ákaflega stoltur af öllu því unga fólki sem skipar sæti ofarlega á listum Frainsóknarflokksins um allt land. En það er eitt sem mér hefur fundist vera mikil meinsemd hjá okkur framsóknarmönnum og það er að við höfum verið kvenmannslausir í þingflokknum. Ég vil ekki una því lengur. Við viljum fá Valgerði á þing og cngin spurning um það,“ sagði Steingrímur Hermansson í lok fundar sem Framsóknarflokkurinn efndi til með honum og efstu mönnum á lista í Norðurlandskjördæmi eystra á Akureyri í gær. Á myndinni eru Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Val- geröur Sverrisdóttir, Guðmundur Bjarnason, Steingrímur Hcrmannsson í ræðustól og Valur Arnþórsson, sem var fundarstjóri. Mynd: ehb „Þurfum á öllu okkar að halda“ -segir Steingrímur Hermannsson og varar eindregið við of mikilli bjartsýni þrátt fyrir góða útkomu Framsóknarflokksins í skoðanakönnuninni

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.