Dagur - 15.06.1987, Blaðsíða 2

Dagur - 15.06.1987, Blaðsíða 2
2 — DAGUR - 15. júní 1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 520 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERTTRYGGVASON, EGILL BRAGASON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR T>ÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Jeiðari.___________________________ Þörf skýrsla um búskaparaðstöðu Fyrir skömmu sendi Ræktunarfélag Norður- lands frá sér skýrslu sem hefur að geyma niðurstöður könnunar á búskaparaðstöðu á Norðurlandi árið 1986. í ritinu er að finna upp- lýsingar um ástand og horfur í búskap í landsfjórðungnum frá Vestur-Húnavatns- sýslu austur um til Norður-Þingeyjarsýslu og nær könnunin til 1407 jarða. Mjög þarft var að gera slíka könnun og reyndar má rekja hugmyndina að verki þessu allt aftur til ársins 1979 þegar ljóst var að koma þyrfti á kvótakerfi í íslenskum landbún- aði. Á Búnaðarþingi 1986 var síðan samþykkt ályktun um gerð framtíðaráætlunar í land- búnaði og byggð í sveitum landsins og það ítrekað að slíka könnun þyrfti að gera sem allra fyrst. Þær upplýsingar sem þarna liggja fyrir eru til margra hluta nytsamlegar. Mikilvægast er að nú er hægt að gera mun markvissari áætl- anir um skipulagningu búvöruframleiðslunn- ar en áður hefur verið unnt. Við úthlutun framleiðsluréttar til bænda er mikilvægt að vita um þá möguleika sem fyrir hendi eru á tekjuöflun í öðrum búgreinum en nautgripa- og sauðfjárrækt svo og í störfum utan land- búnaðar, s.s. í ferðaþjónustu og smáiðnaði, með það fyrir augum að halda við og efla byggð í sveitum landsins. Nú þegar hafa bændur í hinum hefðbundnu búgreinum þurft að draga verulega úr framleiðslunni og þótt gerður hafi verið samningur um verð- ábyrgð á mjólk og kindakjöti milli stjórnvalda og Stéttarsambands bænda til ársins 1992, er ljóst að tif enn frekari framleiðslusamdráttar kann að koma ef ekki tekst að afla nýrra markaða erlendis fyrir þessar afurðir á kom- andi árum. Því er brýnna en nokkru sinni fyrr að skapa ný atvinnutækifæri í sveitum landsins. Með skýrslu þeirri sem Ræktunarfélag Norðurlands hefur sent frá sér er ekki einung- is kominn upplýsingabanki um búskap á Norðurlandi heldur hefur verið lagður grunn- ur að því hvernig staðið skal að hliðstæðri könnun í öðrum landshlutum. Þá fyrst, er úttekt á búrekstrarstöðu á öllum jörðum í landinu liggur fyrir, er fengin sú heildaryfir- sýn sem nauðsynleg er til að gera nákvæma áætlun um skiptingu búvöruframleiðslunnar til langs tíma. BB. viðtal dagsins. „Hér verður fólk að treysta meira á sjálft sig“ - spjallað við ísak Ólafsson bæjarstjóra á Siglufirði Þó að blómlegs atvinnulífs hafi á síðari árum víða gætt hér norðanlands, hefur það óvíða verið blómlegra en á Siglufirði. Siglfirðingar hafa tekið dug- lega á í útgerðarmálum undan- farið og standa þar orðið mjög vel miðað við staði af svipaðri stærðargráðu. Mikil atvinna hefur því verið í kringum sjáv- arútveginn, auk fiskvinnslunn- ar við loðnuna og rækjuvinnslu sem hófst við endurreisn Sigló- verksmiðjunnar. Um mitt síðasta ár urðu bæjar- stjóraskipti á Siglufirði eins og víða vill verða í