Dagur - 22.04.1987, Side 9

Dagur - 22.04.1987, Side 9
8 - DAGUR - 22. apríl 1987 22. apríl 1987-DAGUR-9 Matsalur heimavistar -fjöl- brautarskólans á Sauðárkróki var þéttskipaður á dögunum þegar þar fór fram að tilstuðl- an þjóðmálafélags skólans sameiginlegur framboðsfundur listanna sem fram bjóða til Alþingis í kjördæminu. Ekki var annað að sjá og heyra en áhugi ungs fólks á stjórn- málum sé töluverður, en ýmsir hafa haldið hinu gagnstæða fram. Eftir að einn fulltrúi frá hverjum af 8 listunum hafði haldið stutt framsöguerindi, þar sem þeir lituðu hosur sínar fyrir unga fólkinu, fengu nemendur tækifæri til að leggja spumingar fyrir fram- bjóðendurna og gripu margir þeirra það fegins hendi. Var ekki laust við að þeir gerðu sig líklega til að sauma að sumum frambjóðendanna og eftir byrjuninni að dæma var engu líkara en leggja ætti Vilhjálm Egilsson 2. mann á lista Sjálf- stæðisflokksins í einelti. Kom reynsla hans úr Karphúsinu þá örugglega að góðu haldi. Gróa á Leiti Lá Vilhjálmi nokkuð hátt rómur þegar hann útskýrði byggða- stefnu unga fólksins fyrir tilvon- andi eigendum og var ekki annað séð en fokið hefði í góðmennið við kenjótta krakkana. Kannski ekki að furða, því eftir þeim ummælum sem hann viðhafði á kosningafundi á Sauðárkróki nokkrum dögum síðar, kvað hann sig hafa verið hundeltan á kosningafundunum af öðrum frambjóðendum, en þarna bætt- ust ungir kjósendur sem hann hafði biðlað til í kosningabaráttu sinni í þann hóp. Sigurður Árnason reið á vaðið og spurði Vilhjálm hvort úrslit skoðanakönnunarinnar sem gerð var í skólanum sýndu ekki ótví- rætt að unga fólkið hefði hafnað byggðastefnu unga fólksins. En þar fékk Sjálfstæðisflokkurinn 8 atkvæði á móti 14 atkvæðum Framsóknar og 10 Alþýðubanda- lags. Vilhjálmur sagði að líklega hefði boðyskapurinn ekki komist rétt til skila, vegna afskipta Gróu á Leiti og hefði hún víða skotið upp kollinum í hópi andstæðinga sinna. Páll Pétursson (B) greip hér inn í og sagðist geta staðfest að Gróa á Leiti væri ekki félagi í Framsóknarflokknum. Ingi V. Jónasson spurði Vil- hjálm hvaða munur væri á Gróu á Leiti og málflutningi hans, þeg- ar hann segði annað á landsfundi Sjálfstæðisflokksins en heima í héraði. Vilhjálmur sagði fullyrðingu Inga ekki rétta og hann hefði ekki boðað neitt annað á lands- fundinum en það sem hann hefði sagt heima í héraði undanfarið; að hér þurfi atvinnuvegirnir að verða það sterkir að þeir geti greitt eins hátt kaup og það sem tíðkast fyrir sunnan. Á þann hátt gætu þeir keppt um unga fólkið og það fengið vinnu sem hentaði þeirra menntun sem best. Andri Kárason spurði Vil- hjálm hvort byggðastefna unga fólksins væri bara fyrir unga fólk- ið ekki eldri kjósendur. Vilhjálmur sagði byggðastefnu unga fólksins vera fyrir alla sem vildu hag byggðarlagsins sem mestan. „Ég trúi því að hér sé gott að búa. Nægir möguleikar til fullrar atvinnu og hér getur fólk látið hendurnar standa fram úr ermum og á ekki að þurfa að lifa á barlómi og styrkjum eins og það hefur gert á þessu kjörtíma- bili samkvæmt málflutningi stjórnarandstæðinga," sagði Vil- hjálmur. „Ertu að halda því fram að fólk lifi hér á barlómi og styrkjum," skaut Páll Pétursson inn í. „Já, það er eins og þeim hafi tekist það ágætlega í seinni tíð,“ var svar Vilhjálms. Fundargestir saumuðu að Vilhjálmi Egilssyni