Dagur


Dagur - 28.04.1987, Qupperneq 12

Dagur - 28.04.1987, Qupperneq 12
DA6UK Akureyri, þriðjudagur 28. apríl 1987 Ljósritunarvélar Búðarkassar Reiknivélar Ritvélar Hljómdeild Samræmd próf hófust í gær: Skiptar skoðanir um breytta einkunnagjöf Það er gaman að fara út með flugdreka á vorin þegar vindurinn ber drekana hátt í loft upp. Þessir hressu strákar á Akureyri voru að keppa um það hver gæri látið sinn dreka fljúga hæst. Mynd: rþb Hótel KEA Akureyri: „53,5% aukning fyrstu þrjá mánuði ársins“ í útleigðum herbergjum - segir Gunnar Karlsson hótelstjóri í gær hófust samræmd próf í níundu bekkjum grunnskól- anna. Á landinu öllu eru það um 3800 nemendur í um 100 skólum sem þreyta prófin sem standa fram á fimmtudag. Á Norðurlandi eystra eru nem- endurnir um 420 og um 190 á Norðurlandi vestra. Eins og venjulega eru það fjögur próf sem lögð eru fyrir nemendur. í gær var prófað í stærðfræði t dag er það enskan, danska á morgun og íslenska á fimmtudaginn. Prófin eru byggð upp á svipaðan hátt og verið hef- Siglufjörður: Tilboð í gatnageið - langt yfir kostnaðaráætlun „Þetta eru mikil vonbrigði fyr- ir okkur. Við erum að sperra okkur við að taka sem stærsta áfanga í malbikuninni í þeirri von að fá hagstæð tilboð, en svo koma þau svona út,“ sagði Isak Oiafsson bæjarstjóri á Siglufirði vegna tilboða í mal- bikun, sem opnuð voru fyrir helgina. Tvö tilboð bárust og voru þau bæði mikið yfir kostn- aðaráætlun, það lægra 38% yfir. Útboðið fólst í lagningu og lög- un malbiks á 3,3 km af gatna- kerfi bæjarins og jarðvegsskipti og endurnýjun lagna í götunum. Efni í malbikunina er ekki inni í útboðinu. Króksverk hf. bauð 37,13 milljónir í verkið og Hag- virki 39,63 millj. Kostnaðaráætlun er 26,9 milljónir. Að sögn ísaks bæjarstjóra hefur enn sem komið er engin afstaða verið tekin til þessara tilboða og verða þau skoðuð frekar. -þá Smábátahöfn á Sauðárkróki: Hlynur með lægsta tilboð í flotbryggjur Nýlega voru opnuð hjá Hafn- arstjórn Sauðárkróks tilboð í gerð flotbryggja sem koma eiga í nýja smábátahöfn, sem samkvæmt útboði á að vera lokið við gerð á fyrir lok maí. Tilboð í flotbryggjurnar bárust frá 3 fyrirtækjum á Sauðár- króki. Byggingafélagið Hlynur var með lægsta tilboðið 237.500 á bryggju. Trésmiðjan Borg bauð 252.640 og Friðrik Jónsson sf. 259.105. Kostnaðaráætlun var 210.900 og var ákveðið að taka tilboði Hlyns þrátt fyrir að það er yfir kostnaðaráætlun. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvað flotbryggjurnar verða margar. -þá ur en ný einkunnagjöf var tekin upp fyrst í fyrra. Prófin eru öll send til Reykja- víkur þar sem á milli 40 og 50 manns vinna að því í þrjár vikur að fara yfir úrlausnirnar. Niður- stöðurnar berast nemendum því síðari hluta maímánaðar áður en skólum lýkur. Árið 1985 var reglum um ein- kunnagjöf breytt. „Normalkúrf- an“ fræga var felld niður og í stað bókstafa eru nú annað árið gefn- ar einkunnir í tölum. Einnig var inntökuskilyrðum í framhalds- skóla breytt þannig að allar námsgreinar í níunda bekk voru gerðar jafn réttháar og í þeim greinum þar sem tekin eru sam- ræmd próf, er miðað við meðaltal af samræmdri einkunn og skóla- einkunn. Um þessa breytingu, sem mið- aði að því að auka völd einstakra skóla í útskrift, eru að sögn Hrólfs Kjartanssonar deildar- stjóra í menntamálaráðuneytinu mjög skiptar skoðanir. Breyting- in varð til þess að híutfall nemenda sem fengu framhalds- einkunn hækkaði úr 66-70% undanfarin ár, í rúm 80% í fyrra. ET „Ef við berum saman fyrstu þrjá mánuði ársins í ár og árs- ins í fyrra þá kemur í ljós mikil aukning í fjölda Ieigðra her- bergja hér á hótelinu þó nýting gistirýmisins sé prósentulega aðeins