Dagur - 13.04.1987, Síða 12

Dagur - 13.04.1987, Síða 12
12 - DAGUR - 13. apríl 1987 Höndin hefur frá ýmsu að segja Þrjár grundvallarlínur fylgja okkur frá fæð- mgu. Líflinan segir til um þroska og líkams- ástand, höfuðlínan um gáfnafar, og hjarta- línan greinir frá tilfinningalífi og kynorku. Forlagalínan átti samkvæmt fræðum lófa- lesara m.a. að upplýsa um skyldutilfinnigar gagnvart samborgurum. Höndina á hjartastað. Hverjir vilja játa, að þeir trúi á lófa- lestur? Fæstir. Sé talað um, að höndin hafi frá ýmsu að segja varðandi getu og takmörk við- komandi manna, bæði sálarlega og líkamlega, brosa víst flestir nútíma Evrópubúar út í annað munnvikið og verður hugsað til spákvenna og skottulækna. Engu að síður finnast þeir læknar og sálfræðingar, sem nota höndina til upplýsinga- öflunar. En einungis sem einn lið í rannsókn þess, sem þeir hafa til meðferðar. Margir þeirra telja, að lögun handa og fingra tengist innri líffærastarf- semi, eitlum og hormónum. Á fjórða áratugnum rannsak- aði dr. Charlotte Wolff hendur sálsjúkra í Frakklandi. Sumir voru fávitar, aðrir kleyfhugar eða fengu æðisköst. Með samanburði við hendur eðlilegs fólks komst hún að þeirri niður- stöðu, að mismunandi þjáning- ar og sjúkdómsstig sýndu hvert fyrir sig ákveðin merki í hönd- um og í lögun fingranna.. Auk þess voru línur í höndum fávita oft fáar og grófgerðar miðað við línur í höndum fólks, sem tald- ist eðlilegunt gáfum gætt. Hjá nær öllunt sjúklingum vantaði þá línu, sem nefnd er forlaga- línan, eða þá að hún var mjög ógreinileg. Athugun á hendinni allri: Lögun hennar, gerð fingranna, nöglum, fingraförum og línun- unt í lófanum getur því, að áliti Wolffs, hjálpað til við sjúk- dómsgreiningu. Pó aðeins í tengslum við heildarrannsókn sjúklingsins. Engin algild skýring er á breytingum handarinnar Ákveðin fingraför fylgja okkur frá fæðingu. Pau eru sérstök fyrir hvern mann, og þess vegna eru þau notuð við lögreglurann- sóknir. Sumar helstu línurnar í lóf- anum fylgja okkur einnig frá fæðingu. Fingraförin breytast aldrei. En línurnar í lófanum geta ver- ið að breytast alla ævina, segja lófalesarar. Charlotte Wolff telur, að þær mörgu og smá- gerðu línur, sem oft koma fram á höndum viðkvæms og tauga- veiklaðs fólks, stafi af hreyfing- um þeirra, sem aftur eru ná- tengdar sálarlífinu. Petta fólk hreyfir hendurnar mikið og þessar ýmsu línur koma fram vegna þess, hvernig það hreyfir hendurnar, sem aftur segir mik- ið um innri mann, að áliti Woli'fs. Auk þess telur hún, að hver fingur hai'i tengingu við ákveðinn stað í líkamanum. Eina „sönnunin" fyrir því, að útlit handarinnar hafi einhverja sögu að segja, er reynslan. Ef hægt er í nógu mörgum tilvikum að finna samband milli ákveð- inna drátta í hendinni og líkam- legra eða sálarlegra atriða, hlýt- ur það að teljast vísbending. Til dæmis heldur amerískur læknir, Eugene Sceimann, sem einnig notar handskoðun við sjúk- dómsgreiningar, því fram, að í greipinni milli litlafingurs og baugfingurs vinstri Itandar sé oft að finna sérstakar línur hjá sjúklingum, sem eigi á hættu að fá einhvern hjartasjúkdóm. Sumir telja, að það sem gerist, sé að einhverjar hræringar verði, sem erti taugakerfi í nánd við hjartað og það hafi aftur áhrif á vefi milli litlafingurs og baugfingurs vinstri handar. I Journal of American Medical Association hafa aðrir bent á, að í sambandi við krabbamein myndist oft húðþykkildi á venusbjarginu (þófanum næst þumalfingri). Þessi merki er hægt að taka sem