D-lista sem hér sést í ræðustoli. Listafólk á Norðurlandi vestra á fundi í Fjölbraut á Sauðárkróki: ir Jarlinn í Skeifu eins og Birgir er kallaður meðal flokksbræðra sinna að fjalla um landbúnaðar- málin. „Er þetta orðið nóg Unn- ar minn,“ spurði hann eftir drjúga stund. Það mátti heyra á Unnari þegar hann jánkaði að hann var orðinn þreyttur að hlusta. Vilhjálmur fékk því næst spurningu frá Þorbjörgu Harðar- dóttur um hvort sumarfrí nemenda mundi styttast ef af yrði hugmyndum Sjálfstæðisflokksins um styttingu náms í framhalds- skólum fyrir stúdentspróf úr 4 árum í 3. Vilhjálmur sagði það ekki koma til. Hugmyndin um styttingu framhaldsnámsins byggðist á þeirri skoðun manna að hægt væri að nýta fyrstu ár „Ertu að halda því fram að fólk lifi hér á barlómi og sfyrkjum?“ Salurinn var þéttskipaður ungu fólki. Árni Steinar Jóhannsson talaði fyrir hönd Þ-lista. Islandske sosial demokrati Birgir Dýrfjörð gerði, í svari við fyrirspurn, grein fyrir hinum ýmsu jafnaðarstefnum og flokk- um í Evrópu og jafnvel víðar og staðsetti íslenska jafnaðar- mannaflokkinn nákvæmlega. Stuttu síðar kom spurning til hins „Islandske sosial demokrati“ frá Inga V. Jónassyni um afstöðu Alþýðuflokksins til frumvarpsins um kjarnorkuvopnalaus Norður- lönd og kvað Ingi hart að íslensk- ir kratar væru svo hægri sinnaðir að þeir ættu ekki samleið með öðrum jafnaðarmannaflokkum á Norðurlöndum. Birgir sagði það fráleitt að Alþýðuflokkurinn væri á móti gagnkvæmri eyðingu kjarnorkuvopna. Hins vegar teldu þeir þýðingarlaust að vera að lýsa yfir kjarnorkuvopnalaus- um Norðurlöndum þar sem sovéskt landsvæði lægi svo nálægt Norðurlöndunum og nefndi Kolaskaga sem áður var finnskt landsvæði en er nú undir yfirráð- um Rússa. Sagði Birgir jafnaðar- menn á Norðurlöndum gera sér æ meiri grein fyrir þessu. „Ertu að segja okkur að Jón Baldvin og Anker Jörgensen séu að verða sammála í þessu máli, bágt á ég með að trúa því,“ sagði Páll á Höllustöðum. „Nú, hefurðu hitt Anker nýlega?“ sagði Birgir. „Já og ég sagði honum frá kosninga- baráttu kratanna. Hvem er det som betaler, spurði Anker þá,“ sagði Palle Pedersen fra Halle- sted. „Ég hefði þá sagt honum frá því hverjir ætla að bjóða öllum ungmennum hér í kjördæminu á ball í Miðgarði," sagði Birgir í lok þessarar orðasennu. Nokkrar fyrirspurnir bárust til Kvennalista, þar á meðal spurði Ólafur Henriksen um stefnu Kvennalistans í sjávarútvegsmál- um. Steinunn Érla Friðþjófs- dóttir sagði Kvennalistann vilja láta endurskoða kvótakerfið. Það hefði verið sett á tímabundið og þyrfti að sjálfsögðu endur- skoðunar við. Þær töldu sóknar- mark svokallað mjög ósann- gjarnt. Ef gæftir væru slæmar gætu sjómennirnir hreinlega ekki nýtt þá daga sem þeim bæri og það væri svolítið skrýtið að versla með fiskinn þannig að menn gætu valið annað hvort aflamark eða sóknarmark. Fiskurinn væri eng- in verslunarvara. Ha!, hér sperrtu margir eyrun og undr- unarkliður fór um salinn. Aðal útflutningsverðmæti þjóðarinnar ekki verslunarvara, þetta þótti örugglega mörgum einkennileg fullyrðing. „Nei, fiskurinn er ekki verslunarvara meðan hann er í sjónum," sagði Anna Dóra Antonsdóttir hinn fulltrúi Kvennalistans sem mætti á fundinn, og þar með voru frekari vangaveltur um ummæli kvenna- listakvenna úr sögunni. ÚfflFf, þetta er nóg Unnar Ingvarsson vildi fá