lakari en hún var. Það varð 53,5% aukning frá fyrra ári í útleigðum herbergjum. Ástæða þess er sú að til loka maímánaðar í fyrra höfðum við aðeins 28 herbergi en nú eru þau 51,“ sagði Gunnar Karlsson, hótelstjóri á Hótel KEA á Akureyri. Að sögn Gunnars var nýting salanna góð og jókst gestafjöldi í þeim um 28,6% fyrstu þrjá mán- uði ársins. Veltuaukning fyrstu þrjá mánuði þessa árs varð tæp 38% en söluaukning árið 1986 varð 114% frá fyrra ári. Þá er fjöldi matargesta á hótelinu alltaf að aukast. Þegar Gunnar var spurður um bókanir fyrir sumarið sagði hann: „Það má segja að júní, júlí og ágúst séu fullbókaðir. Við erum þegar farnir að bóka ráðstefnur fyrir haustið, jafnvel allt til ársins 1989. Hótel KEA nýtur vaxandi Síðastliðinn þriðjudag urðu margir bílstjórar áþreifanlega varir við biluð umferðarljós á mótum Þingvallastrætis og Mýrarvegar. Langtímum sam- an máttu ökumenn á Þingvalla- stræti þola rautt Ijós og mynduðust langar bílaraðir. Fljótlega uppgötvuðu þeir að sjálfvirk skipting Ijósanna var eitthvað biluð og fóru að streyma yfir á rauðu ljósi. Á meðan logaði græna Ijósið fyr- ir ökumenn á Mýrarvegi og varð umferðin ansi vandræða- leg. Vissulega er það lögbrot að aka yfir á rauðu ljósi og þar að auki hættulegt, en á þessum vinsælda því það hentar vel fyrir ráðstefnur og fundi. Við finnum þetta glögglega á aukinni eftir- spurn. Ég er ánægður með þessa þróun, sérstaklega að þeir vetrar- mánuðir sem venjulega eru erfið- astir koma ágætlega út núna. Þessi mikla aukning í fjölda útleigðra herbergja milli ára er auðvitað vegna fjölgunar her- bergja um 23. Það er unnið markvisst að markaðsöflun fyrir hótelið og við höfum fengið mun fleiri ráðstefnur en við áttum von á. Sumarið í fyrra var ágætt og haustið kom okkur á óvart þann- ig að október og nóvember voru mun betri en ég hafði þorað að vona. Eftir áramótin hefur verið mikið að gera hérna og flestar helgar hefur verið fullbókað frá fimmtudegi til sunnudags með 2- 3 vikna fyrirvara,“ sagði Gunnar Karlsson. EHB gatnamótum hefur umferð geng- ið vel eftir að sjálfvirku ljósin voru sett upp og því ekki nema von að bílstjórar hafi gripið í taumana þegar á móti blæs. Að sögn varðstjóra hjá lögregl- unni kom ekki til umferðar- óhappa af þessum sökum og ekki er vitað til þess að menn hafi ver- ið kærðir fyrir að fara yfir á rauðu ljósi. Nauðsyn brýtur víst stund- um lög og vissulega var þarna um hálfgert neyðartilfelli að ræða, a.m.k. neyðarlegt tilfelli. Það er Rafveita Akureyrar sem annast umferðarljós bæjar- ins en þar var ekki vitað til þess að bilunin hefði komið til þeirra kasta en kanna átti málið nánar. SS Katrín Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri HSÞ afhendir Maríu vinninginn. Landsmótsbingó HSÞ: María hlaut báða ferðavinningana Að undanförnu hefur HSÞ haldið fimm bingó til ágóða fyrir Landsmót UMFÍ sem haldið verður á Húsavík í sumar. Aðalvinningar voru tvær utanlandsferðir, á fyrsta bingóinu hlaut María Óskarsdóttir á Húsavík Kaupmannahafnarferð fyrir tvo með Samvinnuferðum-Landsýn, eins og áður hefur verið greint frá í Degi. Á síðasta bingóinu var aðalvinningur Mallorcaferð með Atlantik. Alls fengu fimm manns bingó þegar spilað var um vinninginn og var því dregið um hver skyldi hljóta ferðina. María Óskarsdóttir var í þessum fimm manna hópi og reyndist hún svo heppin að fá einnig þennan ferðavinning. María mun því ekki verða í vandræðum með að ráðstafa sumarleyfi sínu og að öllum líkindum verður hún fastagestur á bingóum í framtíðinni. Til hamingju María og góða ferð. IM Akureyri: Fjölmargir yfir á rauðu Ijósi - Nauðsyn brýtur lög

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.