kjölfar bæjar- stjórnarkosninga og myndun nýs meirihluta. Það var þó ekki ástæðan fyrir bæjarstjóraskiptun- um á Siglufirði í fyrra, þar sem fyrrverandi bæjarstjóri Óttar Proppé hafði ákveðið að láta af störfum og taka við öðru, hver svo sem úrslit kosninganna yrðu. Fyrir vali hins nýja meirihluta á Siglufirði, sem reyndar splundr- aðist á dögunum út af bakaríis- málinu svonefnda, varð ísak nokkur Ólafsson. Degi lék nokk- ur forvitni á að vita nánari deili á þessum manni og gangi mála á Siglufirði. „Ég er fæddur árið 1950 í Reykjavík, en ólst upp á Akur- eyri frá 7-14 ára aldurs. Ég lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík og lagði upp úr því stund á þjóðhagfræði við Kaupmannahafnarháskóla, en lauk því námi ekki.“ - Hvað starfaðir þú áður en þú hélst til Siglufjarðar? „Síðustu 5 árin var ég skrif- stofustjóri hjá Vélstjórafélagi íslands." - Hvað kom til að þú gerðist bæjarstjóri á Siglufirði.“ „Pað er nú svolítið skondin saga. Það kom eiginlega upp á borðið vegna kunningsskapar okkar Hafþórs Rósmundssonar sem hér er hjá verkalýðsfélaginu Vöku og lífeyrissjóðnum. Hann benti á mig og þannig kom það til að mér var boðið þetta starf. Mér finnst bæjarstjórastarfið ekkert mjög frábrugðið því starfi sem ég gegndi áður. Bæði byggjast þau mikið á samskiptum við fólk.“ - Hvað um framkvæmdir á Siglufirði núna? „Þær eru nú margar. Það er verið að vinna í gerð brimvarn- argarðs hérna norður á eyrinni. Byrjað er að reisa þakrýmið á íþróttahúsinu, sem meiningin er að taka í notkun á næsta ári. Þá er gerð grasvallar frammi á Hóli 5 # Leiðtoga- fundur Man einhver eftir leiðtoga- fundlnum svokallaða sem haldinn var á íslandi í haust? Það er frekar ótrúlegt þar sem þetta vakti litla athygli. Nei, nei, svona án gamans, þá fylgdist öll þjóðin með þessum mikla viðburði og horfði á Höfða í Sjónvarpinu heila helgi. Það undruðust margir eljusemi Ingva Hrafns, fréttastjóra Sjónvarpsins, við að lýsa atburðarásinni við Höfða, sem var nákvæmlega engin nema rétt á meðan höfðingjarnir hlupu út og inn úr bílunum og Höfða. # Natofundur Nú er það Natófundur, en hann þykir ekki eins merki- legur og leiðtogafundurinn. Fólk hefur aðallega fengið fréttir af því hvað utanríkis- ráðherrarnir fá að borða í hin- um ýmsu matarveislum, svo sem á Bessastöðum og víðar og lítið verið sjónvarpað beint frá Sögu. En það er ekki hægt að láta svo merka menn ganga lausa án eftirlits og öryggisgæslu. # Norðlenskir lögreglu- þjónar lánaðir Þegar Reagan og Gobbi gistu klakann voru mörg hundruð manns látnir gæta öryggis þeirra og hver man ekki eftir ræfils mönnunum sem voru handteknir með byssur á ein- hverri bryggjunni í nágrenn- inu og ætluðu að fara að skjóta fugl en ekki þjóðhöfð- ingja. Lögregluþjónar voru fengnir að láni víðs vegar af landinu og þar á meðal Akureyri. Svo er einnig nú er Natófundurinn var haldinn. Þá fóru 16 lögregluþjónar frá Akureyri að gæta öryggis ráðherranna. Fóru þeir á þremur . lögregfubiTúm**v' Og voru þá einungis tveir eftir í bænum. En þetta blessaðist allt saman því Akureyringar eru löghlýðnir eins og allir vite.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.