að heyra stefnu Flokks mannsins og Alþýðuflokksins um hvernig stjórnun á framleiðslu í landbún- aði skyldi háttað. Skúli Pálsson í Flokki manns- ins sagði þetta einfalt mál að ef kaupið yrði hækkað hefði fólk efni á að kaupa landbúnaðar- vörurnar og sagði Flokk manns- ins leggjast eindregið gegn sam- drætti í landbúnaði. Birgir Dýr- fjörð alþýðuflokksmaður sagði að fyrst þyrfti að átta sig á því hvort um offramleiðslu væri að ræða. Það var vandræðalaust fyr- grunnskólanámsins betur en nú er. Annars sagði Vilhjálmur þetta mál ekki hafa komist rétt til skila frekar en annað í meðförum andstæðinga sinna. Kristján Vigfússon vildi fá nán- ari útlistun á hugmyndum Þjóðarflokksins um breytingarn- ar á stjórnkerfi þjóðfélagsins. Árni Steinar Jóhannsson skýrði þær á þann sama hátt sem hann hefur margoft gert í kosningabar- áttunni. Meira vald út til lands- byggðarinnar og að hún njóti þeirra verðmæta sem þar eru sköpuð. Andri Kárason spurði Andrés Magnússon hjá Borgaraflokkn- um hvort hann byggist við því að Albert Guðmundsson verði for- maður Borgaraflokksins þegar hann verður stofnaður og hvað flokksmenn hans ætluðu að gera ef Albert yrði ákærður vegna Hafskipsmálsins. Andrés svaraði því til að Albert væri tvímæla- laust fremsti maðurinn í flokknum, en seinni spurninguna kvað hann vera persónulegt mál. „Albert verður sjálfur að bera ábyrgð á sínum gjörðum," sagði Andrés Magnússon. Framtak og framtal er sitt hvað Guðmundur Stefán Ragnarsson spurði Pál Pétursson og Pálma Jónsson hvernig þeim hefði líkað stjórnarsamstarfið og hvað þeim fyndist um árangur þess. Páll sagði samstarfið að mörgu leyti hafa verið gott og þessi tími að mörgu leyti nýst vel. Nefndi hann árangur í stjórnun fiskveiða, lækkun verðbólgunnar, kaup- máttur hefði aukist svo og launa- jöfnuður, bæði milli þeirra hæst og lægst launuðu og milli Reykja- víkursvæðisins og landsbyggðar- innar. í því sambandi mætti nefna að á árinu 1985 voru með- altekjur hærri á Siglufirði en í Reykjavík. Að vísu hefði krepp- an í landbúnaðinum skyggt á og hann verið á móti þeirri skerð- ingu sem fólst í búvörulögunum, en á þeim hefðu verið gerðar breytingar og með þeim samning- um sem gerðir voru á dögunum sem tryggja sölu á framleiðslu bænda næstu 4 árin, væri hann að verða tiltölulega ánægður. Svar Pálma var á sömu lund og svar Páls. Sagði Pálmi íslendinga þurfa að auka hlutdeild sína í sjávarafla. Með því fjölgi því fólki sem hefur góðar tekjur og þannig ynnum við okkur upp úr þeim öldudal sem landsbyggðin er nú í. Birgir Dýrfjörð var ekki alveg samþykkur þessum góða árangri sem Páll og Pálmi töluðu um og bent á fjárlagahallann. Páll og Pálmi bentu á móti á lækkun erlendra skulda. Pálmi sagði stjórnarflokkana hafa tekið þá ákvörðun að taka á sig hluta af kauphækkunum í febrúar- og desembersamningunum og með því hefði tekist þjóðarsátt í kaup- gjaldsmálum. Sagði hann ráð- stöfunartekjur heimilanna hafa aukist um 35% á síðasta ári, en verðbólgan verið 15%. Ragnar Arnalds sagði þetta hagfræðilegt hugtak hjá Pálma. Staðreyndin væri sú að þetta bullandi góðæri sem verið hefði undanfarið hafi ekki skilað sér út til fólksins og minnti á áherslur Alþýðubanda- lagsins því varðandi. Var Ragnar þess fullviss að bændur og fólk í sveitum væru ekkert ánægð með stefnu ríkisstjórnarinnar í