Dagur - 28.04.1987, Side 11

Dagur - 28.04.1987, Side 11
28. apríl 1987 - DAGUR - 11 Orgeltón- leikar í Akureyrar- kirkju - í kvöld kl. 20.30 í kvöld kl. 20.30 heldur sænski orgelleikarinn Gunnar Iden- stam tónleika í Akureyrar- kirkju. Gunnar er 26 ára gamall, en þrátt fyrir ungan aldur hefur hann haldiö fjölda tónleika víða um Evrópu og í Bandaríkjunum. Gunnar fæddist í Svíþjóð árið 1961. Hann lærði á orgel í Tón- listarskólanum í Stokkhólmi hjá Rune Engsö, Anders Bondeman og Torvald Torén og lauk burt- fararprófi í kirkjutónlist árið 1983. Franska ríkið veitti honum styrk til orgelnáms í París 1983- ’85 hjá Marie-Claire Alain og Jacques Taddei í „impróvisasjón- um“. Hann lauk síðan einleik- araprófi 1986 frá Tónlistar- háskólanum í Stokkhólmi hjá Torval Torén. Gunnar Idenstam vann önnur verðlaun og sérstök verðlaun finnska útvarpsins í alþjóðlegri orgelkeppni í Lahti 1984 og sama ár vann hann fyrstu verðlaun í alþjóðlegri keppni í Chartres í Frakklandi fyrir „impróvisa- sjón“. Einnig hlaut hann „Exell- ence diploma" og fyrstu verðlaun frá Ríkistónlistarháskólanum í Frakklandi (Conservatoire Nati- onal) og 1985 fékk hann „Virtuo- sité diploma" og fyrstu verðlaun frá sama tónlistarháskóla. Tónleikar þessir eru þeir einu í tónleikaröð Norræna hússins „Ungir norrænir einleikarar" sem haldnir verða utan Reykjavíkur. Á efnisskránni eru verk eftir Duruflé, Schumann, Bach, Vierne og Rafael. Auk þess mun Idenstam leika „impróvisasjón" við eitthvert vel þekkt þema. Pað gæti allt eins orðið jass- eða poppþema eins og af klassískum toga. Sem fyrr segir hefjast tón- leikarnir kl. 20.30 í Akureyrar- kirkju. BB. Revían klúður og klaufaskapur Verður sýnd í allra síðast sinn fimmtudaginn 30. apríl kl. 9 að Melum Hörgárdal. Verið velkomin. U.M.F.Skr. íbúð óskast Rúmgóð íbúð óskast til leigu. Æskilegur leigutími ca 1 ár. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Upplýsingar í síma 22311 á daginn (heilsugæslustöðin) og í síma 22962. Magnús Ólafsson, heilsugæslulæknir. Feröafélag Akureyrar Árleg ferðakynning félagsins verður haldin fimmtudagskvöldið 30. apríl í Alþýðuhúsinu á Akureyri á 4. hæð kl. 8.30. Komið og fáið ykkur kaffi og sjáið hvaða ferðir við höf- um upp á að bjóða í sumar. Gönguferð Gönguferð á Súlur verður farin föstudaginn 1. maí kl. 10 fh. Þeir sem hafa hug á að vera með í göngunni eru vinsamleg- ast beðnir að hafa samband við skrifstofu félagsins að Skipa- götu 12, fimmtudaginn 31. apríl kl. 18-19, síminn er 22720. Lyftaramaður Óskum eftir að ráða lyftaramann með réttindi í Skinnaiðnaði. Starfsfólk Vantar einnig á dagvakt og kvöldvakt við skinnaiðnað, og á Næturvakt í sérstakt ábyrgðarstarf. Sumarfólk Nú er rétti tíminn fyrir skólafólk að athuga málin. (Þó ekki yngri en 16 ára). Mötuneyti er á staðnum. Bónusvinna. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri. IÐNAÐARDEILD SAMBANDSINS GLERÁRGÖTU 28 AKUREYRI SÍMI (96)21900 Vinningstölurnar 25. apríl 1987. Heildarvinningsupphæð 4.396.408.- 1. vinningur 2.200.508.- Aðeins einn þátttakandi var með 5 réttar tölur. 2. vinningur 658.952.- Skiptist á milli 164 vinningshafa kr. 4.018.- á mann. 3. vinningur 1.536.948.- Skiptist á milli 6.099 vinningshafa sem fá 252,- kr. hver. Oi $532 Upplýsingasími 91-685111. L|!'D Vorfagnadur NyAKUHCYW/ Hestamannafélagsins Léttis verður haldinn í Lóni föstudaginn 1. maí frá kl. 22.00. Hljómsveit Birgis Arasonar leikur fyrir dansi. Ýmsar uppákomur. Vegleg verðlaun veitt af Hestahorni KEA (Byggingavörudeild KEA). Miðaverð aðeins kr. 650,- Skemmtinefnd. Sjúkraliðar Sjúkraliða vantar að Dvalar- og sjúkradeild Horn- brekku Ólafsfirði. Umsóknarfrestur er til 22. maí 1987. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 96-62480. Sumarvinna Starfsfólk vantar til sumarafleysinga frá 1. júní til 30 ágúst. Upplýsingar gefur forstöðumaður. Iðjulundur - Verndaður vinnustaður Hrísalundi 1b. Akureyri sími 25836. Óskum eftir að ráða karlmann til starfa í Járn- og glervörudeild Vöruhúss KEA. Framtíðarstarf. Upplýsingar veita vöruhússtjóri og starfsmannastjóri KEA í síma 21400. Kaupfélag Eyfirðinga. Samviskusamur maður óskast til starfa nú þegar. Mikil vinna. Ryðvarnarstöðin Fjölnisgötu 6e, sími 26339. Kaupþing Norðurlands hf., Akureyri, óskar eftir að ráða nú þegar: Framkvæmdastjóra Um er að ræða starf er krefst viðskiptafræði-, rekstr- arhagfræði- eða annarrar háskólamenntunar. Við- komandi þarf einnig að hafa víðtæka þekkingu og áhuga á fjármálamarkaðnum. Kaupþing Norðurlands hf. Ráðhústorgi 5, pósthólf 914 602 Akureyri, sími 96-24700.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.