Dagur - 13.04.1987, Side 6

Dagur - 13.04.1987, Side 6
6 - DAGUR - 13. apríl 1987 Pað var mikið um dýrðir í Sjallanum síðast liðið fimmtudagskvöld er krýning Fegurðardrottningar Norður- lands fór fram. Matargestir mættu prúðbúnir kl. 19 og mætti þeim lúðrasveit við innganginn. Er inn var kom- Þátttakendur í keppninni ungfrú Norðurland ’87 eru frá v. íris, Helga Björk, Sólveig, Heiða, Þóra, Jórunn, Þorgerður, Ólöf. Fegurðardrottning NorðuHands 1987 ið tók við kokteill og síðan hófst bið eftir matnum. Sú bið tók að lokum enda. Ekki horfði vel í upphafi, því veðurguðirnir sáu til þess að ekki hafði verið flogið frá Reykjavík frá hádegi og var því hluti dómnefndar og heiðursgestur kvöldsins, Gígja Birgisdóttir, veður- teppti í Reykjavík, auk kór- ónunnar góðu. En allt fór vel að lokum, allir komust norð- ur en þetta varð til þess að öll dagskráin færðist aftur sem sumum þótti heldur bagalegt. Að loknum forrétti komu stúlkurnar fram á sundbol- um, ein af annarri. Pá var aðalréttur og síðan frábær tískusýning frá versluninni Perfect. Að henni lokinni var danssýning, það voru nokkrar 9-11 ára stúlkur frá Dansstúdíó Alice sem frum- sýndu dans og er óhætt að segja að þær hafi sýnt snilld- artakta. Eyjólfur Kristjánsson, söngvari var næstur á dagskrá. Söng hann nokkur hugljúf lög, þar á meðal Norðurljósin vinsælu. Pá komu stúlkurnar fram á kvöldkjólum og síðan tók við biðin langa. Dómnefnd settist á rökstóla uppi í Mánasal og tók það hana ærinn tíma að gera upp hug sinn. En loksins rétt fyrir kl. 1 voru úrslitin tilkynnt og Gígja Birgisdóttir krýnir hér ungfrú Norðurland, Þóru Birgisdóttir. eins og allir vita þá var það Póra Birgisdóttir, 18 ára Akureyrarmær, sem hreppti titilinn Fegurðardrottning Norðurlands 1987, en auk hennar fer íris Guðmunds- dóttir suður yfir heiðar og þær keppa báðar um titilinn Fegurðardrottningu íslands í veitingahúsinu Broadway í maí. Iris var einnig kosin vinsælasta stúlkan, en það eru stúlkurnar sjálfar sem stóðu fyrir því vali. Einn tit- ill enn var veittur og var það Ljósmyndafyrirsæta Norður- lands 1987, það var Sólveig Porsteinsdóttir sem ljós- myndararnir komu sér sam- an um að kæmi best út á mynd. -HJS Vinsælasta stúlkan var valin íris Guðmundsdóttir. Sólveig Þorsteinsdóttir var valin Ijósmyndafyrirsæta. Hópur 9-11 ára stúlkna frá jazzstudió Alice sló í gegn og vöktu mikla hrifn- ingu.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.