land- búnaðinum, en þeir Páll og Pálmi virtust bara býsna ánægðir. Reyndar hlytu landsbyggðar- menn að vera óánægðir með óbyggðastefnu þessarar ríkis- stjórnar og fólksflóttinn suður undirstrikaði það. Vilhjálmur var spurður, hvaða mun hann teldi vera á Sjálf- stæðisflokknum og Borgara- flokknum. Vilhjálmur sagðist var sammála Davíð Oddssyni sem svaraði þessari spurningu á þá leið að Sjálfstæðisflokkurinn væri hlynntur frjálsu framtaki, en Borgaraflokkurinn frjálsu fram- tali. „Sagði Gróa Davíð þetta,“ varð Páli Péturssyni þá að orði. -þá Guðmundur Bjarnason: Hinar róttæku breyt- ingar á húsnæðislánum Húsnæðismál hafa verið töluvert til umræðu í þessari kosningabar- áttu og er það eðlilegt því ein af brýnustu þörfum mannsins er að hafa húsaskjól. Hefur umræðan sérstaklega snúist um þær rót- tæku breytingar sem gerðar voru á þessum mikilvæga málaflokki á kjörtímabilinu, undir forustu Alexanders Stefánssonar félags- málaráðherra. Er þá bæði átt við það sem gert var fyrir það fólk sem lenti í greiðsluerfiðleikum 1980 og síðar svo og hina nýju húsnæðislánalöggjöf. Greiðsluerfíðleikarnir Fyrir þá sem lentu í erfiðleikum var lánum skuldbreytt, lánstími lengdur, viðbótarlán veitt, vaxta- frádrætti frá skatti breytt, greiðslujöfnun tekin upp til að samræma greiðslubyrði og laun svo eitthvað sé nefnt af þeim aðgerðum sem gripið var til. Mín skoðun er sú að áfram þurfi að fylgjast með stöðu þeirra sem seinast fengu lán samkvæmt gamla kerfinu og hafa opinn lánaflokk þeim til aðstoðar svo og gæta þess að réttur þeirra til frádráttar vaxta og verðbóta frá sköttum verði áfram tryggður, eftir að hið nýja staðgreiðslukerfi skatta hefur tekið gildi. Fyrir gildistöku nýju húsnæðis- laganna var framkvæmdin sú, eins og flestir þekkja, að þeir sem hugðust byggja eða kaupa íbúð réðust í framkvæmdina og síðan var sótt um lánið upp á von og óvon. Oft var það svo seint og um síðir að lánið var afgreitt, óverðtryggt og hafði það í mörg- um tilfellum skapað fólki ómælda erfiðleika. Með nýju lögunum er fólk hvatt til að gera áætlanir fram í tímann. Viðkomandi sækir um lán, fær upplýsingar um láns- rétt sinn, hvenær lánið kemur til útborgunar og hver lánsupphæð- in sé og nú er hún verðtryggð, fylgir byggingarvísitölu. Þá er hægt að leita að því húsnæði sem hentar og viðkomandi ræður við að byggja eða kaupa, jafnvel þó biðtíminn sé nokkur. Gjörbreytt staða Fjárveitingar til húsnæðismál- anna hafa aukist verulega í tíð þessarar ríkisstjórnar eða úr rúmum 2 milljörðum kr. árið 1983 í 5*Á milljarð kr. í ár á verð- lagi ársins 1986. Þá hefur lánstími einnig verið lengdur verulega eða í 40 ár og lánshlutfall hækkað úr u.þ.b. 20% í allt að 70% af verði íbúðar. Er nú svo komið að við íslendingar getum kinnroðalaust borið okkur saman við nágranna- þjóðirnar, loks stöndum við jafn- fætis þeim varðandi það að eign- ast eigið húsnæði. Eftir gildistöku nýju laganna jukust umsóknir um lán mjög mikið af þeim eðlilegu ástæðum að margir sem ekki höfðu séð sér fært að eignast húsnæði eygðu nú nýja möguleika með þessu hag- stæða lánakerfi. Hafa sumir stjórnmálamenn, einkum úr Alþýðuflokki, haldið því fram að kerfið sé sprungið, eða enn þurfi að stórauka fjárveitingar til þess. Ég tel hvorugt rétt. Við verðum að sætta okkur við nokkurn bið- Guðmundur Bjarnason. tíma meðan jafnvægi