aðvörun og láta sjúklinginn síðan fara í nákvæma læknis- rannsókn. Lækningamenn utan hinnar viðurkenndu læknastéttar þurfa líka á almennri mannþekkingu og heilbrigðri skynsemi að halda, t.d. lófalesarar og stjörnuspámenn. Reyndur lófa- lesari veit, að í lífi hvers manns koma fyrir ákveðin tímabil, sem bregðast verður við á sérstakan hátt, t.d. líffræðileg tímabil eins og kynþroskaskeið og breytingaskeið. Ákveðnir atburðir eru einnig líklegir til að tengjast vissum tímabilum ævinnar, t.d. ástarskot, hjóna- band, fæðingar, og seinna kem- ur kannski uppreisn og umbreytingar á starfsvettvangi eða í einkalífi eða hvort tveggja. Ásamt allri gerð mannsins og afstöðu stjörnumerkja hjálpa þessi þroskastig lófalesaranum til að skýra þá möguleika, sem höndin býður upp á. Lófa- lesarar eiga því oft áralangt nám að baki í ýmsum vísinda- greinum. Enda þótt sumir drættir í hendinni séu meðfæddir, þá er það svo, að þroski hvers manns mótast mjög af umhverfi hans og reynslu á lífsleiðinni. Því er það þýðingarmikið fyrir lófales- ara að hafa nokkra þekkingu á sálfræði, læknisfræði, félags- fræði o.s.frv. f okkar heimshluta eru þjóð- félagsbreytingar svo örar, að ekki dugar að nota gamlar, hefðbundnar skýringar á merkj- um handarinnar. Það gengur betur í þjóðfélögum, eins og t.d. á Indlandi, þar sem ævi- brautin víkur sjaldan mikið frá því munstri, sem viðkomandi fæddist inn í. Til dæmis telja lófalesarar sig sjá greinilegan mun á lófalínum barna nú og línum foreldranna. Nútíma uppeldi, sem miðar að meira sjálfstæði og minni fast- heldni á fornar venjur, setur hvarvetna sín merki. Lófalesarar verða að kynna sér margt - Það hvarflar ekki að mér, að lófalínur skýri annað en það, hvort fólk stundar erfiðisvinnu eða ekki, segir sálfræðingurinn Christen Bjerg unt lófalestur. Og undir þetta munu flestir danskir sálfræðingar og geð- læknar taka. En mörgum er líka að verða það ljóst, að það dugar ekki alltaf að fullyrða. - Það er útbreiddur en úr- eltur skilningur á vísindunum, að alltaf sé hægt að finna einn sannleika. Þá kemur að því, að við stöndum uppi með nokkra ferkantaða og forheimskandi kassa fyrir mannlega eiginleika og viljum troða öllum þar í. Og sama hætta getur verið á ferð- umvarðandi kenningar aukavís- inda eins og lófalesturs og stjörnuspádóma, segir Christen Bjerg. En hvaða augunt sem menn líta lófalestur, þá er það ekki vafamál, að ntargir lófalesarar, stjörnuspámenn, fyrirbæna- menn o.s.frv. geta verið góðir huglæknar. Þeir hafa það m.a. framyfir venjulega sálfræðinga og geðlækna, að fólk er rniklu opinskárra við þá. Það kemur kannski til af því, að þrátt fyrir nokkrar efasemdir hafa allir lúmskan áhuga á að fá eitthvað að heyra um sjálfa sig og sína möguleika. Og þá gjarna frá reyndum mann- þekkjara, sem um stund ein- beitir sér 100% að skjólstæðingi sínum, sem um leið verður stundarkorn einstakt fyrirbæri - eins og raunar hver maður er. Frægur amerískur stjörnu- spámaður, Evangeline Adams, sem forystumenn í stjórnmálum heimsins og gáfumenn í fremstu röð leituðu til, sagði, að í raun- inni fræddist hún meira um við- skiptavinina af tali þeirra en stjörnumerkjum. Það sama getur vel átt við urn lófalesarann. Ein hönd nægir ekki til að gefa fullnægjandi hugmynd um mann. Það verður að huga að líkamanum öllum, tali, fötum, svipbrigðum og hreyfingum. Og raunar verður það oft höndin, sent mestu skiptir. (Ingc Damm í III. Vidcnskab 1/86. - Þýd. Þ.J.)

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.