Dagur - 28.04.1987, Blaðsíða 5

Dagur - 28.04.1987, Blaðsíða 5
28. apríl 1987 - DAGUR - 5 Plat- tilboð á kaffi? Gamalt verð og nýtt er skýringin Neytandi Kaaber kaffis hafði samband við blaðið vegna þess sem hann taldi vera blöffauglýs- ingu. Konan sagðist hafa á dög- unum keypt Diletto kaffi í kílós- pakkningu á 368,20 krónur. Litlir 250 gramma pakkar kosta hins vegar 92,60 krónur og fjórir því 370,40. Á stóra pakkanum sagði hún að stæði að kaup á honum spöruðu 5%. Þannig ætti hann að kosta tæpar 352 krónur þannig að þarna er eitthvað vitlaust við þetta verð í KEA Hrísalundi. Þessar tölur fengust staðfestar hjá Laufeyju Pálmadóttur skrif- stofumanni í Hrísalundi. Hjá Heildverslun Valdemars Baldvinssonar fengust þær upp- lýsingar að þessi skekkja stafaði af nýlegri verðlækkun á kaffi. Hrísalundur fékk sendingu af kílóspakkningum á gömlu verði, 323 krónur í heildsölu en litlu pakkana á nýju verði 325 krónur fjóra saman. Nýtt verð á kílós- pakkningum er hins vegar 309 krónur og borið saman við 325 krónur sést að munurinn er rétt um 5%. Þvotti stolið í Hjallalundi Lesandi hafði samband: Ég bý í blokk í Hjallalundi og hef orðið fyrir óþægilegum atvik- um. Fyrir u.þ.b. hálfum mánuði hurfu skórnir mínir, en ég hafði skilið þá eftir á sínum stað í skó- grind á neðstu hæð hússins, eins og reglur gera ráð fyrir. Um dag- inn sá ég að einhver hafði skilað þeim og höfðu þeir greinilega ekki verið notaðir. Á laugardag hengdi ég þvott á snúrurnar í þvottahúsi blokkar- innar, sem ekki er í frásögur fær- andi nema vegna þess að honum var stolið, annað hvort á sunnu- dagsnótt eða sunnudagsmorgun. Þetta kemur sér ákaflega illa fyrir mig því hér er um sérstakar flíkur að ræða sem eru ófáanlegar, fyrir utan að vera mjög dýrar. Ég gruna engan íbúa blokkar- innar enda myndi ég þekkja þessi föt strax og ég sæi einhvern í þeim. Engin gluggatjöld eru fyrir þvottahúsglugganum og geta allir séð hvað hangir þar á snúrum. Mér þykir líklegt að einhver aðkomandi hafi séð fötin. Vil ég beina þeim tilmælum til viðkom- andi að fötunum verði skilað á sama stað, einnig að biðja for- eldra unglingsstúlkna í hverfinu að athuga vel fatnað barna sinna ef þau sjást í ókunnuglegum fötum. Leiðrétting í blaðinu í gær var frétt um breyt- ingar á þingliðinu eftir kosningar. Þar segir að konum fjölgi um helming á þingi, hafi verið 6 en verði nú 13. Þetta er rangt, þær voru 9, en það er rétt að þær verða 13. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. -HJS Til sölu Dílaborvél teg. BIESSE fyrir 25 bori lárétt og 26 bori lóðrétt. Loftþjappa teg. ALUP 125 lítra. I húsgagnaverkstæði Lundi Akureyri sími 24727. lettih Hestamannafélagið Léttir Reiðnámskeið Fjölbreytt reiðnámskeið hefst 1. maí nk. Leidbeinandi verður Gunnar Arnarson. Margar valgreinar í boði. Upplýsingar og innritun hjá Valgeir í Hestasporti, sími 21872 og hjá Kolbrúnu í Rauðuvík í síma 61610. Iðnþróunarsjóður var stofnaður af Norðurlöndunum árið 1970 við aðild íslands að EFTA. Samkvæmt stofnsamningi var upphaflegt markmið sjóðsins að efla útflutnings- iðnað og auðvelda aðlögun íslensks iðnaðar að breyttum aðstæðum vegna aðildarinnar. Megintilgangur Iðnþróunarsjóðs er nú að stuðla að alhliða uppbyggingu atvinnulífs á íslandi með fjármögnun meiriháttar fjárfestinga. Verksvið Iðnþróunarsjóðs er því ekki einvörðungu bundið langtíma fjárfestingarlánum til tækni- og iðn- þróunar. Áhersla er lögð á arðsemi fjárfestinga, styrka stjórnun og að fjárhagsleg uppbygging sé traust. Iðnþróunarsjóður veitir eftirtalin lán: • Almenn fjárfestingalán • Fjárfestingalán með áhættu- þóknun • Þróunarlán Hvaða verkefni eru lánshæf? • Bygging eða kaup á atvinnu- húsnæði • Kaup á vélum, tækjum og búnaði • Nýting tölvutækni • Vöruþróun - endurbætur og nýjungar í framleiðslu • Erlend markaðsöflun • Kaup á framleiðslurétti og tækniyfirfærsla Iðnþróunarsjóður bendir þeim á, er undirbúa fjárfestingu í íslensku atvinnulífi, framleiðslu og þjónustu, að kynna sér möguleika á fjármögnun hjá sjóðnum. nþróunarsjóður er fluttur í nýtt tsnæði í nýja Seðlabankahúsinu S Kalkofnsveff. 3. híeð. IÐNÞROUNARSJÓÐUR KALKOFNSVEGI 1 - SÍMI 69 99 90 íslensk framtíð er verkefrii okkar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.