Dagur


Dagur - 28.04.1987, Qupperneq 3

Dagur - 28.04.1987, Qupperneq 3
'28: ’aþríl 19B7 - DAGUR - 3 mér en þegar kunnáttu hans þraut fór ég í Tónlistarskólann á Akranesi. Par var ég svo heppinn að komast strax undir hand- leiðslu Hauks Guðlaugssonar sem nú er söngmálastjóri þjóð- kirkjunnar. Ég var við nám hjá honum í sex ár en eftir gagn- fræðaskólaprófið á Akranesi fór ég til Reykjavíkur í Tónlistar- skólann og var þar í önnur sex ár, mest hjá Halldóri Haraldssyni píanóleikara en einnig Þorkeli Sigurbjörnssyni og fleiri góðum, síðasta árið var ég hjá Jónasi Ingimundarsyni. Eftir það stund- aði ég kirkjutónlistarnám í Þýskalandi í fjögur ár, ég var í litlum einkaskóla sem rekinn er á vegum kaþólsku kirkjunnar. Þetta er gamaldags skóli með heimavist og þýskum aga sem ég hafði mjög gott af að kynnast. Ég lauk námi um haustið 1980, þá kom ég heim og kenndi við Tón- listarskólann á Akranesi um vet- urinn, svo sá ég starfið við tón- listarskólann hérna auglýst, sótti um og hef verið hér síðan. Síð- astliðið sumar fór ég til Þýska- lands, dvaldist þar í sex vikur og æfði mig á orgel. Ef maður vill spila á svona hljóðfæri verður maður helst að hafa til þess óskiptan tíma og það hef ég ekki með allri þessari vinnu. Það var mjög gott fyrir mig að vera þarna úti og hugsa ekki um annað en að spila á orgelið.“ - Hreimur hefur nýlega haldið tvenna tónleika og heldur þrenna tónleika í þessari viku, er þetta mjög virkur kór? „Hann er mjög virkur og ég held að kórinn hafi aldrei verið fjölmennari en núna, félagarnir eru 46, þetta eru menn úr Aðal- dal, Kinn, Reykjadal, Reykja- hverfi, Mývatnssveit og Húsavík og þeir telja ekki eftir sér að mæta á æfingar. Eftir 1. maí ætl- um við að taka okkur hlé en við ætlum að syngja á landsmótinu í júlí og 20. ágúst ætlum við að fara í ferðalag til Noregs og dvelja þar í viku eða tíu daga. Hreimur hefur áður farið í söng- ferð til Færeyja, þá var ég undir- leikari kórsins." - Þú fórst einnig með Húsa- víkurkórinn til Noregs og Sví- þjóðar í fyrra, hvernig er kórum frá íslandi tekið á Norðurlönd- um? „Við mætum ekki harðvítugri andstöðu neins staðar, aðsókn að tónleikum er samt misjöfn en það er kannski ekki aðalatriðið að sem flest fólk mæti, kór þarf allt- af að hafa eitthvert ákveðið takmark, eitthvað til að stefna á.“ IM ísland með lægstar niðurgreiðslur I máli Snorra Evertssonar á aðalfundi Mjólkursamlags Skagfirðinga 10. aprfl sl. kom fram að ísland er það land í heiminum sem minnsta styrki fær til lækkunar á landbúnað- arvörum. Japan sker sig úr í samanburði við ísland, því þar er smásöluverð mjólkurvara hærra en hér. Þessar upplýs- ingar kvað hann hafa komið fram á aðalfundi Osta- og smjörsöiunnar nýlega. Þá sagði Snorri einnig aukn- ingu í mjólkurframleiðslu í öðr- um löndum og söluverð mjólkur- vara langt undir framleiðslu- verði. Þá er um mikið framboð á ódýru kjarnfóðri í heiminum að ræða. Mjólkurfitan hefur fengið aukna samkeppni og reynt hefur verið að selja smjör á niðursettu verði allt niður í 10 kr. kílóið. Heimsmarkaðsverð á smjöri er 39,36 kílóið, á osti 40,60 kr. og mjólkurdufti 