er að nást á ný og að stórauka fjármagnið tel ég ekki réttlætanlegt þar sem það mundi stórauka þensluna í bygg- ingariðnaði og á fasteignamark- aði og hækka fasteignaverð og við því megum við ekki nú þegar alla áherslu verður að leggja á að halda verðlagi áfram í skefjum og fórna ekki þeim árangri sem náðst hefur í efnahagsmálum. Þátttaka lífeyrissjóöanna Þegar svo viðamiklar breyting- ar eru gerðar, má setja út á ýmis- legt og stöðugt eftirlit verður að vera með kerfinu, svo hægt sé að sníða gallana af. Margt sem sett hefur verið út á, á sér þó eðlileg- ar skýringar. Vil ég nefna hér það atriði að þeir sein eru tekjuhærri og eignameiri skuli hafa jafnmik- inn rétt til láns og þeir sem tekju- lægri eru. Ástæða þess er að þeg- ar samið var við lífeyrissjóðina um fjármögnun þá vildu fjár- sterku en tiltölulega fámennu sjóðirnir ekki taka þátt, nema þeirra félagsmenn sætu við sama borð og aðrir. Raunin er sú að mun minna fjármagn þarf að lána þessum aðilum en við fáum frá sjóðum. Þá má minna á að sú ákvörð- un, að lífeyrissjóðirnir leggi veru- legan hluta síns ráðstöfunarfjár til húsnæðismálakerfisins, er tek- in í fullu samráði við aðila vinnu- markaðarins, enda oft verið rætt um það á árum áður hvernig nýta mætti betur fé lífeyrissjóðanna í þágu húsnæðismála. Því stingur nokkuð í stúf sá áróður ýmissa stjórnmálamanna nú í kosninga- baráttunni að með því að lífeyris- sjóðirnir fjármagni húsnæðiskerf- ið sé verið að flytja fjármagnið til Reykjavíkur. Húsnæðisstofnunin tekur við öllum umsóknum, hvaðan sem þær koma og ræður því ekki hvert lánin eru afgreidd. Sem dæmi má nefna að lífeyris- sjóðirnir á Austurlandi keyptu skuldabréf fyrir 41 milljón, en á Austurland verða á sama tíma lánaðar 251,2 milljónir, nýti allir umsækjendur sér sín lán og Vest- manneyingar fá 82 milljónum meira en þeir láta af hendi. Er hér vitnað til upplýsinga sem fram koma í ágætri grein eftir Sigurð E. Guðmundsson, fram- kvæmdastjóra Húsnæðistofnun- arinnar, er birtist í Morgunblað- inu 11. apríl sl. Hlutverk ráðgjafaþjónustunnar Margt fleira mætti taka til þegar rætt er um húsnæðismál en að lokum vil ég benda á mikilvægi ráðgjafaþjónustunnar sem nú hefur verið starfrækt um nokkurt skeið hjá Húsnæðisskrifstofunni. Þessi þjónusta á m.a. að aðstoða fólk við að meta möguleika þess og fjárhagslega getu er það hyggst afla sér húsnæðis og reikna út hvaða skuldbindingar fjárhagur þess þolir. Þannig ættu færri að lenda í þeirri erfiðu stöðu sem því fylgir að reisa sér hurðarás um öxl. Þeir sem þrátt fyrir þá gjörbreyttu möguleika sem hið nýja húsnæðislánakerfi skapar og hin góðu kjör sem verkamannabústaðakerfið veitir, geta ekki aflað sér eigin húsnæð- is, verða að fá aðstoð í húsnæðis- málum eftir öðrum félagslegum leiðum sem samfélag okkar verð- ur að geta veitt við slíkar aðstæð- ur. Það verður best tryggt með áframhaldandi forustu Fram- sóknarflokksins á þessu sviði. Veitum honum því brautargengi til þess í kosningunum á laugar- daginn. Guðmundur Bjurnason. Barnajogginggallar Stærðir 80-100. Verð kr. 495.- Stærðir 104-152. Verð kr. 945.- barna Stærðir 100-170. Verð kr. 250.- Barnaflauelsbuxur Stærðir 104-140. Verð kr. 495.- Opið laugardaga frá kl. 9-12. igj Eyfjörö VBB Hjaltayratsötu 4 simi 22Z75 m

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.