37,00 kr. -þá Fjölmenni í íþróttahöllinni - á afmælishátíð Völsungs Á sumardaginn fyrsta var hald- in hátíð í tilefni af 60 ára afmæli íþróttafélagsins Völs- ungs sem var 12. apríl sl. Um 350 manns komu á hátíðina sem var að sjálfsögðu haldin í nýju íþróttahöllinni. Dagskráin var fjölbreytt, keppt var í fótbolta, handbolta og blaki. Ungir íþróttamenn sýndu fimleika, barnakór söng og hljómsveit tónlistarskólans lék. Freyr Bjarnason formaður félagsins flutti ávarp og Katrín Eymundsdóttir forseti bæjar- stjórnar færði félaginu fallega blómakörfu og 200 þúsund krón- ur að gjöf frá Húsavíkurkaup- stað. Auk þess bárust félaginu kveðjur og heillaóskir. Völsung- ar hafa unnið 6 íslandsmeistara- titla það sem af er árinu, íslands- meistarar í 3. fl. pilta í blaki, 1. fl. kvenna í blaki og Arnar Bragason fjórfaldur íslands- meistari á skíðum voru hyllt á hátíðinni. Fimm af eldri félögum sem eiga nú að hljóta heiðurs- merki félagsins mættu á samkom- una eða sendu fulltrúa fyrir sig, það voru Hólmfríður Grímsdótt- ir, Guðrún Tryggvadóttir, Guð- rún Héðinsdóttir, Kristbjörg Héðinsdóttir og Karítas Hall- dórsdóttir en þetta er í fyrsta sinn sem konur úr Völsungi hljóta heiðursmerki félagsins. Nánar verður sagt frá hátíðinni í Degi á miðvikudaginn. IM Flugufélagar! Munið aðalfundinn á Hótel KEA í kvöld þriðjudag kl. 20.30. Stjórnin. Tökum að okkur að slá og raka lóðir við fjölbýlishús (blokkir) og fyrirtæki. Eldri viðskiptavinir þurfa að enbdurnýja pantanir fyrir 15. maí. Iðjulundur - Verndaður vinnustaður. Hrísalundi 1b. Akureyri sími 25836. Leikfélag Menntaskólans á Akureyri sýnir leikritið. BUBBIKÓHC5UR í Samkomuhúsinu Frumsýning 29. apríl kl. 20.30 2. sýning 3. maí kl. 20.30 3. sýning 5. maí kl. 20.30 Miðaverð kr. 300. Miðasala hjá L.M.A. í löngu, í V/.M.A. og sýningardagana frá kl. 14.00-18.00 í Samkomuhúsinu. 5JÓM ER 5ÖGU RÍKARI! TEIKNISTOFA HAUKS HARALDSSONAR S.F. KAUPANGI - P.O. 80X110 ■ 602 AKUREYRI UTBOÐ Sóknarnefnd Akureyrarkirkju óskar eftir til- boðum í að byggja safnaðarheimili við Akur- eyrarkirkju. Útboðsgögn verða afhent á Teiknistofu Hauks Har- aldssonar, Kaupangi við Mýrarveg, Akureyri frá og með þriðjudeginum 28. apríl 1987 gegn 5.000,- kr. skilatryggingu. Tilboðum sé skilað á sama stað fyrir kl. 11.00, þriðju- daginn 12. maí 1987 og verða þau þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska. Sóknarnefnd Akureyrarkirkju. Til stuðningsmanna B-listans í Norðuriandskjördæmi eystra Við færum ykkur hugheilar þakkir fyrir þá miklu og óeigingjörnu vinnu sem þið hafið innt af hendi og þann stuðning og það traust sem þið sýnduð okkur frambjóðendum B-listans í ný- afstöðnum kosningum. Það er ykkur að þakka að Framsóknarflokkurinn hélt stöðu sinni sem forystuafl í kjördæminu. Um leið og við ítrekum þakklæti okkar, heitum við því að gera allt sem í okkar valdi stendur til að gera veg þessa kjördæmis sem mestan og standa undir því trausti sem þið hafið sýnt okkur. Kær kveðja Guðmundur B jarnason. Valgerður Sverrisdóttir. Jóhannes Geir Sigurgeirsson. Þóra Hjaltadóttir.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.